Bloggfærslur mánaðarins, október 2022
2.10.2022 | 12:46
Hannesarholt er góður staður
Ég hef spilað á allskonar stöðum og það er allt önnur tilfinning að spila í gömlu timburhúsi en í stórum sal steinsteypubákns. Þar fyrir utan var Hannes Hafstein auðvitað eitt aðalskáldið okkar Íslendinga, sama hvaða öld er viðmiðið. Það er vegna þess að nafn Hannesar Hafstein er tengt sjálfstæðisbaráttunni, fyrsti ráðherrann og orti ættjarðarljóð sem blésu mönnum kjark, bjartsýni og dug í brjóst, jafnvel ljóð eins og "Fákar" (sem Ómar Ragnarsson snéri eitt sinn útúr í dægurlagi sínu) lýsir ættjarðarást og stolti, því náttúrulýsingarnar eru svo magnaðar, tilfinningin svo skýr, lýsingin á íslenzkum veruleika og ekkert niðurrif eða bölsýni.
Húsið hans afa eða Ingvars bróðir hans hefðu getað orðið svona menningarsetur með sögu í Kópavogi.
Ég hef ekki spilað í Hannesarholti en hlustaði á eina tónleika þar áður en kófið byrjaði og það var mjög notalegur staður.
Mér finnst Reykjavík vera mjög til sóma í menningarlegum efnum og þar fær Dagur B. Eggertsson algert hrós frá mér, enda löng og rík hefð fyrir menningarlegum gildum hjá vinstrimönnum og jafnaðarmönnum.
Mér finnst Hannes Hafstein jafnvel enn betra skáld en hann er af mörgum talinn. Að minnsta kosti mætti rifja ljóðin hans upp og margra annarra þjóðskálda. Sem unglingur gerði ég lög við nokkur ljóða hans, og eitt söng ég á Holtaveginum árið 2000 þegar árshátíð var á vegum KFUM og KFUK. Það var raunar ástarljóð en ekki trúarljóð, en ég held að Hannes Hafstein hafi ort meira af veraldlegum kveðskap en trúarlegum.
Góðir áheyrendur eru samt auðvitað aðalmálið þegar að tónleikum kemur. Stundum er maður svo heppinn að allir hlusta með andakt og segja ekki múkk. Það er sjaldgæfara á öldurhúsunum um helgar, þá er oftast skvaldur. Þó kemur fyrir að fólk kemur til að hlusta þegar vín er við hönd.
Ég hef alltaf reynt að syngja texta eða kvæði með boðskap. Því miður hef ég oft verið óskýrmæltur og sungið lágt svo fólk hefur ekki alltaf greint orðaskil. Kannski hefur Megas haft meiri áhrif á mig en ég hef áttað mig á.
Það er frekar óhagkvæmt að koma fram á tónleikum með löngu millibili að sumu leyti. Bítlarnir fengu eldskírn í Þýzkalandi á sínum tíma. Það má líkja tónleikahaldi við að vera sjómaður, maður herðist og þjálfast ef maður þarf að spila mikið á stuttum tíma, feimnin fer af manni, ef maður gefst ekki alveg upp og hættir.
Fleiri tónlistarmenn þurfa að huga að góðri textagerð nú til dags, hvort sem þeir syngja á ensku eða íslenzku.
Annars er það rétt að kunnátta og færni í hljóðfæraleik er miklu meiri og almennari en var fyrr á tímum. Miklu fleiri hafa lært, sem er gott.
Einnig er það merkilegt hvað auðvelt er að fá góðan hljóm í græjum í dag. Algengast var áður fyrr að hljóðkerfin væru léleg og ódýr á þessum tónleikastöðum.
En ég hef lítinn smekk fyrir öllum tónlistarstefnum nútímans, rappi og öllum afleiðum þess. Eini kosturinn við rappið er vönduð textagerð oft þar.
![]() |
Hannesarholt opnar á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2022 | 14:41
Framsóknarflokkarnir þrír. Gott að læra af Miðflokki og Framsókn, VG
Fáir hafa betur talað um nauðsyn þess að landið sé sjálfu sér nógt eins og Sigmundur Davíð. Ekki er slæmt að landinu skuli stjórna þríein ríkisstjórn Framsóknar, Framsókn er nú einusinni sögulega séð upphafsflokkur þjóðernisíhaldsins, þar sem fólk má nota skynsemina.
Katrín veit og skilur að VG er með rætur í sveitum landsins líka og þótt hún hafi tekið undir margt hjá íhaldinu er hún ennþá þjóðernisíhald að einhverju leyti eins og Steingrímur J. Sigfússon, þótt umdeildur sé.
Þegar maður les þessa frétt þá fyllist maður von um að jafnvel Katrín forsætisráðherra hafi nokkuð af ágætis viti stundum, og geri sér grein fyrir því að velmegunin sem búið er að koma á með mikilli vinnu síðastliðna áratugi er í hættu, kjarnorkuógn og gereyðingarógn ekki síðri en í kalda stríðinu vofir yfir.
Hvernig sem allt fer þá er alltaf skynsamlegt að huga að nauðsynjum og sjálfstæði hvers lands.
Samheldnir eru þessir flokkar og það er gott á erfiðum tímum í heimsmálunum.
![]() |
Kaupa ekki niðursuðudósir og olíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2022 | 04:18
Hinn fallni engill sem lofar öllu fögru
Við skulum minnast þess að á meðan fullkomin sturlun stjórnaði ekki heiminum ríkti feðraveldið og blómstraði. Síðustu leifar feðraveldisins í Íran og Afganistan eru eins og guðsríki á jörð eða ljós í myrkrinu þrátt fyrir að reynt sé að gera þeim lífið eins erfitt og hægt er.
Nú er heimurinn á barmi gjöreyðingar. Sama hvernig það fer, gjöreyðingin er femínisminn. Samael vill ná tökum á anda þínum, Samael, sem sumir kalla Satan. Að efninu sé fórnað fyrir valdagræðgina er svo enn ein svívirðingin í þessu valdatafli.
Kærleikurinn er í Biblíunni og öðrum trúarbrögðum þar sem full heimspeki er, og hún var í eldri trúarbrögðum einnig, án efa, því þá útrýmdi mannkynið sér ekki að minnsta kosti.
Það er ósköp auðvelt að fyrirgefa konum sem eru femínistar. Það er Samael sem talar í gegnum þær, og stjórnar þeim. Armageddon í Úkraínu eða annarsstaðar er formsatriði.
En það hvernig Djöfullinn æsir sig á okkar tímum sýnir þó að eitthvað er tvísýnt í þessu. Einhver fyrirbæri eru til hjálpar, því þrátt fyrir skelfilega atburði núna eftir kófið er einhver von til staðar enn, vonandi.
Spákortin fyrir þessi ár eru þannig að forðast ætti stríð fyrir alla muni. Mikil óheillaþróun hefur verið í heiminum eftir kófið, og sér ekki fyrir endann á henni.
Ef við trúum Biblíunni kemur sælutími eftir þessar þrengingar sem eru núna. Hvort sem við trúum því að sá sigur felist í að Rússar tapi og Pútín eða það sem ég tel líklegra, að Vesturlönd láti af femínisma sínum og komist aftur í jafnvægi feðraveldisins, þá er það þetta sem Biblían gefur í skyn, að eitthvað skárra komi eftir svona styrjaldartíma.
![]() |
Blása til samstöðufundar á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 19
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 142726
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 391
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar