Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2025

Minni stjarna meira reynir, ljóð frá 5. janúar 2005.

Þetta ljóð fjallar um það þegar fólk þarf að sanna eitthvað fyrir sjálfu sér og öðru. Það fjallar einnig um að vilja ekki samþykkja aðra eða annarra skoðanir. Þegar allir vilja verða stjörnur verða bara til litlar stjörnur og engar stórar stjörnur. Hér sný ég útúr nýölskum skilningi á orðinu stjarna, enda er þetta algengur nútímaskilningur, í gegnum Hollywood kvikmyndaverið, "James Dean starred in a film," osfv.

Stór ástæða fyrir því að ég gaf ekki út þessa plötu 2005, "Frá stjörnunum berst lífið", var sú að ég var að missa trúna á sjálfum mér sem tónlistarmanni og farinn að gera grín að öllu saman eins og sést á sumum textum frá þessu tímabili, þessum til dæmis. Skylduræknin rak mig þó áfram til að semja þetta og reyna að setja saman hljómdiskinn.

Vonbrigðin með litla sölu á hinum diskunum átti einnig stóran þátt í þessu áhugaleysi á vinnunni. Engu að síður er efnið merkilegt og ágætt eiginlega samt. Gefur innsýn inní líf mitt á þessum tíma og tíðarandann, þetta var á útrásartímanum, þegar velmegun ríkti og kreppan ekki komin sem byrjaði 2008, Hrunið.

Viðlagið og aðalfrasinn merkir að til að koma á jöfnuði þarf alltaf að vera að reyna að sanna það sem er ómögulegt, að konur gangi í karlastörf og karlar í kvennastörf, og fleira slíkt.

 

Þegar einn fer öðrum gegn,

ekki stillast saman.

Oft er lýðzka manni um megn,

og mengast kvennagaman.

 

Viðlag:

Minni stjarna meira reynir,

Minni stjarna meira reynir,

Minni stjarna meira reynir,

menn því verða bara einir.

 

Rembist einsog rjúpan ein,

reyndar morkinn staurinn.

Voru ekki að vekja kvein

þá valdið hafði gaurinn.

Viðlag:

 

Guðir koma gjarnan inn

þá getum samstillzt réttmæt.

Frúin þykka forðast skinn,

flúði landið þéttmæt.

Viðlag:

 

Einsog hungruð úlfagrey,

aðeins blekið ræður.

Fattar ekki fallin mey,

færri verða hræður.

Viðlag:

 

Spyr mig hvort þú finnir frið?

Fjölgar kærleiksverkum?

Oft er þjóðin algott lið

undir manni sterkum.

Viðlag:

 

 


Frábært fannst mér að fá yfir 100 flettingar á síðasta ljóð sem ég birti á laugardaginn, oft eru þær ekki nema 10-30. Hér eru skýringar á efni þess og líkingamáli.

Mér finnst það svo merkilegt að ljóðið sem ég birti á laugardaginn - sem var söngtexti - fékk yfir 100 gesti og fleiri flettingar en það, en þó ekki mikið.

Það er rétt sem annaðhvort Magnús Sigurðsson sagði við mig í athugasemd eða Ómar Geirsson, að þegar þeir byrjuðu voru fáar flettingar hjá þeim en þeim fór fjölgandi með árunum og eftir því sem fleiri mundu eftir þeim og stíl þeirra.

Mér finnst það jafnvel enn merkilegra þegar þessi kveðskapur minn fær mikinn lestur en pistlar um dægurmálin. Ljóðin eru smíðagripir með anda í sér fólginn að auki, list, hitt er nöldur eða umfjöllun um málefni líðandi stundar.

Annars tilheyrir þetta ljóð, þessi söngtexti, þriðju plötu minni í þrílogíunni um nýölsk málefni, og þessi þriðja var óútefin, og aðallega til í demóformi, eða sem prufuupptökur á betri íslenzku.

Frægðin er eitt af því sem ég hef átt erfitt með að útskýra og skilja, en hef reynt. Þar koma margir þættir inní. En það kæmi mér á óvart ef svona prufuupptökur færu að seljast eftir mig ef þær yrðu gefnar út, en það er samt auðvitað aldrei útilokað, ef lögin eru góð - tíðarandinn er óútreiknanlegur og tízkan. Eitthvað getur komizt í tízku og orðið vinsælt sem þótti jafnvel lélegt þegar það var samið, eða sem höfundurinn sinnti ekki um, hafði kannski ekki tíma til að hlusta á, eða taldi sig ekki hafa tíma til þess.

Jón Ólafsson í Nýdanskri sagði við mig eitt sinn að það skipti ekki máli hvort tónlist væri vel eða illa hljóðrituð, hvernig tóngæðin væru, ef lögin væru góð. Það er auðvitað rétt að ýmsu leyti. Um 1930 og fram til 1967 eða um það bil voru hljóðverin fátæklegri og hljómburður rýrari en síðar varð.

Þó voru blúsararnir gömlu fyrir báðar heimsstyrjaldirnar sígildir og þeirra söngvar, og rokkið byggðist á þeim.

Og þannig er með margar upptökur frá fyrri hluta 20. aldarinnar. Þar er sígild tónlist, en tóngæðin rýr.

En það er nokkuð annað sem hangir á spýtunni sem er spýta umbúðanna sem tónlistin er klædd í. Þókt þekkt sé að snobbað sé niður fyrir sig þá er snobb af einhverju tagi hluti af tízku og vinsældum. Þannig má taka rapp sem dæmi eða teknótónlist og fleiri stefnur sem eru þannig. Þar skiptir allt máli, bæði stælar, kynþáttur, kyn, taktur og textar. Þetta lærði ég þegar ég gaf út hljómdiskinn "Ísland fyrir útlendinga" árið 2010. Þar reyndi ég að tolla í tízkunni og bjó til nokkur rapplög fyrir þá plötu, og eitt þungarokkslag. Nema útkoman var ekki nógu góð, því ég notaði ódýrt hljómborð og allir gátu heyrt að þetta var ekki 100% eftir öllum stöðlunum sem krafizt er af rapptónlistarmanni eða þungarokkara, og þó fór ég eitthvað nær því að fullnægja stöðlum seinni stefnunnar, því ég hafði hlustað lengur á þannig tónlist og var meira sannfærandi sem þungarokkari en rappari þar af leiðandi á þessum lögum plötunnar frá 2010.

En mín tónlist hefur annað, það er að segja þessi örfáu lög sem ég tel nógu góð, þau hafa þessi sígildu gæði, sem maður heyrir þegar lag er gott.

Í því sambandi vil ég vitna í einn virtasta lagahöfund íslenzku þjóðarinnar, sem er Magnús Eiríksson í Mannakornum.

Í Poppbókinni eftir Jens Guð bloggara með meiru sem ég eignaðist ungur er viðtal við hann. Þar kemur hann með ráðleggingar fyrir tónlistarmenn, og ég hef farið eftir einu aðalráðinu frá honum.

Hann sagði í viðtalinu að eitt aðalráðið væri að semja nógu mikið af tónlist, því þá gæti maður valið og hafnað, tekið út úr beztu lögin og gefið út.

Þetta gerði ég vel að merkja ekki þegar ég gaf út mína hljómdiska 1998-2010, nema sjaldan, þetta var oft gert í flýti, en demóin, prufuupptökurnar, geyma oft fjölbreyttari og betri lög.

Ég hef samið nóg af tónlist, en valdi oft ekki vel það sem ég gaf út.

Þannig að jafnvel þótt flest af þessu eftir mig sé í fátæklegum hljómgæðum, þá finnast þarna ágæt lög innámilli og textar, eitthvað sem stenzt ágang tímans.

Þetta ljóð sem ég birti á laugardaginn er frá 3. janúar 2005. Það heitir:"Stjörnur sýna styrkinn." Það er hluti af plötunni:"Frá stjörnunum berst lífið", og ég reyndi að semja nógu mikið í kringum þetta þema og gerði það nokkuð vel.

Mér finnst mjög skrýtið að þetta ljóð fékk svona mikinn lestur, því það er fullt af atriðum sem ég held að fáir skilji, því það er fullt af vísunum í eitthvað sem ég einn skil, annaðhvort úr minni fortíð eða reynslu af málefnum Nýals og Nýalssinna sem ekki margir þekkja til, en ég get gjarnan útskýrt þessi atriði, úr því að ljóðið fékk mikinn lestur og áhugi var fyrir því mikill, 100 manns og rúmlega það, en ég var ekki með orðaskýringar undir, sem hefðu gert kvæðið miklu skiljanlegra.

Tökum þessa línu sem dæmi:

"Margir framhjá keyra og undrast... húsið við Hábraut getur bjargað".

Þarna er ég að yrkja um húsið hans frænda míns, Ingvars Agnarssonar og Aðalheiðar konu hans. Nú væri hægt að líta þannig á þennan kveðskap að hann sé úreltur og barn síns tíma vegna þess að þetta hús var rifið 2007, tveimur árum seinna, og nú er þarna Molinn, sem var notaður fyrir unga listamenn síðast þegar ég vissi, listasmiðja fyrir unglinga.

En ég hef verið að hlusta á gamla tónlist eftir mig og mér líkar vel við sumt og þetta er eitt af því. Þetta rifjar upp skemmtilegar minningar og þetta er perla, eða eins og innsýn í heim sem er sérstakur og næstum horfinn.

Ég skrifaði niður Baldursblótið frá 2000 til 2009. Þarna er komið inná það, en ég v ar ekki búinn að því þarna, en samt að mestu leyti held ég.

Hér get ég komið með fleiri dæmi úr textanum hvernig hann er hvorki bull né markleysa, heldur eitthvað sem var bundið við þennan tíma, 2005, og þanka mína þegar ég samdi þetta þá:

"Sixtínsk bíður, hvar er landsins?... aðrar þjóðir ættu að skoða líka..."

Í fyrsta lagi vil ég taka það fram, að textinn er eins og svipmyndir, eða jafnvel eins og safn af smámyndum, sem raðað er saman. Einnig er áberandi að hið þrönga form kveðskaparins veldur því að ekki er allt sagt í löngu máli, heldur tæpt á ýmsu og það ekki útskýrt framar, en þannig er þetta oft í kveðskap og ljóðum, að skáldið þarf að leyfa ímyndunaraflið lesandans að fylla uppí, því reglurnar banna að of mörg orð séu notuð. Það er hrynjandin svonefnda.

Nú er spurning hvort ég man hver merkingin var. Nei, því hef ég sennilega gleymt að mestu, en sumt rifjast upp.

"Sixtínsk bíður". Þessi stutta setning, tvö orð, þetta minnir á Einar Benediktsson, sem oft hafði mikla hugsun í fáum orðum.

Þetta var alls ekki útí loftið hjá mér. Myndirnar utaná Hábraut 4 á húsi Ingvars og Heiðu voru gerðar að fyrirmynd Sixtínsku kapellunnar. Ingvar Agnarsson var málarinn. Hann hafði háleitar hugmyndir um Ísland og þetta var hluti af því.

Ég fjalla kannski um það síðar nánar. Um það er hægt að rita margt og mikið, en læt það bíða að sinni.

Þessi tvö orð merkja að Heiða, ekkjan, hún vildi gera safn úr húsinu, en það var ekki gert.

"Hvar er landsins...?" Ég man ekki hvað átti að standa þarna. Þetta er eins og gáta og jafn erfitt fyrir mig að ráða hana eins og aðra. Ég held samt að ég hafi ætlað að hafa þetta:"Hvar er landsins stuðningur... frægð... athygli....? Eitthvað í þá áttina.

Síðan kemur þarna almenn hugsun um dauðann:

"Eyðilegging allra gripa þinna..."

Í þessari ljóðlínu er ég að hugsa um "allt hold er mold", sem sagt að við skiljumst við allt jarðneskt við andlátið, og kannski ekkert líf eftir dauðann.

"Eins og konur stórar niður tálgast..."

Þessi setning fjallar um megrunarfíknina sem konur eru haldnar en síður karlar og sumir harma það.

Ég held að þetta séu erfiðustu setningarnar í ljóðinu sem ég hef útskýrt.

En þessar skýringar ættu þó að sýna að ljóð mín eru útpæld þókt þau virðist torskilin sum og jafnvel bull. Hvað með Bob Dylan? Hefur hans kveðskapur ekki verið talinn torskilinn?

Annars fjallar þetta ljóð líka um sjálfsvirðinguna, að allir séu dýrmætir.

Enn þakka ég fyrir góðan og mikinn lestur á þessu ljóði, þessum söngtexta. Það er hvatning að reyna að gefa út þessa óútgefnu hljómplötu kannski seinna.


Volk og veðurofsi hefur oft ekki truflað

Veðrið í ár er í verri kantinum miðað við þennan árstíma, en þó eru verzlunarmannahelgar mjög oft einmitt svona, rok og rigning en ekki rjómablíða og fólk er ánægt samt.

Það eru femínistar sem hafa gert ástina að ljótum hlut og hafa kennt að reiðast hinu kyninu. Það eru femínistar sem hafa kennt fólki að kvarta undan öllu og vera óhamingjusamt stöðugt.

Margar stórkostlegar minningar skapast á svona hátíðum og volkið og veðrið er hluti af því að gera þetta eftirminnilegt, eða hávær tónlist og áfengi.

Fyrir 30 árum og sérstaklega enn áður þótti ekki tiltökumál að Þjóðhátíð í Eyjum væri skemmtun í rigningu og roki. Stelpur komu til að gera það sem lengi var beðið eftir og strákar og áfengi notað til að klára dæmið. Aðeins í grófustu atvikunum var það flokkað sem nauðganir en yfirleitt ekki, nema mikið ofbeldi kæmi við sögu. Síðan komu femínistar og gerðu hátíðina að barnaskemmtun þar sem nauðsynlegt væri að fá gott veður og broskarl á allt.

Þjóðhátíðirnar eru afturkippur til þess tíma þegar sveitaböllin voru vettvangur kynlífs og fyllerís og slagsmála. Blótin heiðnu stóru og miklu sem kirkjan eignaði sér mörg og gerði að kristilegum hátíðum voru undanfararnir.

Enn er það til í annálum að jólin hafi verið saurug holdsfýsnahátíð snemma á hinum kristnu miðöldum í Svíþjóð og víðar, það kom fram í heimildamynd um Svíþjóð liðinna alda á RÚV, og þar er tengingin við svona skemmtanahald.

Það er leitt að Árni Johnsen sé látinn, brekkusöngurinn var tengdur honum, enda talinn upphafsmaður hans.

Íslenzk tónlist er ekki eins öflug eins og fyrir nokkrum áratugum. Reyndar að vísu hafa kannski aldrei fleiri tónlistarmenn komið sér á framfæri, en er nokkur eins stór og Stuðmenn voru, eða Bubbi þegar hann var í blóma lífsins?

Megas var líka frábær um 1985.

Nú er allt fullt af litlum nöfnum og litlum listamönnum. Jafnvel þessir listamenn sem eiga að heita stórir og heitir í dag, þeir heilla mig ekki endilega. Kvenkyns listamaður gengur samt einnig undir karlkynsheitinu listamaður.

Annars spyr ég mig oft að því hvort skólarnir séu dauðir og íslenzkukennslan í skólunum? Það ber æ meira á því að beygingar séu ekki notaðar eða þá mjög rangt, og það ber meira á þessu hjá kvenfólki, ungum stúlkum ekki sízt í fjölmiðlum.

Til hvers að vera með skólakerfi ef það gerir EKKERT gagn?

Það þarf að gera átak til að kenna viðtengingarháttinn og fleira af því taginu.

PÍSA kannanir sýna ömurlegan árangur.

Beygingar í íslenzku eru hluti af því sem börn læra í barnaskóla, og eiga að kunna komin í menntaskóla.

Það hefur komið fram að börn geta oft ekki lesið sér til gagns og vantar lesskilning, og það er hluti af slökum árangri í PISA könnunum.

Skóli án aðgreiningar, kemur ekki einmitt slíkt niður á námsárangri?


mbl.is Myndir: Rok og rigning í Herjólfsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnur sýna styrkinn, ljóð frá 3. janúar 2005.

Getur skilizt nýja öldin? - Helgi Pjeturss hefur þjóðum bjargað.

Hunzar þursinn snilld að venju.

Hverfa jafnvel hvatir réttar, skýrar...

hví er valdahópum stýrt af frenju?

Viðlag:

 

Viðlag:

Stjörnur sýna styrkinn,

Stjörnur sýna styrkinn,

Stjörnur sýna styrkinn,

stefnum beint á virkin.

 

Fæstir skilja tímans gang og samt er eins og sorgir dvíni þínar.

Sál þín dýrmæt, eins og hamur...

Allir bera ábyrgð, geta breytt þér...

annar vegur fjöldans mörgum tamur...

Viðlag:

 

Margir framhjá keyra og undrast... húsið það við Hábraut getur bjargað.

Hof á land? - Endurfæðing?

Þú ert líka þinna vonarstjarna...

þetta er aðeins tilraun barnsins, glæðing...

Viðlag:

 

Sixtínsk bíður, hvar er landsins?... aðrar þjóðir ættu að skoða líka...

ertu safn? - Nú skelfing nálgast...

eyðilegging allra gripa þinna...

einsog konur stórar niður tálgast...

Viðlag:

 

Spámenn koma fram og tjá sig nýir... hef ég skrifað Baldursblótið...

bara ef einhver skildi þetta...

Láta þau sem lítið sé að gerast...

líkt og ekkert markvert sé að frétta...

Viðlag:


Fyrirmyndir að kristninni - Esusartrúin til dæmis - og Hesus, sem sagður er hafa verið maður, tekið sér guðsnafnið, Hesus er einnig nafn yfir guðinn Esus

Því er haldið fram að gaulverskur, evrópskur maður hafi tekið sér guðanafnið Hesus og orðið fyrirmyndin að Jesú Kristi, eða goðsögninni um hann. Jafnvel þótt þetta sé ekki viðurkennt þá er þetta heillandi efni og gæti verið rétt.

Fjölfræðingurinn Godfrey Higgins mun hafa annaðhvort endurvakið þessa hugmynd eða sett hana fram, og þó er ekki hægt að finna hvaðan smáatriðin koma.

Godfrey Higgins var meðal annars sagnfræðingur, brezkur maður sem var uppi frá 1772 til 1833. Árið 1829 kom út bókin "Celtic druids" eftir hann og þar kom sumt af þessu fram, en ekki allt.

Margt er á huldu með þetta. Því er haldið fram af viðurkenndum fræðimönnum að þetta séu skálduð atriði, því ekki hefur verið unnt að benda á hver sagði þetta fyrst annar en Higgins. Þó kann að vera að þetta sé sagnfræði sem var haldið leyndri, að eyddar bækur hafi geymt þennan fróðleik, eða þetta hafi jafnvel borizt í munnlegri geymd, og verið skráð en ekki komið fram í útgefnum ritum sem hægt er að fletta upp, kannski að yfirvöldin kristnu hafi haldið þessu leyndu af ástæðu.

Ýmislegt við þetta er heillandi, ef maður athugar samræmi sögunnar og flæðið, samhengið og þróunarfræðileg atriði trúarbragðasögunnar.

Ég hef aldrei tekið það trúanlegt að kristnin hafi orðið svona útbreidd og vinsæl uppúr þurru. Mér hefur alltaf fundizt sem margar eyður sér í frásögninni og skýringum á vinsældum kristninnar.

Ef rétt er að gaulverskur maður hafi verið fyrirmyndin að goðsögninni um Krist, þá skýrir það margt og gerir rökrétt.

Maðurinn Hesus er sagður hafa fæðzt 25. desember árið 834 fyrir Krist. Keltneska Hallstatt menningin er að vísu talin svo gömul og eldri, eða allt frá 1200 fyrir Krist og til 500 fyrir Krist. Engu að síður er þessi tímasetning merkileg, því þetta er svo löngu fyrir Krists burð, að efasemdir vakna um eðli Esusardýrkunarinnar á þessum tíma, að hún hafi borið ýmis einkenni eingyðistrúarinnar og gyðingdómsins, því um samruna hefur verið að ræða margra trúarbragða ef þessi kenning er rétt.

Ekki leikur raunhæfur vafi á því að trúin á Esus er mjög gömul, og hún gæti mjög vel hafa verið blómstrandi í Evrópu 834 fyrir Krist, þegar þessi Hesus á að hafa fæðzt, þessi maður, sem gegnir guðsheitinu.

En þetta er einnig skrýtið, því heimildir eru fyrir því að Hesus sé annað heiti yfir Esus, guðinn, og merkingin er Herra, Drottinn.

Þetta vekur upp margt í kristinni kenningu, eins og að Jesús Kristur er sagður "bæði guð og maður".

Varð þessi ruglingur snemma í Gallíu og koma þessar hugmyndir beint þaðan inní frumkristnina og frumkirkjuna?

Við þekkjum hegðun mannskepnunnar og mannlegt eðli. Það er á þá lund að maðurinn vill ætíð hefja sig hátt og gera sig guði líkan.

Áður fyrr voru geðveikrahælin troðfull af mönnum sem töldu sig vera Napóleon Bónaparte eða aðrir miklir menn, jafnvel Jesús Kristur eða guðir. Einnig er það vel þekkt að Egyptar og Rómverjar létu tigna sig sem guði, og það þekktist meðal annarra þjóða einnig.

Þar af leiðandi er þetta ekki ótrúlegt, að eitthvað eins og þetta hafi gerzt í Gallíu einnig og jafnvel áður en skráðar heimildir komu til sögunnar, en að þessi trú á manninn eða frelsarann Hesus hafi nú samt lifað, og lifað það af að heimildir voru brenndar, fyrst af rómverskum keisurum og svo af kirkjunnar mönnum.

Þessi maður sem kallaði sig Hesus eftir guðinum var kannski geðsjúklingur, eða með hæfileika til lækninga eins og Jesús Kristur er sagður hafa haft.

En hvers vegna eru þá ekki viðurkennd latnesk rit til sem geyma frásagnir af þessu? Er það vegna þess að þetta er rangt eða er það vegna þess að þeim var kerfisbundið eytt? Hvort tveggja er auðvitað vel mögulegt og trúlegt.

Þessi Hesus, frelsarinn, er sagður hafa dáið á tré með lamb við aðra hlið sér, sem átti að tákna sakleysi hans, og svo fíl við hina hlið sér, sem átti að tákna syndir heimsins.

Margt í þessari frásögn er grunsamlegt og ber vott um mýtu frekar en raunverulega frásögn, og þó er þetta ekki útilokað, því fílar eru til í fornum frásögnum frá Evrópu þótt nú til dags séu þeir algengari annarsstaðar í heiminum.

Fornir fílar voru algengir í Evrópu, beintenntir fílar svonefndir, fyrir meira en 10.000 árum, en þeir dóu út.

Þekkt er að hetjan Hannibal notaði fíla til að ferðast á. Þannig að fyrir Krists burð eru til ýmsar frásagnir um fíla í Evrópu.

Talið er að Alexander mikli hafi flutt inn fíla til Evrópu 327 fyrir Krist, og að þeir hafi varla verið í Evrópu fyrir þann tíma. Allavega eru ekki heimildir um það aðgengilegar að fílar hafi verið til í Gallíu til forna, en það segir ekki alla söguna. Þögn heimilda er þekkt, að sumt er skrásett og annað ekki.

Vel má vera og er kannski sennilegra, að ef mýtan um þennan frelsara, Hesus frá 834 fyrir Krist er rétt og sönn, að þá hafi hún breyzt með tímanum.

Þá kann vel að vera að þetta stóra dýr sem dó við hlið þessa guðs, eða manns og guðs, frelsara, hafi verið bjarndýr eða villigöltur eða álíka dýr, og um venjulega fórn hafi verið að ræða, sem algeng var í heiðnum trúarbrögðum þess tíma.

Það er ákveðinn kjarni í þessari mýtu sem er trúlegur og mjög trúlegur jafnvel. Þó lítur út fyrir að hún hafi umbreyzt með tímanum eins og oft gerist þegar um munnlega geymd er að ræða.

Við vitum það að trúarbrögð spruttu upp mýmörg sem engar frásagnir varðveittust um, það er sagnfræðileg staðreynd, því það má álykta af hegðun mannskepnunnar áður fyrr, þegar margmiðlun var ekki til, og fólk fyllti líf sitt með trúarbrögðum og trúarþörfin var meiri. Úr því að til urðu trúarbrögð auðveldlega á sagnfræðilegum tíma, þá má gera ráð fyrir því sama á forsögulegum tíma, meðal þjóða sem ekki skráðu slíkt niður.

Stærsta vandamálið er samt þetta, að heimildir vantar sem traustvekjandi gætu talizt. Sagan er ekki ómöguleg og gæti verið rétt, en þá er það líka sönnun fyrir því að samsæri ganga upp og eru raunveruleiki, ef hægt var að halda þessu leyndu svona lengi með kerfisbundnum hætti.

Þetta er mjög áhugavert þótt erfitt sé að sanna nokkuð. Trúarlíf til forna var miklu heitara og blómlegra en það er nú. Það passar við þessa frásögn um þennan gaulverska Hesus sem átti að hafa fæðzt 834 fyrir Krist.

Ef þetta er rétt þá lýsir það persónulegu og trúarlegu lífi Galla betur en menn hafa gert sér í hugarlund áður. Þó ber þetta mjög svipmót af uppspunafræðum seinni tíma heiðingja sem vilja rétta hlut sinn gagnvart kirkjunni sem stal svo miklu frá þeim, en ekki er hægt að sanna þó að þetta sé rangt og eigi sér ekki rætur eða fyrirmyndir í fortíðinni.

Ég hallast að því að trúa að þetta sé rétt, að til hafi verið maður, sem kallaði sig Hesus á þessum tíma og varð frægur fyrir eitthvað svipað og Jesús Kristur. Já, og að öllum líkindum urðu til sögur sem voru fyrirmyndir að Biblíunni, og þó má vera að hún sé samsettari úr miklu fleiri fyrirmyndum, það má jafnvel telja það víst.

Ef maður skoðar orðin, nöfnin, Hesus og Esus, þá er merkingin Herra, eða Drottinn.

Enginn smáguð gegnir þessu heiti, heldur meginguð.

Búddah er sagður hafa komið úr ríkum og voldugum ættum, en farið inní skóginn að leita sér þekkingar. Kannski var maðurinn sem kallaði sig Hesus drúíði sem fékk opinberun, eða missti vitið og varð klikkaður eins og nútíminn myndi segja. Kannski var hann svipaður og Búdda, en vitað var um bann drúíða við að skrifa niður, og það kann að vera skýringin á því að Hesus er ekki jafn frægur og Búdda.


« Fyrri síða

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 82
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 508
  • Frá upphafi: 155790

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 379
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband