Bloggfærslur mánaðarins, september 2025

Eru dægurlög úrelt um málefni líðandi stundar sem eru orðin meira en 20 ára?

Ég vil tjá mig um annað en hefðbundin hægrimál eins og mögulegu inngöngu þjóðarinnar í ESB Það er nefnilega mögulegt að í manni rúmist báðar skoðanirnar og sannfæringarnar, að vilja þjóðerniskennd og einnig sameiningu og samvinnu þá sem felst í ESB aðild. Ég tel þetta ekki endilega andstæður.

Sannfæring held ég að komi út frá punktum, áherzlupunktum. Það eru nefnilega ákveðnir áherzlupunktar hjá ESB sinnum sem mér hefur alltaf litizt nokkuð vel á.

Til dæmis tal þeirra um samstöðu. Það var eitthvað sem ég lærði í Digranesskóla af vinstrisinnuðum kennurum þar og svo af pabba og öðrum í föðurfjölskyldunni líka.

Guðmundur Ásgeirsson heldur því fram að ekki verði hægt að troða okkur Íslendingum inní ESB, því Stjórnarskráin leyfi það ekki og vegna úrslita þjóðaratkvæðagreiðslna 2010 og 2011. Hann er mjög rökfastur maður og áhugavert að lesa það sem hann skrifar. Ekki get ég fundið holur í röksemdafærslum hans um þetta, en ég er heldur ekki löglærður eða neitt slíkt.

Þó eru margir sem gæla við þetta, eins og Baldur Þórhallsson og valkyrjurnar í ríkisstjórninni, sumar. Þegar hann mætir í Silfrið og talar um að krónan sé sökudólgur og verði að losna við hana, þá er hann undir rós að tala um að fara í ESB.

En ég ætlaði ekki að skrifa um það hvort það sé mögulegt fyrir þjóðina eða ekki að fara inní ESB eins og málum er háttað, en ég yrði samt ekki hissa á því að einhver klækjabrögð myndu duga til þess ef vilji er fyrir hendi. Það er ég þó ekki svo viss um eftir að hafa lesið það sem Guðmundur Ásgeirsson hefur skrifað um þetta.

Ég ætlaði að blogga hér um nokkra texta og lög sem ég gerði um þetta árið 2003. Ég er líka hér að velta því fyrir mér hvort list sé úreld eftir ákveðinn tíma, ef maður er að fjalla um einhver dægurmál og forsendur breytast. Ég vil vona að svo sé ekki. Laglínurnar standa fyrir sínu. Einhver sannfæring er líka í textunum sem manni getur fundizt heillandi, eins og þeir sem hrífast af málflutningi ESB sinna í dag.

En svo er annað sem mér finnst áhugavert að pæla í, en það er hvort ég meinti þetta á sínum tíma eða hvort þetta var háð, að ég væri hlynntur ESB inngöngu. Ég nefnilega man það ekki. Ég samdi svo mikið af lögum og textum að það kom á færibandi.

Ég man það þó að ég byrjaði með konsept, hugtak, eða þema fyrir plötuna. Nafnið var:"Við eigum að samstillast öll". Plata númer 2 í þríleiknum um nýalska speki og nýölsk málefni.

Mig minnir endilega að ég hafi verið sannfærður um það sem ég var að syngja um 2003, eða meðan ég söng þetta að minnsta kosti og skrifaði niður.

Í föðurfjölskyldu minni er fólk sem flest hefur staðið með Alþýðuflokknum og Samfylkingunni, held ég að rétt sé að fullyrða. Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur var bróðir ömmu minnar í föðurættinni, og ég held að hann hafi verið í framboði fyrir Alþýðuflokkinn og verið eitthvað viðloðandi pólitík.

Rökin fyrir inngöngunni í ESB eru bæði þau að það sé betra fyrir efnahaginn og jafnvel betra fyrir menninguna. Hér á blogginu hefur reyndar Gunnar Rögnvaldsson frekar en aðrir sannfært mig um að það muni ekki bæta efnahag þjóðarinnar að fara inní ESB, sem sé orðið einskonar kommúnistaríki.

Þegar ég samdi þessi kvæði 2003 þá held ég að ég hafi trúað menningarrökunum og jafnvel líka efnahagsrökunum. Ég var oft í mótstöðu við afa og ömmu, þar sem ég ólst upp að mestu, og móðurfjölskylduna og hef oft skipt um skoðun á ævinni.

"Við erum Evrópuþjóð og eigum því heima í ESB", er nokkuð sem maður hefur heyrt oft. Eða:"Allar Evrópuþjóðir eiga að standa saman".

Ég er vissulega talsvert ginnkeyptur fyrir þessu. Þegar ég var í Digranesskóla þá leit ég á mig sem kommúnista þegar ég fór að skilja orðið. Það var ekki fyrr en ég fór að hlusta á Sverri Stormsker og Stormskersguðspjöll 1987 og lesa Nýal dr. Helga Pjeturss almennilega um svipað leyti sem ég fattaði að þjóðernishyggja og hægristefna eru miklu meira spennandi fyrirbæri.

En ég tek mínar eigin skoðanir til athugunar og endurskoðunar oft, það er að segja ég efast um það sem ég held og sem aðrir halda fram.

Þessi lög um Evrópusambandið og löngun mína til inngöngu í það (eða ljóðmælandans réttara sagt) fóru ekki á CD diskinn undir heitinu "Við eigum að samstillast öll" sem kom út 2003, þau urðu afgangslög.

Ég vil hafa þau með í endurútgáfu, sleppa frekar löngum blúsum sem mér finnst ekki nógu góðir, yfir 10 mínútur að lengd, fullir af sólóum.

Mér finnst pólitíkin á Íslandi ekki sannfærandi. Mér finnst fólk ekki kjósa rétt. Ég hefði viljað fá Frjálslynda flokkinn til valda, eða Íslenzku þjóðfylkinguna eða Frelsisflokkinn.

Er ekki skárra að láta ESB stjórna okkur en eiginhagsmunaseggi eins og eru nú við völd?

Mér lízt hörmulega á ósamstillinguna í nútímanum og samstöðuleysið. Bót á þessu finnst mér ESB bjóða. Ég á mjög erfitt með að trúa því að kristnin sigri aftur eða trumpisminn, jafnvel þótt þeim gangi nokkuð vel í dag, enn að minnsta kosti.

Ég yrði ekki hissa á að allt sem Trump hefur gert verði ógilt, að demókratar komist til valda í Bandaríkjunum og jafnvel að Íslendingar gangi í ESB, þrátt fyrir erfiðleikana við það. Ef það er ekki alveg ómögulegt.


mbl.is Aldrei formlega dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til að losna við wókið þarf MJÖG mikla hægriritskoðun. Wókið hefur mengað Hollywood, eyðilagt kvikmyndir og sjónvarpsefnið gjörsamlega, og einnig íslenzkt efni

Nú er talað um ritskoðun hægrisins. Þögn ríkir um ritskoðun vinstrisins. Á RÚV er ekki minnzt á Georg Soros eða Bill Gates nema sem sómamenn, sem er ekki endilega samkvæmt sannleikanum. Þesskonar fréttaflutningur er þöggun og ritskoðun.

Ég var að horfa á fyrsta þáttinn í vetur af Vikunni með Gísla Marteini í gær. Sá galgopi hefur eitthvað lært, því ljótustu svívirðingarnar um þjóðernissinna og hægrimenn heyrði maður ekki.

Samt er þátturinn hans 100% wók þáttur, og maður horfir því ekkert skárra er í boði sem íslenzk afþreying í sjónvarpinu.

Vikan með Gísla Marteini er ritskoðaður þáttur í hel, af vinstrinu. Silfrið er líka ritskoðað í hel af vinstrinu, Kastljósið og fréttatímarnir. Í þessum þáttum koma bara fram vinstriskoðanir og wókismi. Aðeins hörð ritskoðun í wók anda og vinstristefnu anda getur verið útskýringin á því.

Hver er svo að tala um ritskoðun?

Það er þetta sem er líf og yndi vinstrimanna. Hægrimenn eru fyrst að byrja á þessu núna. Það er MJÖG fúlt að þurfa að nota sömu aðferðirnar og vinstrið, en ég styð þær þegar vinstrið hefur eyðilagt svo margt með sinni ruglstefnu.


mbl.is Grínistar fordæma „ritskoðun“ og styðja Kimmel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða þínar vélar farnar? Ljóð frá 20. nóvember 2015.

Þannig lokast þessi glufa,

það finnst björgun ekki nokkur.

Þessi bara góður, gufa,

getur þó ei fengið betra svar.

Verða þínar vélar farnar?

Varla neitt er lýsir snilld?

Nauðgarinn þá nymfu barnar,

notalegt ef mætir kokkur.

Fer þá jafnan fram að vild,

fattar loks að áður betra var.

 

Verður tóm og endir ævi

aðeins það sem púlið skilar?

Margir lenda í mannasnævi,

mikill kuldi, skortur þar á ást.

Skoðun hennar hatur vakti,

heimska og vonzka þinna ljós.

Sigurfáninn bara blakti,

bjargast ef þar hanga silar.

Hætti loks að ljóma rós,

líka ilmur fór að kveðja og þjást.

 

Hún sem kunni að faðma friðinn,

firnaung er horfin sjónum.

Sízt er bót að sækja miðin,

sýnist varla í hópnum, treystir ei...

Sendu henni sorgarkulda,

Segðu mér hver byrja vann...

þá var skárri heljar hulda,

hefur tök á máttarljónum.

Sterkur verður stormur, hann,

stríðin byrjuð, flestir segja nei.

 

Orðaskýringar:

 

Gufa: Hugleysingi.

Nymfa: Skógardís, lirfa eða eðlunarfús kona eða fríð. (Enskusletta).

Mannasnær: Kuldalegt viðmót, hatur eða virðingarleysi.

Sili: Snærisspotti, lykkja.


Það er nauðsynlegt að líta 30 ár til baka til að skilja breytingar á samfélagi okkar.

Til eru bækur sem hafa mikil áhrif en dreifast aðeins á fáar hendur og í fáum upplögum. Bækurnar eftir Auði Eir kvennakirkjuguðfræðing eru ekki efstar á metsölulistum, en þær eru áhrifaríkar og öðruvísi.

Núna nýlega fann ég "Vinátta Guðs" á bókasafni, frá 1994 eftir hana. Þessi bók er til hjá mömmu en ég fann hana ekki og vildi endurnýja kynni mín af henni, því ég las hana 1996 í fórum hennar eða 1995, jafnvel 1994, en það var um þetta leyti, hún hefur keypt hana nýútkomna, enda áskrifandi að Veru, kvenréttindatímaritinu.

Þetta er mjög öflug bók bæði fyrir konur og karla, því þótt hún sé stíluð inná konur geta allir óháð kyni notað hana til sjálfseflingar, því hún fjallar um að finna sannfæringu og losna við efasemdir um sjálfan sig.

Ég held að ýmsir dægurlagatextar eftir mig frá þessum tíma séu andstaða við ýmsum svona áhrifum sem ég var ekki sáttur við.

Svona rithöfundur og tónlistarmaður vil ég vera, einhver sem hreyfir við fólki og er áhrifamikill, þótt mér fyndist ekki verra að græða og verða ríkur af listinni. Það hefur truflað mig að ég þyki heldur róttækur, en það er ekki alltaf hægt að þegja um það sem augljóst er, sem er svo augljóst að hverju barni ætti að vera það sýnilegt, sem hefur spurt sig um sársaukann og eðli hans.

En orðið Guð hefur margar merkingar. Það hefur til dæmis merkinguna jarðneskur pabbi eða mamma. Ómeðvitað er það þannig í hugum fólks sem notar orðið. Það er vegna þess að kirkjan hefur í gegnum aldirnar kennt fólki að Guð sé ævagamall karl sem syngur á hörpu uppi í skýjum með englaskara í kringum sig, söngelska og kærleiksríka. Þessi síðskeggjaði öldungur hefur líka verið kallaður pabbi allra.

Þessu reyndi Auður Eir að breyta með þessari bók og kenna fólki að Guð væri mamma allra. Þar sem ég er heiðingi skil ég og viðurkenni að þetta er afturhvarf til heiðinna tíma fyrir 7000 árum sumsstaðar í Evrópu, eins og á Krít, og það kemur fram í bókinni að hún gerði sér grein fyrir því, en afneitaði.

Stríðið á milli kynjanna er uppspretta reiði, sjúkdóma, haturs, árekstra og óhamingju síðastliðinna áratuga. Þannig að kvennaguðfræðin er 100% satanismi, enginn minnsti vafi á því. Það verður að sjá nútímann eins og hann er og viðurkenna.

Þetta er það sem byrjaði með syndafallinu í Eden.

Vinátta Guðs fer minnkandi í nútíma okkar. Vegna þess að ást Guðs fer í gegnum okkur mannfólkið, og þegar við með deilum okkar verðum smærri og verri farvegur ástar Guðs, þá fer "vinátta Guðs" minnkandi þegar við deilum og verðum ósammála, eins og með kynjafræði og hörðum pólitískum deilum.


Sjálfskaði vegna vinstriranghugmynda og narsisismi vinstrisins

Þótt Netanyahu sé meðal skúrka sögunnar þá eru margir Gyðingar snillingar og dr. Sam Vaknin er einn af þeim. Hann er sálfræðingur og geðlæknir og hefur komið með kenningar um að sjálfsupphafningarröskunin sem veður uppi í fjölmiðlum Vesturlanda sem birtist í afneitun á staðreyndum og útbreiddum ranghugmyndum sé fyrst og fremst og næstum aðallega bundin við vinstrimenn, og nefnir þetta andfélagslegt róf geðrænna vinstrisinnatruflana. Ásgeir Valur Sigurðsson í athugasemdakerfi DV minnist á þetta undir rangri frétt sem langflestir sem skrifa athugasemdir telja falsfrétt og rugling í fréttamanninum.

Þeir sem lesa þetta blogg mitt geta gúgglað ísraelann Shmuel "Sam" Vaknin og þar kemur margt merkilegt fram.

Vaknin hefur skrifað mikið um narsisista og ranghugmyndir, og skrif hans útskýra ýmislegt í nútímanum, hvernig fólk festir sig inní búbblum og bergmálshellum og þorir ekki að taka mark á öðrum.

Eins og kenningar Sam Vaknins lýsa er ekki hægt að sannfæra ýmsa vinstrisinnaða blaðamenn um sannleikann eða áhangendur þeirra. Þar er sjálfsupphafning í búbblunni mikilsverðari en annað.

Tyler Robinson sem talinn er morðinginn breyttist við að fara í háskóla sem er þekktur fyrir að vera öfgavinstri og hlynntur "umburðarlyndi" og wókisma.

Tyler Robinson varð árásargjarnari, pólitískari og ofbeldisfyllri í þessum öfgavinstri wókháskóla. Einnig fór hann í samband með transmanni og fór að láta útúr sér hatursfull ummæli um menn eins og Charlie Kirk og kalla slíka menn hatursfulla og breiða út hatur.

Slíkt gerir aðeins sá sem er mjög ósammála og hlýtur því að vera orðinn vinstrimaður, þótt hann hafi verið hægrimaður áður.

Hægt er að gúggla þetta og finna ef maður leitar nógu vel og neitar ekki að meðtaka þennan boðskap vegna fyrirframsannfæringar.

Nú vonast maður til að Donald Trump annaðhvort loki þessum wók-háskólum sem dreifa skaðlegum viðhorfum, eða sjái til að þeir breytist.

Ef hægt er að sanna að Tyler Robinson hafi orðið morðingi við það að ganga í þennan öfgavinstri wók-háskóla hlýtur það að sanna tjónin sem þarna koma fram. Jafnvel myndi þá Háskóli Íslands falla undir skilgreiningu svona þjóðfélags-skemmandi lærdómsstofnana. Eða jafnvel allt íslenzka skólakerfið í heild sinni og það vestræna.

Þótt ég hafi oft gagnrýnt kristnina og verið andvígur henni, þá er augljóst að vinstrið er ekki á skárri villigötum.

 


mbl.is Gekk með riffilinn í buxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

300 milljónir fyrir einbýlishús í Fossvogi - hús og íbúðir - ekki furða að braskað sé

Það er ekki ofsögum sagt af hækkandi íbúðaverði hér á Íslandi. Annað er áhugavert við þetta, en það er bilið á milli ríkra og fátækra. Á meðan langflestir hafa bara alls ekki efni á svona rándýrum húsum eða íbúðum er einhver hópur sem getur dregið þetta fram úr erminni eins og ekkert sé.

300 milljónir er rosafjárhæð.

Munurinn á milli ríkra og fátækra kristallast því í þessu.

RÚV, sjónvarp og útvarp allra landsmanna, það fjallar ekki mikið um fátækt fólk lengur, hef ég grun um. Eins held ég að í þáttinn hans Gísla Marteins komi aðeins RÍKIR og LANDSFRÆGIR eða HEIMSFRÆGIR, ekki FÁTÆKIR og PÍNULÍTIÐ frægir.


mbl.is Lilja Dögg keypti 300 milljóna hús í Fossvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt á Vísi tengir morðið á Charlie Kirk beint við transmál

Fréttin sem ég vitna í og birtist á Vísi heitir:"Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson. Þar er hægt að lesa um þetta nánar.

Sá sem talinn er hafa banað Charlie Kirk var ástmaður transkonu að því er talið er. Herbergisfélaginn, transkonan hafði eftir morðingjanum:"Ég var búinn að fá nóg af hatrinu hans (Kirk). Sumt hatur er ekki hægt að semja við."

Charlie Kirk reyndi að sveigja fólki burt frá transbrautinni. Þessi orð mannsins sem talinn er morðinginn þau hljóma eins og hrein játning og hrein útskýring á ástæðunni fyrir morðinu.

Ef Tyler Robinson var hægrisinnaður, kom úr hægrisinnaðri fjölskyldu, þá var það girndin í garð transkonunnar sem vakti hjá honum þessa morðfýsn og reiðin í garð mannsins sem predikaði að þessar kenndir væru rangar og lífernið sem elskaða transkonan stundaði.

Herbergisfélaginn og transkonan hefur ekki legið á liði sínu og hjálpað lögreglu og yfirvöldum við rannsóknina. Það þyrfti því mikið að breytast og margt nýtt að koma fram ef hér er ekki komin skýringin og ástæðan fyrir morðinu.

Morðinginn sjálfur er hins vegar þögull sem gröfin, en hér er komin rík ástæða og skiljanleg fyrir morðinu.

Ályktunin sem af þessu má draga er mjög augljós. Tilkoma fjölmargra kynja og kynskiptiaðgerða eða hvað þetta er kallað hefur búið til fleiri ástæður til morða og voðaverka og gert ástarlíf flóknara og mannleg samskipti.

Ástæðan fyrir morðinu á Charlie Kirk er þessvegna ekki til að styðja málstað hinseginfólks og vinstrafólks, ef vel er að gáð. Jafnvel þótt Tyler Robinson eigi sér hægripólitíska fortíð og fjölskyldu, þá eru allar ástæðurnar fyrir morðinu dæmigerð reiði og fordæming vinstrimanns. Hann var því orðinn vinstrimaður eftir að hafa girnzt og elskað herbergisfélagann.


mbl.is Skildi eftir bréf til herbergisfélagans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wók Silfur eins og alltaf núorðið

Vísir, DV og víðar, maður sér þarna að reynt er að snúa útúr orðum Charlie Kirk og gera honum upp skoðanir. Hann er kallaður öfgamaður á Vísisgrein í dag sem er hæpið. Hann kom að sumra mati úr öfgaumhverfi kristilegrar stjórnmálahyggju hægrimennskunnar, en samt var hann ótvírætt minnst öfgafullur af þeim hópi.

Þetta sýnir enn að vinstrimenn hræðast að hann verði hylltur sem fórnarlamb og hetja á Íslandi líka og í Evrópu, og að hann hafi áhrif á umræðuna með að sveigja hana til hægri.

Misheppnað Silfrið í gær var ALLT lagt undir einn mann, Charlie Kirk, og reynt að sverta minningu hans eins og í öðrum fjölmiðlum Andskotans.

Þeir sem reyndu að tala máli hans og hægrimanna gerðu það með máttlausum hætti, en Þórhildur Sunna var sama vinstriöfgakonan og áður, mjög ósmekklegt og rangt að fá hana í svona umræðuþátt. Allir vita hvaða skoðanir hún hefur.

María Rut var málefnalegri en þó ekki rétta konan í svona umræðuþátt, þar sem hennar kona hefur verið með Hatursþættina á RÚV og það er algjörlega boðskapur þvert á Charlie Kirk.

Það hefði verið hægt að fá hlutlausari viðmælendur til vinstri til að þátturinn yrði málefnalegri og síðan hefði þurft alvöru málsvara fyrir skoðanir Charlie Kirk, en þeir eru vissulega til á Íslandi!!!

Ingvar Smári og Kolbeinn beittu sér ekki sem málsvarar sjónarmiða Charlie Kirk. Þeir reyndu að vera hlutlausir en það kom út sem miðjumoð og hræðsla hjá þeim.

Það var talað um menningarstríð og að minnka skautun, en þá verður að ræða málefnin sjálf, eins og til dæmis fóstureyðingar sem Charlie Kirk var andvígur og fleiri viðkvæm mál.

Þú minnkar ekki skautun með því að segja hægrafólki að halda kjafti, eins og reynt var að gera undir rós í hundfúlu og lélegu Silfrinu í gær.


mbl.is Grínaðist með að tvífari sinn hafi skotið Kirk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öragnirnar í grímunum er enn einn viðbjóðurinn sem fyllir fólk og náttúru - mengar

Enn á ný kemur í ljós að Guðjón Hreinberg hafði rétt fyrir sér. Nú er talað um Covid grímurnar sem "tifandi tímasprengju" á DV, bæði í umhverfslegu tilliti og heilsufarslegu. Hann hafði sem sagt alveg á réttu að standa að trefjarnar í þessum grímum eru eitraðar, geta valdið allskyns sjúkdómum, og sumum bókstaflega banvænum, og valda mikilli umhverfismengun í dýrun og vistkerfinu öllu.

Þessar grímur eru sérstakur tízkuvarningur meðal Kínverja þar sem kommúnisminn er vinsæll og við lýði. Þar er eins og fólk trúi því að þessir eiturklútar hjálpi eða geri gagn, en eins og rakið er í greininni:"Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru "tifandi tímasprengja"", og einnig í athugasemdunum þá er þetta allt byggt á misskilningi og grímurnar veita litla sem enga vörn, en auka mengun í fólki og dýrum - hvarvetna.

Af hverju erum við að treysta sérfræðingum?

Það kom í ljós í Hruninu 2008 að ekki var það réttlætanlegt. Einnig kom það í ljós í kófinu 2020-2022.

Lyfjafyrirtækin græða á fólki. Við tilheyrum menningu sem er bölvuð á allan hátt. Hún drepur fólk og náttúruna almennt.

Eini guðinn sem fær virkilega völd, það er Mammon.


mbl.is Gætu þurft að eyða milljörðum í losunarheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var líf á Marz? Mögulega

Til eru kenningar um að lífið hafi borizt frá Marz til jarðarinnar eða frá Venus til jarðarinnar eða frá loftsteinum. Því var jafnvel verið trúað á líf væri á Marz snemma á 20. öldinni eins og frægt leikrit í Bandaríkjunum er til vitnis um, og hræðslan við Marzbúa er gömul. Orson Wells olli slíkri hræðslu með útvarpsleikriti árið 1938.

Ekki er útilokað að líf hafi þrifizt á Marz áður. Plánetan er uppþornuð og skorpin, en áður fyrr er talið að vatn hafi verið á henni, og þá mögulega líf. Gróðurhúsaáhrif gætu hafa átt þátt í að gera hana óbyggilega.

Bandaríkjamenn hafa eytt peningum í margt heimskulegra en könnun geimsins, til dæmis stríð sem aðeins eru til bölvunar, eða kynjafræði, wókisma og slíkt.


mbl.is Skýrasta vísbendingin um líf utan jarðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 54
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 774
  • Frá upphafi: 158897

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 539
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband