Bloggfærslur mánaðarins, október 2024
Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar, það er rétt. Hún hefur náð að hífa upp fylgi Samfylkingarinnar og gera hana að stærsta flokknum, sem hún var stofnuð til að verða, en hefur gengið misjafnlega vel að gera að veruleika í gegnum árin. Hún skaut Loga Einarssyni ref fyrir rass í vinsældum heldur betur. En til að gera grein fyrir henni sem stjórnmálakonu þarf að hlusta á það sem reyndir menn segja, og hvað sem Ómar Geirsson segir þá vil ég halda því fram að orð annars bloggara sem ég spurði um hana í spjallþræði séu réttari. Þegar sá sami Ómar og Gunnar Rögnvaldsson og miklu fleiri blogguðu gegn Icesafe og fleiri hlutum vöktu þeir athygli og aðdáun hjá mér, áður en ég varð virkur hér að ráði.
En Gunnar skrifaði um Kristrúnu að hún hafi labbað inn af götunni og óvart orðið formaður, og það er nokkuð góð lýsing, því þjóðin þekkti hana ekki vel, og þó hífði hún upp fylgi Samfylkingarinnar. Einnig mátti skilja á hinum reynda bloggara að slíkt fylgi Samfylkingarinnar geti auðveldlega minnkað mikið aftur og er ég auðvitað sammála því, tel þetta loftbólufylgi, og Samfylkingin hefur farið upp og niður í könnunum og kosningum, hún er þannig flokkur.
Það er svolítið gaman að bera þau Kristrúnu og Dag saman, því þau standa fyrir svo ólíka eðlisþætti í Samfylkingunni. Eðlisþætti skrifa ég, og sneiði þannig hjá enska orðinu "element" sem er notað í þessu samhengi, og þótt setningamyndun mín sé því að engelskri fyrirmynd, þá er þetta það sem á við í þessu samhengi, ég er búinn að gleyma hvernig þetta er orðað á betri gullaldaríslenzku. Þau standa fyrir ólíka eiginleika eða hafa mismunandi ímyndir þegar kemur að kjósendum Samfylkingarinnar. Það er hægt að orða þetta á margvíslegan hátt.
Dagur hefur föðurímyndina en hún hefur ímynd réttlátrar konu og hagsýnnar húsmóður og dugmikillar nútímakonu allt í senn.
Það eru reyndir stjórnmálafræðingar sem hafa lýst því að byrjendalukka sé eitt og reynsla í stjórnmálum allt annað.
Fólk er orðið dauðþreytt á lúmskum klækjarefum í pólitík sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en verður svo partur af spillingunni. Fólk er að vona að Kristrún Frostadóttir sé ekki þannig. Vinsældir hennar byggjast á því að hún talar eins og venjuleg kona en ekki lúmsk naðra.
En hún talaði um að stroka hann út af lista, og miðað við að hann er virðulegur maður, og ef ekki kóngurinn í Samfylkingunni þá allavega erfðaprinsinn þar eða eitthvað álíka voru orð hennar særandi fyrir marga og skiljanlega, jafnvel hrokafull og full af valdasýki af hennar hálfu.
Þegar Dagur B. Eggertsson talaði um þetta í Silfrinu í þessari viku þá fannst mér hann sýna yfirburði sína og hvaða hæfileikar það eru sem hafa gert hann að yfirburðarmanni í íslenzkri pólitík. Þegar hann talaði um að geta fyrirgefið þetta og kastað þessu á bak við sig, þá fannst mér það lýsa miklum karakter, eða miklum mannkostamanni og traustum, virðingarverðum einstaklingi, svo það sé ritað á betri íslenzku.
Leiðtogahæfileikar Dags B. Eggertssonar eru miklir. Ef það gerist í framtíðinni að Kristrún gerir kjósendur reiða eða ósátta við sig, þá getur hann beðið á hliðarlínunni og orðið formaður, og miðað við hæfileika hans til að sigla óskaddaður í gegnum ólgusjó gæti hann siglt þjóðfélaginu og Samfylkingunni langa tíð. Annað mál er að hann lofar kannski of miklu og safnar kannski of miklum skuldum eins og í borginni.
Ég er hjartanlega sammála Eggert Gunnarssyni, pabba Dags um að sonurinn er meiri leiðtogi en þetta fólk sem talið er upp sem ráðherraefni hjá Kristrúnu og flokknum. Ég tel það alveg útí hött að hunza Dag ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn eða leiðir hina nýju ríkisstjórn sem er í vændum eftir rúmlega mánuð eða svo.
Hvort sem þetta útstrikunarmál er minniháttar eða meiriháttar þá finnst mér einnig ástæða til að fjalla um Ölmu og Víði úr Covid-sjónvarpinu þarna á Samfylkingar-listum.
Þau eru full fræg fyrir stjórnmálaþátttöku. Fólk sem er mjög frægt fyrir eitthvað sérstakt, það er skrýtið að sjá það ætla að fara í pólitík. Það sama má segja um Grím Grímsson yfirlögregluþjón og fleiri og fleiri. Þó talaði hann ágætlega í Silfrinu seinast, en mikið til út frá sínu sérsviði og áhugamáli, vissulega.
Þetta útrikunarmál finnst mér gefa mjög ríka ástæðu til að efast um reynslu og leiðtogahæfileika Kristrúnar. Málið er auðvitað það að fólk sem er samherjar í pólitík verður að koma þannig fram að ekki sé efast um að þau séu samherjar en stingi ekki rýtingum hvort í annars bök. Það er ekki traustvekjandi, nema kannski í tilfelli Bjarna og Sjálfstæðisflokksins, þar sem hægrimenn eru þekktari fyrir að virða sterkt foringjavald sem stundum getur virzt grimmdarlegt og getur verið það vissulega oft.
Það kæmi mér lítið á óvart þótt svona uppákomur verði fleiri innan Samfylkingarinnar. Það kæmi mér jafnvel ekki á óvart þótt Dagur B. Eggertsson yrði formaður Samfylkingarinnar eftir hálft ár eða svo vegna einhverskonar vesens eða vandræða á milli þeirra eða einhvers sem hún kann að gera eða segja sem gæti pirrað fólk og hneykslað eða gert það reitt.
Góðir vinur minn sem býr í Reykjavík hefur mikla andúð á Degi B. Eggertssyni og telur hann eiginlega hafa eyðilagt Reykjavík. Já ég veit að Dagur er MJÖG umdeildur.
En ég tel að Dagur hafi gert margt merkilegt, hann hefur gert Reykjavík að meiri túristaborg en hún var, hvort sem fólk er sátt við það eða ekki. Einnig hefur Dagur hrint í framkvæmt mjög mörgu sem hægt er að tengja við umhverfisvernd og græna stefnu, sem ég er hlynntur, og það hefur hann gert af miklu meira harðfylgi og dugnaði heldur en þeir sem hafa unnið fyrir landsmálin, enda hefur hann verið lengur borgarstjóri í Reykjavík en þessir umhverfisráðherrar í landsmálunum. Þó finnst mér Guðmundur Ingi Guðbrandsson hafa reynt sitt bezta og ýmsir aðrir umhverfisráðherrar hafa gert gagn í sínu embætti, sem er þakkarvert.
Dagur B. Eggertsson er bara af allt öðru kalíberi. Það má líkja honum við Davíð Oddsson. Davíð Oddsson var og er jú auðvitað umdeildur eins og Dagur, en samt var stjórnmálaferill Davíðs svona ákveðin sigurganga eins og hjá Degi. Það eru ekki allir stjórnmálamenn sem ná svo langt að fylgja eftir sinni stefnu og móta pólitík og þjóðmál um margra ára eða áratuga skeið.
Er hægt að segja að Dagur B. Eggertsson sé búinn að vera? Framtíðin verður að leiða það í ljós, að vísu.
Ég er svolítið spes með það að mynda mér mínar eigin skoðanir og að vera ekki sammála bergmálshellinum. Gömul nágrannakona úr Kópavoginum sem er nýlega látin, og vinkona ömmu, af gömlu kynslóðinni, hörð sjálfstæðismanneskja, hún þoldi ekki Dag B. Eggertsson og taldi hann hafa eyðilagt Reykjavík, eins og ég hef heyrt frá öðrum líka.
Hér það sem ég skrifaði í athugasemd.
Ég ákvað að bæta því við þennan pistil, það fjallar um nákvæmlega sama efni, en það er ekki hægt að orða það betur en ég gerði í þessari athugasemd, þetta sem ég var að tjá um reynsluleysi Kristrúnar - sem að vísu er spurning um túlkun - en miðað við óróann sem myndaðist út af útstrikunarmálinu, ágætlega skrifað:
Gunnar, sá snjalli bloggari var með þetta nákvæmlega á hreinu þegar ég spurði hann útí það í vetur hvað honum fyndist um Kristrúnu Frostadóttur og gífurlegt fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Hann skrifaði eitthvað á þá leið að hún væri nýgræðingur sem kæmi af götunni og það væri annað hvað kæmi uppúr kjörkössunum en skoðanakannanirnar sýndu. Já, hann var með þetta alveg á hreinu enda reyndur og þroskaður. Hann hafði rétt fyrir sér með hana.
Reyndur stjórnmálamaður hefði treyst á fólkið sem var fyrir. Hún leitar til Ölmu og Víðis, sem voru traustvekjandi í kófinu og svo til Dags (eða leituðu þau til hennar, ég er ekki viss?). Ég held að allt þetta fólk hafi misdökka áru hjá almenningi og sé umdeilt. Flokkurinn stækkar ekki endilega með svona fólki.
Nú bætir Kristrún gráu ofaná svart með því að móðga það fólk sem styður Dag með því að segja að strika hann út af listanum.
Nýgræðingar í pólitík tala eins og venjulegt fólk - og getur fengið fylgi í skoðanakönnunum - eins og Píratar hér um árið, 2016. Síðan þegar á reynir þarf reynslu stjórnmálamannsins. Sem sé, mikið af fylgi Samfylkingarinnar er loftbólufylgi og laust fylgi sem fer annað ef eitthvað bjátar á. Maður mátti segja sér það.
Missir að Birgi Ármannssyni. Flokkarnir verða lausir í sér ef reynsluboltarnir hverfa.
Vel að merkja, þetta kemur allt í ljós eftir kosningarnar, en allavega hefur Samfylkingin eitthvað dalað í nýlegum skoðanakönnunum.
Þetta verða spennandi kosningar. Samfylkingin hefur náð að endurnýja sig. Það er merkilegt.
Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2024 | 01:40
Útrýming Úkraínumanna var byrjuð 1991, og byrjaði eftir að þeir hlutu sjálfstæði. Fækkun barneigna er verri en stríð og afdrifaríkari eins og tölfræðin sýnir
Stundum gerist það í fjölmiðlaflórunni að fréttir birtast sem skara fram úr, þær setja áróðursfréttir og falsfréttir í rétt samhengi, gefa manni heildarsýn og skynsemi. Jafnvel frá RÚV, af öllum fjölmiðlum, sem oft er gagnrýndur fyrir metnaðarleysi og stöðnun eða kreddufestu við wókisma og dauðyflisvinstrihlýðniþrælkun.
Dagný Hulda Erlendsdóttir skrifaði eina slíka frétt 22. október síðastliðinn, "Fólki í Úkraínu hefur fækkað um 10 milljónir".
Vissulega er talað um að ungt fólk hafi flúið frá Úkraínu í stórum stíl og að stríðið hafi kostað mannslíf.
Ein stærsta ástæðan fyrir fólksfækkun í Úkraínu var þó tilkomin FYRIR ALLSHERJARINNRÁSINA frá Rússum 2022. Sú ástæða vekur mesta athygli, LÆKKANDI FÆÐINGARTÍÐNI, vel undir 2.1 viðmiðinu sem viðheldur mannfjölda.
Fæðingartíðni á heimsvísu er á niðurleið, 0.94% frá 2023. Miðað er við 17.299 fæðingar á hverja 1000 manns. Þetta eru opinberar tölur auðveldlega tiltækar á Netinu öllum. Þó á sama tíma er 0.91% mannfjölgun á heimsvísu og hún á sér öll stað í Afríku eða löndum sem eru að komast á hærra velmegunarstig. Mannfjölgunin er til komin vegna lækkandi dánartíðni barna og eldra fólks.
Samkvæmt spám mun kúrvan fletjast út upp úr 2080, og fara jafnvel niður eftir það.
Lengi hefur fólki verið að fækka í ríkustu löndunum.
Ungbarnadauðatíðni minnkar um 2.05% á milli ára, frá 2023 til 2024 í heiminum öllum. Er sá munur mikill og munar þar mest um aukna fjölgun fólks á heimsvísu. Það eru 25. 519 færri dauðsföll á nýbura á hverja 1000 einstaklinga. Þetta eru stórar tölur.
Frjósemitíðnin fer mjög lækkandi á heimsvísu, 0.33% minnkun frá 2023 til 2024. Talan stendur í 2.410 börn á hverja konu á heimsvísu.
Dauðsfallatíðnin er merkilegt graf. Dauðsföll verða fæst 2017, en síðan fer talan hækkandi. Spár gera ráð fyrir hægfara aukningu dauðsfalla til enda spárinnar, til 2100. Tekið er fram að tölur séu ekki marktækar vegna Covid-19 eftir 2020, og sennilega er heldur ekki gert ráð fyrir stríðum sem hafa tekið toll eftir það.
Þetta eru tölur frá Sameinuðu þjóðunum vel að merkja, og eru því stimplaðar með virðulegum og marktækum stimpli að flestra áliti.
Glæpatíðni í heiminum lækkaði til 2019. Eftir það fer hún hækkandi á ný.
Stöðugt fjölgar flóttafólki í heiminum, og er aukning í hröðuninni. Fólk finnur minni ástæður til að flýja lönd sín og flytjast á milli landa.
Mengun eykst stöðugt í heiminum.
Tölur um menntun fara uppávið og læsi, þannig að sumir sjá ástæðu til bjartsýni.
Úkraína hefur haft lægstu fæðingartíðni í Evrópu lengi og stríðið bætist ofaná það.
Frjósemilæknastöðvar hafa lent í vanda eftir að stríðið hófst, læknar flúið og sum sjúkrahús eyðilögð.
Í marz á þessu ári skrifaði Selenskí forseti undir samninga þess efnis að hermenn gætu fyrir þátttöku í stríði gefið sæði, og konur gætu gefið egg til svona frjósemistofnana, ef ske kynni að þeir yrðu fyrir skaða í stríðinu eða féllu. Síðan væri hægt að ganga að þessu í neyð, síðar.
Gert var grín að því í DV núna nýlega þegar Rússar gerðu eitthvað svipað, og þá var því líkt við tilskipun Hitlers á sínum tíma um að hermenn ættu að barna konur sínar áður en þeir færu út á vígvöllinn. Það var þó ekki alveg það sama, en skylt, og jákvætt atriði í öllum tilfellum og ekkert til að gera grín að.
Það merkilegasta í þessu öllu er að fólksfækkunarvandamálið byrjaði að herja á Úkraínumenn strax og þeir fengu sjálfstæði árið 1991. Það kemur fram á Netinu einnig og er öllum aðgengilegt.
Þegar Úkraína tilheyrði Sovétríkjunum árið 1990 voru Úkraínumenn 52 milljónir og frjósemin í góðu lagi hjá þeim. Síðan hefur hún farið niður á við.
Nú eru Úkraínumenn taldir um 37 milljónir, þeim hefur fækkað um tæplega fjórðung á þessum tíma, sem þykir skammur.
Eftir innrásina hefur fæðingartíðnin lækkað niður í 16.000 börn á mánuði sem er lægra en að landið standi undir sér með mannfjölgun til frambúðar.
Vel má vera að Selenskí forseti elski þjóð sína og vilji henni allt hið bezta, en maður hlýtur að efast um það þegar maður skoðar margvíslega tölfræði og upplýsingar um stríðið, um þann tíma þegar Úkraína var hluti af Sovétríkjunum og svo þróunina eftir það.
Undir yfirskini vestrænnar aðstoðar og hjálpar hefur íhlutun í málefni Úkraínu staðið yfir lengi, Úkraína hefur verið inngangur vestrænna áhrifa þarna lengi.
Það er svo langt frá því að ég líti á heimsmálin á svarthvítan hátt. Það er svo langt frá því að það sé í mínu eðli að styðja Rússa eða þeirra innrás inní Úkraínu af einhverri Rússaþjónkunarástæðu. Það er ekki vegna þess að ég telji Rússland fyrirmyndarþjóðfélag. Það er öllu heldur vegna þess að mér finnst Vesturlönd MIKLU VERRI, ENNÞÁ VERRI!
Þjóðernishreyfingar eru margar í Úkraínu, en eru þær að berjast fyrir réttum málstað að vilja tilheyra ESB, Nató og spillingunni hér í Vestri?
Deilurnar innan Úkraínu um hvort betra væri að hallast að ESB eða Rússlandi stóðu yfir lengi. Byltingin 2014, sem sumir telja skipulagða af Vesturlöndum, og sennilega með réttu, hún kom enn meiri klofningi af stað og skautun, og svo kom innrás Rússa 2022 eins og til að leysa þann hnút - fordæmt á Vesturlöndum en Rússar töldu sig vera að frelsa sitt fólk.
Selenskí stendur með Vesturlöndum, og vitað er að hann á erlenda bankareikninga og er ríkur maður. Ef Viktor Janúkovytsj hefði ekki verið steypt af stóli 2014 hefði sennilega sagan verið friðsamlegri í Úkraínu, og þetta mannfall ekki orðið eða stríðið. Um fólksfækkun vegna lækkandi fæðingartíðni má þó segja að hún hefði ekki lagazt.
Fréttaflutningur og jafnvel opinberar upplýsingar eru litaðar af vestrænum áróðri gegn Rússlandi. Varla sannleikur, heldur áróður.
Í Úkraínu eru miklar náttúruauðlindir, námur fyrir verðmæta málma og frjósamir akrar, forðabúr jafnvel fyrir sveltandi fólk í Afríku.
Rússar eiga mikið af svipuðum auðlindum. Ástæður þeirra fyrir innrásinni hljóta því að vera menningarlegar frekar en til að ræna auðlindum Úkraínu, þeir líta á sig sem stórveldi, sem eigi að ná fyrri styrk, sem minnkaði með falli Sovétríkjanna fyrir rúmlega 30 árum. Enn blæðir úr þeim sárum og afleiðingarnar koma í ljós.
Ég hræðist ekki vald Rússa. Ég tel það ekkert til að hafa áhyggjur af þótt Rússar verði leiðandi í heiminum næstu 30-100 árin í stað Bandaríkjamanna. Rétttrúnaðarkirkjan í Rússlandi er ágætt mótvægi við Vesturlönd sem eru fallin niður í satanisma, femínisma, jafnaðarfasisma og úrkynjun. Það sést bezt á því að þjóðirnar eldast og deyja út innan Evrópu.
Ég tel að Rússum eigi að sýna virðingu. Ég tel að þjóðfélag þeirra sé talsvert sjálfbærara en þessi sem við tilheyrum.
Góðærið í Evrópu þegar rússnesk gæði vökvuðu Þýzkaland á tíma Angelu Merkel, það er nokkuð sem eftirsóknarvert er, og slíkur friður við Pútín og Rússa.
Slíkt samstarf á milli Rússa og Evrópu, það skapaði góðæri og frið í Evrópu.
Það að Úkraína blómstri, það ætti að gerast í samvinnu við Rússa, og sjálfstæði er ekki til á okkar tímum, þegar allir og allt LÝTUR yfirráðum ELÍTUNNAR!!!
Þetta stríð er tímaskekkja og alger skekkja og ber öll einkenni staðgengilsstríðs á milli jafnaðarmanna/demókrata í Bandaríkjanum og Evrópu og ólígarkanna í Rússlandi. Selenskí er notaður til að fórna mannslífum í Úkraínu og einnig fólk sem er honum sammála.
Jafnaðarmenn og demókratar eru í trúboði, að boða trúna á femínismann er þeirra djöfullega krossferð, að boða trúna á Satan.
Auk þess rænir Elítan auðævum á þeirri vegferð, eins og þeim sem finnast í Úkraínu.
Þessir blóðugu morðingjar og heimsvaldasinnar eru sama fólk og kjósendur Viðreisnar og Samfylkingarinnar.
Svona djúpt er heimurinn fallinn niður í jafnaðarfasisma.
Kannski trúir Selenskí því að Úkraína verði auðug ef hún sigrar Rússa. En er veruleikinn svo einfaldur?
Ja, allavega hefur hann sjálfur orðið auðugur á því að berjast við Rússa og standa með Vesturlöndum, og það segir sína sögu.
En til að taka þetta allt saman þá ber að endurtaka það, að Úkraínumönnum fór að fækka eftir 1991 þegar þeir hlutu sjálfstæðið.
Ef maður skoðar tölfræði og slíkt þá kemur það fljótlega í ljós að fólk hættir að fjölga sér þar sem velmegun er of mikil, einnig þar sem mannréttindi eins og kvenréttindi eru virt. Hin rétta stefna felst því í því að fara til baka, til þeirrar fortíðar sem dugði mannkyninu til bjargar.
Margir á Íslandi kalla eftir sigri kristninnar aftur, og að kristileg gildi verði aftur ríkjandi. Það fólk hlýtur að vera hlynnt sigri Rússa, ekki af því að þeir séu betri eða merkilegri en Úkraínumenn, heldur vegna þess að þeir aðhyllast rétta trú að þeirra mati, og að Rétttrúnaðarkirkjan í Rússlandi sé nær sannri og upphaflegri kristni en femíníska kvennakirkjan og veraldlega sem er ALLSRÁÐANDI á Vesturlöndum.
Mín ósk er að Úkraínumenn fari aftur að fjölga sér og þeir njóti velmegunar eins og aðrir. Hvort þeir eru inní ESB og Nató eða undir rússnesku áhrifavaldi getur varla skipt aðalmáli. Þegar þeir voru hluti af Sovétríkjunum fjölguðu þeir sér að minnsta kosti vel og mikið, og það er hin rétta undirstaða.
Persónulega vildi ég að Ísland væri sjálfstætt, ekki í Nató, ekki í EES eða Schengen, og gerði sjálfstæða samninga við útlönd.
Ræddu um hermennina frá Norður-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2024 | 05:22
Pólitíkin er flókin þessa dagana - alþjóðamál blandast inní flest sem er innlent - Silfrið var fjölbreytilegt
Silfrið sem Egill Helgason stjórnaði vel áður, það blómstrar nú undir annarra stjórn sem þáttur kosningabaráttunnar.
Allt þetta nýja fólk lýsti vel sínum áherzlum.
En stóra spurningin eftir þennan Silfursþátt er ný skoðanakönnun frá Maskínu. Hún sýnir mikið fylgi Viðreisnar og Samfylkingar, þessi könnun sýnir í raun vilja næstum meirihluta þjóðarinnar til að ganga inní ESB, og þar teiknast upp ný ríkisstjórn sem myndi klára það ferli og fá það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu að þjóðin gangi í ESB, ef marka má könnunina og samanlagt fylgi ESB flokkanna Viðreisnar og Samfylkingar. Hinn nýi Sjálfstæðisflokkur daðrar við það sama, á bakvið tjöldin, minna opinberlega.
Katrínarstjórnin, sem enn missir fylgi, og drap Vinstri græna og næstum hina flokkana líka, hún eiginlega brenndi til grunna ákveðnar sjálfstæðishugsjónir, því þær urðu að eiginhagsmunagæzlu og spillingu í augum margra kjósenda á meðan Katrín glotti og leyfði Þríeykinu að ráða - sem nú kemur í ljós að er sannfært ESB-fólk! Í Samfylkingunni! Kemur ekki á óvart, ESB snýst um reglur, sérfræðingaveldi, stofnanavæðingu og miðstýringu hinna ofurlærðu og búrókratísku.
Almenningur sveiflast öfganna á milli. Allir flokkarnir í Katrínarstjórninni áttu það sameiginlegt að þola ekki ESB. Þeir hafa nú ríflega misst fylgi sitt og einn er nánast horfinn, VG.
Kannski er þessi kosningahegðun Maskínukönnunarinnar einhver duttlungur, ekki eitthvað sem varir.
Katrínarstjórnin var ógæfustjórn. Í raun styrkti hún alþjóðavæðingu, en var stofnuð af flokkum sem í gruninn í upphafi þóttust íhaldssamir og þjóðlegir, og voru það í upphafi, VG sem Alþýðubandalagið, og hinir tveir undir sínu sama nafni snemma á 20. öldinni þegar tíðarandinn var nazískur nánast.
Ef við Íslendingar förum inní ESB á næstu árum, þá er það að fara inní brennandi hús þar sem stríðsógnin magnast en fjarlægist ekki, ég nota hér líkingu Jóns Baldvins frænda míns og eyk við hana.
Þróunin í ESB er í átt að meiri miðstýringu, og lagskiptingar. Innan ESB eru að verða til deildir sem sumar eru andvígar fjölmenningu en aðrar mjög hlynntar henni. Þessi aukna lagskipting ESB lýtur að þjóðunum og hreyfingum innan þeirra.
Á meðan ESB fer í þessa átt þá má búast við að BRICS eflist og samsvarandi sambönd. Það sér ekki fyrir hnignun Evrópu eða Bandaríkja Norður Ameríku, síður en svo.
Selenskí og fleiri töluðu um að Norður-kóreyskir hermenn hafi barizt gegn Úkraínumönnum með Rússum. Einnig var rætt um aðstoð Írans hvað varðar vopn og slíkt við Rússa.
Það má spyrja sig hversu mikið raunsæi er í talinu á norrænu ráðherrunum og Selenskí á þessari ráðstefnu sem nú stendur yfir. Þau tala um frið, að efla frið í Evrópu, og að Rússar megi ekki sigra Úkraínu.
Þau halda að friður náist með að sigra Rússa, sem þó er ekki auðvelt, þeir eru ekki aðeins kjarnorkuþjóð sem er sjálfri sér næg með svo firnamargt, heldur er ljóst að Rússar eiga mjög volduga bandamenn, sem að vísu halda sig enn til hlés eins og stjórnmálaskýrandi á RÚV sagði, en eiga þó augljósa hagsmuna að gæta í því að Vesturlönd tapi en Rússar sigri, því þannig er heimsmyndin að teiknast upp, viðskiptaþvinganir á Rússa, Kínverja og fleiri viðskiptastríð við BRICS þjóðir. Auk þess eru það viðskiptastríð sem auðveldlega geta færzt útí að verða alvöru stríð með vopnum, en einnig netárásum.
Á Íslandi er fullt af ungum einfeldningum sem vilja kjósa hægrikrata í Viðreisn og Samfylkingunni. Jafnvel eru margir einfeldningar á öllum aldri á þessu landi, gamalt fólk sem var kommúnistar eða gamaldags kratar í fyrra lífi, fyrir Kreppu og Hrun og Covid og allt það.
Þessir einfeldningar vilja gjarnan trúa því sem Selenskí segir og alfirrtu ráðherrunum sem halda að stríð boði frið og friður þýði stríð.
Já, einfeldningarnir vilja trúa því að með því að kjósa Samfylkinguna eða Viðreisn og senda milljónir til Úkraínu í vopnakaup og slíkt komist á friður, þótt veruleikinn segi eitthvað allt annað.
Þessir einfeldningar neita að hugsa þá hugsun til enda hvað gerist ef Kínverjar og fleiri BRICS þjóðir fara að taka virkari þátt í þessari breyttu heimsmynd.
Ragnar Þór Ingólfsson talaði vel í Silfrinu og það fannst mér Dagur B. Eggertsson gera líka og eiginlega þau öll.
Þegar verkalýðsforkólfurinn kom inná það að verðbólgan á Íslandi er tilkomin vegna húsnæðisliðarins, sem er hærri en annarsstaðar, þá kom hann inná útlendingamálin óbeint.
Já, innfæddir Íslendingar eru hættir að fjölga sér. Þeim fækkar hreinlega. Vaxandi þörf fyrir húsnæði er vegna þess hversu margir flytjast til landsins. Þar af leiðandi, hinn mikli fjöldi aðfluttra er ástæða verðbólgunnar, því aðrir liðir í vísitölunni sem Ragnar Þór talaði um eru á svipuðum stað og í útlöndum.
Þetta er dreki sem bítur í halann á sér.
Hagvöxturinn sem Bjarni Benediktsson hreykir sér af í sjónvarpsútsetningum og ræðum, hann er til kominn vegna þenslu, sem er drifin áfram af erlendum vinnuafli nær eingöngu, og kannski líka vegna einhverra menntamanna og svo tónlistarmanna og annarra listamanna sem skaffa fé í ríkisbáknið.
Já þenslan hefur skilað mestum hagnaði fyrir ríkasta prósentið á þessu landi. Þeir fátækustu hafa mjög lítið fengið bót, og jafnvel dregizt aftur úr, vegna þess að hlutfallslega hafa þeir liðið hækkað mest sem snúa að almennri neyzlu eins og hækkandi matarverði, og svo hækkandi verði á leigu og húsnæði sem keypt er. Allt eru þetta atriði sem koma verst við þá fátækustu, þannig að þótt Bjarni Benediktsson tali um krónutöluhækkun jafnvel fyrir þann hóp, þá er víst alveg ljóst að hún skilar sér ekki vegna neyzluvísitölunnar.
Á vefsíðu Hagstofunnar má sjá að neyzluvísitalan náði hámarki 2009 í miðri kreppu, og svo hefur hún verið með hærra móti eftir Covid, og ekki hefur það hjálpað Katrínarstjórninni.
Í Bandaríkjunum er bilið á milli ríkra og fátækra gígantískt, og einnig í Bretlandi.
Þróunin hér á Íslandi hefur verið á sama veg.
Hér er að myndast forrík stétt og sæmilega fjölmenn.
Áður fyrr voru það kjósendur Sjálfstæðisflokksins, yfirstéttin.
Nú er það miklu fjölbreytilegri hópur og blanda af innlendum og erlendum aðilum.
Nú kýs sá hópur Viðreisn og Samfylkingu frekar en Sjálfstæðisflokkinn. Sá hópur er nefnilega einnig háður ESB reglum og mafíustarfsemi Elítunnar.
Eftir stendur millistéttin og lágstéttin.
Hraðinn í lífsgæðakapphlaupinu heldur áfram að vaxa á sama tíma. Börnin þurfa dýrari síma, dýrari leikföng, dýrari tómstundaiðju, konurnar þurfa fleiri lýtaaðgerðir og fitusog eða hvað þetta allt heitir og allir þurfa fleiri greiningar og meðferðir við nýjum og nýjum andlegum og líkamlegum kvillum og sjúkdómum sem sífellt er verið að finna upp og hrúga á fólk.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert okkur að verri þjóð, með dollaraglampa í augunum frekar en samúðarblik fyrri kynslóða, sem elskaði Guð og kirkjuna og náungann.
Ef maður á að trúa nýjustu Maskínukönnuninni þá virðist almenningur ætla að binda trúss sitt við hægrikratana.
Það þýðir áframhald á því sama - en á meiri hraða.
Samfylkingin mun jú byrja á því að henda brauðmolum í gargandi fugla sem mest hafa sig í frammi. Síðan munu þau afsaka sig með einhverju og láta Viðreisn og Sjálfstæðismenn koma með kerfislægar skýringar á því að ekki verði hægt að bæta kjörin meira, og jafnvel sé þörf á að rýra þau fyrir ríkisbáknið, skattana og það heilaga kerfi.
Síðan rétt fyrir kosningar verður farið af stað með nýtt loforðafyllerí en kassinn sennilega jafn tómur og hjá Degi í borginni.
Þegar ég var að alast upp á Álfhólsveginum þá kallaði mamma svona fólk skoffín. Hún átti við sambýlismann sinn og aðra sem stjórnuðu henni og hún gat ekki stjórnað sjálf. Ég skildi ekki orðið þá en lærði það og skildi hvað hún átti við. Hún átti við fólk sem hefur völd og berst mikið á, en skortir eitthvað uppá í siðferðiskendinni.
Ef maður skoðar orðabókina þá þýðir orðið skoffín afkvæmi refs og kattar, en getur líka þýtt fífl, kjáni, stelputrippi eða gæluyrði um börn - og sennilega neikvætt við óþekk og vantþroskuð börn.
Ég er hræddur um að stjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks muni lítið gera fyrir almenning, fólkið í landinu.
Æðsta takmark flokksforystunnar í Sjálfstæðisflokknum hefur verið að halda völdum núna þessa áratugina, ekki einu sinni að passa uppá ríkasta prósentið neitt sérstaklega.
Þessvegna munu Bjarni og dúkkulísurnar gera hvað sem er til að halda völdum - og þjóta inní ESB ef það hentar þeim auðvitað. Stundargróði er galdraorðið, ekki hugsa um afleiðingarnar.
Jafnvel ef við fáum hægristjórn, Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins, þá er Katrínarstjórnin búin að brenna svo margar brýr að fátt er eftir hægt að gera fólki til bjargar.
Bjarni er sennilega mótfallinn slíkri stjórn. Það sést á því hvernig íhaldsliðinu var hent út mjög nýlega. Þannig stjórn minnir hann á fortíðina, hugsjónirnar og rætur flokksins, sem rekast á stefnu júrókratanna.
Þróunin erlendis gæti samt bjargað þjóðinni undan eigin heimsku og aumingjaskap. ESB gæti breyzt í tvíhöfða skrímsli sem berst innbyrðis. Völd þjóðernissinnanna gætu orðið jöfn Elítunni.
Það myndi leiða af sér samskonar reginklofning og er að birtast í Bandaríkjunum.
Þá myndu nýjar reglur verða gefnar út, þar sem íhaldsama fólkið fengi að lifa í friði í sínum þjóðfélögum og svo wók-liðið vinstrisinnaða í sínum þjóðfélögum. Að öðrum kosti myndi þetta enda í heimsstyrjöld og allskyns áframhaldandi uppbroti og niðurbroti, borgarastyrjöldum, ofbeldisverkum og ömurleika.
Ísland myndi fyrr eða síðar dansa með útlöndum. Kannski þýðir það gettó, snobbarahverfi sumsstaðar og fátækragettó af mörgum tegundum annarsstaðar, sum fyrir fátæka af útlendum upprunum og önnur fyrir gamalt fólk, öryrkja og verkamenn, til dæmis.
Eitthvað segir mér að skammlífar stjórnir verði algengari á næstunni.
Lenya Rún kom inná hryllinginn á Gaza.
Á sama tíma og hræsnararnir í norræna ráðherrahópnum tala um að alþjóðalög séu virt af Rússum, þá gildir það alls ekki lengur um Ísraelsmenn. Gjárnar breikka. Gamlir ágreiningar hljóta að birtast aftur.
Átakamálin eru mörg. Menn reyna að grafa eitthvað í sandinn. Fyrr eða síðar kemur það aftur upp.
Stuðningurinn við Selenskí og Úkraínu, hann er stuðningur við jafnaðarfasismann og femínismann, í flóknum og síbreytilegum heimi, sem lýtur ekki þeim lögmálum og mun kannski aldrei gera.
Viðreisn hefur skilað inn listum í öllum kjördæmum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2024 | 15:39
Þetta er eftirherma af BRICS-ráðstefnunni, sýndarleikur, ekkert annað, ekkert tengt friði heldur stríði, stríði kvenna gegn körlum, um það snýst 3. heimsstyrjöldin
Selenskí er hvorki poppstjarna né frelsari hins vestræna úrkynjunarheims. Hann er fyrrverandi leikari sem leikur það hlutverk að standa gegn stórveldi, og hefur kostað hundruði eða þúsundi mannslífa. Selenskí er fígúra hinnar vestrænu geðveiki og Elítuheims.
Það voru femínistar sem eyðilögðu frelsi og sjálfstæði Íslands, Úkraínu og landanna í Evrópu.
Frelsi og sjálfstæði á Íslandi, í Úkraínu og annarsstaðar fæst með frelsi undan femínisma og jafnaðarstefnu, jafnaðarfasisma.
Með leikrænum tilburðum er reynt að breyta þeirri staðreynd að úrkynjun og afturför ríkir á Vesturlöndum.
Að kalla Þórdísi Kolbrúnu valkyrju eða skessur henni líkar er ömurleg móðgun við það sem menning okkar kennir.
Rússar með Pútín í fararbroddi reyna að bæta og endurlífga helvítzka menningu Vesturlanda sem er femínísk og dauð.
Ég býst við að Selenskí sé hvorki verri né skárri en íslenzkir karlmenn sem láta konur stjórna sér, og það er þó ekkert hrós í hans garð. Hann fær nóg af fjármunum fyrir að valda dauða landsmanna sinna. Hvar er hans samvizka?
Búið er að nauðga Norðurlandaráði og færa það uppí andhverfu sína. Það snýst um stríð og sízt um frið eða Norðurlöndin. Erlendar stríðsmaskínur ráða nú Norðurlandaráði, eins og Nató.
Þessi skrípaleikur er enn ein tilraunin til að gera fólk að fíflum hér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum.
Selenskí lentur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2024 | 00:54
Truer Bond, ljóð frá 19. október 2019.
Saw the holy, cuddling cow,
came to win and not to boast.
Riding high on riddled ghost,
repel them in clothes so torn.
Forever forlorn.
Frame me not, just love me now!
Babies then are born,
bitter in the corn.
Palace of your dreams is dying,
dear one, here the baby crying!
Fog is flying...
feel like nothing's gained, but lost.
Gave it all then killed by other's cost.
Hoping for the happy get,
here no more and don't they say?
Take it bad if tamed that way,
took me while to see you bare.
Soul is then seen there!
Someone kissed is in your net.
Friendship good so fair,
feels like something rare!
Kind she wasn't, lost the learning,
like the first that I was yearning.
Brittle, burning!
Bollix, who's the soulful mate?
Next time someone might come lost and late.
True love, you can't tame the crowd!
Take it that way, drink the wine!
Thought you were so fat and fine,
further on the path it dawned,
Spinning there, just spawned,
speaking until he came out.
Growing good and awned,
grains of truer bond.
Other girls are always better,
if you'd like to feel much wetter.
So go and get her!
Grazing still, the perfect house.
Missing romance, more than just a spouse.
Bollix:Klúðra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst þessi frétt breyta öllu um endurreisn Sjálfstæðisflokksins. Nú get ég kannski tekið undir það að Bjarni Benediktsson sé trúverðugur í að reisa við fylgi flokksins. Þetta er þó aðeins eitt skref af mörgum.
Ef skoðuð er stjórnsýsla Svandísar Svavarsdóttur, þá er það mín skoðun að hún hafi til að bera hæfileika sem stjórnmálakona, því hún kom firna mörgu í gegn sem er andstætt stefnu Sjálfstæðisflokksins en í anda stefnu kommúnista, Vinstri grænna.
Þegar lögin hennar voru samþykkt um rýmra leyfi til fóstureyðinga, þá var það gert á miðju kjörtímabilinu og í skjóli þeirrar fullvissu að Sjálfstæðismenn væru hræddir um að hótun um stjórnarslit lægju þar til grundvallar, og að þeir yrðu að gefa þetta mál eftir til að koma sínum málum í gegn. Slíkt var stjórnkænska af Svandísi, að koma með mjög erfitt, stórt og umdeilt mál í gegnum þingið á hápunkti fyrra kjörtímabilsins, þegar allir máttu vita að þetta var þvingunaraðgerð af hennar hálfu, af sama tagi og er leyfileg í stjórnmálum, hrossakaup, að láta eitthvað af hendi fyrir eitthvað annað.
Atkvæðagreiðslan um þetta þungavigtarmálefni sem klauf flokkana án þess að úr yrðu stjórnarslit árið 2019 hún var merkileg og söguleg fyrir margra hluta sakir. Auðvitað klauf þetta mál flokkana, því allir vissu að gremjan svoleiðis sauð í sjálfstæðismönnum að það hálfa hefði verið nóg.
Venjulegir flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum greiddu atkvæði með frumvarpi hennar, en Bjarni sjálfur, formaðurinn á móti. Það taldi Svandís bera vott um almenna samstöðu, en öllu heldur er miklu réttara að segja þannig gerast kaupinn á Eyrinni þegar hrossakaupin eru uppá sitt bezta og ljótasta!
Bjarni sýndi þarna þann styrk sem hann sýndi núna nýlega þegar hann sprengdi stjórnina. Hann sýndi þessa einstöku forystuhæfileika sem gætu nýzt honum vel til að endurbyggja og endurskipuleggja flokkinn, ef vel gengur í kosningunum í lok nóvember.
Bjarni vissi það að þetta myndi ekki sprengja stjórnina 2019, heldur sýndi þetta að hann lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Aðrir vildu ekki rugga bátnum og kusu því með, og gegn sannfæringu sinni kannski flestir.
Stjórnkænska Svandísar fólst í að hafa kjark til að vinna málið vel og að hafa vissu fyrir því að hvorki framsóknarmenn né sjálfstæðismenn myndu þora að fella þetta á þessum tímapunkti, þegar þeir vildu halda saman stjórninni, þótt í raun væri þetta gegn þeirra sannfæringu.
Ákvarðanir hennar í hvalveiðimálinu hafa verið kenndar við allt annað en stjórnkænsku, bæði klaufaskap og að hafa ekki hugsað það neitt til enda, heldur vonað að hlutirnir myndu reddast, sem varla er hægt að kalla að hafi gerzt.
Með því að fá Jón Gunnarsson sem aðstoðarmann er Bjarni Benediktsson að reyna að smala aftur hjörðinni saman, og smala saman íhaldsfylginu. Hann veit þó sennilega að fólk sem telur sig hafa fengið rýting í bakið á erfitt með að treysta þeim sem telja hafa framkvæmt slíkt.
Mér lízt ljómandi vel á þetta. Þótt ég sé umhverfisverndarsinni tel ég hvalveiðimálin föst í móðursýki Hollywoodkvikmynda og kreddukommúnisma fyrri áratuga, og nú síðast er það að frétta utan af heimi að Paul Watson gæti orðið framseldur til Japans þar sem dómur bíður hans. Grænfriðungar eru uggandi, því það setur blett á mannorð þeirra, og rétt eins og Metoomálin, þá snúast umhverfismál og flest önnur mál í pólitík núorðið um ímyndarstjórnmál, ekki sannleika eða réttlæti, nema það sé til að efla dyggðaflöggun og fá auknar vinsældir kjósenda.
Sumir halda kannski að þetta snúist bara um hvalveiðar, en það er alrangt. Þetta snýst um ímynd Sjálfstæðisflokksins, hvort hann er barinn rakki eða húsbóndi á heimilinu, sem er Ísland allt.
Ég skil nú hvílík snilld það var af Bjarna að rjúfa þingið. Hann hafði eitthvað í huga sem nú er að koma í ljós. Og kannski voru skýringar Þórdísar Kolbrúnar réttar að einhverju leyti, að ekki hafi það verið ætlunin að koma þessum ágætu mönnum úr flokknum, Jóni Gunnarssyni, Ásmundi Friðrikssyni, Birgi Þórarinssyni og Brynjari Níelssyni. Kannski eru þau farin að sjá að þau njóta krafta og hæfileika þessara manna.
Stjórnmál snúast um vald á endanum, þau snúast um að hrinda stefnunni í framkvæmd, og þannig að endanlegar og verulegar breytingar verði á samfélaginu sem ekki ganga til baka.
Bæði hafa Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn upplifað það í Katrínarstjórninni að hrossakaupin hafi verið afleikur, þótt sitthvað hafi fengizt hafi meira tapazt.
Flokkar stækka þegar sannfæringargrundvöllurinn á bakvið þá eflist og verkin tala sínu máli sem liggja eftir pólitíkusana, og ef sá vitnisburður er ekki of umdeildur. Sá sannfæringargrundvöllur eflist þegar fram koma leiðtogar sem með hæfileikum ná stjórn á atburðarásinni.
Ég keypti bók á nytjamarkaði fyrir nokkrum dögum, vegna þess að ég þekkti höfund hennar, E.J. Stardal. Bókin heitir "Byssur og skotfimi" og kom út á vegum bókaútgáfu Guðjóns Ó. 1969, árið áður en ég fæddist.
Auðvitað var Egill mér fyrirmynd, eins og Ingvar bróðir hans afa og fleiri góðir menn. En af því að þessi bók fjallar um málefni sem hafa fallið í skuggann hin síðari ár á Íslandi vegna mikilla áhrifa kommúnista, femínista og slíkra, þá finnst mér rétt að fjalla um hana í þessum pistli sem fjallar um svipuð mál.
Egill Stardal var höfðingi heim að sækja, og einn af þessum mönnum sem í minni barnæsku voru glæsimenni og fjölfróðir, og hann var eins og Ingvar Agnarsson bróðir hans afa, rithöfundur og með fjölbreytta hæfileika, fróður um svo margt, og maður hlustaði af andakt þegar hann talaði, en barnæskan geymir svona minningar sem móta persónleikann hjá manni, þótt maður hafi ekki þekkt hann nema sem fjarlægan mann í föðurfjölskyldunni, en áberandi samt, með sterkan persónuleika.
Sjálfstæðisflokkurinn var breiðfylking og stærsti flokkur landsins þegar svona menn blómstruðu. Sjálfstæðisflokkurinn verður að mínu mati aldrei aftur stærsti flokkur landsins, nema hann endurreisi þessa gömlu og góðu tíma, hvorki meira né minna.
Gárungarnir segja að með þessu sé Sjálfstæðisflokkurinn einsmálsflokkur, Hvalveiðiflokkurinn!
Nei, það er auðvitað einföldun. Rétt eins og fóstureyðingamálið hennar Svandísar ruddi brautina fyrir áhrifum Vinstri grænna og yfirgangi þeirra, þannig er þetta hvalveiðimál að opna á þann möguleika að almennt styrkist sjálfstæðisstefnan og það er nú svo margt sem fylgir henni.
Jón Gunnarsson kominn í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2024 | 18:09
Viljum við breytingar eða stöðnun? Lýðræðisflokkurinn boðar breytingar en ekki VG, sem stóð fyrir stöðnun í 7 ár.
Lýðræðisflokkurinn mælist með rúm 1% en Vinstri græn með rúm 2%. Hvernig hegðar fjölmiðlafólkið sér? Fær Lýðræðisflokkurinn jafn mikla athygli og hinn löngu útbrunni flokkur, Vinstri grænir? Nei. Fjölmiðlafólk er í afneitun. Það sést með því að athyglin er á botnfrostnum flokknum VG. Fjölmiðlafólk vill því að það verði engar afleiðingar af (mis)gjörðunum í pólitíkinni, að sömu óhæfu pólitíkusarnir megi riðlast á fólkinu endalaust.
Ég skil ekki þessa athygli sem Vinstri grænir fá. Þeir eru fortíðin - hvað sem verður eftir 4 ár, ef þau tóra svo lengi og leysa ekki flokkinn upp, sem væri kannski bezt.
Nú er reynt að punta uppá flokkinn með skrautfjöðrum, og Katrín Jakobsdóttir á að verða ein helzta skrautfjöðurin! Þetta er aumkunarvert.
Lýðræðisflokkurinn hinsvegar sem fær litla sem enga athygli er gullið í þessari kosningabaráttu sem á vonandi eftir að skína með mikið fylgi, ef ekki núna þá síðar.
Vill fólk láta mata sig? Vill fólk láta fjölmiðlafólkið mata sig og segja sér fyrir verkum með óbeinum auglýsingum af þessu tagi?
Sjálfstæðisflokkurinn mætti alveg minnka niður í 5%. Það myndi kannski kenna Bjarnabófaklíkunni eitthvað.
Ef fólk vill fá flokk sem stendur fyrir gildi Sjálfstæðisflokksins, þá er rétt að kjósa Lýðræðisflokkinn, Flokk fólksins eða Miðflokkinn.
Listar VG í Reykjavík: Katrín skipar heiðurssæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2024 | 01:24
Hnignun Vesturlanda - margar birtingarmyndir
Við höldum kannski flest að framfarir séu stöðugar og ekki verði afturför í okkar heimshluta. Við höldum kannski að gæðakröfum og hreinlætiskröfum geti ekki hnignað hér á Vesturlöndum. Samt hef ég persónulega smakkað á varningi sem er misferskur þar sem stórar keðjur eru selja skyndibita. Mér finnst það jafnvel orðið algengara á allra síðustu árum.
Ein kona í brekkunni á æskuheimili mínu sem var vinkona ömmu og er nýlátin hún var mjög kröfuhörð með þetta og kvartaði við starfsfólk ef hún var ekki ánægð. Ég veit um fleira fólk af hennar kynslóð sem kvartaði oft, og ég er hræddur um að margir af yngri kynslóðinni kvarti ekki heldur beini viðskiptunum annað.
Því miður er það svo að þetta er eins og með ríkið, það getur leyft sér að slaka á gæðakröfum eða að vera með lélega þjónustu á sumum sviðum, þar sem fólk er ekki nógu voldugt til að hafa áhrif, og á fólk er ekki hlustað.
Þegar alþjóðlegar mætvælakeðjur eins og aðrar keðjur eru orðnar mjög stórar, þá getur það gerzt að gæðum fari hnignandi. Til dæmis bara ef harka í eftirliti minnkar, og upp komi jafnvel sú sparnaðarstefna að nota hráefni sem ekki fullnægja ýttustu gæðakröfum.
Neytendur þurfa alltaf að vera á tánum og á varðbergi. Verkalýðsfélög og lífeyrissjóðir eru heldur ekki fyrirbæri hafin yfir gagnrýni, við þekkjum það hér á Íslandi.
Ég tel raunar hentugast að mikið sé um smá fjölskyldufyrirtæki en ekki risakeðjur, því þá hvílir ábyrgðin á einstaklingum, og minna er um reglur og tengiliði þar sem tjáskiptin týnast og undarlegir hlutir gerast, viljandi eða óviljandi, vegna spillingar eða samskiptaleysis.
Einn látinn eftir skæða E.coli-sýkingu á McDonald's | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2024 | 02:17
Megnar einhver?, ljóð frá 9. október 2020.
Eins vélar áfram ganga,
allt það mennska hyggur þó,
nemur skilur, elskar ætíð
annað mig samt sló.
Veiti aðeins eftirtekt,
að yndi kannski býr,
þar sem árin öðru týndu,
einhver gæti brotizt nær svo skýr.
Legg á djúpið, leiðinn er
líka að bíða og skaði.
Eitthvað þar er einhversvert,
alveg tætt hjá blaði.
Þegar hún svo minnir mig
á mætar hreyfingar,
amma þar í eldhúsinu,
allar þokkafullar.
Eins og verði ungur sérhver
aftur, skipuleggi margt.
Sjaldgæft kannski, gæfan góða,
getur tapað vart.
Eins og hending ef hún finnst,
uppi fátt ég læt.
Gott að eiga gleðidrauma,
girnast eitthvað, hana kannski er bræt.
Veit ei hvort það verður mitt,
víst er rétt að hika,
láta tímann leiða það
í ljós, svo kemur vika.
Yngri kannski, ýmislegt
ætti að virka þó.
Vil ei bara eitt sem er
ekki að fullu nóg.
Einmitt þegar eitthvað lokast
opnast veröld smá og stór.
Vísar stúlkur, varla aldnar
vilja drekka bjór.
Veit hún að ég vil svo margt?
Víst ei segi neitt.
Einsemd mín er augljós kannski,
elska vil ég kannski þessa heitt.
Aldursbilið brúa þær
bara ef þær vilja.
Þessi er svo þrifleg, sæt,
þarf ei mitt að hylja.
Missir, tap og mæða öll,
megnar einhver því
hér að ýta alveg frá,
og elska himins ský?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bricsfundurinn í Kazan 22.-24. október, núna þessa dagana fær minni athygli en vert er. Þó sýndi RÚV frá honum í tíufréttum í gær og markverð orð Xi Jinping Kínaforseta vöktu alveg sérstaklega athygli mína, og einnig það sem Pútín sagði reyndar. Maður þarf ekki að vera Rússasleikja þótt maður sé ekki sammála meginstraumnum í skoðunum á Rússum.
Pútín talaði eins og Vesturlönd væru hættuleg og óstöðug, og að Rússar væru að verða leiðandi í því að bjarga heiminum frá hættum og ógnum. Eða með öðrum orðum, Pútín talaði eins og Rússar væru hin nýja heimslögregla sem Bandaríkin hefðu verið áður fyrr.
Ef Kínaforseti hefði ekki tekið undir orð hans með sterkum og ótvíræðum hætti hefði verið auðvelt að kalla orð hans bull og þvælu.
Orð Kínaforseta fannst mér stórmerkileg, "Við aðstæður umbreytinga á flekahreyfingum, sem ekki hafa sézt í margar aldir, fara alþjóðamálin í gegnum mikið umrót. En þetta haggar ekki sannfæringu minni og friðhelgi áætlunar um að velja gagnkvæman stuðning, friðhelgi djúprar, aldagamallar vináttu milli landa vorra og friðhelgi skyldurækni þjóðanna, Kína og Rússlands sem stórvelda".
Ræða Kínaforseta var niðurskrifuð og hann las hana af blaði, og hefur greinilega verið vel skrifuð, eins og torræð véfrétt.
En í þessum orðum hans felst þó margt sem er merkilegt.
Þessar "umbreytingar á flekahreyfingum, sem ekki hafa sézt í margar aldir", það er þetta merkilega í ræðu hans, en margt annað er þar líka áhugavert.
Ég túlka þessi orð hans þannig, og flest bendir til að það sé hin rétta túlkun, að hann sé að segja að Bandaríkin, Evrópa og Vesturlönd séu að missa þá forystu sem hér hefur verið um langt skeið. Það er vissulega rétt.
Kínaforseti er að segja að Bandaríkin eru ekki lengur leiðandi, og ekki heldur Evrópa. Það er líka rétt.
Umrótið sem Kínaforseti talaði um í þessari merkilegu ræðu, sem jafnast kannski á við ræður Churchills sem rötuðu í sögubækurnar, það er auðvitað Úkraínustríðið og það sem gerist í miðausturlöndum nú og á sér fá fordæmi hvað hörku varðar og stigmögnun í þessum löngu átökum.
Já, ræða Kínaforseta er stórmerkileg. Hún gæti verið fyrirboði þriðju heimsstyrjaldarinnar jafnvel. Kína er rísandi stórveldi, og ofurstórveldi jafnvel, og sérstaklega í samvinnu við Indland og Indverja sem eru þeim nærri og mikið og rísandi stórveldi einnig.
Ræða Kínaforseta er einnig svar við þeirri staðreynd að bæði Donald Trump og Kamala Harris velja einhverskonar tegund af viðskiptastríði við Kínverja. Jafnvel er ESB að feta sig á slíkar brautir, virðist manni.
Ég tel að íslenzk stjórnmál þurfi að taka mið af þeirri nýju heimsmynd sem er að birtast okkur, og Kínaforseti lýsir þessu með hófsamari hætti en margir aðrir.
Það er ekki lengur hægt að láta öfgafólk eins og Þórdísi Kolbrúnu vera einrátt í utanríkismálum. Það er úrelt.
Pútín býður vesturveldum birginn: BRICS-ríki funda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 28
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 603
- Frá upphafi: 132934
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 438
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar