Bloggfærslur mánaðarins, september 2024

Sagan á bakvið lagið "Aldrei skaltu elska hana", frá 1996.

Ég var ekki farinn að gefa út tónlist á þessum tíma, það gerðist 1998, með diski sem inniheldur 11 ábreiður, lög eftir Bob Dylan á ensku, og svo eitt Bítlalag, "She Loves You".

En árið 1996 var ég farinn að taka upp í Fellahelli. Það voru í upphafi lögin um umhverfisvernd, 10 stykki, sem áttu að koma út. Nema hvað að upptökurnar skiluðu ekki því sem ég vildi, 15. apríl 1996, 23. apríl 1996 og 30. apríl 1996.

Ég er mjög kröfuharður á þetta. Bæði fannst mér vanta uppá hljóminn og eins fannst mér vanta uppá eitthvað í flutningnum.

Í sumum tilfellum var hvert umhverfisverndarlag eftir mig sungið inn á ADAT bandið meira en 10 sinnum, og 10-20 tökur eru þá til af hverju lagi, en það dugði samt ekki til. Ég var því orðinn gramur og vildi árangur strax. Mér fannst útkoman úr hljóðverinu í Fellahelli ekki vera neitt skárri en úr mínu hljóðveri í herberginu mínu.

Fyrsta daginn sem ég hljóðritaði í Fellahelli, 15. apríl 1996, notaði ég upphitunarlög eftir Bob Dylan. Þessi upphitunarlög tók ég aftur upp 1998 í Fellahelli, og þau voru gefin út á fyrstu plötunni. Kanadamaðurinn Adam Wright var þá fyrir framan takkana í hljóðverinu og þá náði ég því sem ég leitaði að, hljóð sem virkar eins og hjá stórstjörnunum í poppinu, hann náði því fyrir mig.

Aftur var upptökulota í Fellahelli þann 13. maí 1996. Þá tók ég aðra nálgun á þetta og þá tók ég upp ósköpin öll af slögurum eftir aðra, næstum 20 stykki. "Ég bið þig", sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng, við texta Ómars Ragnarssonar, "Stál og hnífur" eftir Bubba Morthens, "Þar sem fyrrum", eftir Oddgeir Kristjánsson, "Dagný" eftir Sigfús Halldórsson, "Ó þú" eftir Magnús Eiríksson, og mörg fleiri.

Útkoman var ekki slæm, en samt ekki endilega eitthvað sem ég vildi gefa út.

Það sem eftir lifði af maímánuði 1996 var mér erfiður tími. Ég hafði eyrnabólgu og kvaldist mjög þess vegna, og svo hafði ég misst nána ættingja og stelpu sem ég þekkti úr Menntaskólanum í Kópavogi, og allt tók þetta á og ég syrgði þetta fólk, og var virkilega langt niðri.

Auk þess var ég farinn að halda að kannski væru það draumórar útí loftið að ég myndi verða fræg poppstjarna. Þesskonar efi var mér ekki að skapi, en hann vaknaði vegna þess að ég gerði strangar kröfur til mín, og útkoman úr Fellahelli var ekki þannig að það væri á við beztu söngvara landsins, og lagasmíðarnar mínar heldur ekki endilega neitt sem ég taldi að allir myndu kaupa.

Vissulega var ég með allskonar verkefni í gangi. Bæði voru til plötur um ástina og svo um gagnrýni á femínismann. Þetta allt vildi ég gefa út, en ég átti erfitt með að velja lög eftir sjálfan mig sem væru verðug að læra þau. Auðveldast var að gleyma þeim nýkomnu.

En 8. júní 1996 samdi ég nokkur lög sem mér fannst standa uppúr. Þau sem sagt voru mjög einarðleg, í því sem sumir myndu kalla kvenhatur, en auðvitað er það einföldun og ekki endilega eina rétta skýringin.

Það var heitt þennan dag, mikið sólskin. Það var bíll í portinu á bakvið verkstæðið, skúrinn. Ég settist inní þennan bíl með stílabók og penna. Þar skrifaði ég niður textana. Klukkan var um eitt, rétt eftir hádegið. Það tók mig innan við klukkutíma að pára niður nokkra texta, og ég var fljótur að því.

Suma daga leið mér vel og þá skrifaði ég eitthvað um ástina eða annað jákvætt. Þennan dag leið mér ekki vel. Þetta var afmælisdagur Ingvars frænda sem hafði dáið 23. maí 1996. Ég hugsaði mikið um það mótlæti sem hann hafði mætt í lífinu, og hvernig Nýalsstefnan var ekki viðurkennd í þjóðfélaginu. Ég hugsaði einnig um allt það mótlæti sem ég hafði mætt í lífinu. Ég hugsaði um sperrta femínistana sem boðuðu eld og brennistein yfir karlkynið og menninguna, fortíðina, feðraveldið.

Sem mótvægi við sperrta femínista sem þóktust allt vita og mega og geta, þá samdi ég nokkur andfemínísk lög og texta, og reyndi að hafa þá eins ýkta og ég gat, þetta átti að vera "ultimatum", endanleg afgreiðsla á femínismanum!

"Kúgaðu allar konur", "Allar konur elska ofbeldi," Ég hef aldrei elskað stelpur", "Aldrei skaltu elska hana". Þetta voru textarnir fjórir sem mynduðu grunninn. Síðan sama dag sá ég eftir öllu saman og skrifaði umbreytta texta:"Ég hef alltaf elskað stelpur", "Bannað er að berja hana", "Kúgaðu alla karla", og fleiri í þeim dúr. Þessir textar gengu við sömu lagboðana.

Ég fór strax inní herbergið mitt að taka þetta upp, og þá hefur klukkan verið um tvö, og þá bætti ég við fleiri textum og lögum og tók mikið upp þennan dag. Aðfaranótt þessa dags var ég einnig að taka upp, fram undir morgun.

En gleðileg kveðja gat orðið súrsæt fyrir mig þegar fyrir var reiði í minni sál og óhamingja út af öðrum ástæðum, eins og andláti tveggja eldri frænda og einnar vinkonu.

Konan hans Ingvars var Aðalheiður, og systir ömmu. Því voru það bræður sem kvæntust systrum.

En þrátt fyrir að ég hafi kunnað vel við Heiðu, konuna hans Ingvars að nokkru leyti, þá líkaði mér ekki við hana að öllu leyti.

Hjónabönd eru stundum svona, að makinn þarf að sætta sig við ofbeldi. Ingvar frændi var beittur ofbeldi af Heiðu konunni sinni, en það var andlegt. Þó var það tvíbent, því hún var líka góð kona og vel kristin, en hún gat verið köld í viðmóti og hvassyrt, og stóð fast á sinni sannfæringu sem ekki var nýölsk.

Heiða frænka var spíritisti og kristinnar trúar. Þau ræddu oft um þessi mál. Samtalstækni hennar var á þá lund að hún afneitaði ekki Nýalskenningunni beint, heldur fór hún útí allt það góða í Biblíunni sem var henni kært og hjartfólgið, og lét líta út fyrir að það væri æðra Nýalsstefnunni. Það var hennar barnatrú sem stjórnaði henni.

Hjón eiga oft í valdabaráttu sín á milli. Þetta var slíkt dæmi. Andleg togstreita.

Ég fyrirgaf henni ekki að standa ekki nóg með manni sínum. Fyrir mér var Nýalsstefnan eina vonin fyrir Íslendinga og allt mannkynið, og því fannst mér það ófyrirgefanlegt af frænku minni að halda fast í þessa gömlu og úreltu trú, kristnina.

Ég samdi lagið "Aldrei skaltu elska hana" nokkuð á þessa lund. Ég var að tala þetta inní sjálfan mig, að verða aldrei kúgaður eiginmaður, að ef ég myndi eignast konu skyldi ég stjórna henni en hún ekki mér.

Næsta upptökulota í Fellahelli var 1. júlí 1996. Þá tók ég upp í fyrsta sinn þessi nýju lög og nokkur í viðbót eldri af sama tagi. Það var eins og þegar Bob Dylan tók upp "Like A Rolling Stone", 30 árum fyrr rúmlega. Í því lagi er einnig kvenhatur og nóg af því.

List er fyrir mér allskonar. Með þessu lagi og öðrum svipuðum var ég líka að mótmæla þeirri kennslu sem ég fékk í bragfræði hjá Ingvari frænda.

Hann sagði að maður ætti aldrei að yrkja um neitt neikvætt, bara um það sem var fallegt. Þetta stangaðist á við það sem ég lærði hjá Megasi, en hann vildi fagna mannlífinu í ljótleika og fegurð til jafns, og vildi gjarnan draga uppúr sálardjúpunum það sem aðrir vildu fela.

Í þessu var ég sammála Megasi. Þarna hafði ég sett saman kvæði sem voru framúrskarandi í ljótleika sínum og því fagnaði ég og var montinn og stoltur af þeim.

Mér finnst tíminn hafa sannað að þessi verk voru tímamótaverk. Femínisminn hefur orðið harðari, og því standast þau tímans tönn og eru áminning. Þau áttu alltaf að vera þetta, minnisvarði um hataðar skoðanir, eitthvað fært í letur sem sumir vildu fela, en allt þarf að koma uppá yfirborðið og vera aðgengilegt til gagnrýni og skoðunar. Fólk getur ekki þroskast nema það sjálft kynni sér málin.


Vinstristefnan þarf að hverfa

Það sem viðheldur ríkjandi þjóðskipulagi er að hægrimenn og vinstrimenn eru alltaf að berjast. Óvinurinn er auðvaldið, og það auðvald birtist í Elítunni sem á 99% af öllum peningum mannkynsins! Það er tölfræði og ekki samsæriskenning! 99% af fólki á jörðinni á minna en 1% af öllum peningunum sem eru til. Það vill svo til að sumir últrahægrimenn eins og Orban og Trump benda á þetta og berjast fyrir réttlæti meira en vinstrimennirnir. Það er sama með kommúnismann og kratismann, að eftir að þeir eru komnir til valda er ekki verið að dreifa völdum og peningum heldur að hygla að sér og sínum. Ef hægrimenn og vinstrimenn sameinast um góðan leiðtoga eins og Sigmund Davíð þá gengur þetta betur. Kjör öryrkja og ellilífeyrisþega hafa aldrei verið bætt eftir að Jóhönnustjórnin komst í völd eftir kreppuna 2009. Af hverju gerðu Vinstri grænir ekkert til að laga þetta sem þeir hafa alltaf talað um, að hjálpa þeim verst stöddu? Hvernig er hægt að treysta vinstrimönnum þegar Vinstri grænir stóðu sig svona hörmulega?

Þetta er athugasemd sem ég skrifaði annarsstaðar - en á erindi til allra.

Ég hef velt því fyrir mér hversvegna fólk tekur ekki rökum.

Maður útskýrir hvers vegna vinstristefnan er orðin úrelt en vinstrimenn þrjózkast við og vilja ekki viðurkenna það. Upphaflega voru verkalýðsfélögin stofnuð þegar mannréttindabrot voru svo tíð að þau voru normið. Nú eru þau spillingabæli að hluta til eins og flest. Sameignarhugmynd kommúnista er falleg á blaði en hefur aldrei virkað í reynd, og ekki heldur jafnaðarstefnan, þar sem blandað er saman mannréttindum, sameigin og kapítalisma. Svíþjóð er bezta dæmið og sönnunin þess efnis að "norræna módelið" eins og Jón Baldvin Hannibalsson kallar jafnaðarstefnu virkar ekki, og heldur ekki kommúnisminn. Þegar kommúnisminn hrundi með braki og brestum 1989-1991 þá ákváðu vinstrimenn að taka upp á sína arma femínismann, því þeir höfðu misst tilganginn í lífinu.

Femínisminn er enn eitt sem hefur snúizt uppí andhverfu sína. Í stað þess að konur vilji jafnrétti, kvenréttindi og góðmennsku, þá vilja þær sem æðstar eru stunda yfirgang og ofsóknir í garð drengja og karlmanna, og leggja fortíðina í rúst, stunda bókabrennur í formi úreldingar á bókum feðraveldisins, en það sama gerðu nazistar Þriðja Ríkisins undir stjórn Hitlers eins og næstum allir vita, nema þar voru bækur bókstaflega brenndar, en nú fara þær á haugana og örlítið brot í Góða hirðinn. Mínimalskur lífsstíll er það kallað, þessar nýju bókabrennur femínistanna.

Ég les DV og athugasemdir þar af miklum áhuga, því þar kemur oft fólkið á götunni að tjá sig, þar er oft vilji þjóðarinnar - eða öllu heldur skoðanir öfgafyllsta fólksins til vinstri - og maður lærir af því að hafa áhuga á þeirra skoðunum.

Ég tek eftir því að Arnar Þór er dæmdur fyrirfram af mörgum og kallaður forréttindapési, spillingarfrömuður og fleira. Þetta er það sem vinstrimenn gera svo oft.

Vinstristefnan þarf að hverfa.

Í stað hennar þurfa að koma menn sem sameina hægri og vinstri. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er svo sannarlega einn af þeim, eða Inga Sæland í Flokki fólksins, og ég held að Arnar Þór sé líka einn af þeim og Lýðræðisflokkurinn hans.

Það þarf ekki að fjölyrða um að Vinstri grænir standa ekki lengur fyrir það sem þeir gáfu sig út fyrir, og kannski gerðu þeir það aldrei eins og Jóhannes Ragnarsson hefur skrifað um.

Hvað með Sósíalistaflokkinn? Er hann ekki bara tækifæri fyrir Gunnar Smára og hans lið til að græða peninga og finna tilgang í lífinu?

Hvað með Samfylkinguna?

Hún var að deyja út, svo kom Kristrún Frostadóttir og stal frá Framsókn og Miðflokknum, rasisma og sveigjanleika.

Þá vilja vinstrimenn allt í einu allir kjósa Samfylkinguna! Nýr jakki, sami bolur. Sagði ekki Björgvin Halldórsson það? Gamalt vín á nýjum belgjum.

Þannig er með vinstrimenn að ef hægrimenn segja eitthvað þá eru þeir á móti því. Ef þeirra stimplaða fólk segir það sama, þá eru þeir til í það.

Það er erfitt að gera úrbætur þegar fólk þarf að deila innbyrðis um hægri og vinstri sem eru eiginlega úrelt hugtök á tímum fjölmenningarinnar og alþjóðahyggjunnar.

En hvað um það. Vinstrimenn eru staðnaðir. Samt eru hægrimenn búnir að herma eftir þeim, svo venjulegur kapítalismi er orðinn að fjölmenningarkapítalisma núna og einnig fátæktarkapítalisma.

Af hverju eru rasískir flokkar vinsælir í útlöndum? Af hverju þykja rasískir flokkar það sem er nýjast nýtt, hipp og kúl? Vegna þess að fólk er farið að þroskast og skilja að hitt voru allt blekkingar, veruleikinn er sá að baráttan á milli kynþáttanna um lífsrýmið er óhjákvæmileg, og ekki er hægt að forðast hana með draumórum um jöfnuð.

Án þess að ég sé að segja að hægriflokkar séu þannig, eða að Arnar Þór og hans nýi flokkur, þá sér maður í athugasemdum DV að stór hluti fólks heldur það.

Það sem ég segi er þetta:

Allt þetta nýja og ferska, það er að gerast til hægri. Þessvegna margklofnar Sjálfstæðisflokkurinn. Þar eiga sér stað breytingar en ekki á vinstri vængnum þar sem ríkir fullkomin stöðnun.

Ef Ísland ætlar inní framtíðina, þá fáum við næst hægristjórn á grundvelli Miðflokksins, Flokks fólks og Lýðræðisflokksins. Það eru flokkarnir sem eru í takt við breytingarnar í Evrópu. Allt annað er fortíðarhyggja ömurleg.

Spyrja má sig, er það veikleiki hvernig hægrið klofnar núna þessi dægrin í herðar niður eins og vinstrið gerði áður fyrr? Það getur verið en þarf ekki að  vera.

Bjarni Benediktsson hlýtur að bera mikla ábyrgð á þessu sem starfandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur komið femínistum og öðrum konum til valda innan flokksins, til dæmis Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur Reykfjörð, sem er sennilega umdeildust af öllum ráðfrúm flokksins, ekki sízt vegna Rússahatursins sem hún virðist stundum haldin, og lokun sendiráðsins þar.

Bjarni Benediktsson hefur fært Sjálfstæðisflokkinn langt til vinstri. Þar með er búið að styggja íhaldsarminn, sem byrjaði að streyma til Sigmundar Davíðs í Miðflokkinn.

Nú má búast við að mikið af nýju fylgi Miðflokksins fari til Lýðræðisflokks Arnars Þórs, og eitthvað frá Sjálfstæðisflokki og Viðreisn einnig.

Það eru peningar og störf í pólitík. Þegar formaður eins og Bjarni Benediktsson er talinn svíkja stefnu flokksins, þá flykkjast hrafnar á hræið og gæða sér á því.

En Arnar Þór er ferskur andblær inní pólitíkina. Hann er hvassari og réttlátari í máli en fólk sem hefur sósazt í pólitíkinni árum og áratugum saman.

Vonandi mun hann halda í þessa réttlætissýn og vonandi mun hún verða til þess að sum hörmungarverk þessarar ríkisstjórnar gangi til baka og annarra ríkisstjórna, eða að ný framfaramál fái brautargengi.

Ég hef tekið eftir því að Arnar Þór notar kristna trú sem ágætan áttavita í lífinu. Það er einmitt nokkuð sem vantar í trúlaust Alþingi núna, þannig hefðir og siðfræði.

Ég ætla að enda þennan pistil á því að hvetja Arnar Þór og hans fólk til að láta það verða þeirra fyrsta verk að endurskoða umdeildar breytingar sem Svandís Svavarsdóttir gerði á fóstureyðingalöggjöfinni þannig að næstum má deyða nýfædd börn.

Eiga kvenréttindi að toppa réttindi til lífs sem eiga að vera algild mannréttindi?

Hvar endar það ef einstaklingar og þeirra vilji er mikilvægari en heildin? Það endar með því að heildin þurrkast út og einstaklingarnir innan hennar líka.

 

 

 

 


mbl.is Arnar Þór stofnar nýjan stjórnmálaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Swirling, ljóð frá 12. desember 2022.

Coming to the cross,

carry burden, once the score...

So they see,

seas of hidden war.

Swirling beings, stones and mist in moss,

must be something telling me...

Weak and small, to smile,

smiting for the guile.

Proof of something, fear is staying strong,

strange how people must be fighting, always wrong...

 

Waiting for the wife,

wanting so much higher goal.

Way too wrong,

wrestling for the soul.

Churches no more, along lines in life,

like it's changing, coming strong...

We are waiting still,

war is on the hill.

Is it real if unseen world is wide?

Warlords must be going down, and nothing right...

 

Every must you meet,

more than gone for human lime.

Dark to do,

dying every time.

Dark if people must be more in greed...

maybe something, taking you...

Fear if frame must die,

for the ransom sky.

Could I write and show this year of yore?

Yesterdays were never like this, then before...


Þjóðerniskennd leiðir af sér gott og heilbrigt sjálfstraust - sem lætur fólk aðhyllast góðan lífsstíl með tímanum

Evrópusambandið gaf út tilkynningu fyrir nokkrum árum til að sporna gegn vaxandi þjóðernishyggju meðal unglinga. Jón Magnússon fjallaði um þetta á Fésbókarsíðu sinni fyrir nokkrum árum. Þetta er nokkuð sem aldrei má gleymast, því þetta lýsir muninum á þjóðernissinnum og fjölmenningarsinnum og uppeldisáhrifunum af þessum tveimur stefnum.

Unglingar sem grunaðir voru um að aðhyllast nýnazisma eða þjóðernishyggju af öllum tegundum voru taldir bera þessi einkenni:

A) Stunda íþróttir af miklu kappi.

B) Hugsuðu um heilsuna, voru grannir og hraustir.

C) Borðuðu hollan mat.

D) Reyktu ekki eða drukku og neyttu síður vímuefna en jafnaldrar þeirra.

E) Stóðu sig betur í námi og voru metnaðarfyllri en aðrir unglingar.

F) Höfðu áhuga á menningarlegum þáttum og þjóðlegum, íhaldssömum gildum.

Bubbi Morthens sló í gegn 1980 og Vigdís femínisti varð forseti sama ár.

Bubbi Morthens er vinstrimaður.

Eftir að Bubbi varð frægasti poppari Íslands varð húðflúr að tízku og vímuefni urðu miklu vinsælli, enda er hann fyrirmynd með hvort tveggja, og þó eru þetta atriði sem eru bönnuð í Biblíunni eða mælt gegn þeim.

Sá maður eða sú kona sem vill hjálpa Íslendingum hlýtur því að berjast gegn innrætingu nútímans, og telja að þjóðerniskenndin sé einmitt það sem keppast beri að.

Ef þessi upptalning er það sem eru merki þess að unglingar leiðist útí rasisma, nýnazisma og þjóðerniskennd, hvað er þá hitt sem er eftirsóknarvert samkvæmt wókistum?

A) Að vera alltaf í vímu?

B) Að hreyfa sig ekki?

C) Að hata eigin kynþátt en dýrka aðra kynþætti?

D) Að vera fullur af minnimáttarkennd og sjálfsfyrirlitningu?

E) Að leitast eftir sjálfsniðurrifi, neikvæðni og ömurleika yfirleitt?

Það er rétt hjá sannkristnu fólki, að Satan stendur á bakvið wók og femínisma, jafnaðarstefnu og fleiri tízkubylgjur í nútímanum.

Það er verið að markaðssetja ógeðslega og neikvæða hluti sem eitthvað jákvætt. Það er líka gert í fjölmiðlum af fólki sem veit ekki betur, vegna þess að Hollywood er fullt af wók, og sömuleiðis netið og samskiptamiðlarnir, Fésbók, X, Tiktok og fleiri slíkir. Það sem foreldrar þurfa að gera og fólk á öllum aldri er að gera sér grein fyrir þessu, og allir þurfa að draga sig útúr wókáhrifum nútímans, og byggja upp samfélag sem er heilbrigt, byggt á þjóðlegum gildum, hvort sem þau eru kristileg eða heiðin.

Fólkið sem lýtur Satan gerir það vegna þess að það veit ekki betur, það er búið að plata það, innræta því hluti sem það heldur að séu góðir en eru það alls ekki.

Það sem fólk þarf að gera er því að staldra við, spyrja sig spurninga, vera gagnrýnið, og endurskoða ýmislegt sem talið er gott og gilt eða sjálfsagt.

Menningin er á okkar ábyrgð, og lýðræðið felst í að ræða saman og skilja hvað má betur fara.


mbl.is Mun fleiri börn í harðri fíkniefnaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Revenge for the robust guy, ljóð frá 29. júlí 2023.

Revenge for the robust guy.

Reverence is what he's looking for.

I'm a lion, like you knew,

lot for such to really do.

Hurt me, train me, wonder why?

Well she's maybe looking for a score...

We are on the verge of something great,

Victims rise and secrets do unfold.

Looking for the losing gold?

Like when they could not find real mate?

 

Will she love him? Won't they bow?

We are in a time of love and hate.

Thought you wiser, so I said,

something maybe I then read.

Made me stronger Cully cow,

can they find and use another bait?

Thesis only, throwing something new?

Thought I loved you, you're now someone else...

Waiting only... what he tells?

We could do more, good when I loved you.

 

Violet baby be my girl.

Best of groupies, made me almost proud...

Gave me what I needed, now

not be such a hopeless cow...

See the world in such a whirl,

someone knows what this is all about...

Did they shun you? Doors of real war?

Dying monsters learn to behave good.

Maybe better, looking lewd,

Let me tell you, we could find the door.


Sannleikurinn skiptir ekki máli, heldur hver hefur mest völdin - og þarf að hlýða Elítunni?

Það hefur verið staðföst og óhagganleg vissa mín eftir að femínisminn sigraði á Vesturlöndum að yfirvöldin séu glæpsamleg í okkar heimshluta. Jafnvel innan Sjálfstæðisflokksins fer mennsku hrakandi og femínismi vex.

Ég vil vitna í einn í athugasemdum DV frekar en yfirvöld sem ekki eru marktæk:

"Það eru auðvitað vonbrigði að þessi rannsókn hafi ekki leitt til dóms yfir þessum óheiðarlegu blaðamönnum. En hinsvegar hið besta mál að þarna kemur glöggt fram að frásögn Páls Vilhjálmssonar af þessu símastuldsmáli er rétt í alla staði". (Sigurður Eggertsson).

"Þá er sennilega komið að dómstól götunnar". (Óskar Guðmundsson).

Skynseminni fer hrakandi og það sést á ummælum femínista sumra um Úkraínustríðið. Það fólk vill frekar stigmagna stríðið og auka hættu á eyðingu jarðarinnar bara fyrir heimskulegar öfgaskoðanir, jafnaðarfasisma og femínisma, og hrunin Vesturlönd innanfrá, til að fela hrun okkar vestrænnu samfélaga, reyna það.


mbl.is Rannsókn í byrlunar- og símamáli felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blústónlist er mjög skemmtilegt að spila, með öðrum aðallega, sem kunna vel til verka

Stundum hef ég farið á Músíktilraunir sem áhorfandi. Þannig var það 2012. Það var í marzmánuði og þá gerðist það að í hléinu gaf sig á tal við mig ungur maður sem sagðist heita Daníel, og að hann þekkti einn frænda minn í gegnum ömmu sína. Já, ég sagðist hafa heyrt um hann og vissi til hans. Hann sagði að þeir strákarnir þrír væru að fara að spila eftir hlé.

Ungi maðurinn sagðist vita að ég væri tónlistarmaður og vildi að ég gæfi sér álit mitt á hljómsveitinni sinni sem héti Bakkus. Ég sagðist til í það og skyldi tala við þá eftir tónleikana.

Eftir að Músíktilraunakvöldinu lauk spjallaði ég betur við hann og hina tvo. Ég sagði að ég hafi kunnað vel að meta þetta rokk sem þeir spiluðu.

Danni var ekki lengi að bjóða mér að hlusta á þá strákana í æfingahúsnæði í Bíldshöfðahverfinu. Hann bætti því einnig við sem vakti enn meiri áhuga hjá mér, að hann vildi fá mig til að spila og syngja lög með hljómsveitinni. Þetta leizt mér alveg prýðilega á, og við ákváðum að hittast næst þegar æfing yrði. Ég mætti þangað á tilsettum tíma með texta og lög sem ég kunni eftir mig.

Þetta ár áttum við eftir að hittast mjög oft í þessu æfingahúsnæði í Bíldshöfðanum. Þegar á leið mætti ég með vídíókameru og tók æfingar upp til að vega og meta hvað væri bezt.

Danni vildi að við færum í stúdíó og gæfum út plötu og myndum spila á pöbbum.

Það varð ekki úr því, en næstum því.

Nýlega var ég að horfa á myndbönd og myndefni sem ég tók upp á þessum æfingum. Þótt hljómgæðin séu ekki mjög góð er ég býsna ánægður með útkomuna, tónlistarlega séð.

Við spiluðum alveg fram í desember 2012. Einhverra hluta vegna hættum við þá. Það gerðist eins og svo oft með hljómsveitir, eins og fyrir tilviljun. Þannig var að einn strákanna hafði ekki tíma í æfingar, fór til útlanda ef ég man rétt, og svo bara datt þetta upp fyrir sig eftir það og við nenntum ekki aftur.

Danni tók mestu ástfóstri við eitt lag eftir mig sem heitir "Kúgaðu allar konur". Ég vildi ekki móðga áheyrendur, og því prófuðum við lagið undir öðrum textum sem ég hafði gert við laglínuna, "Kúgaðu alla karla" og "Bannað er að berja hana".

Hinsvegar fannst mér skemmtilegast að spila blús með þeim. Ég kynnti fyrir þeim næstum 10 blúsa eftir sjálfan mig og mér fannst þeir hljóma miklu betur með strákunum en mér einum. "Nýr blús um ástandið", "Hvers vegna velur maðurinn aðeins það ranga?" , "Alls staðar er eymdin", "Ástandið", "Hvar er jafnrétti?" og fleiri slíkir.

Danni átti stóran þátt í útsetningunum og allir strákarnir þrír. Mér finnst gott að ég á þessar upptökur, ég myndi vilja leggja þær til grundvallar ef seinna verður reynt að spila þessi lög með hljómsveitum.

Blúsarnir fannst mér gæðast lífi í meðförum piltanna. Kannski má segja að þeir hafi átt næstum jafn mikið í þeim tónsmíðum og ég eftir breytingarnar, en textarnir áfram eftir mig frá orði til orðs.

Sumt af þessu hljómar sem pönk, annað sem rokk, eða popp eða blús.

Það varð minniháttar ágreiningur í hljómsveitinni okkar - eins og verður í næstum öllum hljómsveitum - sem varð kannski til þess að við hættum að spila saman fyrr en ella, en ég veit það samt ekki, kannski voru ástæðurnar aðrar, að trommarinn þurfti að ferðast, og síðan að Danni varð líka upptekinn við launað starf sem hann var byrjaður í.

Málið var að ég var orðinn pirraður á því að syngja alltaf lagið "Kúgaðu allar konur", og vildi prófa og æfa önnur lög. Það gerðum við.

En þeir voru hinsvegar held ég þreyttir á öllum þessum blúsum mínum, sem þeim fannst of langir og langdregnir.

Hægt er að safna saman um það bil 10 lögum sem hljóma vel af þessari vinnu. Þau eru að vísu flest í mjög slæmum hljómgæðum þannig að textinn heyrist ekki, en við rokkum feitt í mörgum lögum, heldur betur.

Þeir byrjuðu nokkrum árum seinna að spila á pöbbum án mín, en þeir gáfu víst aldrei út disk.

Ég vildi skrifa þennan pistil til minningar um Danna, sem lézt fyrir tæpum tveimur árum, kannski vegna Covid-19 sprautu, en það er ekki víst, en einhver veira var það sem varð honum að bana. Mjög sorglegt.

Einnig vildi ég halda því til haga að þessi tónlist sem við bjuggum til saman var góð. Ekki fullkomin eða fullæfð, en samt átti alveg mjög góða möguleika á að verða eitthvað merkilegt.

Eitt lag eftir mig sagði hann að minnti sig á "Strawberry Fields Forever", sýrutónlist, "Þróun verri staða", heitir það, af Fyrri byggðir frá 2002. Ég var ánægður að heyra þetta, því ég er Bítlaaðdáandi og kom inn þannig áhrifum í þetta lag viljandi þegar ég samdi það.

Málið er að ég hef sjaldan spilað með hljómsveitum. Þetta var það lengsta sem ég hef spilað í hljómsveit, í nokkra mánuði.

Fyrst var það 1986. Ég held að þeir hafi kallað sig "New Wave". Þannig var að ég spilaði á Litlu jólunum í Digranesskóla í desember 1985. Það vakti mikla lukku. Ég var fenginn til að semja lag og texta fyrir árshátíð þegar útskriftin yrði í apríl eða maí. "Stóri skólasöngurinn" hét það lag, nokkuð flókið.

Ég sagðist vilja fá hljómsveit, og mér var sagt að þarna væri hljómsveit í skólanum. Síðan æfðum við þetta lag eftir mig.

Strákunum fannst það alltof, alltof flókið, alltof mörg grip, 15 stykki eða svo, og lagið tók 7-10 mínútur áður en tempóið var gert hraðara.

Sem sagt, strákarnir endursömdu lagið eftir mig, fækkuðu gripunum um allan helming og gerðu lagið hraðara, og slepptu einhverjum erindum. Þannig náðist það í 4 mínútur og allir voru sáttir. Þetta eina lag æfðum við í hljómsveitinni "New Wave". Gítarleikarinn heitir Sigurður, ég hitti hann í Söngskólanum í Reykjavík mörgum árum seinna.

Eitt annað lag spilaði ég einn á útskriftinni eftir mig, "Lítill kveðjusöngur", heitir það. Það var spilað sem trúbador.

Síðan liðu mjög mörg ár þangað til ég spilaði aftur með hljómsveit.

Þannig var að síðla árs 1997 var það Steinn Skaptason sem kynnti sig fyrir mér, og hljómsveit hans sem heitir Blóðtaktur. Þeir voru að æfa í vesturbæ Kópavogs. Þær æfingar með þeim urðu að vísu ekki margar.

Það var tvisvar í janúar 1998, um sama leyti og ég var að taka upp mína fyrstu plötu.

Við byrjuðum á að taka lög eftir Megas, það var ekki hljóðritað. Hann vissi að ég er Megasaraðdáandi og það er hann líka.

Seinni æfingin með þeim fannst mér áhugaverðari. Þá æfðum við tvö lög eftir mig, "En sérð þú ekki eymdina?" og "Endalokin séð í nýju ljósi".

Annað lagið var hreinn blús og hitt lagið var hreint pönk eða rokk.

Útkoman var alveg viðunandi.

Ég setti bæði þessi lög á diskinn "Jafnréttið er framtíðin", sem kom út 2003, upptökurnar voru fengnar af snældu sem Steinn Skaptason tók upp í þessum æfingum.

Ég man nú ekki hversvegna við héldum ekki áfram með þessar æfingar. Ég var upptekinn við annað og einhvernveginn varð ekki meira úr þessu.

Síðan var það ekki fyrr en 2012 sem ég spilaði með hljómsveitinni Bakkus.

Það sem ég gerði með þeirri hljómsveit var langmerkilegast, enda mest vinna lögð í það allt saman. Menn verða að vera þolinmóðir og halda áfram að æfa býsna mikið áður en útkoman verður virkilega góð.

Það sem var skemmtilegt í samstarfinu sem ég átti við Danna og hina tvo var að hann var fljótur að heyra það á mínum lögum hvernig átti að útsetja þau, hvort þau voru rokk, popp, blús, sækadelía, ballöður eða eitthvað annað.

Danni var nefnilega fróður um tónlist og hafði hlustað á allskonar tónlist. Einnig var hann góður á gítar, kunni mörg grip og var ekki lengi að finna fílinginn í laginu, hvað það bauð uppá.

En það eru til mjög margir góðir tónlistarmenn á Íslandi.

Eitt sinn sagði Danni og gagnrýndi mig, að þeir væru alltaf að "elta texta".

Það er einhver bezta lýsing á minni tónlist sem ég hef heyrt.

Bob Dylan hefur fengið svipaða gagnrýni og hann hefur rekið gítarleikara og aðra úr sínum hljómsveitum vegna þess að hann er trúbador í eðli sínu, og hinir þurfa að laga sig að honum, en hann ekki að þeim. Það er svolítill galli við tónlistarmenn sem byrja sem trúbadorar, þeir vilja hafa hlutina á ákveðinn hátt.

Bubbi Morthens er undantekning á þessu. Það er ábyggilega að hluta til vegna þess að hann er lesblindur og lærir því alla sína texta utanað. Þannig starfa flestir í tónlist, hafa textana stutta og tónsmíðar og flutning aðalmálið.

Ég er ljóðskáld, og því er textinn aðalmálið, og tónlistin þarf að mótast utanum ljóðið, eða textann. Það getur tekið á taugarnar fyrir tónlistarmenn, sem vilja meira frelsi til að móta það sem þeir eru að gera.

Reyndar sögðu strákarnir að lögin mín væru jafn góð og hjá öðrum, en að það væri erfitt að vinna með þau, því oft væru þau löng, eða með of mörgum og flóknum gripum eða takti sem væri undarlegur.

En það sem ég tók upp á þessum æfingum, það er ævinlega góður vitnisburður um hæfileika þessara stráka, en Danni átti mest í þessum útsetningum, og bætti við gítarköflum sem lyftu lögunum á hærra plan, og gerðu þau að meiri alvörulögum, en ekki bara grunnum að lögum, eins og þetta er oft hjá mér.

 


Eiga Vinstri grænir framtíð fyrir sér, og fleiri mál

Í þessum pistli ætla ég að vefa saman nokkrum skyldum málum sem snúast um pólitík, framtíð Vinstri grænna og fleira slíkt.

Rúnar Kristjánsson skrifar oft snarpa og beitta pistla þar sem málum eru gerð betri skil en hjá öðrum. Þó finnst mér oft ég geti ekki verið sammála, ekki sízt þegar kemur að pólitík.

Þrátt fyrir að nýjasti pistillinn eftir hann sé góður að mörgu leyti þá er hann jafn ósannur og hann er sannur.

Ég tek þó undir þá beittu gagnrýni sem þar birtist á nútímann og spillinguna.

Hann eins og aðrir vinstrimenn talar um auðvaldið sem uppruna spillingarinnar.

Hefur hann lesið bókina "Falið vald" eftir Jóhannes Björn Lúðvíksson? Hefur hann lesið þá frábæru pistla sem Arnar Sverrisson skrifar hér á blogginu, en sá maður er mjög fjölfróður og ritfær í senn?

Veit Rúnar Kristjánsson ekki að "auðvaldið" er tengt ákveðnum ættum og ákveðnum þjóðum, og þeirri þjóð sem gaf okkur Biblíuna ekki sízt? Hann hefur reyndar skrifað um þær staðreyndir sem sumir kalla samsæriskenningar, og kallar slíkt öfund í garð þeirrar þjóðar.

Mér er raunar alveg ljóst að Rúnar Kristjánsson er sannkristinn maður. Jú því geta fylgt ýmsir kostir, og ég ber virðingu fyrir kristnu fólki af gamla skólanum, það minnir á ömmu og afa, og ég veit að því fólki fer fækkandi, og varla er hægt að finna dyggðugri manneskjur, og það er hrós frá mér.

Þó veit ég einnig að sá galli er á gjöf Njarðar að þetta sama fólk það lítur átök Ísraelsmanna og Palestínumanna nokkuð sérstökum augum, og þannig að það tekur þá einatt upp hanzkann fyrir Ísraelsmenn, hvort sem það eru Zíonistar eða aðrir.

Það fylgir oft með hatur á nazistum Þýzkalands og Hitlers eins og í nýjasta pistli hans, og óverðskuldað miðað við söguna. Rúnar Kristjánsson er sögufróður maður og veit það því vel sjálfur að fjöldamorðingjar mannkynssögunnar eru fjölmargir. Það að hann telji Hitler hafa risið upp frá Helju frekar en aðrir finnst mér ekki marktækt, nema vegna þess að enginn annar gæti keppzt við Jesúm Krist um að vera frelsari mannkynsins! Þaðan er nú heiftin sprottin, að á hverjum einasta degi er fólk minnt á það að Hitler sigraði á vissan hátt seinni heimsstyrjöldina, ekki í raunheimum, en í andlega heiminum, því sigur Þriðja Ríkisins var rökrétt framhald af þróun vestræns samfélags. Það er ekki hægt að sleppa undan rás sögunnar nefnilega, þótt atburður eins og tap Þýzkalands hafi orðið.

Viðbjóður nútímans, hræsnin, óheiðarleikinn, sviksemin, tvískinnungurinn, margfaldar blekkingar menningarinnar, peningagræðgin, djöfulleg hegðunin á allan hátt, þetta er eins og ísköld vatnsgusa framaní alla þá sem hatast útí Hitler og nazistana og láta sig kannski enn dreyma um að hægt sé að klína öllu hatri mannssálarinnar á Hitler og að með því sé heimurinn eitthvað betri!

En svo ég víki aftur að bókinni "Falið vald" eftir Jóhannes Björn, sem er nýlátinn, blessuð sé minning hans, þar er mjög hlutlaus heimssýn, sem ekki er þvergirt af kristilegum fordómum eða kommúnískum.

Í bókinni "Falið vald" er fjallað um að ákveðnar ættir hafa fjármagnað styrjaldir í meira en 100 ár. Eigendur stóru bankanna, lyfjafyrirtækjanna og fjölmiðlafyrirtækjanna eru oft þeir sömu, jafnvel tengdir ættarböndum og fjölskylduböndum eða trúarbragðaböndum.

Þegar kommúnistar í gegnum aldirnar hafa búið til óvin, þá hafa þeir oft notað orð eins og "auðmagnið".

En þótt það sé satt og rétt upp að vissu marki að arðrán hefur átt sér stað, og lágstéttir þurft að líða, þá er þetta ekki eins nákvæmt og hægt er.

Bókin "Falið vald" rekur sögu þessara ætta og "Elítu" meira en 100 ár aftur í tímann.

Það sem gerzt hefur eftir að bókin "Falið vald" kom út árið 1979 er að þróunin hefur orðið hraðari í þá átt að auður hefur safnaðzt á þeirra hendur, og til æ færri einstaklinga, sannkallaðrar Elítu. Þessi Elíta er jafnvel enn tengdari demókrötum í Bandaríkjunum en repúblikönum, en tengd þó báðum flokkum svipað mikið, en Donald Trump hefur reynt af veikum mætti að losna undan slíkum áhrifum, og fengið fylgi frá fólki sem áður hefur lítið kosið. Allt þetta ómannlega hatur sem Donald Trump hefur fengið á sig er frá skósveinum og skómeyjum Elítunnar, heilaþvegna liðinu sem hlýðir eins og hundar og tíkur, og bítur og geltir til jafns, öllum til skaða og ama.

Ef maður les athugasemdir í DV þá kemst maður fljótt að því að uppivöðslusamur minnihlutahópur er sama sinnis og Rúnar Kristjánsson og Jóhannes Ragnarsson, sem er hreinn kommúnisti af gamla skólanum og viðurkennir það fúslega. Báðir þessir bloggarar, Rúnar og Jóhannes, þeir kunna sér hóf og kunna mannasiði eins og sést af þeirra skrifum. Rúnar fjallar um málin á talsvert breiðari grundvelli, en þó ekki svo miklu meira.

Ég verð að vera sammála Birni Bjarnasyni þegar hann lýsir ósmekklegheitum þessa fólks þegar kemur að því að tala um frænda hans og föður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem er nýlátinn.

Ef maður les athugasemdir í DV þá kemst maður fljótt að því að enginn hópur er eins orðljótur og vinstriöfgamenn, sem jafnvel eru ekki kallaðir öfgamenn á RÚV, heldur ekkert um þá talað eða þeirra svívirðandi orðræður í athugasemdum og víðar.

Ég tel fulla ástæðu til að hvetja Björn Bjarnason og aðra sem hafa burði til þess að skoða hvort lögsækja ætti þá sem fara algjörlega yfir strikið í athugasemdum í DV og víðar að fjalla um Sjálfstæðismenn - fyrir meiðyrði. Of lengi hefur orðið hatursorðræða aðeins þótt eiga við um hægrimenn en ekki vinstrimenn. Slíkt ójafnvægi er auðvitað ekki líðandi, að aðeins vinstrimönnum sé leyfilegt að fá skotveiðileyfi á aðra.

Að koma böndum á orðræðu á netinu, það hefur marga kosti, eins og að Sjálfstæðisflokkurinn fengi meira fylgi, með því að sýna klærnar í gegnum lögfræðina, og koma þannig á jafnvægi í almennri umræðu. Til eru margir hægrimenn sem eru reiðir, en þeir þora enn síður að tjá sig en vinstrimennirnir.

Dæmin um meiðyrði frá vinstrimönnum eru svo mörg og ná svo langt aftur í tímann í athugasemdum og víðar að þau eru sennilega um 90% til móts við 10% frá hægrimönnum, sem hafa lært að hræðast "góða fólkið" og þeirra aktívista, sem hafa í krafti alþjóðalaga náð að berja á hægri mönnum í marga áratugi miskunnarlaust, og heldur mikið.

Nú er ég loksins kominn að því máli sem fréttin er tengd við, þessa grein mína. Það er að segja, eiga Vinstri grænir framtíð fyrir sér, eða ríkisstjórnin?

Vinstri grænir höfðu nokkur áherzlumál á oddinum hér áður fyrr.

1) Umhverfisvernd.

2) Friðarstefnu - Ísland úr Nató og herinn á brott!

3) Kvenréttindi, femínisma, jafnrétti í öllum þess myndum.

4) Menningarmál, varðveizla tungumálsins, bókmenntanna, listarinnar, sérstöðu þjóðarinnar.

5) Varðveizla auðlinda landsins, að þær komist ekki í krumlur auðvaldsins í útlöndum eða erlendar hendur.

Í þessari stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum má segja að kvenréttindin hafi skyggt á aðra þætti, og kaffært að vísu friðarstefnuna og gert hana fullkomlega brottræka úr flokknum!

Til málamynda hafa Vinstri grænir reynt að stuðla að umhverfisvernd, en með lélegum árangri.

Nú er ljóst að Svandís Svavarsdóttir verður næsti formaður flokksins, sennilega.

Það er rétt sem haldið hefur verið fram, að allt hitt eru gufur í samanburði við hana. Hún hefur leiðtogahæfileika, ekki nokkur minnsta spurning með það. En persónuþokka hefur hún ekki til jafns við Katrínu Jakobsdóttir.

En þá vakna ýmsar spurningar, ef reynt verður að lífga Vinstri græna við.

A) Hvernig er hægt að lífga flokkinn við ef ekki á að gera gamla stefnumálið aftur að aðalmáli, "Ísland úr NATÓ og herinn á brott?"

B) Hvernig geta Vinstri grænir aftur orðið þjóðlegir og laðað að sér alla sem yfirgáfu flokkinn vegar þær áherzlur hurfu frá þeim?

C) Hvernig geta Vinstri grænir sagt sig frá Dólgsfemínisma og aftur tekið upp kurteislegan og hóflegan femínisma?

Ef framtíðin verður svona fyrir Vinstri græna, að mistökin verða leiðrétt, þá kannski hífist fylgið upp.

Annars rætist allt sem Jóhannes Ragnarsson skrifar um í sínum nýjasta pistli:

"Swandeesý fær að vera útfarastjórinn en Steingrímur, Álfheiður og Lölle verða kistuberar".

 


mbl.is Drög að ályktun: VG sprengi ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sift them, ljóð frá 26. júní 2023.

From the fields

fall and see.

Set them, someone wields,

surpassed, lost from crowds.

Robots tattoed talking, former humans,

trust them none and opposites are true.

Reading all and ready,

rustling not more, steady.

Needed for the numens,

numbers only do.

Past was partly free,

pain is turning clouds.

 

Not so near,

nasty, strong.

Smile, the smallness, fear...

smitten, try in vain.

Who's there talking? - Worthless words, no meaning.

Wiping out the life on earth for greed.

Empty souls are over,

even must we trover.

Lonely Lorenz queening,

lost for different beat.

Take it, turn then wrong,

tell us no one's slain!

 

Let them lie,

lost in fear.

Friends will fall and die,

frozen in their pride.

They don't try to understand the efforts.

Animals will speak but reason not.

Sift them, nothing needed,

nor if seem they feeded.

Bail out, see them, Beforts,

but so many rot.

Dead they dare not hear,

dreadful, nothing right!

 

Trover = taka eignanámi.

Numen:Andi rómverskur sem býr í húsum eða hlutum.

Lorenz: Vísun í Lorenzo de medici, endurreisnarmanninn mikla. Jafnvel mikilmenni geta orðið einmana, er merking línunnar, og reyna að mikla sig.

Nafnið Befort er komið úr frönsku, og stytting á Belfort, sem þýðir mjög fallegur, tvöfaldlega fallegur.

 


Guðrún er vinsælasti ráðherra landsins eftir að hafa gefið Sigríði ríkissaksóknara snuprur með höfnun

Vísir segir frá því að Guðrún dómsmálaráðherra er talin hafa staðið sig bezt af öllum ráðherrunum, í Maskínukönnun, og aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig staðið sig bezt samkvæmt þessari könnun. Þó með þeirri undantekningu að Bjarni Benediktsson hefur staðið sig verst samkvæmt almenningsálitinu.

Þessar skyndilegu vinsældir Guðrúnar má rekja til ákvörðun hennar að víkja ekki Helga Magnúsi úr starfi vararíkissaksóknara og að hunza málaleitarnir Sigríðar yfirmanns hennar þess efnis. Greinilegt er að þjóðin er hæstánægð með ákvörðun hennar og er henni sammála, auk þess sem stjórnin heldur velli.

Það má sjá í því sem ég hef skrifað um þetta að ég er sammála. Guðrún Hafsteinsdóttir er með þessu að endurreisa upprunalega stefnu flokksins, sem er minni ríkisafskipti og skoðanir sem Helgi Magnús hefur viðrað.

Með þessu hefur Guðrún Hafsteinsdóttir staðið sig einna bezt af öllum þeim nýju konum sem hafa vermd ráðherrasæti að undanförnu.

Þeir ráðherrar sem hafa staðið sig verst samkvæmt landsmönnum eru þessir:

Bjarni Benediktsson er talinn hafa staðið sig verst.

Svandís Svavarsdóttir er talin hafa staðið sig næstverst.

Katrín Jakobsdóttir er sú þriðja óvinsælasta samkvæmt könnuninni.

Getur ekki verið að allt þetta femínismadaður Bjarna Benediktssonar sé að verða honum að falli? Að koma Þórdísi Kolbrúnu til valda, Áslaugu og öðrum femínistum innan flokksins, sem eru atkvæðalitlar að öðru leyti?

Ferill Bjarna Benediktssonar hefur litazt af því að hann hefur komið konum til valda í eigin flokki og öðrum, kom Katrínu til valda, sem nú er næstóvinsælust af öllum.

Katrín og Svandís sem stóðu í fararbroddi fyrir þeim umdeildu breytingum á fóstureyðingalöggjöfinni að leyfa fóstureyðingar fyrr á meðgöngunni, þær eru báðar meðal óvinsælustu stjórnmálakvenna og stjórnmálamanna landsins.

Vel má vera að miklu fleiri verk þeirra stuðli að þessum óvinsældum þeirra Katrínar og Svandísar, en þetta vegur þungt að einhverju leyti, má búast við.

Eftirmæli Bjarna Benediktssonar eru þau að hann var mjúki maðurinn og femínistinn innan Sjálfstæðisflokksins. Annað virðist hverfa í skuggann. Ekki hefur hann orðið mikill sigurvegari af því að koma öllum þessum konum til valda, nú vilja margir losna við hann sem formann og fá annan í staðinn. DV er með frétt um að margir vilji Sigríði Á. Andersen sem næsta formann.

Hvar er forysta Sjálfstæðisflokksins? Hún er ekki aðeins úr tengslum við raunverulega pólitík flokksins og upphaflega, heldur er hún úr tengslum við almenning í landinu líka og vilja almennings!

Helzt má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sýkzt af einhverri jafnaðar-vinstristefnu-veiru!!!

 

 


mbl.is Svandís Svavarsdóttir mun pína Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 107
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 779
  • Frá upphafi: 133459

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 599
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband