Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2023

Einnig lokast náðarinnar dyr, ljóð frá 6. júní 2015.

Þau vísu segja... varla friður...

vindur gnauðar, ekki þeirra niður.

Oft ég stóð í stafni þó

með staf og ekki rey.

Þekkti áður bæði frið og frelsi manna,

flestir hræðast núna, ein er skoðun!

Lifum við á löndum banna,

lengur gildir engin boðun!

Sál ei lengur segir nei,

Satan spil er gildir aðeins dró.

 

Nú er fallinn sá er sigur vinnur,

seint þó Galdra-Loftur steininn finnur.

Selja sálir enn sem fyr,

síðan valdið tér:

Önnur lið við ekki lengur þolum, maður!

Eitt er ríkið, hitt er gleymt og farið!

Koðnar niður kirkjustaður,

kölski hefur lýðinn barið!

Umsnýst það sem er í þér;

einnig lokast náðarinnar dyr!

 

Hvílík sorg að missa manninn,

muntu veröld einnig falla þanninn?

Efinn þetta umsnýst senn,

allt mun þyrlast frá;

höllin verður svívirt eins og konan kvalda,

kyrrðin breytist því í ógnardrunur!

Um mig finn ég annan kalda

einnig fara, herrans runur.

Þegar jafnvel þjáðir sjá,

þá er tíminn kominn, vakna menn!


Stórfrétt að brátt verði það almennt viðurkennt að faraldurinn hafi verið manngerður.

Hvernig er Bidenstjórninni stætt þegar verið er að uppgötva að faraldurinn byrjaði á rannsóknarstofu og var fundinn upp að öllum líkindum?

Opinber viðurkenning á að Covid-19 sé manngerður faraldur breytir öllu. Almenningur hlýtur að krefjast breytinga, úrbóta, og gera byltingu gegn þeim sem plotta gegn fólki

Þetta var samsæriskenning upphaflega, í samhangandi samsæriskenningum um New World Order, World Econimic Forum og margt tengt því.

Nú búum við í heimi þar sem meiri líkur en minni eru á því að til séu voldug samtök sem vinna gegn fólki almennt! Jafnvel fólk sem vill ekki viðurkenna svona heimsmynd verður að gera það.

Er ekki nokkuð ljóst að uppreisnir og byltingar eru í kortunum á næstunni og útaf fleiri en einni ástæðu? Til dæmis vegna þess að verið er að eyða fjármunum í stríðið í Úkraínu þegar kreppa er yfirvofandi vegna Covid-19 faraldursins? Afleit tímasetning á stríðsrekstri væri hægt að segja.


mbl.is Faraldurinn líklegast byrjað á rannsóknastofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biskupssonurinn Gói og presturinn Guðni Már sem voru mínir beztu rótarar árið 1999.

Skemmtiþátturinn hans Gísla Marteins á Rúv síðasta föstudag fjallaði ekki aðeins um uppgjör við kófið, tónlistaratriðið í upphafi þáttarins innihélt tvo menn sem ég þekki en þann þriðja sem ekki var þar vil ég einnig nefna sem tengist árinu 1999 þegar frægðarsól mín í tónlistinni reis hvað hæst.

Upphafsatriðið var kynning fyrir tónleika sem verða haldnir í Salnum í Kópavogi 4. marz næstkomandi, þar sem fram koma þeir Gói, Guðjón Davíð Karlsson leikari og Hallgrímur Ólafsson leikari, og Jón Ólafsson tónleikarmaður, undirleikari á píanó.

Atriðið minnti mig reyndar langmest á gömlu plöturnar með Ómari Ragnarssyni frá 1960 til 1975, þar sem hann syngur Gáttaþefsvísurnar og fleira við píanóundirleik.

En þetta eru þriðju tónleikarnir þar sem þeir flytja lög úr söngleikjum, og að sínu eigin vali auk þess. Vel seldist á hina tvo tónleikana þannig að þeir búast við góðri aðsókn þarna líka.

Ég held að árið 1999 hafi verið eina árið á mínum tónlistarferli sem ég hafði tvo lipra aðstoðarmenn við að koma mér á framfæri, og þessvegna var það ekki tilviljunum háð hvort ég kom fram á tónleikum á þessu ári, eða þeim sem hringdu í mig einstaka sinnum og báðu mig um að spila sem tónlistarmaður.

"Þeir fiska sem róa", segir orðtækið, og ég hef ekki verið nógu duglegur við að kynna mig á tónlistarsviðinu. Bubbi Morthens fór fyrstu árin sín og mörg ár eftir það hringinn í kringum landið að spila og syngja á gítar til að kynna sig fyrir fólkinu, eins og æfður stjórnmálamaður fyrir kosningar, og þótt mér finnist hann ekki bezti tónlistarmaður landsins er hann sá ákafasti og sá sem bezt hefur sinnt kynningarstarfinu fyrir sjálfan sig, sá sem mest hefur troðið sér áfram, án efa.

Ég hef yfirleitt í mesta lagi sungið einu sinni á ári ef einhver hefur hringt í mig. Ég bauð mig reyndar fram um að spila í barnaskólanum sem ég lærði í fyrst.

En þannig vildi til árið 1999 að ég hafði unnið í Miðbæjartrúboðinu í Austurstræti þar sem Jóna Hrönn Bolladóttir var yfirmanneskja, með öðrum sem voru reyndir í því starfi.

Guðni Már Harðarson var orðinn kunningi minn, sem nú er prestur í Lindakirkju í Kópavogi. Hann var nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík eins og Gói, og þeir tengdust líka þessu miðbæjartrúboði þá. Þá hafði ég gefið út einn hljómdisk og Guðni Már var aðalhvatamaðurinn að því að fá mig til að spila oft á tónleikum þetta ár, árið 1999.

Ég spilaði fjórum sinnum þetta ár með þá félagana sem rótara, þeir hringdu í menntaskóla og kynntu mig og mína tónlist.

Fyrst spilaði ég í KFUM húsinu við Holtaveg, það hefur verið í febrúar eða marz 1999. Það tókst glimrandi vel og stemmningin alveg prýðileg. Það kom mér kannski mest á óvart sjálfum því ég söng nýölsk lög á þessum tónleikum, frumflutti lagið: "Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?", við frábærar undirtektir hinna kristnu og svo lagið "Frá stjörnunum berst lífið", einnig við frábærar viðtökur, en það er af óútgefnum hljóðdiski, þeim þriðja í röðinni um Nýalsmálefnin eftir mig, sem átti að koma út árið 2005, en ekki varð úr því.

Ég var ekki viss um það hvernig það tækist að kynna málefni Nýals fyrir þessu unga fólki sem var þar, úr því að þetta var innan kirkjunnar, sem dr. Helgi Pjeturss vissi að yrði ekki allt sammála boðskap sínum, en tók sénsinn og það smellpassaði. Það er stundum sagt að krádið (áheyrendur) skipti ekki öllu máli heldur hvernig tónlistarmaðurinn er upplagður. Ætli það hafi ekki komið þarna í ljós?

Ég tók þetta upp á talsegulband og hljómgæðin ekki mjög skýr, en það heyrist hversu mikið og vel er klappað og hversu flottur flutningurinn er, svona eitthvað.

Næst spilaði ég í Kvennaskólanum í Reykjavík seinna í marz 1999 og það gekk líka glimrandi vel. Þá spilaði ég einnig þessi nýölsku lög með grípandi viðlögum og krakkarnir tóku vel undir þótt þau væru að heyra þetta í fyrsta skipti.

Ég söng ekki á tónleikum sumarið 1999, og en um haustið söng ég í tveimur menntaskólum að auki, og þeir félagarnir undirbjuggu jarðveginn.

Báðir tónleikarnir sem eftir voru þetta ár, 1999, voru eftirminnilegir, á sitthvorn háttinn.

Í september 1999 hélt ég tónleika í Menntaskólanum í Kópavogi, ekki í tvo klukkutíma eins og ég hafði gert árin 1995 og 1997, heldur í tæpan klukkutíma og færri lög, en stemmningin var frábær, svo ekki sé meira sagt.

Þarna í skólanum hafði myndazt aðdáendakjarni sem þekkti lögin mín. Um leið og ég byrjaði að syngja var tekið undir og klappað og blístrað vel. Stemmningin var meiriháttar. Ég á þetta líka á segulbandi, og þótt tóngæðin séu afleit, þá heyrist hvað stemmningin var góð þarna og flutningurinn líka.

Ég var með gott lagaval á þessum tónleikum, og þau þekktu lögin sem ég flutti, mörg hver eða flest. Eitt lag var ég beðinn um að syngja margsinnis á þessum tónleikum, sem ég gerði ekki, "Húðflúr er frá Helvíti", en ég söng "Sumar í Helvíti", hins vegar.

Ég var nefnilega ekki viss um að ég myndi gefa út lagið "Húðflúr er frá Helvíti", á þessum tímapunkti. Ég gerði það nú samt, það kom ekki út fyrr en árið 2010, með gömlum upptökum frá árinu 2001, en lagið var samið árið 1996 og frumflutt á útvarpsstöðinni Aðalstöðin þann 22. nóvember 1996, tveimur dögum eftir að ég samdi það, vel að merkja. Þetta lag er á kristilega hljómdisknum "Kristur kemur", og ætti að vera til í Lucky Records á Laugaveginum, ef diskurinn er ekki uppseldur þar.

Í október 1999 spilaði ég í Fjölbraut í Breiðholti. Þeir tónleikar voru nokkuð vel sóttir, en miklu rólegri. Ég spilaði lög sem fólk þekkti ekki, af hljómdiski sem er alveg óútgefinn ennþá, en lögin voru mest samin á árunum 1995 til 1998, en ég var feiminn við flutninginn og söng ekki eins skýrt og á hinum þremur tónleikunum, enda söng ég langmest lög sem ég hafði aldrei sungið áður á tónleikum. Þegar ég þó söng lögin sem ég þekkti og fleiri, "Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?" og fleira slíkt, þá var vel klappað og blístrað.

Síðustu tónleikarnir sem Guðni Már og Gói áttu þátt í að undirbúa voru einnig í KFUM húsinu á Holtavegi árið 2000.

Þar söng ég lagið "Smalastúlkan", lagið eftir mig við ljóð eftir Hannes Hafstein, og mig minnir að nokkur til viðbótar hafi ég flutt. Það var svo sem vel klappað, en ekki eins mikið og árið á undan að vísu.

Þetta lag er um fitufordóma, og fjallar um það þegar piltur snemma á 20. öldinni verður hrifinn af vel vaxinni smalastúlku sem hann hittir, og hefur Hannes Hafstein án efa samið þetta um sjálfan sig. Ég samdi lagið snemma á unglingsárunum og hélt alltaf mikið uppá það, enda er þetta gott og grípandi lag, en þetta er eina skiptið sem ég hef sungið það á tónleikum, og það er óútgefið ennþá - nema aðrir hafi gert lag við þetta ljóð og gefið út, sem ég veit ekki.

Hvað merkir listamannsnafnið Insol sem ég nota? Þetta er skammstöfun fyrir mig og aðilana sem ég vil að bæti ástandið á þessari jörð, Ingólfur Sigurðsson og lífstefnumannkynin er það sem listamannsnafnið mitt Insol stendur fyrir, en ég nota annað listamannsnafn undir teiknimyndasögur sem ég hef gert, Inqo, sem er að hluta til stæling á nafninu Franquin, sem bjó til sögurnar um Sval og félaga og aðrar frægar sögur. Fyrst skrifaði ég mig sem Anquin, en breytti því í Inqo, til að verða persónulegri með það nafn.

Jón Ólafsson úr Nýdanskri er gamall vinur og kunningi, og ég á honum talsvert mikið að þakka að ég lagði útí að gefa út mína fyrstu hljómdiska. Það hefði þó verið enn betra ef ég hefði þorað að fara í hljóðverið hans árið 1993 og hann hefði gefið það út, eins og hann vildi gera á þeim tíma. Ég tel nefnilega að hann hafi átt stóran þátt í því að gera Emelíönu Torrini að stórstjörnu árið 1994.

Tónlistarbransinn er spurning um sambönd og hópefli, kunningsskap og klíkuskap.


Fliss hjá Gísla Marteini er yfirklór og kattarklór eins og venjulega

Þessi frétt um að umframdauðsföll hafi verið flest á Íslandi, sem hefði átt að vera fyrsta frétt á öllum fjölmiðlum þegar hún birtist er án efa ein merkasta frétt ársins, það sem af er þessu ári. Í stað þess að þetta komi í kvöldfréttum Rúv þá er það yfirklórið og kattarklórið sem maður bjóst við sem troðfyllir öll vit þannig að áhorfandinn verður vitskertur og engu nær, og gjörsamlega dofinn af fréttaruglinu þar og klikkaður verður hver sem trúir þeim áróðri, að fréttum loknum, sem boða ranga túlkun, ranghugmyndir og firrur, eins og Gunnar Rögnvaldsson hefur fjallað um.

Þótt ég sé ekki hlynntur fjölmenningarpólitíkinni í ESB og dragi ekki dul á það, þá var það Eurostat, eða Evrópska hagstofan sem kom með þessar upplýsingar, og þar á kannski við orðtakið, "glöggt er gests augað". Alma hjá embætti landlæknis á Íslandi telur þetta að sjálfsögðu rangt, því með þessu er vegið mjög alvarlega að starfsheiðri hennar og vinnunni í Þríeykinu, og að öllum sem að þessu bólusetningarmáli komi á Íslandi.

43% fleiri létu lífið í desember eftir sprautu 2022 en 2016 til 2019. Samkvæmt þeirri tölfræði var hlutfall umframdauðsfalla hvergi hærra í Evrópu en hjá okkur.

Umframdauðsföllin eru ekki allt. Sá gríðarlegi fjöldi sem varð veikur eftir sprauturnar er ekki inní þessum tölum, enda spítalarnir fullir sem aldrei fyrr og ónæmiskerfi landsmanna ekki bara veiklað heldur í rúst.

Allir þeir sem fjölluðu um þetta af gagnrýni hér á blogginu og annarsstaðar í þjóðfélaginu ættu að fá viðurkenningar frá þjóðfélaginu, en ekki Þríeykið eða aðrir í því liði. Þátturinn Stormur, sem er áróðursefni í heimildamyndaformi á Rúv, mun án efa fá verðlaun, til að staðfesta enn þessa fjölmiðlatúlkun án gagnrýni, klapp á bakið fyrir að hafa stuðlað að þessari þjóðernishreinsun á Íslandi, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði verið lögsótt fyrir.

Jón Magnússon Hæstaréttarlögmaður skrifaði góðan pistil nýlega um það hvernig Jacinda Ardern fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands sagði af sér embætti, sem áður var vinsæl fyrir að hafa forðað landsmönnum frá smiti, en hann færði rök fyrir því hvernig lokunarstefna hennar hefur án efa stuðlað að því að hún varð frá að víkja úr sínu embætti vegna óvinsælda í kjölfarið.

Á Íslandi er Katrín Jakobsdóttir orðin mjög umdeild skyndilega, hún sem áður var vinsælasti stjórnmálamaður landsins, og flokkur hennar, Vinstri grænir í lægstu lægðum og gæti dottið út af þingi ef nú yrði kosið, og stjórnin kolfallin væntanlega einnig.

Já, fólk hefur rökstutt að eitthvað hafi þetta með umframdauðsföllin að gera eða þá að annað spili inní líka, eins og brotthvarf frá fyrrverandi hugsjónum Vinstri grænna, andstaðan við Nató sem ekki er lengur til staðar og lélegur árangur í umhverfismálum, miðað við það sem fylgismenn flokksins fyrrverandi vonuðust til.

Talað er um bakslag í femínismanum þegar áberandi konur missa fylgi sitt og segja af sér í kjölfarið. Ætli það sé ekki frekar endanlega búið að sannast að röng er sú firra sem haldið var fram að konur stjórnuðu betur en karlmenn yfirleitt?

Víðir úr Þríeykinu var hjá Gísla Marteini í gærkvöldi, og það er alveg dæmigert að þannig sé hann að styðja við söguskoðun Rúv og þeirra áróður um þeirra túlkun á kófinu.

Rúv reynir að búa til hæp (það er slangur úr ensku) þess efnis að móðursýkin útaf kófinu hafi verið réttlætanleg, þótt veruleikinn hafi sannað að svo var ekki.

Hvernig á að þýða orðið hæp fyrir það fyrsta? Fjölmiðlasöguskýring, tízkubóla. Þýðingin er á ensku: "To advertise or praise something a lot in newspapers, or television, online, etc". Að auglýsa eða lofa eitthvað mjög mikið í tímaritum, sjónvarpi, á netinu eða fleiri vígstöðvum".

Hype merkir einnig á ensku eiturlyfjaneytandi, auglýsingastarfsemi, öfgar, ýkjur og ofhvörf, og á það vel við. Sögnin að fíkla finnst mér eiga bezt við. Rúv er að fíkla (eins og að fífla) áhorfendur til að halda að þeirra túlkun á kófinu sé rétt.

Þau hjá Rúv eru með sérstakan áróðursþátt sem nefndur er heimildaþáttur sem heitir Stormur og fjallar um kófið, og þess gætt að ekkert sé lært af reynslunni, að engin ályktun sé dregin af því að flest umframdauðsföll hafa orðið á Íslandi eftir bólusetningarnar af öllum löndum heimsins (þótt sú tölfræði sé dregin í efa, en það var að minnsta kosti í fréttum með þessu orðalagi).

Já, á Rúv er alvarlegum ásökunum um að hylma yfir með stórfyrirtækjum með myrkan ásetning um fækkun mannkynsins svarað með taugaveiklunarhlátri og gert er grín að öllu saman eða látið eins og sú gagnrýni sé ekki til.

Fólk sem þáði sprauturnar og lifði af vill ekki viðurkenna að veikindi sín séu þeim að kenna, jafnvel þótt það hafi verið við dauðans dyr eða sárveikt. Jafnvel þegar bent er á að líkur séu á að undarleg dauðsföll einhverra sem maður kannast við séu kannski útaf aukaefnum í líkamann sem hann réð ekki við, þá er talinu eytt og flissað að öllu saman.

Lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson hefur fjallað skynsamlega um þetta efni og í orðum hans er þungi og vigt, það er tekið mark á honum, hann hefur verið í pólitík og gegnt ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu.

Þessvegna segi ég það, umræðan um þetta er bara rétt svo að byrja, jafnvel þótt Rúv vilji sópa öllu undir teppið og flissa að öllu saman.

Þorsteinn Siglaugsson hefur einnig skrifað af einstaklega miklu hlutleysi og skýrleika um þessi mál, og tekið langt framúr Rúv og slíkum sem hafa misst sitt hlutleysi fyrir löngu.

Það er ekki við öðru að búast en að áróðursveiturnar sem vildu láta fólk kaupa ákveðna heimssýn haldi því áfram.

En, þetta er rétt svo að byrja. Spurningin um frelsi, lýðræði og mannréttindi er spurningin um að fólk leiðrétti rangar túlkanir á þessum faraldri og að ekki sé hægt að komast upp með að gera fólki þetta. Það hlýtur að vera krafan, annars er allt réttlæti fortíðarinnar að engu orðið. Réttlætið endar ef það hættir að virka í nútímanum.


mbl.is Segja tölfræði um umframdauðsföll ranga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á heimurinn 2000 ár eftir?

Stundum þegar maður fær athugasemdir við pistla sem eru snjallar og þarfnast pælinga tekur maður sér tíma í að svara þeim. Þessi pistill átti að vera svar við góðri athugasemd við síðasta pistil, því ég fór að velta því fyrir mér hvort ég væri orðinn of svartsýnn um framtíð mannkynsins.

Við því er ekkert auðvelt svar. Ég hef kannski orðið fyrir of miklum áhrifum frá Davosliðinu sem margir gagnrýna, úr því að ég trúi einni möntrunni þeirra, sem er trúin á hamfarahlýnun á jörðinni. En um annað er ég ekki sammála Davosliðinu.

Þegar Magnús, sem skrifaði athugasemdina góðu sem virkilega snerti við mér þannig að ég þurfti að velta ýmsu fyrir mér, fjallaði um Jesus Christ Superstar söngleikinn, sem var til á mínu æskuheimili eftir Andrew Lloyd Webber, þá áttaði ég mig á því að stór hluti af minni heimsmynd er heimsmynd foreldra minna, sem voru af hippakynslóðinni, og allavega tóku talsvert af þeirra hugsjónum í arf, eins og til dæmis umhverfisvernd.

Góðar athugasemdir sem láta mann íhuga afstöðu sína, eins og Magnús kom með, þær láta mann velta því fyrir sér hvort maður ætti að skipta um skoðun að einhverju leyti.

Sem sagt, ég átta mig á því að stór hluti af umhverfisverndarsjónarmiðum mínum eru komin úr bernsku minni þegar ég kannski var ekki vanur að gagnrýna jafn grimmt og síðar allskyns áreiti úr umhverfinu.

En það er ekki allt sem þessi athugasemd vakti mig til umhugsunar um.

Hann minntist á stjörnualmanak Majanna, sem ég ber mikla virðingu fyrir, eins og þeirra menningu. Hann minntist einnig á öld Vatnsberans, sem var grunnhugtak í hippamenningunni.

Ég man að 2012 var ég mjög kvíðinn út af því að heimsendir gæti orðið vegna Mayaheimsendaspánni svokölluðu. Þá samdi ég fullt af ástarlögum til manneskju sem ég var hrifinn af, en þau hafa ekki verið gefin út ennþá, en ég vildi fara útúr heiminum ástfanginn og hamingjusamur, ef heimsendir yrði.

En kannski varð heimsendir 2012. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs var við völd frá 2013 til 2016. Strax árið 2013 hafði ég á tilfinningunni að við lifðum í hliðstæðum alheimi, því svo ótrúlegt fannst mér að þjóðernissinni var orðinn forsætisráðherra, mér fannst það of ótrúlegt.

Síðan þegar Wintris-málið kom upp árið 2016 og Sigmundur Davíð var felldur vegna haturs óvina hans og dáleidds almúgans, þá fannst mér aftur eins og ég væri hluti af raunveruleikasjónvarpi en ekki veruleika fólks sem stjórnaði sér sjálft.

Sama gerðist þegar Trump var kosinn 2016. Það fannst mér alls ekki í takt við veruleikann. Aftur þegar Joe Biden var kosinn, það fannst mér ekki í takt við söguna. Hann var kosinn sem mótvægi við Trump og eitthvað var undarlegt við það allt. Nú er það komið í ljós að hakkari í Ísrael stjórnaði teymi til að hafa áhrif á forsetakosningar, og viðurkenndi að það tókst í flestum tilvika. Kannski er það bara toppurinn á ísjakanum þegar kemur að því að breyta niðurstöðum kosninga í heiminum, og ásakanir Trumps réttar þar af leiðandi um að sigurinn hafi verið tekinn af honum.

En það vona ég að Magnús muni á sinni vefsíðu fjalla nákvæmlega um túlkun sína á Völuspá betur, og þessi 2000 ár, því þann part var ég ekki viss um að ég skildi nógu vel.

Völuspá er það dulræn að fólk skilur hana á sinn hátt og þarf vel að útskýra hverja túlkun.

En allavega, það vona ég að hann hafi rétt fyrir sér, að heimsendir sé ekki í vændum. Nóg er um slíkar fréttir.

Erlendir spekingar fullyrða að heimsendir sé í nánd. Dómsdagsklukkan glymur brátt, er þeirra söngur, og það er okkur að kenna sjálfum, segja þeir fræðingar, í loftslagsmálum og í alþjóðlegum samtökum sem njóta mikillar virðingar.

Heimsendir getur verið margskonar.

Hann getur verið visthrun, endir efnislegs lífs.

Hann getur líka verið hrun menningar, þar sem andleg vakning á sér stað. Það felst í orðinu veröld. Veröld þýðir í raun tilvera mannsins, öld er sama og maður í fornu máli, og veröld gæti því einnig þýtt mannsins tími, eða menningin. Veraldarendir, sem er annað orð yfir heimsendi, gæti þannig þýtt endir menningarinnar, upphaf nýrrar menningar.

Íslenzkan er margslungin og margræð.

Takk fyrir spaklega og djúpviturlega athugasemd, Magnús. Hún vakti upp spurningar sem erfitt er að svara.


Metoo byltingin er að mildast en er að færast um leið inná meginstrauminn

Edda Falak er þekkt fyrir að vera í mestu framlínu femínismans. Heimildin er vinnustaður sem ætti að vera henni að skapi, þar er fólk með mjög femínískar skoðanir, samkvæmt þeirra pistlum og efni. Þó held ég að með þessu muni hún gera hefðbundnara efni, og mildast. Málareksturinn gegn henni frá móður sem ekki er sátt hlýtur einnig að hvetja hana til að nota hófsamari nálgun, sem lærðir blaðamenn temja sér, eins og á Heimildinni, þrátt fyrir róttækar skoðanir.

"Byltingin étur börnin sín", allir þekkja þetta máltæki. Heimurinn er glataður og búinn að vera, en rétt er að sætta sig við það að konurnar hafa sigrað og munu drottna þennan stutta tíma sem er fram að heimsendi, og ástæðurnar fyrir honum margar.


mbl.is Edda Falak til Heimildarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sættast við yfirvofandi kjarnorkustyrjöld, sem Joe Biden ýtir á og aðrir á Vesturlöndum

Það kom fram í síðasta Silfri á Rúv að sérfræðingar í málefnum Rússlands gátu ekki útilokað að heimurinn væri að stefna í gereyðingarstríð með því að ögra Rússum. Fólk ræddi um að rökhyggjan yrði kannski ekki ráðandi í reiðiköstum þessa stríðs með áframhaldandi stigmögnun, sem heldur áfram.

Ég gerði mér þann greiða að hugsa þetta mál til enda með rökréttum hætti.

Allir þurfa að deyja.

Dauðinn er yfirleitt alltaf sársaukafullur, aldrei skemmtilegur.

Ég verð aldrei frægur í þessum heimi. Djöflar kaupa ekki list, bara last, myndlast, ritlast og tónlast. Djöflarnir sjá til þess sem stjórna mannkyninu. Það er 99% útilokað að ég verði frægur í þessu helvíti sem jörðin er, því ég boða sigur á helstefnunni og lífstefnuna.

Rússar líta þannig á að næstum allar þjóðir séu óvinveittar þeim. Skynsamlegt eða hitt þó heldur að láta alla vestrænu hálfvitaþjóðirnar eins og okkar leggja sitt fávitalóð á vogaskálarnar með peningasendingum eða öðru sem er táknrænt en hefur ekki önnur áhrif en að gera Rússa reiðari!

Svo maður orði þetta á kristilegan hátt. Guð eyddi Sódómu og Gómorru vegna syndarinnar sem þar viðgekkst. Vesturlönd eru eytt syndabæli djöfullegt - og restin af þessari aumu jörð okkar svo sem líka, að mati Guðs Biblíunnar, vafalaust. Guð Biblíunnar hefur án efa sent þjón sinn Pútín til að refsa syndugum Vesturlöndum. Guð Biblíunnar mun því án efa eyða jörðinni eins og hann eyddi Sódómu og Gómorru, enda telur Pútín sig Guðs megin og að Guð standi með sér. Þar að auki á hann svo mikið af kjarnorkuvopnum að hann getur eytt heiminum mörgum sinnum, og varla eru Bandaríkin fær um að stöðva slíka gereyðingu, ef Pútín ákveður hana, og að hann hafi tapað og Rússland. Jafnvel sprengitöflurnar hans Bidens megna það varla eða tæki til að beina flaugum frá, því þær hljóta að lenda á endanum og bera með sér sama dauðann, sömu gereyðinguna. Hálfvitar forðast ekki gereyðingu með því að láta hana lenda á nágrannanum, það er alveg ljóst.

Vesturlandabúar allir með tölu haga sér næstum allir eins og slefandi fávitar með 0 í greindarvísitölu.

Í heimi sem maður hefur óbeit á er betra að deyja með öllum hinum í kjarnorkustríði. Þá deyr maður fullur af vissu um að óvinir manns hafa fengið sömu örlög og maður sjálfur.

Þetta geta allir jarðarbúar sagt sér, og nóg er hatrið, og ástæðurnar til að hata, og fáránleg ráðin til að stemma stigu við því auka það bara.

Rökrétt niðurstaða.

 

Að auki má benda á fleira.

 

Kjarnorkuógnin vex og dafnar miklu víðar en í Rússlandi og Úkraínu. Ísrael er búið að koma sér upp ríkisstjórn sem er harðvítugri en nokkru sinni fyrr, og það er kjarnorkuveldi. Ég veit ekkert hvernig það endar, en varla mikið fagnaðarefni að harðlínustjórnvöld séu tekin þar við völdum.

Síðan er það Kína. Það er kjarnorkuveldi líka, og nú er fólk farið að tala um það að stríð á milli Bandaríkjanna og Kína sé óhjákvæmilegt eftir tvö ár eða svo. En hvað það er nú huggulegt allt saman! Nei, fólk þarf ekki að deyja úr kulda í öllum þessum kjarnorkusprengingum sem verið er að plana!

Síðan er það skemmtilegi karlinn í Norður Kóreu sem elskar bandarískar bíómyndir og er vinur Trumps. Hann vill ábyggilega ekki láta sitt eftir liggja þegar allir hinir eru komnir af stað.


mbl.is Verða að vera tilbúin að prófa kjarnorkuvopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál nútímans má oft leysa með því að læra speki fortíðarinnar og fyrri kynslóða

Mikið hefur verið rætt og ritað um könnunina sem sýndi að skoðanafordómar eru langverstu fordómarnir á Íslandi. Á Hringbraut í gær kom fram tvennt sem ég vissi ekki og kom fram í sömu könnun en hefur fengið minni athygli, að þriðjungur þjóðarinnar telur að Djúpríkið stjórni pólitíkinni á Íslandi og svo að fjórðungur telur að flóttamannastraumurinn til landsins sé að grafa undan kristninni í landinu. Þannig að ekki eru íhaldssamar skoðanir eða þjóðernisskoðanir horfnar úr þjóðarsálinni, það er bara sama gamla sagan, að sumt er blásið úr í fjölmiðlum á meðan annað fær minni athygli sem er ekki síður áhugavert.

Þriðjungur þjóðarinnar er mjög mikið, sem telur að Djúpríkið sé ástæða fyrir spillingu og hversu illa gangi að hjálpa fátækum og jafnvel ríkum á þessu landi.

Ef misvitrir fjölmiðlamenn gætu bara skilið að þessi þriðjungur sem aðhyllist samsæriskenningar er frekar von og framtíðarljós landsins en þeir sem fylgja spillingunni, þá gæti komið betri niðurstaða úr viðtölum þeirra við hálærða og ólærða.

Við þurfum að fá andann og sálina aftur inní þjóðlífið og menninguna. Við þurfum að losna við vélræna fullkomnun reglugerða sem flækja lífið en gera það ekki auðveldara.

Sumir gera sér grein fyrir því að það er vandamál þegar báknið blæs út á kostnað frjálsrar samkeppni og lítilla fyrirtækja eða meðalstórra. Oft er notuð sú röksemd eða strámaður, þegar betur er að gáð, að hægrimenn vilji ekki gott heilbrigðiskerfi, að ríkið eitt geti sinnt slíkum störfum.

Það er nóg til af fólki á þessu landi sem vill vinna góðverk og hjálpa öðrum. Það sést vel á því hversu margir fara til útlanda að sinna hjálparstörfum, til dæmis. Þennan eiginleika þarf að virkja öðruvísi en í þágu ríkisins og risafyrirtækja erlendis.

Þegar talað er um einkarekna heilbrigðisþjónustu finnst mér hægt að brjóta þá hugmynd niður í margar einingar, og sumar ekki endilega hágróðaeiningar, heldur það sem myndi byggjast á hóflegri verðlagningu og meiri áherzla væri á þjónustu við eldra fólk og þá sem minna mega sín. Ég held nefnilega að það finnist margir sem vilji vinna gefandi vinnu, og vita að ekki er allt metið til fjár.

Mjög margt er gott við Ísland, en það er ákveðin tilhneiging til að stökkva á sama vagninn, hvort sem hann fer útí ófærur eða gróðalönd gullþorstans eða manngæzkunnar og mildinnar.

Sumir af þeim sem gagnrýna Sólveigu Önnu finnst mér gera það af öfund á hennar mannkostum, en öðrum finnst hún fara offari. Já, það er ekki laust við að þannig líti þetta stundum út að vísu.

Eitt af því sem má gagnrýna við íslenzka þjóðarsál er þegar fólki finnst það of fínt að vinna láglaunastörf. Ég er raunar á því að menntakerfið sé ein stór froða, því hvorki verður hamingjan meiri með aukinni menntun né gróðinn, nema stundum.

Á þessu ári ríkir hvirfilvindur á mörgum sviðum hjá mörgum þjóðum. Það er verðbólga, stríð í Evrópu, náttúruhamfarir, stríð á milli kynjanna og mótmæli eru víða.

Einar Oddur Kristjánsson og Þjóðarsáttin er nokkuð sem má ekki gleymast. Það er að minnsta kosti staðreynd að eftir Þjóðarsáttina komst á eitt mesta góðæristímabil sem sögur fara af á Íslandi, og vafalaust margar ástæður fyrir því, en Þjóðarsáttin þó stór partur af því dæmi sennilega.

En við erum ekki á þeim stað í þjóðfélaginu núna. Kröfur Eflingar og Sólveigar Önnu koma beint út Sósíalistaflokknum, þar sem Gunnar Smári Egilsson ræður miklu. Annar bloggari, Wilhelm Emilsson, fjallaði um pistil sem Sólveig Anna byltingarforingi í Eflingu ritaði í Kjarnann sáluga 19. ágúst 2021, en þar má lesa að hugmyndir Sólveigar Önnu eru alveg sambærilegar við þeirra sem eru í Sósíalistaflokknum, enda hefur hún verið á lista hjá þeim.

Ég hef reyndar oft hrifizt af málflutningi Gunnars Smára Egilssonar þegar hann hefur látið gamminn geysa á Útvarpi Sögu, enda er ég óflokksbundinn í eðli mínu og get fundið eitthvað gott og vont í öllum flokkum.

Allavega, þjóðin má ekki gleyma Einari Oddi Kristjánssyni og Þjóðarsáttinni.

Það er augljóst að verðbólgan étur af lægstu launum allra og kjararýrnunin er mikil þessa dagana. Þessvegna er eðlilegt að verkföll byrji á svona tímum.


mbl.is Óábyrgt hvernig deiluaðilar tala hvor við annan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðvituð syndgun sem áhugamál

Ég geri mér grein fyrir því að í Biblíunni stendur að fólk eigi ekki að leita frétta af framliðnum, hvort sem það er skipun eða ábending. En ég varð ungur að taka þessa ákvörðun, hvort ég færi inná braut Nýals og vísindanna eða yrði bókstafstrúarmaður. Ég valdi Nýalsbrautina.

Afabróðir minn kynnti mig fyrir þeirri stefnu, og hluti af henni er að leita frétta af framliðnum, sækja miðilsfundi, sem reyndar kallaðir eru sambandsfundir hjá því félagi.

Snýst ekki nútíminn um mismunandi syndir? Skilgreinir ekki fólk sig næstum allt með fjölskrúðugum syndum og óhlýðni við Biblíuna, guð Biblíunnar eða eitthvað í þeirri menningu?

En ég ætla að segja frá því að á síðasta fundi kom fram maður sem sagðist vera 300.000 ára gamall, eða hafa verið þá uppi á jörðinni, og sagðist vera hluti af fyrsta fólkinu sem kom út af Adam og Evu. Hann talaði um að risarnir hefðu tekið systur sínar og frænkur fyrir konur, rétt eins og stendur í Biblíunni, og hann talaði um refsingar Guðs fyrir það sem gerðist þá. Þetta var algjörlega í samræmi við það sem stendur í Biblíunni, bara nákvæmara, um risana sem uppi voru á jörðinni og tóku sér mennskar eiginkonur og eignuðust með þeim afkvæmi.

Mér fannst þetta svo merkilegt að mér fannst ég verða að segja frá þessu, því kannski væri eitthvað kristilegt fólk til sem hefði áhuga á þessu.

Þetta styður nefnilega sköpunarkenningu Biblíunnar en ekki þróunarkenningu Darwins, og er stórmerkilegt þessvegna.

Þessi maður talaði um það að þetta hafi gerzt í Afríku fyrir 300.000 árum. Hann sagði að svörtu mennirnir hefðu komið seinna til Afríku, eða verið skapaðir af guðunum, eða Guði, notuð var fleirtala, og að hann tilheyrði þeim mátti skiljast, en að fyrst hefðu verið menn í Afríku ljósir á hörund eins og Evrópumenn, en dáið út.

Ef þetta er rétt þá eru skoðanir þeirra sem halda þessu fram ekki rangar, þótt þær séu kallaðar bábilja af vísindasamfélaginu vinstrisinnaða. Ef þetta er rétt er hægt að taka mark á sköpunarsögu Biblíunnar. Enda finnast oft steingervingar sem koma mönnum á óvart og breyta hugmyndum um þróun lífsins og mannsins á jörðinni. Sagt er jafnvel að sumu sé haldið leyndu sem finnst, ef það passar ekki inní hefðbundnar kenningar vísindanna á hverjum tíma.

Það eru Mósebækurnar sem geyma boð og bönn í Biblíunni, að stærstum hluta. Bannið við því að leita frétta af framliðnum er á svipuðum stað og bannið við húðflúrinu. Það má spyrja sig hvort það skilji ekki meira eftir að leita frétta af framliðnum en að fylgja tízkunni og láta líkamann bera tákn af einhverju tagi eða myndir.

Án efa þarf að breyta mannkynssögunni og skrifa hana uppá nýtt, ekki einu sinni heldur mörgum sinnum. Sífellt koma fram nýjar upplýsingar um fortíðina. Það er mjög áhugavert að fræðast um fortíðina, fá fyllri mynd af því sem skeði.


Femínisminn er aðalglæpurinn gegn mannkyninu. Fólksfækkun hefur fylgt þeim breytingum.

Mér hefur lengi fundizt að klisjan "glæpur gegn mannkyninu" sé rangt notuð þegar hún er notuð um stríð eða stríðsglæpi.

Eftir seinni heimsstyrjöldina varð fjölgun í öllum löndum sem misstu fólk, sama hvort rætt sé um Þjóðverja, Breta, Bandaríkjamenn, Rússa, Ísrael, Pólland, "baby boom" kynslóðin kom eftir seinni heimsstyrjöldina, ein mesta barnsfæðingabylgja sem þekkt er í seinni tíð. Glæpur gegn þjóðum eða þjóðabrotum, eða trúarhópum eru glæpir gegn þeim vissulega og ótvírætt, en gegn öllu mannkynini í heild, finnst mér vafasamt.

Til að eitthvað sé glæpur gegn mannkyninu öllu þarf að fullnægja þessum skilyrðum:

 

1) Fyrirbærið ræðst á allar þjóðir jafnt, óháð uppruna eða kyni eða aldri.

2) Fyrirbærið fækkar einstaklingum af tegundinni Homo sapiens þannig að hægt sé að rekja fækkunina til fyrirbærisins eða rökstyðja að umrætt fyrirbæri valdi fækkun fólks.

3) Fækkunin sem fyrirbærið veldur er óafturkræf að einhverju leyti.

4) Fyrirbærið sem fækkar fólki er af mannavöldum að einhverju leyti.

5) Fyrirbærið sem fækkar fólki er tengt samsæri auðmanna, og þessvegna skipulagt en ekki tilviljanakennt náttúrufyrirbæri sem ekki er hægt að hafa áhrif á.

 

Ég þekki aðeins þrjú fyrirbæri sem falla undir þessa skilgreiningu.

 

1) Femínisminn.

2) Mengunin.

3) Erfðabreytiefni (bóluefni) sem fækka fólki, ef það verður hægt að sanna það. Enn er ég í vafa um þessar samsæriskenningar, en margt bendir til þess að kófið sé af þessu tagi, trúverðugar frásagnir og fréttir um umframdauðsföll til dæmis á Íslandi benda til þess.

 

Í Silfrinu hefur tvisvar verið fjallað um hugtakið "vistmorð" og ég er sammála því að það eigi að flokka sem glæp gegn mannkyninu.

 

Mengun kemur niður á öllum, bara mismikið á mislöngum tíma. Það fyrirbæri er skipulagt, aðför að mannkyninu, glæpur gegn mannkyninu.

 

Allsstaðar í velmegunarsamfélögum þar sem jafnrétti og femínismi sigra, þar fækkar fólki, fólk verður ófrjótt og eignast færri börn.

 

ÞETTA ER GLÆPUR GEGN MANNKYNINU. ÞETTA ÓGNAR MANNKYNINU.

 

Þegar hægt er að benda á tölfræði, hvernig vestrænar þjóðir eru að deyja út, þá er það ekki lengur samsæriskenning, heldur sannað samsæri. Margir hafa fjallað um Frankfurt skólann, og ekki þarf lengi að leita í fjölmiðlum til að sjá að öfgamarxismi er áberandi í samfélagi nútímans. Lagasetningar ganga mjög oft út á boð og bönn en ekki frelsi og frjálshyggju í nútímanum á Vesturlöndum.

Andlegar breytingar og félagslegar sem fara gegn heilögum hefðum eru í grunninn hættulegri og grunntækari en stríð.

Að vísu er það svo að þegar mannkyn er orðið heilaþvegið og dáleitt af femínisma, eins og Vesturlönd, þá heyja þau stríð sem geta orðið gereyðingarstríð, eins og Úkraínustríðið, þannig að mörkin á milli hefðbundins stríðs og félagslegs stríð eru þurrkuð út, Úkraínustríðið er hluti af Þriðju heimsstyrjöldinni, sem er stríðið á milli kynjanna og hefur staðið yfir lengi.


mbl.is Segja Rússa fremja glæpi gegn mannkyninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 44
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 728
  • Frá upphafi: 129843

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband