Bloggfærslur mánaðarins, september 2025
15.9.2025 | 00:32
Var líf á Marz? Mögulega
Til eru kenningar um að lífið hafi borizt frá Marz til jarðarinnar eða frá Venus til jarðarinnar eða frá loftsteinum. Því var jafnvel verið trúað á líf væri á Marz snemma á 20. öldinni eins og frægt leikrit í Bandaríkjunum er til vitnis um, og hræðslan við Marzbúa er gömul. Orson Wells olli slíkri hræðslu með útvarpsleikriti árið 1938.
Ekki er útilokað að líf hafi þrifizt á Marz áður. Plánetan er uppþornuð og skorpin, en áður fyrr er talið að vatn hafi verið á henni, og þá mögulega líf. Gróðurhúsaáhrif gætu hafa átt þátt í að gera hana óbyggilega.
Bandaríkjamenn hafa eytt peningum í margt heimskulegra en könnun geimsins, til dæmis stríð sem aðeins eru til bölvunar, eða kynjafræði, wókisma og slíkt.
![]() |
Skýrasta vísbendingin um líf utan jarðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2025 | 00:30
Hamar og sigð, tákn um ofbeldi, ekki síður en hægriöfgatákn
Goddur, (Guðmundur Oddur Magnússon) hefur oft fjallað um táknmál í myndlist og skúlptúr og hvernig það tengist pólitík í fjölmiðlum.
Þetta Banksyverk sem fjallað er um í fréttinni það er MJÖG augljóslega 100% marxískt, bæði að myndbyggingu, táknfræðilega og svo inntakslega.
Vissulega á að afmá þetta ljóta og ofbeldisfulla verk og það er skiljanlegt.
Hamarinn sem morðvopn í myndinni, hann er bein vísun í hamar og sigð, kommúnistatáknið, sem er jafn alræmt og hakakrossinn fyrir hægriöfga og nazisma, en kommúnisminn kostaði svipað mörg mannslíf segja sumir fræðingar og grimmdin í kommúnískum ríkjum hefur líka verið skelfileg.
Í annarri frétt nýlega er endurtekin frétt sem alltaf er sögð með reglulegu millibili, að hakakross er spreyjaður á einhvern flöt og fjarlægður jafnskjótt aftur og mikil skömm hvílir yfir þessu og gerendur taldir sýna hatur - eða mögulegt hatur.
Viðbrögðin við sumum táknum eru orðin vélræn. Ekki gagnrýnd á báða bóga.
Það að hið kommúníska Banksyverk, sem ætlað er að vekja samúð með mótmælendum, dómari sýndur munda hamar að mótmælenda með blóðugt spjald, vekur usla og á að fjarlægja það, sýnir að umskipti eru að verða í umræðunni. Kommúnistar og kommúnistatákn eru að fá sama stimpil og nazistar og nazísk tákn.
Það væri mjög áhugavert að sjá tölfræðina á bak við ofbeldisverk nazista eða hægriöfgasinna. Er ástæða til að hræðast þetta fólk? Eru nokkur mál tengd þeim á Íslandi yfirleitt, eða er fólk að hræðast þessar skoðanir til að fylgja útlöndum og menningu þar? Er nauðsynlegt að mála þennan hóp sem hættulegri en aðra? Einnig var nýlega fjallað um Vítisengla og aðgerðir gegn þeim. Það var gert í RÚV í gær. Þar kom fram að íslenzkir Vítisenglar hafa ekkert gert af sér og eru mjög þreyttir á áreitni lögreglunnar í sinn garð. Þó skil ég fullkomlega þessi viðbrögð við þeim, vel að merkja, vegna atburða í útlöndum.
Gott lýðræði það er einnig aðhald gegn lýðskrumi bæði til hægri og vinstri, aðhald með móðursýki og aðhald með lögreglu og öðrum yfirvöldum.
Mér finnst að tákn eigi ekki að vera fordæmd að eilífu þótt einhverjir aðilar eða hópar hafi notað þau í vafasömum tilgangi einusinni.
Það þarf að endurskoða hvað eigi við nútímann og hvað er gömul hræðsla.
![]() |
Reynt að afmá umdeilt Banksy verk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2025 | 00:23
Wókið í Háskólanum - Hrunadans Angelu Merkel
Heimildin, vefrit, segir frá því að brottfall úr íslenzkum háskólum sé að meðaltali hærra en í OECD ríkjum.
Silja Bára reynir ekki að vinna gegn þessu. Kannski er karlfjandsamlegt andrúmsloft femínistanna í Háskólanum ástæðan!!!
Ekki er nóg með að Háskólinn sé orðinn kvennaskóli, nú á að gera hann að enn meiri wók-skóla!!!
Charlie Kirk var einn þeirra sem reyndi að laga eitraða og ónýta háskólamenningu marxista og glóbalisma á heimsvísu. Að sjálfsögðu bíta þessir menn nöðruna þar sem hún er eitruðust og hættulegust, og fá á sig höggormsbitið, að sjálfsögðu. Aðeins með því að vita að Guð launar í Himnaríki og að berjast áfram og hræðast ekki mun sigurinn vinnast.
Lygaáróður er í gangi á TikTok um ókeypis háskólanám á Íslandi fyrir alþjóðlega nemendur. Í stað þess að Silja Bára rektor reyni að láta banna slíkar falsfréttir þá vill hún gera háskólann enn meiri wók-skóla, því miður.
Mig grunar að glæpasamtök Georgs Sorosar og önnur af því sauðahúsi séu að framleiða og borga fyrir þessi TikTok myndbönd, þar sem jafnvel er haldið fram að auðvelt sé fyrir alþjóðlega nemendur að flytjast með allri fjölskyldunni til Íslands!!! (Það kemur fram í annarri frétt sem tengd er við þessa. Sú frétt heitir:"Ófyrirséð þróun í háskólum líklega vegna TikTok).
Þessi rammpólitísku TikTokmyndbönd eru angi af No Borders stefnunni sem nú er orðin óvinsæl og Þorbjörg dómsmálaráðherra er að reyna að vinna bug á.
Silja Bára er greinilega í sama vinstriöfgaflokki og Angela Merkel. Munurinn er sá að Angela Merkel er úrelt vörumerki sem skein skært fyrir 20 árum, en Silja Bára er að byrja sína hrakfallagöngu núna og gera sig óvinsæla.
Á Íslandi eru margir eitraðir femínistar. Þeir finna nú jörðina brenna undir sér, gagnrýni birtast og óvinsældir. Þá er gripið til sama ráðs og Hitler greip til, og fleiri, að gefa í og auka hörkuna, enda í búnkernum.
Femínistar eins og Silja Bára vita að glóbalisminn er kvæntur femínismanum, stuðningurinn er ekki eða varla til við slíkt hjá íhaldsfólki.
"The Devil's Been Busy" er lag með hljómsveitinni Travelling Wilburys. Það þýðir"Djöfullinn hefur haft nóg að gera".
Morðið á Charlie Kirk er dæmi um þetta og að Djöfullinn skuli hafa valið frekar sakleysislegan mann eins og Tyler Robinson til að fremja þann óhæfuverknað.
![]() |
Vilja fjölga nemendum með erlendan bakgrunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2025 | 19:22
Mark Chapman vildi öðlast frægð fyrir morðið á Lennon. Robinson gæti verið þannig týpa
Morðingjar eru mjög sérstakir. Sumir sem skara fram úr eru drepnir því morðinginn fyllist af minnimáttarkennd.
Ef ekki er hægt að finna skýra ástæðu fyrir voðaverkinu gæti verið að einhverjar þannig ranghugmyndir hafi verið hvatinn.
Oft eru morð næstum alveg - eða gjörsamlega órökrétt. Það þekkist að minnsta kosti.
Robinson er heimskur skíthæll en ekki gáfaður ef hann er sá sem drap Charlie Kirk, sem var framúrskarandi og góður maður.
Eða þá að Tyler Robinson var fenginn til verksins af samsærisöflum og að þetta sé allt eitt stórt samsæri sem aðrir standa á bakvið, og þá sennilega vinstrimenn, wókistar. Það er alveg eins líklegt. Þannig grunsemdir vöknuðu eftir morðið á Kennedy til dæmis og þær eru í fullu fjöri enn.
![]() |
Ásetningur byssumannsins alls ekki skýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2025 | 00:21
Eftir breytingar verður Esus sá sem styttir brautina
Eru flestir þeirrar skoðunar að tilviljanir stjórni veröldinni eins og köld vísindin bjóða uppá? Ef svo er þá er tilviljunin guð og skapari. Enginn veit neitt um þetta með vissu, en trúin á refsandi guð er eins rökrétt og trúin á guð sem alltaf hjálpar og blessar og er kærleiksríkur.
Það kom vísindamönnum á óvart hvernig nýtt virknitímabil er hafið á Íslandi í jarðskorpunni og hvernig þessi gos hafa verið misjöfn.
Þannig er stundum miðað við atburði sem gerðust fyrir meira en 1000 árum og teljast svipaðir í jarðsögulegu tilliti.
Það sama hlýtur að eiga við um jarðskjálftana. Það hlýtur að vera ómögulegt að segja með vissu að þeir verði ekki stærri en 6 eða 6.5 á næstunni hér á Bláfjallasvæðinu eða annarsstaðar þar sem annaðhvort fyrr hafa þeir verið jafnvel stærri eða annarsstaðar á landinu. Það hlýtur að vera mögulegt að náttúran komi á óvart, bæði hvað varðar staðsetningu skjálfta og eldgosa og stærð líka eða lengd í tíma.
Ég spái því að líklegt geti verið að jarðskjálfti verði nálægt Reykjavík uppá 7.5 eða eitthvað slíkt og þá muni skemmdir verða miklar og jafnvel mannslíf týnast. Ég veit ekki hvenær, kannski eftir 20 ár, kannski bara á þessu ári. Ég tel einnig að mögulegt sé að margir skjálftar um 5-7 verði á ýmsum svæðum, á þessu virknitímabili sem er hafið, og svo auðvitað mikið af eldgosum eins og komið hefur fram hjá sérfræðingum. Búast má við að flestir skjálftarnir verði hér á suðvesturhorninu, er það ekki virkasta svæðið? Í mestri byggð? Gáfulegt eða hitt þó heldur!
En ég vil útskýra hversvegna ég hef frætt aðra um Esus og einnig lesið mér til um hann einsog Taranos, Toutatis og fleiri.
Við erum komin til Helvítis. Dyrunum er lokað og við eigum ekki afturkvæmt. Guðirnir þrír, Taranos, Esus og Toutatis hjálpa í vítunum en aðrir ekki. Þeir virka á reiði og hefndarlöngun til að fólk fái réttlæti í vítunum, valdefla fólk í því sem tilheyrir vítunum.
Allt í þessum heimi er samspil þriggja þátta ef vel er að gáð. Vatn, eldur og loft. Í orðunum felst meira en flestir halda. Eldhugar, það er fólk sem vill hreyfingu, það lýtur Taranosi. Loftið, það er andlega og sálræna fólki, það lýtur Esusi. Jarðbundna fólkið og hægláta, sem hlýðir og eltir tízkuna, það lýtur Toutatosi. Það er vatnið.
Aðeins djöflar og púkar verða frægir fyrir "fagrar listir" í víti af því tagi sem við tilheyrum. Mín list verður ekki metin að verðleikum þar sem geimverur eru búnar að yfirtaka um helming mannkynsins andlega.
Esus er jafnvel máttugri en Jesús Kristur og Jahve. Esus hræðist ekki neitt eða neinn, og ekki heldur Taranos eða Toutatis.
Gjöreyðing fylgir í kjölfar þessara guða fyrir þá sem beizla þá. Við sjáum að kjarnorkuógnin magnast og aðrar ógnir líka. Þetta bara fylgir vítunum, heimska en ekki vit eða gæzka.
Ég mun aldrei njóta sannmælis eða frægðar á þessari jörð, hjá þessu vítismannkyni. Þá er aðeins hefndin eftir. Sá sem ekki sækist eftir hefnd en hefur verið beittur órétti er óréttlátur, því óréttlæti sem óhegnt er fyrir er brot gegn lögum Týs. Sú hefnd kemur ekki í þessu lífi heldur öðrum lífum. Því vil ég stilla reiði fólks og gefa þeim sömu fyrirheit og Kristur, að í framlífinu kemur réttlætið sem aldrei kemur hér á þessari jörð. Réttlætið gefur Esus ásamt Syn, gyðjunni heiðnu úr norrænu goðafræðinni, sem vissulega er lifandi einnig full af fjöri.
Þar sem Esus stjórnar öndunum þá getur hann gert djöflana vitfirrta á réttan hátt. Jesús Kristur lýtur Þór, en það réttlæti tekur enda þegar Esus tekur völdin, ef það reynist rétt sem sumir halda fram, að hann sé enginn annar en Ginnungur, Chaos eða Ginnur, sem Ginnungagap er kennt við.
Ég var í Hallgrímskirkju fyrir jólin 2021. Það var áður en Úkraínustríðið byrjaði. Ég var með vini að hlusta á kór sem söng margt og mikið og bæði kristilegt efni og veraldlegt. Þá gerðust hlutir sem undruðu mig. Ég sá púka byrja að koma upp með gólfunum, og þeim fjölgaði og fjölgaði og svifu útí himingeiminn.
Ekki gat ég skilið eða túlkað þessa sýn fyrr en seinna. Það hefur verið stöðugt innstreymi á púkum til okkar jarðar frá þessum tíma. Siðrofið sem annar bloggari hefur fjallað um er án efa afleiðing.
Réttlætið kemur með Esusi. Breytingarnar verða miklar, en vitfirringin tilheyrir honum ekki heldur réttlætið. Kirkjan sem farin er út af sporinu getur ekki fylgt Esusi. Það getur ekki heldur almúginn sem einnig er farinn út af sporinu.
Jafnvel veit ég ekki hvort ég er fær um þetta, að fylgja honum. Sindrið hrekkur þó á aðra hnetti þar sem meira réttlæti er, og sál manns er slíkt sindur.
Esus er ekki að boða kærleika eða mannfélag. Hann kemur við upphaf og endalok eins og títanir og tröll. Löng er sú braut sem verður að þola í vítunum. Hann getur stytt þessa dvöl. Hann er ekki Jesús Kristur, alls ekki, heldur heiðinn guð en Kristur er við hann kenndur ranglega.
Einstaklingur sem verður undir á okkar jörð fær ekki réttlæti endilega auðveldlega í framlífinu. Í fjölheiminum þarf þetta að vera þannig eins og Búdda kenndi, að losna undan hjóli endurfæðinganna, sem Taranos stjórnar sennilega, samkvæmt táknfræðinni sem við hann er kennd.
Aðeins þegar enginn minnsti áhugi finnst á þessu jarðlífi losnar sálin undan hjóli endurfæðinganna. Langfæstir eru tilbúnir í þá vegferð.
Eins og Shiva þá kennir Esus með þrautum og erfiðleikum stundum.
Fólk getur baðað sig í eigin reiði. Aðeins þá heimsækir Esus mann og gefur sér tíma fyrir mann. Þegar fólk hættir að skammast sín fyrir neikvæðar kenndir sínar en lærir að stjórna þeim og hemja á sama tíma, þá kennir Esus fleira og hjálpar meira.
Endalaust lifnar maður við, en þetta jarðlíf er tilraun til að eyða lífsvilja púka eins og allir einstaklingar teljast jarðarinnar.
Endurtekningin er eins og draumur. Fólk kannast við sig, heldur að ekkert hafi í skorizt. Esus kennir að þekkja mörkin og bjaganirnar í veruleikanum, eins og í Matrix kvikmyndunum var sýnt hvernig er gert.
Tjáningarfrelsið er ekki til staðar á meðan sumar tilfinningar eru bældar en aðrar ekki.
Esus er eins og Vili að sumu leyti. Vili geymir ekki aðeins góðan vilja heldur öðruvísi vilja einnig, vondan eða vafasaman.
Drúíðar leiða aðeins til guðanna. Það að Esus skuli eflast eins og Taranos og Toutatis, það er tímanna tákn. Drúíðarnir skerast ekki í þann leik. Þeir fórnuðu sér á sérstakan hátt. Þannig færðu þeir anda sína inní óvini sína og sigruðu þá innanfrá.
Þannig er með Míþrasartrúna einnig. 25. desember fæðist Míþras samkvæmt þeirra helgisögnum, og kristnin er dulargervi fyrir Míþrasardýrkun og því hernaðardýrkun frekar en friðardýrkun.
![]() |
Skjálfti fannst í byggð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2025 | 00:21
Þessi sorglegi atburður endurómar og rímar við önnur pólitísk morð í Bandaríkjunum sem breyttu heiminum
Alltaf er dauðinn jafn ömurlegur, en til er það að dauðsföll séu hvatar til umbóta. Morðin á Martin Luther King og John F. Kennedy, og raunar fleiri morð í fortíðinni, þau urðu aflvakar breytinga, en það má deila um hvort þær breytingar hafi verið til ills eða góðs.
Þessi hrottalegu manndráp sem samsæriskenningar fjalla um og eru ekki að fullu upplýst, en þau urðu olía á eld mótmæla og málstað aðgerðasinna eins og Malcolms X, þannig að dauðsföllin urðu ekki til einskis, þau hjálpuðu til við að breiða út það sem þeir höfðu boðað. Morðið á John Lennon hefur án efa líka kynt undir friðarboðskapinn sem hann boðaði, því fólk vill eflast í því sem fær á sig árásir oft, það er mannlegt eðli.
Það er svo sem einnig viðurkennt að krossdauði Krists sé hluti af mætti kristninnar, upprisan og fórnin fyrir mannkynið. Þannig að þetta er þekkt og viðurkennt, að stundum þurfa vondir hlutir að gerast til að vekja fólk til meðvitundar og skilnings.
Charlie Kirk hefur alla burði til þess að verða stærri eftir dauða sinn og verða dæmi til þess að leiðtogar og almenningur KREFJIST þess að öfgavinstrið og pólitískir andstæðingar hans reyni að koma til móts við trumpismann, að samræður og skilningur verði meira notað en ofbeldi, eins og Charlie Kirk predikaði og boðaði sjálfur.
Ef trumpisminn væri eins og kaþólskan þá væri Charlie núna dýrðlingur. Hann féll fyrir málstaðinn, óneitanlega, og hræddist ekki að vera í eldlínunni, setja sig í hættu og fórna sér fyrir aðra. Því er þessi Frelsisorða mjög góð og réttmæt.
Þá má spyrja: Mun fórn Charlie Kirks nægja til að fólk snúi af þessari klofningsbraut og ofbeldisbraut eða verður þetta að stigmagnast enn?
Hversu mikilvægt er það að hafa rétt fyrir sér ef það kostar mannslíf?
Hvenær er tímabært að semja frið, og efast, sættast á andstæð sjónarmið, fyrst um stundarsakir, svo kannski að eilífu, ef maður finnur að þau eru rétt?
![]() |
Mun veita Kirk Frelsisorðu forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2025 | 11:18
2007 er komið aftur, (Það er mín túlkun, ekki hennar orð) Þóra Kristín Ásgeirsdóttir mælti beztu orðin í gær
Ég hlustaði alla á stefnuræðu Kristrúnar í gær, umræðurnar á eftir og svo skýringar sérfræðinganna.
Mér fannst ræða forsætisráðherra sem og annarra einkennast af ÁTAKAFÆLNI. Það kom ekkert nýtt fram hjá henni eða öðrum. Stjórnarandstaðan var máttlaus fyrir utan Sigmund Davíð og Nönnu Margréti, þau eru bæði mælsk og rökvís, en samt voru ræður þeirra bara sæmilegar og ekkert frábærar, en hinna ræður voru líka bara sæmilegar í bezta falli.
Það eina sem mér fannst gott í þessu endalausa masi voru orð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur stjórnmálaskýrenda eftir umræðurnar um að ríkisstjórnin muni falla ef ekki tekst að bæta kjör öryrkja og aldraðra, og ef Flokkur fólksins stendur ekki uppi sem sigurvegari.
Þarna hitti hún í mark. Flokkur fólksins fékk óvenjulega mikið fylgi miðað við skoðanakannanir og svo niðurstöður eldri kosninga. Það var ákall um þetta frá fólkinu í landinu, að koma á svona jöfnuði.
Þetta segir manni líka að hefðbundnir vinstriflokkar eru orðnir úreltir. Femínismi sem var í tízku fyrir nokkrum áratugum er orðinn gamaldags.
Verðlag í landinu er orðið sjúkt, of hátt. Verðbólgan er of há. Snobbháttur og auðsdýrkun er allsráðandi. Ástandið er orðið EINS OG 2007 EÐA VERRA hvað varðar yfirborðsmennsku, valdadýrkun og auðsdýrkun!
![]() |
Stefnuræða forsætisráðherra í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2025 | 05:30
Veröldin snýr sér að síauknum stuðningi við Palestínumenn og Gasabúa
Ég tók eftir því í Silfrinu á mánudaginn sem var alveg þolanlegt að Sigríður Á. Andersen var sú eina sem studdi Ísrael sómasamlega. Hún talaði um sekt Hamas á milli línanna og minntist á samtökin einu sinni en aðrir töluðu eins og Ísraelsmenn einir væru sekir, eða bæru þyngstu ábyrgðina.
Nú kann vel að vera að pistlar Ómars Geirssonar hafi sannfært mig eitthvað og pistlar Guðmundar Arnar, eða athugasemdir. Þetta er allavega hluti af heimsmynd og breytingum á Vesturlöndum og nú er loksins kominn einhver vottur af vilja til að sporna gegn þessu, eða það virðist manni eftir Kastljósið í gærkvöldi, þótt mjög vægt færi Kristrún forsætisráðherra í þetta.
Á sama tíma eru breytingar orðnar á Sjálfstæðisflokknum. Hann er orðinn hreinn krataflokkur og eini flokkurinn sem er íhaldsflokkur er Miðflokkurinn, og þó varla nema svolítið.
Annað sem var merkilegt í fréttum á mánudaginn það var að sá sem talaði frá Noregi lýsti því að meirihluti Norðmanna stæði með Palestínumönnum en ekki Gyðingum. Það finnst mér skrýtið og kom mér á óvart, því fáar Norðurlandaþjóðir hafa eins rótgróna og íhaldssama kristni og Norðmenn, eða þannig var þetta að minnsta kosti fyrir 10 árum og þar áður. Þessu kynntist maður á sínum tíma. Einnig kom það í fréttum í gær, á þriðjudegi, frá öðrum sem talaði frá Noregi, að glæpatíðni hefur snaraukizt í Noregi með stórauknum fjölda útlendinga og fólks frá öðrum menningarsvæðum en því norræna. Þetta kom fram í pólitískum áherzlum flokkanna í Noregi að þessu sinni, sem einbeittu sér að málefnum landsmanna, ekki umhverfismálum eða flóttamannamálum, samkvæmt því sem kom fram.
Það virðist því vera að sama þróun og annarsstaðar á Vesturlöndum sé farin að bíta Norðmenn og naga niður í rót, að yngri kynslóðir verða trúlausar, islamstrúar eða ganga af kristninni til heiðni.
Þetta er kannski bara kratismi. Hvernig á Sjálfstæðisflokkurinn að marka sér sérstöðu ef hann fer alveg í skóna hjá Kristrúnu og Samfylkingunni?
![]() |
Stór hluti heimsins hefur gleymt 7. október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það eru nokkrir útlendingar sem mér finnst meiri og betri Íslendingar en við Íslendingar sjálfir. Þessi Breti sem synti í kringum landið finnst mér einn af þeim. Síðan var það Georgíumaðurinn sem aldrei hafði komið til landsins en lærði að tala hreimlausa og rétta íslenzku af sjálfsdáðum. Mig minnir að hann hafi því miður farizt í bílslysi á sviplegan hátt. Síðan eru nokkrar konur eins og Dorrit hans Ólafs og Eliza Reid, báðar með brennandi áhuga á íslenzkri menningu þótt þær tali hvorug fullkomna íslenzku.
Þetta eru aðeins nokkur minnisstæð nöfn. Ef stærstur hluti Íslendinga kýs pólitíkusa sem gera skandala og leyfa að eyðileggja laxastofnana í nafni gróðavæðingar eða eyðileggja menntakerfið með wókisma, og setja vitlaus lög í landinu, þá eru fæstir Íslendingar að standa sig nógu vel, miðað við að þeir hefðu getað kosið Frjálslynda flokkinn og komið í veg fyrir margt sem aflaga fór, og svo Frelsisflokkinn og Íslenzku þjóðfylkinguna eftir það. Nei, allir þessir flokkar fengu lítið fylgi. Því standa Íslendingar sig ekki sem skyldi, almúginn, það er að segja.
Það er engin afsökun að RÚV og Stöð 2 hafi verið með heilaþvott alþjóðavæðingar. Fólk ætti að vera skynsamara almennt og sjá í gegnum það.
![]() |
Breski sundkappinn háður íslenskum lakkrís |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundum les ég pistla á vefritinu Heimildin sem er til vinstri, bara vegna þess að í þeim ritum finnst meira af mannúð og skilningi en annarsstaðar, þótt ýmislegt geti verið skakkt í hinu og þessu þarna hjá þeim.
Við mamma töluðum um ýmislegt. Meðal annars um það hvernig gróðavæðingin er að éta í sundur okkar íslenzka samfélag og eyðileggja það góða sem fólst í kristilegum náungakærleika og gömlu menningunni.
Hún var sjálf fórnarlamb. Áhyggjurnar styttu líf hennar. Hún hafði ekki efni á framkvæmdum þar sem þarf að greiða milljón í einu til verktaka sem mála, skipta um glugga og margt fleira. Samt neitaði hún að flytjast í burtu. Mér finnst hræðilegt að hún hafi þurft að þola þessa angist vegna fjármála undir það síðasta.
Hún fann og skildi að á 10 árum er okkar þjóðfélag orðið miklu verra en það var. Vímuefni, yfirborðsmennska, gróðahyggja, hákarlamennska, það er að segja að gleypa litla fiska sem ráða ekki við afborganir.
Kennarar eru ekki hálaunastétt. Hún trúði því sem henni var sagt að menntun gerði fólk efnað og hamingjusamt þegar hún var ung. Það var ekki í hennar tilfelli þannig og margir hafa sömu reynslu að ríkasta fólkið er það sem kann að notfæra sér aðra, ekki fólkið sem er samvizkusamt og mikið menntað. Hún lenti aftur og aftur í hákörlum í sínu lífi, í fólki sem hafði hana að féþúfu, og hún kunni ekki að varast það.
Ég er þeirrar skoðunar að reglur drepi og þær drepa sérstaklega fólk í viðkvæmri stöðu, sem er fátækt eða ekki nógu útsjónarsamt. Jafnvel held ég að unglingar leiðist inná rangar brautir vegna þess að foreldrarnir eru á röngum brautum og yfirborðsmennskan allsráðandi.
Það eru fengnir sérfræðingar og aftur sérfræðingar til að takast á við vandamál. Í Hruninu 2008 komu líka sérfræðingar og aftur sérfræðingar og enn fleiri sérfræðingar til að sannfæra landsmenn að bankarnir gætu ekki hrunið. Þeir hrundu nú bara samt og sérfræðingarnir misstu trúverðugleika sinn!
Hrunið á okkar tímum felst í að við töpum mannslífum fyrir tímann vegna streitu og lífsgæðakapphlaups, vegna þess að örorkulífeyrir og ellílífeyrir nær ekki að halda í brjáluðustu peningapúkana sem stjórna ferðinni á hringekjunni til Heljar.
Mamma varð með tímanum betri og betri trúnaðarvinur minn. Bæði var að með auknum þroska fór ég að skilja hana betur og hún hafði meiri tíma til að hugsa um hlutina og þroskaðist og skildi þjóðfélagið betur.
Það er óbætanlegt að missa foreldri. Sérstaklega þegar maður átti eftir að heyra svo miklu fleiri sögur um fortíðina frá foreldrinu og maður var að kynnast því nánar og fá meiri samúð fyrir erfiðum aðstæðum sem maður gat kennt heimsku um, en var ekki heimska, eftir margt stormasamt í fortíðinni.
Inga Sæland er með góð markmið og hún reynir sitt bezta. Kannski er mesti skaðinn sá að fólk er hætt að meta gamlar hugsjónir og gildismat sem gull. Heldur er gullið bara rafmyntin (kortin án seðla) sem er háð erlendum fyrirtækjum, sem gætu dag einn ákveðið að íslenzka ríkið hafi eitthvað gert rangt, eins og ICESAVE hér fyrrum, og látið fólk svelta á þessu landi.
En merkilegt er það að ég hef talað við einmitt ungt fólk sem var sammála mömmu, að þjóðfélagið sé alltaf að verða óréttlátara.
Guðjón Hreinberg skrifar um hrunin gildi og að fólk muni fá nóg. Vissulega hlýtur það að vera.
Mamma var af langlífri ætt. Hún varð tæplega áttræð. Ef ýmis vandamál hefðu ekki verið til staðar eins og fjárhagsáhyggjur þá hefði hún án efa orðið 20 árum eldri eins og pabbi hennar, Jón afi.
Það koma ýmsir sjúkdómar í fólk sem þjáist af langvinnri streitu vegna skulda. Það hefur verið sannað að fólk fær líkamlega sjúkdóma vegna kvíða, ótta, streitu, lélegs mataræðis, og jafnvel vegna nútímatækni, vegna bylgna sem koma frá 5G netkerfinu nýja, frá nútímatækninni.
Fólk er búið að byggja sér fangelsi, utan um sig sjálft.
Það er skrýtið, að það er búið að ræða þetta í áratug eftir áratug, en ástandið versnar, hraðinn eykst í þjóðfélaginu, firringin eykst.
Ég fagna því að þessi ríkisstjórn hefur eitthvað gert til að bæta stöðu þeirra fátækustu. En á meðan það gerist er alltaf verið að hækka stöngina sem fólk á að stökkva yfir. Það er lífsgæðakapphlaupið.
Alveg eins og með umhverfismálin, það er aldrei tekizt á við rót vandans, heldur einkennin. Þetta 1% sem á 99%, það væri góð byrjun að takast á við þann vanda.
Donald Trump kom með frábæra tillögu nýlega, þegar hann reyndi að hnekkja ofurvaldi auðkýfingsins George Sorosar. Það er bara hægara sagt en gert.
![]() |
Kristrún vonast eftir skilvirkara þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Með fækkun bónda og sauðkinda eru íslenzkir (ó)ráðamenn að ge...
- Eru dægurlög úrelt um málefni líðandi stundar sem eru orðin m...
- Til að losna við wókið þarf MJÖG mikla hægriritskoðun. Wókið ...
- Verða þínar vélar farnar? Ljóð frá 20. nóvember 2015.
- Það er nauðsynlegt að líta 30 ár til baka til að skilja breyt...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 1
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 679
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 481
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar