Bloggfærslur mánaðarins, mars 2023
3.3.2023 | 00:17
Fjölfræðingurinn Emanuel Swedenborg var einnig heimspekingur, hið góða getur virzt eitthvað allt annað samkvæmt hans bókum.
"Guð er sannleikurinn og það góða í sjálfu sér", er nokkurnveginn orðrétt haft eftir úr bókinni "Himinn og Hel" eftir Emanuel Swedenborg.
Í þessari bók lýsir Swedenborg því einnig að fólk sem gerir góðverk á jörðinni til að sýnast gott í augum samborgaranna eða þeirra kristnu sé ekki gott í raun og fari til Heljar frekar en Himnaríkis, því Guð sjái muninn á þessu tvennu, að hugsa um veraldlega stöðu annarsvegar og svo sannleikann og gæzkuna hinsvegar í innsta eðli sínu. Það þýðir að sjá í gegnum yfirborðsskýringar þeirra sem valdið hafa og fara gegn samtímanum, ef maður tekur mark á þeim orðum.
"Í Himnaríki er Guð sólin á himninum", er önnur tilvitnun eftir Swedenborg sem ég hef eftir minni en í gæsalöppum til að ítreka að hún er nokkurnveginn alveg rétt úr umræddri bók.
Fólk sem sér sýnir og skynjar eins og Swedenborg gerði eða talar við englana eða fólk á öðrum hnöttum eins og ég vil orða það, veit að svona lýsingar geta átt við rök að styðjast þótt jarðnesk upplifun sé ekki þannig.
"Fólk steypir sér sjálft til Heljar af eigin hvötum", þetta er einnig tilvitnun í bók Swedenborgs.
Ég fór að skilja Biblíuna miklu betur eftir að ég las þessa bók eftir Emanuel Swedenborg. Einnig eftir að ég notaði útskýringar dr. Helga Pjeturss, að Himnaríki og Helvíti eru efnisleg fyrirbæri, aðrir hnettir í geimnum, hnettir með bundinn möndulsnúning, sem snúa annarri hlið að sól en hin er myrkvuð alltaf, og ógnvænlegar eiturjurtir vaxa þar, og ránlíf ræður ríkjum, spillilíf og helstefna eintóm.
En Swedenborg lýsir einnig í mörgum köflum muninum á því að trúa og fylgja mannlegu réttlæti annarsvegar og svo guðdómlegu réttlæti hinsvegar. Hann lýsir því hvernig munurinn getur verið örfínn, og hvernig fólk getur orðið meðvirkt í því sem Guði er ekki þóknanlegt. Sjaldan í mannkynssögunni er það eins augljóst og á okkar dögum.
Ég hef grun um að Swedenborg hafi haft í huga nornabrennur samtíma síns og fyrri tíma og trúarofsóknir, en hann er hljóður um slíkt í ritum sínum eða því sem ég hef lesið eftir hann.
"Hið góða í sjálfu sér" er síðan atriði sem hann útskýrir í smáatriðum og er það vel, því almennur lesandi áttar sig ekki á mikilvægi svo almennra orða í fyrstu.
Swedenborg útskýrir það að Guð einn viti hvað sé gott og að það sé ekki það sem skammsýnum mönnum virðist. Hið góða í sjálfu sér getur verið tyftun og ögun eða refsing þar sem það á við, eins og barn sem þarf að þroskast við slíkt. Hið góða í sjálfu sér leiðir af sér hagfellda niðurstöðu að lokum þegar séð er í fjarlægð reynslunnar og tímans en er ekki lýðskrum sem allir kalla eftir af húmanískum hvötum samtímans.
Þannig að Swedenborg tekur ekki afstöðu til deilumála samtíma síns en reynir eins og sannur heimspekingur að útskýra hugtök og setningar í sínum einlægustu og skýrustu myndum.
Þannig að Emanuel Swedenborg tekur undir orð Krists að aðeins Guð sé góður. Það stendur í Biblíunni í Nýja testamentinu, Markús, 10, 18, þegar Kristur spyr:"Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema einn, það er Guð". Ennfremur bætir Emanuel Swedenborg við í bók sinni að Guð sé sannleikurinn og það góða í sjálfu sér.
Sérhver maður á sinn sannleika og sitt réttlæti. Dr. Helgi Pjeturss lýsti því að einungis í samstilltu samfélagi ríkti hamingja, þar sem flestir væru sammála og eigingirnin lítil. Swedenborg var á sömu skoðun og hann um það.
"Það góða í sjálfu sér" er hér í lykilhlutverki, finnst mér. Okkur er stundum sagt að við ættum ekki að dæma náungann, en hvenær verðum við meðvirk í því ranga sem er gert undir yfirskini góðmennskunnar jafnvel í samfélaginu? Hvenær erum við að samþykkja nornabrennur samtímans af ótta við almenningsálitið?
Guðjón Hreinberg skrifar um að við eigum að fyrirgefa misvitrum yfirvöldum þrátt fyrir allt og Steingerður Steinarsdóttir ýjar að því einnig í pistli, þegar hún fjallar um að líta í eigin barm og efast.
Ég vil orða þetta á annan hátt. Maður getur fríað sig ábyrgð og reynt að fyrirgefa þannig. Orðið fyrirgefa þýðir að borga fyrir aðra skuld, það er gegnsætt eins og mörg önnur orð á íslenzku.
Ef við trúum því að Guð sé almáttugur þá stjórnar hann einnig hatri, hefnd, refsingu og djöflum í Helvíti. Meira en það, þá eru Djöflar í Helvíti undir vernd Guðs eins og englar Himnaríkis. Þetta leiðir af því að trúa á almáttugan og alvitran guð.
Enn fremur má álykta á þann hátt, að hefndin og hefndarskyldan sé nauðsynleg guðdómlegu réttlæti, til að fólk hagi sér rétt og brjóti ekki af sér.
Málið með fyrirgefninguna er þetta, að hún er ábyrgðarleysi um leið, og maður vill frekar lifa í ábyrgðarleysi og barnaskap en þroska og ábyrgð til að þurfa ekki að kalla yfir sig gremju og reiði annarra. Það má túlka ýmislegt sem Swedenborg ritaði þannig að einmitt þeir sem fara gegn almenningsálitinu geti verið betri en þeir sem gera allt til að þóknast því.
Þá þarf að trúa á óbreytanleg lög, og að sumt sem talið er úrelt í Biblíunni sé það ekki í raun.
Samtíminn þarf að hafa rúm fyrir allar skoðanir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2023 | 04:56
Úreltar skoðanir og löngun til að kjósa Pírata enn
Veturinn 2016 voru merkilegar alþingskosningar. Þá var mikill meðbyr með þjóðernishyggju á Íslandi, og samt gekk þeim flokkum ekki vel sem buðu fram með slík mál, og kosningarnar fóru fram í kjölfar árásarinnar á Sigmund Davíð útaf Panamaskjölunum fyrr um árið, sem klauf Framsóknarflokkinn í herðar niður og vel það.
Ég er þjóðernissinnaður maður en stundum heillast ég af öðruvísi pólitík, þótt sú hrifning sé grunntæk að mestu. Árið 2016 lenti ég í andstöðu við mömmu útaf pólitík, hún vildi kjósa Íslenzku þjóðfylkinguna en ég vildi kjósa Pírata. Ég samdi mörg dægurlög gegn Íslenzku þjóðfylkingunni, eins og til að sanna það fyrir mér og öðrum að ég væri ekki sammála þeirra stefnumálum. Enda er það svo að þeir sem efast innst í sál sinni eru oft öfgafyllstir á yfirborðinu.
Ég held að Magnús bloggari hafi rétt fyrir sér að næstu 2000 árin verði femínísk. Þá verður maður að fara í sjálfskoðun og ef maður aðhyllist úreltar skoðanir að reyna að breyta þeim, eða finna eitthvað rangt við þær að minnsta kosti.
Ég taldi mig vera vinstrisinnaðan snemma á unglingsárunum. Þá byrjaði ég að verða andvígur kristninni, enda er víst andstaðan gegn kristninni hluti af kommúnismanum í sögulegu samhengi.
Það passar við minn persónuleika hvernig Píratar vinna og hugsa þvert á stjórnmálastefnur í sumum málum, þótt þeir virðist hreinræktaður vinstriflokkur ef dæmt er útfrá mörgum af þeirra baráttumálum.
Sjálfstæðisflokkurinn er of spilltur fyrir minn smekk og Framsókn líka, og Vinstri grænir líka eftir þetta stjórnarsamstarf.
Ég kaus Pírata 2016, enda samdi ég mörg dægurlög þeim til heiðurs þá og taldi mig aðhyllast stefnu þeirra þá. Enda fannst mér Íslenzka þjóðfylkingin ekki nógu hörð á þjóðernisstefnu sinni eða aðrir flokkar þannig að maður yrði að kjósa flokka sem maður væri ósammála í grunninn eins og venjulega, en sem maður fyndi þó einhvern samhljóm með.
Unglingauppreisn er oft þannig að unglingarnir fara í þveröfuga átt en foreldrar sínir. Þannig var þetta með mig um fermingaraldurinn. Þegar ég hlustaði á Bob Dylan, Megas og Bubba Morthens alla daga varð ég sammála boðskapnum í "Blowing In The Wind" og þannig lögum. Þessari unglingauppreisn minni lauk í desember 1987 þegar ég eignaðist tvöföldu hljómplötuna "Stormskers guðspjöll" eftir Sverri Stormsker. Reyndar var það dýrkun Sverris Stormsker á Hitler, sem glytti í á þessari plötu sem heillaði mig mest. Þar var hreinni og einfaldari stjórnmálastefna en þetta sem ég hafði þekkt fram að því, spilaði beint á tilfinningalífið, stoltið.
En ég fór að semja dægurlög um að einkavæða spítala og aðrar stofnanir ríkisins í janúar 1988, um sama leyti og ég samdi "Náttúran", en það lag er sjálfstæðisyfirlýsing í sjálfu sér, og hef ég fjallað um það áður í blogginu hér, merkilegt lag og tímamótaverk, sem lýsir ákvörðun og nýrri afstöðu, að maður hefur skipt um skoðun.
Heilla Píratar mig núna? Já, að vissu leyti. Persónuleiki allra held ég að sé þannig, sambland af arfi úr fortíðinni og löngun til að breyta til, nýjungagirni.
Dýrkun mín á Pírötum rann út í sandinn eftir 2016. Ég fór að semja um aðra hluti.
Hvað er það sem heillar mig enn við Pírata?
Þeir eru byltingarsinnaður flokkur að því leytinu til að þeir hugsa hlutina uppá nýtt.
Í nútímanum er það þannig að það er bannað að hugsa hlutina uppá nýtt útfrá hægrivinklinum, og ef það varðar ekki við lög endar maður með það hlutskipti að vera gamaldags og hallærislegur, sem maður græðir heldur ekki neitt á, þannig að hvað er í boði? Jú, að skipta um skoðun.
Sósíalistar eru of kassalaga fyrir mig. Of dæmigerðir stalínistar.
Ef túlkun Magnúsar bloggara á Völuspá er rétt, þá verður maður að breytast með tímanum og verða vinstrisinnaður. Ég tek nefnilega mjög mikið mark á Völuspá.
Hvað eru sjálfstæðismenn? Allir flokkar á Íslandi í dag eru vinstriflokkar, nema örflokkar sem ekki fá fólk inná þing.
Að sannfæra sálina um það sem maður neyðist til að kjósa sé rétt, það er vandinn við nútímalífið.
Eitt sinn skrifaði ég um það að ég væri að missa áhugann á að tjá mig hér. Það var vegna þess að mér fannst fáir taka undir það sem ég skrifaði og fáir þumlar kæmu við færslurnar, flettingarnar ekki nógu margar og slíkt. Mér fannst vænt um að fá hvatningu frá mörgum frábærum bloggurum þá, og ákvað að fyrst mín skrif skiptu þá máli þá væri ástæða til að halda þessu áfram.
Ef allt er fyrirfram ákveðið verður maður að breyta sjálfum sér í takt við tímann.
Katrín ósátt með miklar launahækkanir forstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Stríðið í Úkraínu er afgerandi öðruvísi en önnur stríð - Getur endað á þrjá vegu", er nafnið á DV fréttinni.
A) Ef Úkraína sigrar mun stríðið frekar halda áfram eða stigmagnast og jafnvel í gjöreyðingarstyrjöld og kjarnorkustríð.
B) Frosið stríð, eða vopnahlé eins og stríðið á milli Norður og Suður Kóreu. Norður og Suður Kórea hafa ekki samið um frið heldur vopnahlé sem stendur enn.
C) Ef Rússar sigra stríðið eru meiri líkur á að Úkraínumenn verði að sætta sig við þá útkomu, vegna valdamismunarins, en þetta segir hernaðarsérfræðingur, ekki hver sem er, Niels Bo Poulsen, sérfræðingur í hernaðarsögu og yfirmaður hernaðar og hersögudeildar danska varnarmálaráðuneytisins. Vitnað er í Jótlandspóstinn.
Ég dreg þetta saman og set fram á skýrari hátt en er í DV, en þetta kemur fram í DV greininni.
Í upphafi DV greinarinnar er því lýst hvernig stríð enda oft með skilyrðislausri uppgjöf annars stríðsaðilans, eins og seinni heimsstyrjöldin og hernámið sem átti sér stað þar á Þýzkalandi. Hinn danski sérfræðingur segir skýrt að hernám Rússlands sé ekki mögulegt í þeim samanburði, að sá samanburður eigi við um tap Úkraínu og sigur Rússlands. Áhugaverð eru þessi orð: "En þannig endar stríðið í Úkraínu varla að því er segir í umfjöllun Jótlandspóstsins um málið. Bent er á aðeins ein sviðsmynd opni á slíkan möguleika, hún er að Rússar sigri og leggi landið undir sig og Úkraínumenn neyðist því til að gefast upp. Það er eitthvað sem hernaðarsérfræðingar sjá ekki fyrir sér að gerist."
Vinstrisinnaðir og virkir í athugasemdum reyna eins og oft áður að draga athyglina frá því markverða í DV fréttunum og koma sumir með heimskulegar athugasemdir eins og Úkraínumenn geti ráðizt inní Rússland og sigrað Rússa án þess að Rússar verji sig, og þá jafnvel með kjarnorkuvopnum, sýklavopnum eða efnavopnum, ef sú innrás myndi verða mikil.
Sigurður Haraldsson kemur þá athugasemdina sem er augljós, "Kjarnorka gleymist sem þýðir gereyðing hnattarins."
Það hefur verið alveg skýrt hjá Rússum að kjarnorkuvopnum eða öðrum gereyðingarvopnum eins og sýklavopnum og efnavopnum verði beitt ef árás verður gerð á Rússland.
Getur fólk ímyndað sér að maður eins og Pútín sem skirrist ekki við að ráðast á nágrannaland eins og Úkraínu muni hika við að taka ákvörðun um gjöreyðingarstríð, ef þetta stigmagnast uppí slíkt?
En við skulum víkja aftur að fréttinni upphaflegu í Jótlandspóstinum. Þar kemur fram skynsamleg og raunsæ, jarðbundin afstaða hjá hernaðarsérfræðingnum danska, nokkuð sem Þórdís Kolbrún á Íslandi hefur ekki tamið sér.
Í DV greininni talar hinn danski sérfræðingur óhikað um að "Rússar sigri og leggi landið undir sig."
Þessi veruleiki er órafjarri æsilegri fjölmiðlaumfjöllun heimsins nú um stundir, í Rúv til dæmis. Þetta er það sem margir bentu á strax í upphafi að myndi kostar minnstar fórnir og fæst mannslíf, burtséð frá stjórnmálaskoðunum eða mannúðarsjónarmiðum, hversu mikið einræði ríki í Rússlandi og slíkt.
Eftir því sem stríðið dregst á langinn deyja fleiri og stigmögnunin verður meiri. Vestræn aðstoð miðar að því sama, við Úkraínu.
Hvernig væri að taka mark á danska sérfræðingnum í þessu máli?
Brigsla Úkraínumönnum um drónaárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 121
- Sl. sólarhring: 183
- Sl. viku: 805
- Frá upphafi: 129920
Annað
- Innlit í dag: 107
- Innlit sl. viku: 618
- Gestir í dag: 96
- IP-tölur í dag: 93
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar