Bloggfærslur mánaðarins, mars 2024
3.3.2024 | 00:36
Eru Íslendingar orðnir svo miklir rasistar, ólíkt því sem var fyrir 10 árum, að Bashar Murad sigraði ekki?
Það kom mér á óvart að Bashar Murad sigraði ekki. Hann hefði sigrað fyrir 10 árum, kannski jafnvel í fyrra, ef atriðið hefði þá komið fram. Þetta er í rökréttu framhaldi af mikilli fylgisaukningu Miðflokksins og algjöru fylgishruni Vinstri grænna. Vinstri grænir hafa verið einir helztu stuðningsmenn Palestínu, Gazabúanna og No Borders yfirleitt. Það að þessir andstæðu flokkar séu í ríkisstjórn veldur þessum gífurlegu innbyrðis átökum, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn.
Íslenzkur rasismi sigraði og íslenzkur femínismi, - samtakamáttur kvenna. Hafa ekki Íslendingar alltaf verið smámenni og vilja þeir ekki vera það frekar en að sigra í Júróvisjón? Smekkur á tónlist er misjafn, en hann mótast af pólitík, og uppgangur rasismans á Íslandi er augljós á okkar tímum, og í heiminum öllum, sennilega, þótt við séum enn nokkur ljósár frá þeim mikla rasisma sem einkenndi fyrri hluta 20. aldarinnar, en við mjökumst þangað samt hægt og rólega.
Ég gaf út hljómdiskinn "Ísland skal aría griðland" árið 2009 og mér var slaufað af ýmsum þá, þar sem ég mærði Hitler þar í einu lagi, bara með því að syngja nafnið hans og "aðeins eitt/tvö orð er(u) til, aðeins eitt/tvö nafn/nöfn er(u) til", eins og gert er í kristilegum lofsöngvum (sem reyndar var útúrsnúningur á kristilegu lagi eftir sjálfan mig frá sama ári, 2001), og titillagið var tileinkað Jónasi frá Hriflu, Fjölnismönnum og þjóðernisrómantíkinni sem gaf okkur frelsið og sjálfstæðið. (Sú tileinkun kom þó hvergi fram, nema sumir föttuðu hana samt í samhengi við textaboðskapinn). Já, Íslendingar hafa eitthvað breyzt og samt er sterkur kjarni sem er enn mjög hlynntur Gaza og Palestínumönnum, eða bara mannúð.
Ég gaf einnig út hljómdiskinn "Ísland fyrir útlendinga" árið 2010, því mér finnst skemmtilegra að skoða þessi mál í samhengi og fjalla um þau þannig. Þetta eru söguleg fyrirbæri sem enn eru lifandi í fólki, þjóðerniskennd og alþjóðahyggja. Átökin halda endalaust áfram.
Hvað er það sem stjórnar íslenzku almenningsáliti? Eru unglingarnir orðnir rasískir einsog foreldrarnir? Eða var Hera Björk bara með betra lag? Hún er búin að vera viðloðandi þessa keppni lengi, komizt í úrslit án þess að sigra í mörg herrans ár. Hún minnir á taparann Joe Biden sem hafði lengi þvælzt og hangið í pólitík - þar til Elítan loks ákvað að nota hann sem peð og handbendi sitt. Augljóst er að Hera Björk þráði að sigra, og það var ljúft að sjá hana upplifa drauminn sinn út af fyrir sig, en ég efast mjög stórlega um að hún sigri aðalkeppnina úti eða nái eins langt og Bashar Murad hefði mögulega náð, samkvæmt fyrstu spám þegar fréttist að hann myndi keppa fyrir Íslands hönd, jafnvel áður en að lagið heyrðist.
Ætli hún lendi ekki í 16. sæti? Er það ekki þjóðarsætið íslenzka?
Af hverju sendum við ekki þau skilaboð til umheimsins með okkar söngatriði í Júróvisjón að sýnum Gazabúum samúð öll sem eitt? Hvernig ætti Hera Björk að gera það betur en Bashar Murad?
Misstum við ekki þarna af stærsta tækifæri okkar til að sigra erlendu keppnina í Júróvisjón? Kom ekki þarna í ljós að Íslendingar eru laumurasistar í raun?
Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bara góð við brotinn dreng,
bergvatnið lindanna flæðir.
Vaknar þar í vondum þveng,
vindurinn ólmast og næðir.
Hann í efa hikar,
hún er raunar ljúf.
Annar eiturbikar?
Ekki var svo hrjúf.
Tókst þér vel að syngja á Myrkramessu?
Maður, vertu undir þeirra pressu!
Herdís, fortíð, fattaðu allt betra,
fjandinn má annað letra!
Mín ég hefni er meira kvelst,
meyjunum hafna enn í skóla.
Ekki rétt það raunar telst,
rolan þín, hættu enn að dóla!
Áttu að treysta telpum?
Tekst það, viltu þær?
Strákar enn með stelpum?
Stundum ekki vær.
Hættu nú að halda að allt sé glatað!
Holdið fríða var ei raunar gatað!
Hættu að kveina kvartandi núna,
konan vill réttu brúna.
Hættu nú að hafna þeim,
hamingjan bíður svo víða.
Eiga þær nú ástarseim,
einskis þarf maður að kvíða.
Hræðist kynið hinna?
Hún er ágætt grey!
Viltu minna og minna?
Munúð býður fley!
Manstu klappið, blístrið, brjóstin góðu,
bústin andlit líka þeirra rjóðu?
Rífðu þig úr þunglyndi strákur,
þú verður betri fákur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2024 | 00:20
Svíþjóð var eitt friðsælasta land í heimi. Misvitrir stjórnmálamenn og almenningur eiga sök á helstefnuþróun hjá þeim
Það að Danir skuli breyta pólitíkinni hjá sér er aðeins viðbragð við veruleikanum. Norðmenn eru líka að breyta pólitíkinni hjá sér, hægt og rólega, þótt þrjózkir séu eins og Svíar. Maður missir trúna á mannkyninu þegar maður sér að ekki er hægt að verjast svona þjóðfélagsbreytingum út af barnalegu lýðskrumi þegar vítin til að varast er hægt að fá frá öðrum löndum.
Ástandið á jörðinni fer versnandi, stríðsógnin er víða að aukast.
14.000 virkir í sænskum gengjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 113
- Sl. sólarhring: 182
- Sl. viku: 797
- Frá upphafi: 129912
Annað
- Innlit í dag: 102
- Innlit sl. viku: 613
- Gestir í dag: 93
- IP-tölur í dag: 90
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar