Bloggfærslur mánaðarins, september 2024

Kardashev, berjalyng og fleira

Tveir af mínum uppáhaldsbloggurum ræddu um berjamó og fugla, og það vill þannig til að mér leiðist að fjalla um pólitík tvisvar í einu, þar verður maður leðjuna uppfyrir hné og er lýjandi.

Þegar rætt er um berjamó og fuglalíf þá koma auðveldlega til manns fallegar bernskuminningar, auðvitað frá hinu stórkostlega æskuheimili á Digró, sem fyrrum var mikið landsvæði, áður en Gunnar Birgisson, Sigurður Geirdal og fleiri vildu fá landið fyrir sig til að selja,  og Smáralindin kom og byggð voru hús fyrir neðan okkur og gífurlega stór hverfi risu þar sem áður voru móar dásamlegir og lyng, og berjalyng í stórum stíl, og fleira og fleira, sumarbústaðir, gróðurhús, atvinnusvæði, skólagarðar og hvaðeina.

Bláberjalyngið fyrir neðan húsið okkar var svo mikið að ættingjar komu árlega í ágúst og september og fylltu fjölmargar plastfötur af berjum, og áður af blikkdunkum, áður en plastið varð algengt. Digraneshlíðar var nafnið, en Smáralindin er þar núna og fullt af húsum.

Bláber, krækiber, rifsber, og einhver fleiri ber.

Þar sem Skítalækurinn rann, eða Kópavogslækurinn, þar uxu berin sérlega vel og enginn veiktist af að neyta þeirra.

Hann fékk nafn sitt af því að skólplagnir komu sumsstaðar seint til sögunnar í Kópavogi, og allavega í allnokkur ár voru rotþrær sem lágu að þessum læk, og skurðir, rennur, eða þá að til urðu farvegir ósjálfrátt þar sem úrgangurinn rann niður að þessum læk.

Þetta var á meðan kommúnistar stjórnuðu. Ýmsir sögðu að þá gengju framkvæmdir seint og allt sett í nefndir. Síðan tóku við kapítalistar, eða öllu heldur nýkapítalistar.

Í dag ber ég eiginlega engar taugar til Kópavogs eða fólksins sem þar býr. Fýsilega fyndist mér að búa úti á landi, þar sem umhverfið minnti mig á Kópavog sem ég man eftir, sveitina fögru. Mammon hefur gleypt hér allt og ekkert er eftir.

Mamma og hennar systkini kynntust hinum ósnortna Kópavogi miklu betur en ég. Ég var á milli tvítugs og 35 þegar stórborgin hóf innreið sína og tróð yfir sveitina. Það gerðist frá 1990 til 2005, nokkurn veginn.

En ég man eftir því að oft var snjór á vetrum og þá renndi maður sér á sleða eða rassinum niður klakabrekkurnar, eða stundaði að kasta snjóboltum og fíflast í fannferginu.

Að öðru en þó tengdu.

Jútjúb er frumskógur af efni.

Eitt myndband flokkaði menningarsamfélög geimsins í 8 flokka. Þar var því haldið fram að tækniþróun væri mælikvarðinn á fullkomnunina.

Byggist þessi flokkun á starfi Rússans Nikolai Kardashev.

Já, slíkir snillingar á heimsmælikvarða voru til í Sovétríkjunum.

En eins og þetta var sett fram í myndbandinu þá mátti finna fingraför kommúnismans á þessum hátæknivæddu hugmyndum hans sem hafa haft áhrif á vestræna vísindamenn og gera enn.

Endurnýjanleg orka, vélmenni, nýlendur mannsins úti í geimnum, Dysonhvel, vasavíddir, fjölheimar, allt eru þetta hugtök sem koma við sögu í fræðum Kardashevs.

Maðurinn breytist í vélmenni með tímanum samkvæmt þessum fræðum og nær fullkomnun sem engan getur órað fyrir. Að lokum verður vélmennið, framtíðarmaðurinn guðum líkur og skapar alheima og eyðir þeim að vild.

Endurræsingin mikla er ekki ein um að innihalda svona háleitar hugmyndir.

Ljóst er allavega að kommúnistar og yfirkommúnistar, (hönnuðir kerfanna sem farið er eftir), þeir voru búnir að plana þetta fyrir löngu.

Sjálfur hafði ég gert mér grein fyrir þessu.

Þó kemur sumt ekki fram í þessu myndbandi sem mér fannst vanta.

Það er munurinn á lífrænni og ólífrænni tækni.

Lífstefnuþróunin gengur út á að lífræn sé tæknin og náttúruleg.

Helstefnuþróunin inniheldur að fólk breytist í vélmenni. Slíkt leiðir af sér þversagnir og hættu á kollsteypum, enda er þá helstefnuþróun oft orðin of ör.

Flestir bjartsýnir vísindamenn af þessu tagi sem telja sig hafa himin höndum tekið og náð á honum vald gera sér ekki grein fyrir því að þeir sjálfir kunna að vera tannhjól í höndum djöfla og guða.

Bilið á milli menntaðra og ómenntaðra eykst. Þegar ég segi menntaðir á ég ekki bara við skólamenntaða. Fólk getur verið menntað á mörgum sviðum og ekki öll menntun er skólamenntun.

Þegar ég tala um ómenntaða á ég við fólk sem er þrælkað af öðru fólki, og veit ekki hvers vegna ýmislegt gengur ekki upp eða er erfitt og óþolandi jafnvel. Þannig fólk getur verið búið að mennta sig mikið í skólakerfinu líka.

Ef maður lítur á mengun og önnur vandamál á jörðinni þá getur maður ekki sagt að ógnir steðji ekki að.

Jafnvel þótt heillandi vísindi eða annað glepji um stund, lífið er flóknara en svo að slíkt sé eitthvað endanlegt svar fyrir fólk sem er þurfandi og hefur fjarlægzt fullnægjandi líf góðra og kærleiksríkra sambanda á milli kynjanna og innan þeirra.

Þegar húsið hans Ingvars frænda var rifið, sem var þar sem Molinn er nú og menningarhúsin allt í kring, þá missti allt mannkynið mikið. Þetta hús hefði getað orðið fræðslumiðstöð í Nýalsfræðum. Það sem Ingvar frændi skrifaði um þetta hefur ekki allt komið út, og það sem kom út hefur ekki verið metið að verðleikum af Íslendingum.

Í stað þess að viðurkenna að með starfi Nýalssinna eignuðumst við Íslendingar vísindamenn í fremstu röð fór meginhluti þjóðarinnar á þá óheillabraut að þumbast við og daufheyrast, þykjast ekki skilja, nenna ekki að setja sig inní hlutina, fyrir utan örfáa.

Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir því að Íslendingar eru á hraðri niðurleið, frá því að vera flottir, og landið eftirsótt af ferðamönnum í það að vera núna nýlenda fyrir herrana og frúrnar í útlöndum sem mest eiga.


Enginn leiðtogi eins sterkur og Trump fyrir repúblikana í sjónmáli, ef Kamala sigrar

 

Pistill eftir Einar Björn stjórnmálafræðing í upphafi þessa mánaðar vakti athygli hjá mér þótt ekki hafi ég neitt þar lagt til málanna, enda sáu aðrir um.

Silja Bára var spurð um afleiðingar kosninganna ef Trump eða Harris ynnu. Áhugavert mál sem skiptir allt mannkynið máli, ekki bara Bandaríkin.

Án þess að það sé fullljóst að Kamala Harris verði kosin, þá á hún að minnsta kosti helmingslíkur eða meiri. Pistill Einars Björns sannfærði mig um það og ekki gátu andmælendur sýnt fram á annað og þögðu því.

Jón Magnússon birti frábæran og lærdómsríkan pistil í dag, "Frelsi eða flokksræði". Þar rifjar hann upp stemmninguna í Sjálfstæðisflokknum áður og menn sem voru mjög hæfir.

"Orðið á götunni" eru líka fróðlegir pistlar í DV. Þar er vitnað í Fésbókarfærslur Egils Helgasonar, Haddar Vilhjálmsdóttur og Friðjóns R. Friðþjónssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Fræg ummæli Ásgeirs Bolla úr Sautján eru til umræðu. Jón Magnússon rökstyður vel hvers vegna DD-listi Bolla er góð hugmynd en ekki árás á Bjarna.

Karlremba eða ekki, mér finnst það ekki skipta máli, ef sannleikurinn kemur fram hjá Bolla. Áslaug Arna og hinar kvenremburnar skálka jú í því skjóli að ÞÆR og ÞEIR eru KVENREMBUR!!!

Friðjón skrifar um að þegar Bolli var ungur hafi hæfileikalausum mönnum verið lyft upp vegna feðraveldis og karlrembu, eða það felst í orðunum, án þess að því sé þannig nákvæmlega lýst.

Friðjón og fleiri sem gagnrýna Bolla hafa ekki þá reynslu og þroska sem býr í pistli Jóns Magnússonar í dag, þar sem kemur fram að karlmennirnir sem réðu í Sjálfstæðisflokknum áður voru RÉTTLÁTIR, ekki með sleggjudóma.

Friðjón skrifar eins og Bolli sé eitthvað ómerkilegri fyrir að vera áttræður kylfingur búsettur á Spáni! Fordómar að dæma fólk eftir stöðu, aldri eða slíku en ekki innihaldi setninganna.

Friðjón R. Friðjónsson er nákvæmlega sama týpa og Gísli Marteinn Baldursson og dæmi um hversvegna Sjálfstæðisflokkurinn á við vanda að etja.

Þetta er stýrð andstaða, eða Brútusar og Quislingar innan flokksins.

Hvers vegna elska skRÚV og rörSýn að fá Friðjón R. Friðjónsson í viðtöl til að koma með óhróður um íhaldssama Sjálfstæðismenn? Jú, vegna þess að hann er wókisti og lýðskrumari af beztu, eða verstu gerð.

Þórunn Sif, virk í athugasemdum á DV, nefnir Bolla steingerving og gagnrýnir hann. Vill hún að ellilífeyrisþegar missi kosningarétt sinn vegna elli við 67 ára aldur!!!

En þegar Friðjón notar orðið "hæfileikalaus" um Bolla, þá er hann að lýsa pólitík nútímans en ekki fortíðarinnar.

Kvenréttindin hafa upphafið hæfileikaleysið og spillinguna. Nú er svo komið að spilling og heimska er í hæstu hæðum, ekki bara á Íslandi heldur um öll Vesturlönd. Fólk sem er svo gjörsneytt öllum hæfileikum stjórnar, að því má líkja við sturluðustu keisara Rómarveldis. Það var ekki þannig á tímum feðraveldisins þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru í blóma sínum. Fólk sem nennir að muna veit þetta.

Í raun er hvorki Donald Trump né Kamala Harris fýsilegustu kostirnir fyrir forseta Bandaríkjanna.

Pútín og Selenskí eru heldur ekki neinir gæðamenn og myndi jafnvel heimurinn batna án þeirra beggja! Listann mætti lengra, nefna Netanyhu og fleiri.

Ómar Geirsson benti á það í pistli hjá sér að Donald Trump er farinn að eldast og kominn á síðasta snúning, hann mun í mesta lagi endast í fjögur ár sem forseti.

Ef Donald Trump verður ekki næsti forseti Bandaríkjanna er enginn í sjónmáli með viðlíka vinsældir og hans meðal þjóðarinnar úr röðum repúblikana. Það myndi þýða að repúblikanar gætu misst svo mikið fylgi til frambúðar, ef hann kemst ekki að og enginn svo vinsæll kemur fram af ungu fólki, að þeir komist ekki til valda í 10-20 ár, hver veit, og kannski til frambúðar.

Það myndi svo þýða að Kamala Harris fengi frjálsar hendur til að breyta Bandaríkjunum, 4 ár og kannski endurkjör, 8 ár!!! Mörgum hrýs hugur við því!

Með Kamölu Harris sem forseta sjáum við stigmögnun í Úkraínustríðinu og Gazavoðaverkunum. Líkurnar á kjarkustyrjöld, heimsendi og þriðju heimsstyrjöldinni verða æ meiri ef hún verður forseti. Hún hefur sýnt það og aðrir demókratar, vopnaframleiðendur og Elítan, það er þeirra fólk.

Gamlir kommúnistar eins og Jóhannes Ragnarsson bloggari hafa ekki alveg áttað sig á þessum breytta heimi og tala um "íhaldið" og Sjálfstæðisflokkinn sem versta óvininn ennþá og frjálshyggjuna.

Hann hefur að minnsta kosti viðurkennt að VG og flestir aðrir vinstriflokkar eru gagnslausir og spilltir, heldur enn í vonina um að Sósíalistaflokkurinn sé það ekki.

Málið er það að varla má á milli sjá lengur.

Kamala Harris er tákngervingur auðvalds, frjálshyggju og glóbalisma, það er reyndar Donald Trump líka, en áherzlurnar aðrar samt.

Bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum er fólk að deila um áherzlur innan kratisma og glóbalisma í raun, sem hefur innbyrt nýfrálshyggju og kommúnisma, þannig að þetta er einn ógeðsgrautur.

Gaslýsing, yfirfærsla og afneitun, þessi orð nefndi virkur í athugasemdum í öðru sambandi og til að lýsa hægrimönnum, en lýsti með þessum orðum fullkomlega nútímanum í heild sinni og sérstaklega eigin liði, miðjufólki og vinstrafólki svonefndu, ef það er þá til lengur!

Það sem er mesta áhyggjuefnið er að Elítan sigrar fullkomlega ef Kamala Harris verður næsti forseti Bandaríkjanna. Ef Donald Trump sigrar þá verður frestun á þeim endanlega sigri Elítunnar á fólki.

Konur hafa sýnt það, og þessi Þórunn Sif sem skrifar athugasemdir í DV dæmi um það, að þær geta verið spilltari og harðsvíraðri en nokkrir feðraveldiskarlmenn voru hér áður fyrr. Þær hlusta ekki á sannleikann, meta hann einskis, og karlkyns femínistar einnig! Öllu er snúið á hvolf og réttlætið ekkert!

Ég þekki fjölmargar íslenzkar konur sem hafa orðið svona umskiptingar og misst mennsku sína fullkomlega við það að verða femínistar. Þær voru jafnvel góðar konur áður og virðingarverðar. Geimverur hafa yfirtekið mannkynið, og konur hafa borið eyrnalokka í gegnum aldirnar, og hafa því svo mikið af X-2000 stýriefninu í líkömum sínum nú til dags að þeim er hættara við að missa sálir sínar og anda sína, og lúta fullkomlega geimverum ósýnilegum, eru ekki lengur þær sjálfar, en það á einnig við um karla marga nú til dags.

Mannkynið er að deyja út. Jörðin er að breytast í verra og verra helvíti. Í framlífinu heldur þessi þróun áfram, helstefnuþróun.

Það er örlítil von á umskiptum til góðs ef Donald Trump verður aftur forseti, að öðrum kosti fullkomin formyrkvun.

Ósvífin kvenremba, femínísk mannréttindabrot og wokismi að endalokum mannkynsins er Kamala Harris nær völdum?

Náttúran er að gera uppreisn, nú er farið að styttast í suðurlandsskjálfta hér á Íslandi sem gæti orðið 6.5 að stærð eða 7.0, og hver veit, kannski meira, eða eitthvað minni. Ekki má gleyma öllum hinum á undan og eftir, og svo fleiri eldgosum á þessu svæði.

Þetta verður forvitnilegur kosningavetur.

Sumir vonuðust eftir úrbótum eftir hrunið 2008. Hvað gerðist? Glóbalisminn varð helmingi meiri, frjálshyggjan varð helmingi meiri, bilið milli fátækra og ríkra breikkaði sem aldrei fyrr... ef eitthvað dó í hruninu var það allt þetta góða og jákvæða, von um bjarta framtíð fyrir fólk sem fann meiri kaupmátt í aðdraganda hrunsins, en flúði land eða komst neðar í fátæktargryfjuna hér á þessu landi.


mbl.is Harris segir Trump hafa vanvirt helga jörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpur eiga hópsál heldur, ljóð frá 15. september 1991.

Stelpur eiga hópsál heldur,

hér er fyrirgefið margt...

Reynir þú að reka á eftir?

Raunar verður margt þá svart.

Ef þú gætir aðeins sagt...

aðra hyggju frá þér lagt.

Bækur blaðra,

biðja um aðra,

koma krepptir

kannski apar, margt þó gremju stráka veldur.

 

Einmitt þar sem kvölin kemur

kann ég við þá ungu snót,

ekki birtast ljósir lokkar,

lipur er með snotran fót.

Erfitt á að venjast því,

augu lýsa gegnum ský.

Andlit annað,

ekkert bannað,

þannig þokkar

þrýsta á og geðið bara þessi temur.

 

Alltaf finnst ég utangátta,

aðeins læri skamma stund.

Heima syng ég heldur skvísa,

hef að minnka sára und.

Sumir græða grilljón hratt,

gagnamagn það varla satt.

Vil ei vinna,

vörnum sinna,

lokkum lýsa,

ljóskan átti að gera fleiri stráka sátta.

 

Ein mér hefur angri valdið,

ekki þú svo dökkhærð nú.

Fátt er talað, frímínútur,

finnst mér stundum betri þú.

Hennar línur liggja þó

langtum meira upp við sjó,

vekja vilja,

vil ei hylja

bitri bútur

bláa sögu, margt þó rangt um gremju haldið.

 

Ef ég bara ætti hópsál,

inní klíku að masa, þú...

Prófum næ fyrst píur brosa,

pínan yrði skárri brú.

Ekki er hægt að elska þó

eftir pöntun, þjáist nóg...

Vil þig virkja,

vina styrkja,

reyni rosa

að reka, nóg finnst um þá víðu fjöldans dópsál.

 


Aga vantar í skólakerfið og þjóðfélagið, það stóð uppúr í Silfrinu, sem aftur var með skárra móti

Það var mikið fjallað um fylgishrun Sjálfstæðisflokksins í Silfrinu. Hvers vegna var ekki fjallað um vígslu nýs biskups eða áhyggjurnar sem starfsmenn RÚV hafa af uppgangi "hægriöfgaafla" í heiminum, eins og hægt er að lesa útúr nýafstöðnum kosningum í Þýzkalandi?

Ég var nefnilega nokkuð viss um að tveir fastagestir myndu mæta í Silfrið til að fjalla um þessi mál, Eiríkur Bergmann til að fjalla um popúlisma og svo Guðrún, hinn nýi biskup landsins til að fjalla um stöðu kirkjunnar. Nei, það voru aðrir gestir og ekki fjallað mikið um popúlisma eða kirkjuna.

Enn verð ég að hrósa Silfrinu, það var með skárra móti, þó ekki jafn gott og síðast. Margt var þó sagt sem vit var í og jafnvel var ég sammála Helgu Völu Helgadóttur í sumu að minnsta kosti, og fannst hún mun skárri sem álitsgjafi en þingmaður, kannski hefur hún róazt blessunin.

Ég var sérlega ánægður með orð Helgu Völu í upphafi þáttarins og fannst þau skynsamleg, eins og það sem Vigdís Hauksdóttir sagði.

Þær voru að tala um hina skelfilegu atburði sem urðu á Menningarnótt, stúlkan sem lézt af sárum sínum eftir árásina sem sennilega jafnaldri þeirra gerði.

Tvö hugtök stóðu upp úr hjá Helgu Völu og Vigdísi sem ég var sammála og lýsa vandanum vel. "Lífsgæðakapphlaup" og "agi". Helga Vala held ég að hafi notað bæði þessi orð og Vigdís Hauksdóttir svipuð hugtök líka.

Þetta er nákvæmlega í hnotskurn vandinn og þessar tvær lýstu honum vel. Stundum hefur mér fundizt ég vera gamaldags þegar ég hef fjallað um það í pistlum mínum hér að aga vanti miðað við það sem áður var, en þessar konur eru mjög nálægt mér í aldri, og ef samstaða er um þetta meðal fólks á mínum aldri er ég ekki gamaldags heldur sammála fjöldanum. Gamaldags er að tileinka sér eitthvað sem er úrelt og tilheyrir eldri kynslóðum, þannig skil ég það hugtak. Þær eru varla gamaldags og gott því að geta verið alveg hjartanlega sammála þeim í þessu.

Frábært hjá Helgu Völu að tala um að það megi setja reglur í skólunum og hafa aga í skólunum! Frábært hjá henni. Vigdís Hauksdóttir tók alveg í sama streng, þær hittu alveg í mark og þetta er sannleikurinn, og börnin sjálf jafnvel kalla eftir þessu held ég.

Engu að síður er það alveg ljóst að bann við að eiga eða bera hnífa mun aldrei ganga fullkomlega, því margt er hægt að nota sem vopn, ef menningin er orðið helvízk, eins og lengi hefur verið þróunin.

Það sem Helga Vala stakk upp á, að stoppa, og hafa frí í skólanum í tvær vikur til að spyrja náungann hvernig honum líði, það var bara alveg frábært hjá henni og sýnir náungakærleika. Tek alveg undir þetta með henni. Virðing mín fyrir henni hefur sannarlega aukizt.

Síðan fór næstum allur þátturinn í að tala um fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.

Páll Magnússon blómstraði sem álitsgjafi þar. Sanna talaði eins og sannur sósíalisti, sumt rétt sem hún sagði, en mér fannst það takmarkað og einskorðað við sjónarhorn kommúnisma.

Þegar Helga Vala fór að tala um Sjálfstæðisflokkinn og að þar sé ofuráherzla lögð á að útlendingum sé allt að kenna held ég að það sé rangt hjá henni. Þótt Bjarni Benediktsson hafi vikið að þessu í ræðu sinni um helgina kom hann inná miklu fleiri mál. Ekki er skrýtið þótt hann vilji skerpa línurnar þarna, flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir stefnuleysi og linkind þarna, og málamiðlanir í þessu ríkisstjórnarsamstarfi.

Ég tek einna sízt mark á Helgu Völu Helgadóttur þegar hún talar um útlendingamál. Þar er hún þvermóðskufull og áköf og vill ekki líta á nema þessa hlið sem minnir á No borders hliðina, finnst mér.

En rétt er það hjá henni að loft er farið úr Bjarna Benediktssyni og hann virðist bæði ráðvilltur og áhugalaus og vinna af skyldurækni frekar en hugsjón, kannski vegna þess að hann er búinn að gefa eftir málin sem hann brennur fyrir í þessari hræðilegu ríkisstjórn sem hefur rústað alla flokkana sem henni tilheyra, en mismikið samt, og minnst Framsókn, enn.

Skínandi góðar lýsingar og samanburður á Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hjá Páli Magnússyni. Opinn faðmur Samfylkingarinnar og hriplekt skip Sjálfstæðisflokksins sem er alveg að sökkva á botninn, það var upplifunin sem maður fékk. Enginn minntist á Vinstri græna, enda virðist búið að syngja líkræðuna yfir þeim flokki og útförin búin.

Já, Samfylkingin er orðin þessi breiðfylking sem Sjálfstæðisflokkurinn var. Allir sem vilja efla Sjálfstæðisflokkinn ættu að kynna sér þessi orð og líkingar.

Mér varð hugsað til ömmu og afa. Mér varð hugsað til gömlu kynslóðanna sem héldu tryggð við flokkinn sinn eiginlega til æviloka. Mér varð hugsað til fleiri andstæðna, milli fyrri kynslóða og yngri kynslóða.

Það var fastakúnni á verkstæðinu hjá afa sem hét Ólafur Valdimarsson. Hann kom ár eftir ár þar til hann dó, um svipað leyti og amma, en nokkrum árum fyrr samt.

Ég man eftir honum vegna þess að hann kom svo oft á verkstæðið að hann var orðinn eins og einn af fjölskyldunni, hann var held ég einstæðingur og beið oft á meðan verið var að laga bílinn hans smávegis. Hann kom bæði vegna smáviðgerða sem tóku nokkrar klukkustundir og svo vegna meiri viðgerða sem tóku lengri tíma, eins og til að ryðbæta bílinn hans eða skipta um öxla og vélahluti.

Hann var orðinn mjög gamall maður þegar ég talaði við hann, en maður kunni ágætlega við hann, því hann var viðkunnanlegur.

Ég man þó kannski sérlega vel eftir honum af annarri ástæðu, en það var vegna þess að ég vissi að hann var kommúnisti, og amma hafði sérstaklega gaman að tala við hann, og ég held að hann hafi haft gaman af að tala við hana líka. Þau voru ósammála í pólitík, en oft kom hann inn meðan hann beið eftir viðskiptum og fékk kaffi og kökur hjá ömmu. Þá hækkuðu þau málróminn og heyrðist hátt í þeim.

Hann var einnig kennari, en vörubílstjóri líka. Hann átti eina bílinn sinnar tegundar á Íslandi, hann var enskur og klunnalegur, stór og mikill sendiferðabíll, hár en ekki mjög langur og grár á litinn og massífur. Hann fékk hvergi viðgerðarþjónustu nema hjá afa og syni hans, á verkstæðinu. Þeir þekktu bílinn, hann var samvizkusamur og borgaði á réttum tíma, en vissulega voru þeir þreyttir á bílnum hans, sem þeir töldu ónýtan, og héldu honum á götunni 20 árum eftir að hann hefði átt að vera orðinn brotajárn, eins og ég heyrði þá segja. Ég veit að vélabúnaðurinn undir honum hafði gengið í gegnum endurnýjun hjá þeim nokkrum sinnum, og jafnvel skipt um vélahúsið að framan að stórum hluta vegna ryðs, og nýjar járnplötur settar í staðinn.

Einnig hafði verið sérpantað í vélina og gírkassann nokkrum sinnum frá Bretlandi, en merkilegt nokk, að talsvert fékkst í hann með að sérpanta, ef beðið var.

Ef ég man rétt þá talaði þessi trausti viðskiptavinur talsvert mikið um það að afi ætti að kjósa Alþýðubandalagið, því hann var ekki ríkur maður. Um þetta snérust deilur þeirra ömmu oft, minnir mig. Afi hinsvegar ræddi ekki mikið um pólitík eða annað, leiddi það hjá sér yfirleitt, en hafði sínar skoðanir.

Þegar rætt var um það í Silfrinu að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki lengur breiðfylking, fannst mér rétt að rifja upp þessa gömlu tíma, sem varpa ljósi á tryggð fólksins við flokkana hér áður fyrr.

Núna í sumar lézt Margrét Birna Aðalsteinsdóttir, sú eina sem var eftirlifandi af nánum vinkonum ömmu úr götunni okkar, sem hét Digranesvegur en svo Digranesheiði upp úr 1995, þegar byrjað var að byggja upp hinn nýja Kópavog, Smárahverfið og hin nýju hverfin. Vil ég votta afkomendum og ættingjum hennar samúð sem ég þekki suma nokkuð vel.

Þetta fólk sem afi og amma þekktu vel í götunni tilheyrði sömu eða svipaðri stétt, iðnaðarmenn, millistéttarfólk. Það vann ekki hjá ríkinu heldur annaðhvort átti eigin fyrirtæki eða vann hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Ég held að þá hafi almennt verið talið að kommúnistar væru annaðhvort menntamenn eða verkamenn af sérstakri tegund, verkalýðsbundnir í Reykjavík.

Hins vegar voru kratarnir sérstök tegund, og ekki sammála kommum eða íhaldinu. Amma mín Fanney í föðurættinni var þannig.

Nú heyrir maður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara fyrir ríkt fólk og mjög flokksbundna einstaklinga frá fyrri tíð. Það er ekki beint gæfulegt.

Eftir öllum sólarmerkjum að dæma þá mun fylgi Samfylkingarinnar dala um leið og fólk verður óánægt, til dæmis ef flokkurinn kemst í ríkisstjórn og fólki líkar ekki sú stjórn.

Vandinn við Bjarna Benediktsson er að hann er eins og Ken, en Ken og Barbý eru dúkkur sem stelpur léku sér með og gera enn.

Ken er voða sætur og karlmannlegur, en hann er ekki nema dúkka, hann er ekkert nema útlitið og þurfa aðrir að stjórna honum, krakkarnir sem leika sér með dúkkuna, og þá heldur stelpur en strákar, því Barbýdúkkur eru jú stelpuleikföng frekar og hafa alltaf verið.

Þannig er Bjarni Benediktsson. Hann er ímynd glæsileikans, en þegar á reynir lætur hann undan og þóknast fólki. Það er vinsælt upp að vissu marki, en ekki til lengdar.

Áslaug Arna er einnig glæsileg kona eins og aðrar barbídúkkur af kvenkyninu sem hann hefur safnað utanum sig, en þær eiga það sammerkt þó að hafa veigrað sér við að taka miklar ákvarðanir og umdeildar, og Guðrún dómsmálaráðherra síðasta og frægasta dæmið um það.

Sem sé, Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn samansafn af barbídúkkum af báðum kynjum. Þessar barbídúkkur eru leiksoppar og strengjabrúður annarra flokka og pólitíkusa, og í sviptivindum feykjast þær til og frá. Þetta er vandi flokksins, að einhverju leyti, er ég eiginlega viss um, og þessu hafa líka margir aðrir lýst á svipaðan hátt, svo ekki er ég einn um þessa skoðun.

Sigríður Á. Andersen er alvöru kona og alvöru pólitíkus með bein í nefinu, enda hefur hún þurft að gjalda þess. Hún stundaði alvöru pólitík, en loðin var hún í svörum síðast þegar hún var spurð í fjölmiðlum, og ekki það stólpakvendi sem hún reyndist vera hér áður fyrr.

Það hefur ekki reynt á Kristrúnu í Samfylkingunni í stórviðrum. Við vitum ekki hvernig hún mun reynast. Hún er þó ekki forstokkuð manneskja sem hefur óbeit á pólitískum andstæðingum, og það er fyrsta prófið sem hún stóðst.

Bjarni sem barbídúkka er ekki lengur trúverðugur. Flokkarnir hverfa ef þeir ætla að halda svona áfram, með ákvarðanafælni og undanlátssemi við hina flokkana.


mbl.is Áhorf á Silfrið hefur tekið stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem námið þrengir víddir, ljóð frá 8. september 1991.

Þar sem námið þrengir víddir

þykir mér svo létt að gleyma.

Auðvelt það ei,

önnur finnst mey.

Frímínútur, fann loks nýja,

finnst sem birtan heiminn lagi.

Ertu alltaf heima?

Einhver loks mér sinnir?

Fríðleiks fantasíddir...

frá þér kemur hlýja.

Eins og upp það dagi,

ertu að skilja? - Góðir vinur músum brynnir!

 

Elska ég nú aðra píu?

Ekki gleymi minni réttu.

Hefurðu hal

heima í sal?

Veit um þrjár sem heilla hugann,

Herdís gleymist, vil þær líka...

Farga mér í fléttu?

Ferðu að skilja dama?

Elska enn að nýju?

ekki virkar smugan...

Þarf ég þessa, ríka?

þörfin gerir stúlku í eigin sálum grama.

 

Hún er skrokkur skyldu minnar,

skaltu trúa fjármagnslygum?

Finndu það fljóð,

fer hún ei góð.

Eins og systur áfram tala,

einhver líkist götuvita.

Dansinn stúlka stigum,

stjörf og brúðarkjóllinn...

Þarfir óskar þinnar,

þörf er nú að gala...

Bara tekur bita,

blómstrar ekki fyrr en kemur rétti hóllinn.


Sahra Wagenknecht og aðrir vinstrimenn sem taka upp stefnumál AfD og fleiri "hægriöfgaflokka". Þróun í allri Evrópu, á Íslandi líka, eins og sjá má á Samfylkingunni.

Ef skoðuð eru stefnumál og aðgerðir þess flokks sem kallaður er neikvæðum nöfnum á RÚV, AfD og þýzka nazistflokksins frá síðustu öld þá sést fljótlega að alrangt er að kalla þetta sömu flokkana eða náskylda. AfD er eins og lapþunnt soð af því eldheita kryddi sem skók Þýzkaland undir stjórn Foringjans.

Hræðsluáróðurinn er þó alltaf samur við sig, enda óttinn við að missa völd alltaf næg átylla til að vera með hatur, lygar og blekkingar í garð andstæðingsins.

Það þykir mér þó tíðindum sæta þegar Þjóðverjar eru farnir að sætta sig við fortíð sína í æ meira mæli eins og loksins maður fer að trúa.

Tekið var viðtal við konur sem töluðu í Þýzkalandi, og fréttin kom á RÚV, og ég held að þær styðji AfD, en þær voru mjög ákveðnar í því að Þjóðverjum hefði verið gert rangt til í heiminum eftir seinni heimsstyrjöldina, og minnir þetta á Versalasamninginn á sínum tíma.

Sannleikurinn er sá að Þjóðverjar hafa verið kúgaðir og ofsóttir eftir seinni heimsstyrjöldina, af sömu pólitík og ræður innan ESB, og má því segja að þeir hafi alið skrímslið í sínum eigin garði.

Það eru stórtíðindi þegar kona eins og Sahra Wagenknecht glæðir sinn pólitíska feril lífi með svo afgerandi hætti að flokkur sem ber hennar eigið nafn skuli vera spáð allt að 20% fylgi, og á hann margt sameiginlegt með AfD, sem spáð er um 30% fylgi.

Þar með eru frelsandi sjálfstæðishugmyndir komnar með 50% fylgi í Þýzkalandi, en ekki þjóðernisrembingur eða kynþáttaofstopi neinn, þótt andstæðingarnir segi það. Auðvitað er þannig fólk líka með, en í minnihluta.

Það eru líka merkileg tíðindi þegar kona, sem ábyggilega á bakgrunn í femínískum hreyfingum, skuli sjá gróða og framtíð í nákvæmlega þessu, sem hefur verið svo hatað og ofsótt lengi í menningunni, eitthvað sem tengist þjóðernishyggju!

Já og Sahra Wagenknecht efast um þennan gífurlega stuðning við Úkraínu!

Þjóðverjar hlusta og láta heillast af stefnu hennar og málflutningi!

Já, kona sem eitt sinn var mikill vinstrisinni hefur svona snúizt á réttan veg! Þjóðverjum til gæfu!

Já, Sahra Wagenknecht var eitt sinn harður kommúnisti eins og lesa má um á Netinu!

Það er dálítið merkilegt að stofna flokk utan um sjálfa(n) sig og vera spáð þetta góðu fylgi!

Greinilegt er að þetta er það sem fólk vill!


mbl.is Nýr sáttmáli á milli Bretlands og Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 127
  • Sl. sólarhring: 223
  • Sl. viku: 866
  • Frá upphafi: 119860

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 695
  • Gestir í dag: 95
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband