Ekki hægt að réttlæta það sem gerist á Gaza

Hvað er tilfinningaklám? Er það þegar tilfinningar eru notaðar sem vopn gegn fólki? Tilfinningahernaður? Þannig hafa fréttir RÚV verið um áraraðir.

En fréttir RÚV í gærkvöldi af særðum palestínskum börnum á Gaza náði til mín. Mér blöskrar að gerðar séu slíkar árásir.

Ísraelsstjórn ætlar sér að útrýma Hamassamtökunum, en það hlýtur að kosta skelfilegt mannfall á Gaza, og svo óhóflegt að heimsbyggðin sætti sig ekki við það.

Alveg eins og með Úkraínustríðið, af hverju er ekki reynt að leita lausna við samningaborðið, eins og að finna Palestínumönnum annað land, tveggjaríkjalausn eins og Bandaríkjamenn vilja?

Þvermóðskan ríkir, heift og hatur.

Það eru voldug öfl sem stjórnast af trú, og þar er engin skynsemi, engin mannúð, aðeins blind hernaðarhyggja. Þau öfl eru víða.

Íslendingar bera ábyrgð á stofnun Ísraelsríkis að nokkru leyti, við sem þjóð berum meðal annars ábyrgð á því að Ísraelar eru í mun sterkari stöðu en fólkið sem var þarna fyrir, Palestínumennirnir. 

Úr því að gyðingar fengu þarna sitt landsvæði ættu Palestínumenn að fá landsvæði sem þeir geta sætt sig við. Vesturlönd hljóta að finna betri lausnir. Þessar þjáningar og stöðuga blóðbað er óréttlætanlegt.


mbl.is „Hættulegasta svæði í veröldinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki taka neitt mark á RÚV, það er áróðursveita fyrir eitthvað allt annað en heilsusamleg fyrirbæri.

"Ísraelsstjórn ætlar sér að útrýma Hamassamtökunum, en það hlýtur að kosta skelfilegt mannfall á Gaza, og svo óhóflegt að heimsbyggðin sætti sig ekki við það."

Þeirra vandamál, ekki heimsbyggðarinnar.

"Alveg eins og með Úkraínustríðið, af hverju er ekki reynt að leita lausna við samningaborðið, eins og að finna Palestínumönnum annað land, tveggjaríkjalausn eins og Bandaríkjamenn vilja?"

Annar aðilinn hefur í báðum tilvikum þverneitað að semja.  Ekki af sömu ástæðunum samt.

Þú getur kennt Boris Johnson um að það var ekki samið í Úkraníu á sínum tíma.
Hamas hefur eyðingu Ísraels á sinni stefnuskrá, ekki einhverja "tveggja ríkja lausn."  Og þeir eru alveg bakkaðir í þessu af mörgum: Sameinuðu Þjóðunum (það eru svo margir bírókratar sem græða á að Gaza sé til), Íran, elimentum innan Ísrael sem græða á eilífðar-erjum, og fleiri.

Ég mæli með því að þú finnir eintak af Kóraninum og lesir hann.  Mjög útskýrandi lesning, et ég lofað.

"...við sem þjóð berum meðal annars ábyrgð á því að Ísraelar eru í mun sterkari stöðu en fólkið sem var þarna fyrir, Palestínumennirnir. "

Mikill misskilningur.  Að öllu leiti.  En sá mikilvægasti er að við berum enga ábyrgð á því sem gerist fyrir uatn 200 mílurnar.  Allir sem halda öðru fram eru annað hvort fyrrtir eða haldnir einhverjum heimsvalda-órum. 

Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2024 kl. 17:54

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ásgrímur, takk fyrir að taka þátt í umræðunni og innleggið.

A) Þú segir að þetta sé ekki vandamál heimsbyggðarinnar. Hversvegna er þá RÚV alltaf að koma með þessar fréttir, eða hversvegna höfum við Sameinuðu þjóðirnar og allar hinar stofnanirnar sem eiga að stuðla að friði?

B) Rétt er það, báðir aðilar hafa neitað að semja og af mismunandi ástæðum (samt ekki alveg óskyldum. Ítrekar það sem ég skrifaði, að þessi átök eru innblásin af trú, og hún leiðir til ósveigjanleika.

C) Ég hélt að allir Íslendingar vissu að Thor Thors gerði sitt til að Ísraelsríki var stofnað? Hann var fulltrúi Íslands og kom með tillöguna? Var það ekki? Kannski var það hið bezta mál, en þá finnst mér ekki hægt að fara frá málinu ókláruðu á meðan þjóðirnar eiga í stríði.

Nei, það eru ekki heimsvaldaórar að vilja koma á friði, heldur að styðja ríki heimsvaldaóra.

Takk samt fyrir innlitið og málefnalega umræðu.

Ingólfur Sigurðsson, 15.2.2024 kl. 19:46

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

A: RÚV er að halda þessu að þér til að fela eitthvað annað.
Sameinuðu þjóðirnar og allt hitt eru bara tæki til að tappa pening af ríkjum, í vasana á einhverjum guttum.  Hefur ekkert með frið að gera, að er bara yfirvarp.

B: Algerlega rett, þetta er innblásið af trú.  Islam.  Hérna: https://quran.com/

C: Fortíðin var þá.  Ekki velta ér of mikið uppúr henni.  Við getum ekki borið ábyrgð á gerðum risaeðlanna, en við getum lært af þeim.

Allir vilja potast í málefni landa hinumegin á hnettinum, vegna atburða sem gerðust fyrir 2000 árum. Ég vil ekki taka þátt í svoleiðis, og mæli ekki með að nokkur geri slíkt.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.2.2024 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 122
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 672
  • Frá upphafi: 108403

Annað

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 109
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband