Ekki hægt að réttlæta það sem gerist á Gaza

Hvað er tilfinningaklám? Er það þegar tilfinningar eru notaðar sem vopn gegn fólki? Tilfinningahernaður? Þannig hafa fréttir RÚV verið um áraraðir.

En fréttir RÚV í gærkvöldi af særðum palestínskum börnum á Gaza náði til mín. Mér blöskrar að gerðar séu slíkar árásir.

Ísraelsstjórn ætlar sér að útrýma Hamassamtökunum, en það hlýtur að kosta skelfilegt mannfall á Gaza, og svo óhóflegt að heimsbyggðin sætti sig ekki við það.

Alveg eins og með Úkraínustríðið, af hverju er ekki reynt að leita lausna við samningaborðið, eins og að finna Palestínumönnum annað land, tveggjaríkjalausn eins og Bandaríkjamenn vilja?

Þvermóðskan ríkir, heift og hatur.

Það eru voldug öfl sem stjórnast af trú, og þar er engin skynsemi, engin mannúð, aðeins blind hernaðarhyggja. Þau öfl eru víða.

Íslendingar bera ábyrgð á stofnun Ísraelsríkis að nokkru leyti, við sem þjóð berum meðal annars ábyrgð á því að Ísraelar eru í mun sterkari stöðu en fólkið sem var þarna fyrir, Palestínumennirnir. 

Úr því að gyðingar fengu þarna sitt landsvæði ættu Palestínumenn að fá landsvæði sem þeir geta sætt sig við. Vesturlönd hljóta að finna betri lausnir. Þessar þjáningar og stöðuga blóðbað er óréttlætanlegt.


mbl.is „Hættulegasta svæði í veröldinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 575
  • Frá upphafi: 107233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 447
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband