Bloggfærslur mánaðarins, maí 2025

Leiðbeiningar fyrir fólk sem vill gera við hljómtækin sín sjálft

Ég sá kassettutæki til sölu í Góða hirðinum, og sá atriði sem gæti þurft að laga. Ég vildi skrifa þennan pistil sem leiðbeiningar fyrir allt það fólk sem gæti lagað slík tæki sjálft, þar sem erfitt er að fá viðgerð fyrir þetta, sem orðið er svona gamalt og fáir hafa reynslu eða varahluti.

Mig skortir ekki þessi segulbandstæki, en ég hef langa reynslu af því að gera við þau fyrir vini og kunningja og mig sjálfan.

Þannig að ef fólk er með svona biluð tæki þá má spyrja þessara spurninga:

A) Fer ekkert í gang? Heyrist ekkert?

B) Brakar í tökkum eða heyrist bara stundum?

C) Heyrist í öðrum hátalaranum og ekki hinum?

D) Krumpast spólur í segulbandstækjum?

E) Hreyfist ekki spólan en heyrist urg?

F) Spilar plötuspilarinn ekki á réttum hraða?

 

Ef ekkert heyrist og ef ekkert fer í gang, þá er algengast að snúrur séu bilaðar, eða þá takkinn sem kveikir á tækinu. Mikið slit kemst í þessa takka eftir mikla notkun.

Ef maður þekkir engan sem gerir við svona tæki og verkstæði taka ekki við tækinu getur maður oft lagað þetta sjálfur.

Maður þarf að finna heitið á tækinu og athuga hvort teikningar eru á netinu eða leiðbeiningar á Youtube. Ef svo er ekki getur maður oft lagað samt tækin sjálfur.

Maður þarf að athuga með sambandsleysi allsstaðar, slit í tökkum.

Hægt er að finna samskonar takka í mörgum tilfellum og eru bilaðir. Ef ekki eru til teikningar eða leiðbeiningar er hægt að finna sama hlutinn eftir útliti.

Ef ekki er hægt að "mixa", með borvél, skrúfum og slíku. Útlit tækjanna skiptir ekki öllu heldur virknin. Maður finnur eitthvað svipað sem virkar og hefst handa.

Afi kenndi mér að lítil takmörk eru á því hvað hægt er að laga. Maður finnur varahluti sem virka eins eða svipað, og málið er leyst með smá vinnu og lagni. Þó geta þetta ekki allir því sumir eru klaufalegir og hafa ekki næga þjálfun. Maður þarf einnig að hafa aðgang að skrúfstykki og slíku til að halda öllu föstu.

Ef það brakar í tökkum er nóg að sprauta hreinsiefni í rifuna sem er á þeim, og nær inní kolefnisviðnámið sem býr til kvarðann sem ræður hljóðstyrk eða öðru.

Í sumum tilfellum þarf alveg að skipta um takka, ef þeir eru mjög slitnir. Þá þarf varahluti. Ýmislegt er til af varahlutum ef vel er leitað.

Þegar ekki heyrist í báðum hátölurum er oft tenging farin úr sambandi. Maður þarf að hafa mæli til að mæla hvort einhversstaðar sé straumrof í rafrásinni.

Einnig getur það verið slit í tökkum.

Spólur sem krumpast í segulbandstækjum er algengt vandamál.

Þegar litið er niður í opið hólfið sem spólan er sett í blasa við tvö drifhjól, eitt gúmmíhjól, einn tónhaus og einn útþurrkunarhaus. Tónhausinn er allur úr málmi en útþurrkunarhausinn úr plasti, þannig má þekkja þá í sundur.

Spólur krumpast oft vegna þess að gúmmíhjólið er orðið óhreint og mettað af efnum sem koma úr tónbandinu, járnoxíði margskonar eftir innihaldinu í tónbandinu.

Þá þarf að opna gangverkið og skipta um gúmmíhjólið. Það er fest á málmhlut, og gengur um öxul mjög mjóan. Þennan öxul er hægt að reka út með því að þrýsta á hann öðrum megin, með skrúfjárni eða öðru og kannski þarf létt hamarshögg að auki ef þetta er mjög fast.

Að því loknu dettur gúmmíhjólið af. Passið að týna engu.

Samskonar gúmmíhjól er hægt að kaupa, á Netinu, Miðbæjarradíó seldi þetta og var með á lager, en þeir hættu rekstri í Kófinu 2020, því miður, eins og svo margir.

Ef spólan hreyfist ekki og urg heyrist þá er yfirleitt reimin slitin frá mótor og að málmhjólum eða plasthjólum sem hjálpa til við að drífa gangverkið áfram. Stundum þarf að gizka á rétta stærð, ef reimin er orðin að gúmmíleðju, eða ekki hægt að mæla hana.

Hægt er að kaupa svona reimar í settum, og þá þarf maður að prófa sig áfram, eina eftir aðra.

Ekki mega reimar vera of stífar. Það eyðileggur legurnar í mótornum og tækið gengur oft hægt vegna álagsins.

Ekki mega reimar vera of lausar. Þá verður hljómur falskur.

Þolinmæði og lagni þarf því í þetta verk og þekkingu sem kemur með tímanum.

Ef plötuspilarinn spilar ekki á réttum hraða er það oft nóg að sprauta hreinsiefni í hraðastillinn, eða setja í reim af réttri stærð, eða stilla með stilliskrúfum sem finnast inni í tækinu.

Mest af þessu hef ég lært í sjálfsnámi.

Þótt mikið sé af upplýsingum á Netinu, þá eru svona einfaldar grunnupplýsingar fyrir byrjendur ekki á lausu endilega á íslenzku.


Nútíð "Made in China.". Fortíð "Made in Iceland."

Perlur kvikmyndasafnsins - atvinnuhættir, var góður þáttur í gær á RÚV. Þar voru sýndar gamlar kvikmyndir frá fyrri hluta 20. aldarinnar og eitthvað fram yfir miðja 20. öldina af atvinnuháttum sem þekkjast ekki lengur.

Það var unaðslegt að horfa á þennan þátt. Minningarnar um Digró, heimilið hjá afa og ömmu vöknuðu ljóslifandi á ný.

Þegar ég sá konurnar vinna við rokkana við ullarvinnuna þá rifjuðust upp sögurnar frá Hrauni og Stóru Ávík, um dyggðugu mæðurnar, sem voru svo elskaðar.

En svo var sýnt stutt myndbrot sem tekið var í eldsmiðju, málmsmíði, afli, hamar og steðji, þannig var þetta hjá afa. Eldsmiðjan var áföst verkstæðinu hans afa að Digranesheiði 8, og hafði verið reist 1955, þegar nauðsynlegt var að vinna málminn með þessum hætti, en ekki raforku meira og minna. Þannig að þegar ég sá þetta myndbrot frá Sigurjóni í Hvammi frá 20. öldinni, þá fannst mér þetta næstum nákvæmlega eins og hjá afa.

Merkilegt myndefni hefði verið hægt að taka upp á verkstæðinu hans afa í gegnum tíðina, en það var ekki gert, nema það sem ég sjálfur tók upp rétt áður en allt var rifið, því miður. Þá var hann látinn og hætt að nota eldsmiðjuna, búið að endurinnrétta hana á nútímalegri máta, en það hafði verið gert 1990 til 2000 að allmestu leyti.

Ég man eftir gluggunum á loftinu, sem afi notaði sem verkstæði, það var í raun efri hæð hússins og hefði verið hægt að innrétta fyrir fólk að búa í, en þarna var notalegt verkstæði fyrir afa.

Þar sá maður yfir Kópavoginn og svo til Hafnarfjarðar langleiðina og á fjöll í kring og enn lengra. Maður sá yfir Smáralindina og til Reykjavíkur allnokkuð, þar sem brekkan skyggði ekki á.

En eiginlega allt við þennan þátt úr Kvikmyndasafni Íslands fannst mér kunnuglegt, tunnurnar, afi notaði oft tunnur, og hestarnir, sem mér var sagt frá í sveitinni, en kom ekki þangað sjálfur.

Svo voru það hreyfingarnar í fólkinu. Engin leti heldur sterkleg tök og hröð vinnuhandtök. Þetta hafði ég fyrir skilningarvitunum stóran hluta ævinnar.

Eða bækur með reikningum og viðskiptaupplýsingum en ekki tölvur, yndislegt að rifja þetta upp!

Afi þekkti forstjórann í ORA verksmiðjunni í Kópavogi. Hann var viðskiptavinur. Frændi okkar var einn af forstjórunum í OPAL sælgætisgerðinni.

Það voru gamlir menn sem vildu gera verkstæðið hans afa að safni. Það voru hinsvegar ungar konur held ég sem höfnuðu þeirri hugmynd og sem höfðu völd hjá bænum.

Þannig er nú það. Fortíðin er þurrkuð út. Í staðinn kemur nútíð sem er "Made in China."


Fréttin um hópnauðgun á 16 ára stúlku um páskana er dregin í efa, en hvar er nú slagorðið um að "trúa alltaf þolendum"?

Á Fésbókarstreymi í dag sá ég að Margrét Friðriksdóttir á Fréttinni birti upplýsingar um heimildirnar fyrir fréttunum um nauðgunina á 16 ára stúlkunni um páskana sem hælisleitendur eru sakaðir um, sem sumir efast um, en í ljós kemur (maður hlýtur að trúa skjáskotinu sem hún sýndi og opinberaði) að fólkið var beitt hótunum og þrýstingi af gerendum og aðstandendum þeirra. Það skýrir þá hversvegna málið er ekki til hjá lögreglu.

Ýmsir hafa hag að því að efast um réttmæti svona frétta og kasta rýrð á Margréti. Það eru pólitískir andstæðingar og aðrir óvinir.

En það má spyrja sig, hvar er nú slagorð vinstrimanna um að "trúa þolendum alltaf?"

Ef það hentar ekki að bendla útlenda aðila við þetta, þá er reynt að gera lítið úr því?

Hægt er að lesa um það í Heimildinni og á DV að þar er reynt að draga þetta mjög í efa og kalla þetta falsfrétt hjá Margréti.

Vissulega má taka undir það að ein Fésbókarfærsla frá meintum þolenda er ekki traust sönnun, ef málið er ekki opinbert á borði yfirvaldanna. En það er þá allt í einu lítil samúð með þolendum ofbeldis af þessu tagi, sem þetta sama fólk hefur fjallað mest um, ef gerendur hafa verið íslenzkir og karlkyns.

Umfjöllun Fréttarinnar er til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd. Eru þar hlutlausir rannsakendur? Til eru þeir sem efast um það, ég hef lesið pistla eftir marga sem efast um hlutleysi blaðamanna á þessu landi.

Stærstur hluti íslenzkra fjölmiðlamanna þekkist og er úr sama vinahópnum, og deilir svipuðum stjórnmálaskoðunum, sem flokkast til vinstri frekar en hægri. Þar er Margrét Friðriksdóttir ein fárra að berjast gegn ofureflinu.

Lýsingarnar á því sem átti að hafa gerzt þær eru bara mjög svipaðar eins og maður hefur lesið um önnur svona mál. Það þykir mér heldur ótrúlegt ef þetta á að vera uppspuni, en allt getur svosem gerzt og er ekki ómögulegt, en ég vil frekar trúa þolendum, hér að minnsta kosti.

Þegar ég reyni að komast inná Frettin.is þá lendi ég í því að hjól snýst að eilífu þegar reynt er að athuga hvort ég sé vélmenni eða mennskur!!!

Er þetta ein af aðferðunum til að eyðileggja fyrir fréttaveitum eins og Fréttinni, að senda róbóta til að þyngja vefslóðina? Það myndi þá flokkast sem tölvuárás á Fréttina!!!

Það er hágrætilegt að svona mál skuli verða hápólitísk, þegar fólk leitar réttar síns.

Ísland er ekki eins gott þjóðfélag og það var fyrir nokkrum árum eða áratugum.

Að grafa sig í sandinn, það þýðir ekkert.

Allir geta verið vissir um það með 100% vissu að allt svona er pólititískt, hverjir eru gerðir sekir og hverjir ekki, og hverjir eru grunaðir og hverjir ekki.

Það eru aðilar sem hafa hag af því að blása svona upp á báða bóga, eða efast, allt eftir því hverjir eru grunaðir.

Þessi orð mín eru hlutlaus, þótt ég taki afstöðu hér að ofan til fréttarinnar yfirleitt sem ég er að fjalla um. Að atburðir séu ýktir og faldir af mismunandi pólitískum öflum, það er staðreynd, því þannig virkar bara pólitíkin og það vita allir eldri en tvævetur.

Ef í raun og veru fréttir eru þaggaðar niður, á hvaða stað erum við þá komin í þessu þjóðfélagi?

En ég verð að leyfa mér að efast eins og aðrir, fyrst margir telja þetta falsfrétt hjá Margréti og Fréttinni, en það finnst mér heldur ótrúlegt samt.

 


mbl.is Konur fremstar í göngunni og flytja öll ávörp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bogi skilaði góðu ævistarfi á RÚV og hann var aufúsugestur

Sem betur fer er heimurinn breyttur og RÚV ekki eina sjónvarpsstöðin lengur. Sem betur fer höfum við Netið og samfélagsmiðlana og allskonar veitur til að gera fólk upplýstara. Bogi Ágústsson er viðkunnanlegur maður, en nú er hann risaeðla.

Tal hans um að þeir sem ekki eru sammála honum séu með falsfréttir er nú bara eins og hvert annað bergmálshellablaður sem ekki er rétt að taka trúanlegt.

Hann er Reuters-trúaður en sífellt færri held ég að séu þannig.

En mér þykir vænt um RÚV og mér finnst þau gera sumt vel og annað miður vel. RÚV er eina stöðin sem mun lifa af, ef allt fer á versta veg. Þá þarf hún að verða góð eins og hún var, og ekki bara fyrir vinstrisinnaða Íslendinga.


mbl.is Hægt að veðja á hvert síðasta orð Boga verður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 714
  • Frá upphafi: 146553

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 541
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband