Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2021
7.8.2021 | 00:55
"Tunglsljós" eftir Bob Dylan, túlkun á öllum textanum.
Þetta ljóð eða söngtexti er frá plötunni "Ást og rán" frá 2001, og er eins og mörg seinni tíma verk Dylans gætt dulúð sem hægt er að túlka á ýmsan hátt, á yfirborðinu er þetta venjulegt ástarlag, en sé kafað dýpra vakna efasemdirnar og því hafa líka þeir sem menntaðir eru í textarýni túlkað þetta sem morðballöðu. Túlkun eftir David Weir er til á netinu, en hann held ég mikið upp á sem textarýni, þótt mér finnist hann stundum túlka ljóðin á of kristilega bókstaflegan hátt, en það er líka það eina sem ég hef útá hans skörpu rýni að setja, sem er nákvæm og fræðileg.
Ég tek allt ljóðið fyrir, enda er það slík heild, fullt af náttúrulýsingum sem ekki er hægt að túlka nema sem náttúrulýsingar, nema á einstaka stað.
Þegar ég tek eitt erindi fyrir stakt í hvert sinn er það þegar hvert orð er þrungið merkingu og hver setning, og ekki er hægt að komast yfir túlkun með vandlegum hætti nema taka eitt erindi fyrir í einu. Þannig er það ekki í þessu tilfelli, það hentar betur að túlka allt ljóðið í einu, það er slík samhangandi eining ljóðmynda og merkingar.
Svona er þýðingin yfir á laust mál:
"Árstíðirnar koma og fara og sorgmædda hjarta mitt þráir að heyra aftur ljúft lag söngfuglsins. Viltu ekki hitta mig úti í tungljósinu - bara við tvö? Ljósið sem er að dvína, dagurinn sem tapar, brönugrösin, valmúarnir, sólhattarnir, jörðin og himininn sem bráðna með holdi og beinum, viltu ekki hitta mig úti í tunglsljósinu - bara við tvö? Loftið er þykkt og þungt meðfram stíflugarðinum þangað sem gæsirnar til sveitarinnar hafa flogið. Viltu ekki hitta mig úti í tunglsljósinu - bara við tvö? Gott og vel, ég predika frið og einingu og blessun róseminnar en samt þekki ég rétta tímann til að gera árás. Ég mun taka þig yfir fljótið væna, þú hefur enga þörf fyrir að dvelja hér lengur, ég þekki hvað þú vilt. Skýin eru að verða dökkrauð, laufin falla af trjánum og greinarnar kasta skuggum sínum yfir steina. Viltu ekki hitta mig úti í tunglsljósinu - bara við tvö? Breiðgatan sem er hulin kýprusviðnum, grímudansleikur fuglanna og býflugnanna, krónublöðin bleik og hvít sem vindurinn hefur borið, viltu ekki hitta mig úti í tunglsljósinu - bara við tvö? Vaxandi mosinn og dulræn birtan, fjólublár blóminn mjúkur sem snjór, tár mín halda áfram að flæða í sjóinn. Læknir, lögfræðingur, indíánahöfðingi, aðeins þjófur nær þjófi, fyrir hvern glymur bjallan væna? Hún glymur fyrir okkur tvö! Púlsinn rennur gegnum lófa minn, beittar hæðirnar rísa frá gulum völlunum með beygðar eikur sem stynja, viltu ekki hitta mig úti í tunglsljósinu - bara við tvö?"
Þetta er vandlega saman sett kvæði, eins og sígilt málverk, fullt af smáatriðum, eins og landslagsmynd með tilfinningum innbyggðum í það. Þetta er einn af mörgum söngtextum sem hafa sannfært þá sem véla um Nóbelsverðlaunin að Bob Dylan væri þeirra verðugur í bókmenntum, sem hann auðvitað er, og þótt fyrr hefði verið.
Ég ætla ekki að túlka þetta frá orði til orðs, enda væri það til einskis, þar sem ekki er reynt að vera með neinar dulrúnir í öðru hverju orði eins og í "beztu" ljóðum Dylans, þessum sem urðu til þess að hann var talinn spámaður um 1965, þegar hann sló endanlega í gegn, varð heimfrægur, elskaður og dáður af milljónum.
Ég ætla að bera saman túlkun þá sem David Weir kom með og þessa sem er á síðunni "Songmeanings", þar sem allir þeir sem vilja fá að láta ljós sitt skína og túlka allskonar söngtexta.
David Weir segir þetta morðballöðu en tveir eða þrír Dylan aðdáendur á "Songmeanings" síðunni segja þetta eitt einfaldasta og rómantískasta lag Dylans. Hvor skoðunin skyldi nú vera sú rétta?
Ég hallast að því að trúa David Weir. Hann er meiri fræðimaður og er vanari að túlka svona texta, svona ljóð. Það eru nefnilega smáatriðin sem skipta máli, eins og hann veit og hefur útskýrt í sínum pistli um ljóðið.
David Weir notar fáein orð og setningar til að útskýra mál sitt.
..."Þekki ég rétta tímann til að gera árás"...
..."Skýin eru að verða dökkrauð"...
..."Aðeins þjófur nær þjófi"...
..."Grímudansleikur fuglanna"...
..."Ég mun taka þig yfir fljótið væna"...
..."Loftið er þykkt og þungt"...
..."Púlsinn rennur gegnum lófa minn"...
..."Beittar hæðirnar"...
..."Fyrir hvern glymur bjallan væna?"...
..."Beygðar eikur sem stynja"...
..."Þú hefur enga þörf fyrir að dvelja hér lengur"...
Fyrir það fyrsta telur hann að "fljótið" sé fljótið Styx, í grískri goðafræði, sem dauðir fara yfir, eða þeir sem fara í dauðalandið.
Setningin að "gera árás" virðist ekki eiga heima í ljúfu ástarljóði, eða hvað?
"Beittar hæðirnar" telur hann lýsingu á hníf.
"Beygðar eikur" gætu verið deyjandi manneskjur, eða manneskja.
"Grímudansleikur fuglanna", gefur í skyn að engin raunveruleg gleði sé til.
David Weir túlkar þetta þannig að sögumaður sé í sjálfsmorðs og morðshugleiðingum, en telur þó ekki víst að af þeim verði, þar sem greina megi lífslöngun og von í kvæðinu einnig.
Hann heldur því réttilega fram að sá sem tjáir svo myrka kvöl sálarlífsins sé betur staddur en sá sem byrgir slíkt inni og ekki segir frá henni.
Samt, á móti kemur að kvæðið ber vott um hugarró, og áætlun, sem frekar er hrint í framkvæmd af einhverjum svona aðila, sem virðist nokkuð kaldrifjaður, og lýsa gleði og sorg sem einhverju sem honum (eða henni ef um lesbískt samband er að ræða) finnst ekki markverðar tilfinningar. (Dear, sem er ávarpsorðið á ensku í kvæðinu gæti reyndar einnig verið sagt við karlmann þannig að mögulegt er að kvæðið lýsi konu í svona hugleiðingum gagnvart karlmanni eða strák). (Einnig gæti verið um tvo samkynhneigða karlmenn að ræða, því eins og sagt er "dear" er bara ókynbundið gæluyrði, elskan, þótt það sé þýtt sem vinan hér, í samræmi við ákveðna svona hefð í bíómyndum og skáldsögum).
Svona tvíræðni er ekki á færi allra. Dylan sýnir hér meistaratakta í kveðskapnum eins og svo oft áður.
Ég verð nú að segja að síðastliðin 30 ár á ferli Dylans er ekki mitt uppáhaldsskeið á hans ferli, en það er vert að skoða það líka.
Þetta er ekki eins margrætt og hans beztu verk, en vekur samt spurningar.
Hann lýsir því nokkuð vel þarna hvað manneskjur geta verið flóknar og margræðar og erfitt að skilja þær eða þekkja til fulls.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þessum pistli ætla ég að nota þann málflutning sem Ómar Geirsson hefur oft notað, að tala fyrir varkárni. Mér er það vel ljóst að það fólk sem lendir í lífshættu út af kófinu er flest aldrað eða með undirliggjandi sjúkdóma en við sem velferðarsamfélag getum ekki verið þekkt fyrir að leyfa spítölum að fyllast og að ekki sé hægt að sinna þessu fólki.
Stjórnvöld hafa klúðrað málunum að þessu sinni, það er alveg ljóst. Þau treystu of mikið á bólusetningarnar en þetta er ekkert nema tilraun með þjóðina sem sumir segja að sé fjöldamorð, og mun vonandi ekki reynast rétt, en ef það verður rétt er það stærsti glæpurinn gegn mannkyninu frá upphafi.
Nú hafa stjórnvöld tvo kosti:
A) Að stíga á bremsuna og verða kannski enn umdeildari, kannski vinsælli, og bjarga fólki sem er þegar lent á spítala eða mun þurfa á aðstoð þar að halda.
B) Leyfa spítölum að yfirfyllast og játa það klúður sem upp er komið, að spítalar hafa verið fjársveltir, læknar hafa farið til útlanda, nýtt húsnæði vantar og stjórnvöld eru sek um klúður núna í sumar, þótt vel hafi gengið áður en þjóðin varð fullbólusett.
Við erum mannúðarsamfélag og því hljóta yfirvöld að grípa til aðgerða. Sannleikurinn er þó sá að úr því að varkárni var ekki viðhöfð fyrr í sumar er þetta komið úr böndunum. Fáránlegast af öllu að mest er um smitin eftir að búið er að bólusetja 90% þjóðarinnar, og nú vilja þau bólusetja unglinga?
Beztu orðin sagði Þórólfur sóttvarnalæknir: Það var almenningi að þakka að vel gekk í fyrstu.
Að passa landamærin er auðvitað sjálfsagt, en hætt er við að það dugi ekki eitt og sér. Nú hefur Þórólfur gefið það í skyn að allt sé að fara í óefni, en hann neitar að koma með minnismiða ennþá og setur boltann á óábyrga ráðherra og lýðskrumara.
Það er þessari ríkisstjórn ekki til sóma að oftreysta gagnslitlum bóluefnum eða fylgja í blindni Sóttvarnarstofnun Evrópu eða öðrum erlendum stofnunum. Við erum enn sjálfstæð þjóð. Það gekk að verja mannslíf í byrjun faraldursins, nú en hvaða eftirmæli fær þessi ríkisstjórn ef hún sofnar á verðinum á lokasprettinum?
Það kostar ekki að hvetja almenning til að fara gætilega. Hitt er verra að þetta er eins og rússnesk rúlletta og því er ábyrgðin mikil hjá stjórnvöldum.
Ég hef samþykkt í umræðum mínum við þá sem vilja fara opnu leiðina að bóluefnastefnan er komin í þrot og hefur afsannað sig að miklu leyti. Lokunarstefnan er þess vegna eina stefnan sem getur forðað miklum vanda á spítölunum, ef það er ekki orðið um seinan. Einnig er hægt að hafa allt opið en hvetja landsmenn til að fara gætilega sem vilja fara þá leið, en mun það virka?
Katrín forsætisráðherra virðist hafa sleppt stýrinu í sumar.
Staðan á spítalanum yfirvöldum til skammar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
DV er með áhugaverða frétt í dag: "Ný rannsókn - væg veikindi barna af völdum kórónuveirunnar og skammvinn eftirköst".
Þetta er stór rannsókn og því marktæk. 400.000 börn prófuð, helmingurinn með Covid-19 og helmingurinn án þess. Ef menn treysta þessum prófunum ættu þeir að taka mark á þessu. Vísindamenn við King's College London gerðu rannsóknina. Flest börnin náðu sér á sex dögum. Aðeins elztu börnin glímdu við skert lyktar- og -bragðskyn í nokkurn tíma.
Ekki er greint frá neinni sjúkrahúsinnlögn af þessum stóra hópi eða andláti. Höfuðverkur og þreyta voru algengustu einkennin sem komu fram.
Það er hægt að ræða um þetta mál frá ýmsum hliðum og margir hafa ýmislegt til síns máls. Þeir sem halda því fram að þetta séu bara óþarfa áhyggjur í forkólfum heilbrigðiskerfisins fá hér stuðning fyrir því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gleymdi að fjalla um afmælið hennar Siggu ömmu sem var 23. apríl, þá hefði hún orðið 106 ára, hún fæddist 1915. Ég var minntur á það að slíkt væri gott að rifja upp.
Já hún var dásamleg sómakona hún amma Sigga, og gekk mér að ýmsu leyti í móðurstað þegar mamma var djammandi á sínum yngri árum.
Þau voru bæði mikið sjálfstæðisfólk og á morgnana þegar maður fékk nesti og var á leiðinni í skólann heyrði maður ömmu tala um pólitík, næstum á hverjum morgni. "Ekki lýgur Mogginn" sagði hún hvassri röddu þegar einhver efaðist um sannleiksgildi fréttanna.
Afi var þöglari og oftast var það amma sem vildi fá staðfestingu á fullyrðingum sínum um pólitíkina.
Þegar ég var 1o ára brauzt pönkið út og krakkarnir í skólanum töluðu um Bubba Morthens. Þá fór Skafti íslenzkukennari að tala um Bubba Morthens, Megas og Bob Dylan og um kommúnisma sem hann hélt uppá. Þá varð ég meðvitaður um pólitík.
Amma var mjög orkumikil. Hún fór snemma á fætur og vann húsverkin, og vakti mig í skólann þegar ég svaf yfir mig. Hún kvartaði sjaldan og á samband hennar og afa bar aldrei skugga sem heitið gæti.
Amma hafði háa, skæra og sterka rödd sem hún beitti mikið og vel. Hún var ákveðin þótt hún væri alltaf heimavinnandi og hafði sterkar pólitískar skoðanir. Hún var mjög góð söngkona og kunni utanað mörg revíulög og lög úr útvarpinu. Það var mikill söngur á mínu æskuheimili því þau sungu bæði mikið hún og afi. Þau sungu í akstri, það var ekkert útvarp í Oldsmobílnum, sem alltaf var kallaður "Gamli bíllinn", því hann var endurgerður og í toppstandi en upprunalega frá árinu 1926. Afi gerði hann reglulega upp svo hann virkaði alltaf vel.
Ég fékk þess vegna nasasjón af þeirra samtíma í gegnum þau, ég held að amma hafi verið ekta "fiftís" húsmóðir, þá var hún ung kona. Hún var svo snyrtileg, hvergi mátti sjást rykkorn, bakaði brauð sjálf og kökur.
Þegar ég minnist hennar finnst mér hún hafa verið miklu ákveðnari en þessir femínistar, því amma lifði samkvæmt ströngum siðalögmálum, var sannkristin og ástrík líka.
Ég furða mig á því þegar ég hugsa til baka hvað hún amma Sigga var alltaf orkumikil, kát og hress, en það gat fokið í hana samt og hún orðið reið, sérstaklega við mömmu, og þá stóðu þær eins og tvær valkyrjur og hljóðin voru mikil.
Það var einn fastagestur sem kom reglulega með bílinn sinn í viðgerð á verkstæðið sem var alveg eldrauður kommúnisti og þegar hann og amma töluðu saman minnti það svolítið á rifrildin milli hennar og mömmu. Hann var vörubílstjóri með mjög lélegan bíl sem afi gat alltaf lagfært.
Þá var engin kaffistofa á verkstæðinu sjálfu og viðskiptavinirnir komu niður í hús og amma bauð þeim kaffi og meðlæti og ræddi við þá, var fróð um ættfræði til dæmis.
Hann hét Ólafur og ég held að hann hafi bara kunnað vel við að ræða við ömmu þótt þau væru lítið eða ekkert sammála í pólitíkinni.
Þegar ég var 26 ára samdi ég lagið "Sannleikurinn er ekki í blöðunum" og það kom út á hljómdisknum "Við viljum jafnrétti" frá 2002. Það var mér nefnilega opinberun að átta mig á því að til væru falsfréttir, löngu áður en Trump fór að tala um slíkt.
Ég ólst upp við það að það væri satt sem stæði á prenti. Einhvernveginn var það amma sem sannfærði mig um það. Efagirnin hefur aukizt mikið síðan.
Það er nokkuð til sem heitir víxlmögnun kynjanna, en dr. Helgi Pjeturss fjallaði um slíkt í Nýölum sínum. Líforkan kemur úr þessari víxlmögnun kynjanna. Þessvegna er það mjög heimskulegt að hatast útí hitt kynið, eins og mér finnst alltof áberandi í nútímanum, það tekur burt líforkuna. Satan stjórnar femínismanum, ég er alveg handviss um það, enda er femínisminn egósentrískur og byggist á eigingirni eins og augljóst er ef maður hefur kynnt sér trúarbrögð og þeirra boðskap.
Þess vegna er menningin hrunin, vegna þess að grundvöllur menningarinnar er kærleikurinn, sem vantraustið eyðir.
Ég minnist þess mjög vel þegar biskupsmálið kom upp árið 1996 að amma Fanney stóð með Ólafi biskup og var mjög ákveðin í því, og líka Rannveig nágrannakona okkar, sem var vinkona ömmu. Þá er ég viss um að amma hefði verið sammála þeim líka.
Þetta er svolítið merkilegt með hliðsjón af því að amma Fanney var álitin mikil kvenréttindakona af ömmu Siggu, mömmu og flestum þegar ég var pínulítill, því hún tók við búðinni hans afa í föðurættinni þegar hann dó.
Samt sagði hún um konurnar sem ásökuðu biskupinn, þótt hún hafi verið álitin mikil kvenréttindakona og studdi Alþýðuflokkinn:"Þær eru bara athyglisjúkar og eru að ráðast á góðan mann, guðsmann."
Svona breytist nú samfélagið, og svo eina rétta orðið yfir slíkt er móðursýki fjöldans, múgsefjun og helstefna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2021 | 02:00
Þórólfur sagði loksins í kvöldfréttunum á RÚV að hjarðónæmi geti ekki myndazt með bólusetningum.
Sofandi útigangsmaður í ruslagámi fullum af Covid-19 mettuðu rusli, en smit finnst ekki í honum ennþá.
Ekki finn ég þá tilvitnun í Þórólf í vefútgáfu RÚV sem vakti mesta athygli mína í kvöldfréttunum þann 3.8.21. Þar viðurkenndi hann loksins að það hafi komið sér á óvart hvernig "vírusinn" hegðaði sér og að hjarðónæmi GETI EKKI MYNDAZT MEÐ BÓLUSETNINGUM. Þetta sagði hann í kvöldfréttunum, en ekki er verið að endurtaka þetta merkilegasta sem hann sagði í vefútgáfunni. Skrýtið.
Loksins kemur það í ljós að hann er ekki alveg samþykkur öllum skipunum að utan, það eru farnar að "renna á hann tvær grímur", finnst manni.
Niðurstaðan af þessu öllu er: THEY DON'T HAVE A CLUE WHAT THEY'RE DEALING WITH.
Já, búið er að sanna að "vírusinn" er manngerður, en af hverju gerir þá ekki almenningur byltingu gegn fjölmenningarelítunni? Af því að búið er að heilaþvo almenning með kommúnistarugli og fjölmenningarkjaftæði?
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk sem hefur orðið undir í lífinu finnst sofandi í ruslagámum. Þá vaknar spurningin: Hvar er sjálfsvirðingin? Er þetta niðurstaðan af þeirri heimsmenningu sem hatar rasista en elskar margt sem áður var fordæmt, í hinni kristilegu feðraveldismenningu?
Annars kemur þessi tilvitnun úr upplýsingafundinum frá 3. ágúst 2021.
Ég skrifaði þetta niður:
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir spurði:
"En kemur þessi útbreiðsla á óvart?"
Þórólfur svarar:
"Hún kemur mér sérstaklega á óvart. Hvað það virðist auðvelt fyrir bólusetta að smitast og smita aðra, jafnvel þótt þeir veikist ekki eins alvarlega.
Það þýðir bara að þetta svokallaða hjarðónæmi sem við erum búin að ræða um margoft, að ÞVÍ VERÐUR EKKI NÁÐ MEÐ BÓLUSETNINGU - MEÐ GÓÐU MÓTI".
Þetta er orðrétt skrifað upp af mér úr fréttunum og upplýsingafundinum 3.8.2021. Þetta voru hans orð, orðrétt höfð eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2021 | 00:49
Skólaárin rifjast upp við þessa frétt
Gaman er að sjá skólasystur mína, hana Ingu Maríu brosandi og hamingjusama með eiginmanninum Bolla Kristinssyni.
Hún gerði það gott á Stöð 2 fyrir hrunið með sketsaþættina "Stelpurnar" ásamt öðrum þekktum leikkonum. Annars þekki ég bræður hennar betur, þá Ella og Ómar.
Ég féll í fyrsta bekk í MK 1986 - 1987, því ég tók aldrei bækurnar uppúr skólatöskunni, lærði aldrei heima. Ég náði svo fyrsta bekk 1987 - 1988, í endurupptöku og á blandraðri braut, því þá leið mér betur, var tilbúinn að stunda félagslífið meira.
Ég vildi ekki læra fyrir aðra. Ég var alltaf sannfærður um það samsæri að þjóðfélagið vildi gera úr manni þræla, og að maður þyrfti að vita tilganginn með náminu. Eina pointið í skólagöngunni fannst mér að kynna mig sem tónlistarmann og kynnast einhverjum áhugaverðum persónum.
Af því að allir hinir voru tilbúnir að læra var ég ekki tilbúinn til þess, nema hafa sérstaka ástæðu. Kannski má kalla þetta athyglibrest. Ég hef oft átt erfitt með að einbeita mér og klára bækur. Samt þegar ég náði prófunum þurfti ég ekki að klára allar skólabækurnar, nóg fannst mér að fara í gegnum glósurnar úr tímunum og leita að einhverjum aðalatriðum og reyna að muna þau fyrir prófin. Það virkaði, nema í stærðfræði og slíkum fögum þar sem þjálfun var aðalatriði, sem ég nennti aldrei að leggja á mig. Ég var harðákveðinn í því að verða frægur tónlistarmaður, og vildi ekki láta neitt annað þvælast fyrir.
Ég blómstraði hinsvegar í íslenzku og þurfti ekkert að leggja á mig til þess. Það var mér algjörlega eiginlegt.
Oft ræddum við Elli bróðir hennar um pólitík eða tónlist þegar ég var í heimsókn á Marbakkabrautinni hjá þeim. Við kynntumst í unglingavinnunni í Kópavogi og urðum vinir og kunningjar vegna þess að báðir héldum við gríðarlega mikið upp á Bob Dylan og gátum talað endalaust um hann.
Mér finnst Inga María hafa blómstrað meira með árunum. Hún skar sig ekki úr í skóla fannst mér, en viðkunnanleg stelpa samt.
Mér þótti alltaf vænt um það að vel var klappað fyrir mér þegar ég kom fram á skólaskemmtunum sem tónlistarmaður.
Bolli Kristinsson og Inga María gengu í hjónaband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2021 | 03:26
Blikur á lofti í Kína og víðar
Ég las grein Björns Bjarnasonar af athygli, um Belti og Braut. Nú vantar hér á bloggið mann eins og Jóhannes Björn Lúðvíksson sem skrifaði bókina "Falið vald". Hann fylgist vel með hræringum í fjármálaheiminum. Hann hefur spáð því að efnahagskreppa geti leitt af heimsfarsóttinni.
Þetta skrifaði hann í fyrra:
"Kínverska fasteignaævintýrinu er lokið - og það satt að segja stóð miklu lengur en flest hagfræðilíkön reiknuðu með. Kínverska skuggabankakerfið nálgast gjaldþrot og fasteignaverðið hrynur með í fallinu".
"Það sorglegasta við hagstjórn seinni ára er að peningaaustur seðlabanka heimsins, ásamt gjafavöxtum og neikvæðum vöxtum, hefur nær eingöngu skilað sér í auknum tekjum ríkasta fólks jarðarinnar. Þessa stundina á 1% jarðarbúa meira en 40% allra hlutabréfa... "Þessa dagana erum við að horfa upp á hvernig óvæntir utanaðkomandi atburðir geta látið þessa fáránlegu spilaborg hrynja".
Gunnar Rögnvaldsson hefur einnig skrifað vel um þessi mál.
Ég vil ítreka hina góðu setningu sem Guðjón Hreinberg hamrar í fólk:"Menningin er hrunin og siðmenningin að fara sömu leið". Hvort sem þetta er málfarslega rétt eða ekki er þetta djúpur sannleikur. Það er fyrir mestu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar 90% þjóðarinnar eru bólusett finnst þeim sömu það óþægilegt að uppgötva það eftir á að blekkingaleikur hafi mögulega verið í gangi og sé enn. Þá er auðveldara að efast um lyf eins og Ivermectin.
Hvaða aðilar berjast gegn notkun lyfsins? Alþjóðaheilbrigðisstofnun sem liggur undir ámæli fyrir að reka erindi lyfjarisanna, sóttvarnaryfirvöld í Bandaríkjunum með Anthony Fauci í fararbroddi, sem umdeildur er fyrir það sama, Evrópusambandið sem er á kafi í spillingu tengdri risafyrirtækjum. Framleiðandinn Merck vill taka það fram að lyfið hafi ekki verið ætlað í þetta og geti skaðað sé það rangt notað, eins og allt sem innbyrt er, sama hvað það er.
Of fljótt gleyma menn áhugaverðum samsæriskenningum frá síðasta ári. Þá sögðu margir: Covid-19 er örsmátt sníkjudýr, og þess vegna dugar lyf eins og kínín, aðrir sögðu að 5G netið sé sökudólgurinn.
Á heimasíðu Nova má sjá að prófanir voru gerðar 2019 og 2020 á því. Sagt er frá blússandi uppbyggingu þess á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Fleiri smit, meira af þessu 5G kerfi? Þessu var búið að lýsa. Það er býsna merkilegt að á sama tíma og spurningar vakna hvort eðlilegt sé að bóluefnin reynist svona gagnslaust og að eitthvað sé undarlegt við þetta ferli allt þá hættir fólk að spyrja sig svona grundvallarspurninga, hvort þetta Covid-19 fár og farsóttin stafi af einhverju allt öðru en veiru. Sem sagt, doði fólks eykst, eins og spáð var að myndi gerast.
Stoðlaust tal um mátt Ivermectin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar fyrsta Macintosh tölvan kom á markaðinn árið 1984 var það bylting. Þessi litla og netta tölva varð strax umdeild, öflug en lítil. Andstæðingar hennar, sem notuðu önnur stýrikerfi, Bill Gates þeirra sterkastur, héldu því fram að hún væri aðeins fyrir börn og unglinga sem spiluðu tölvuleiki. Samt sannaði hún sig sem geysivinsæl tölva fyrir almenning og sérfræðinga með tímanum.
Byltingin fólst í notendavænna umhverfi, en fyrst og fremst í WYSIWYG, (What you see is what you get). DOS og Windows notendur horfðu á sína grænu skjái og þurftu að þekkja svolítið í forritunarmáli til að prenta og sjá um sína tölvuvinnslu, það var ekki fyrr en löngu seinna sem Windows náði Macintosh í notendavænni birtingu á skjánum, og þá með því að gera samninga við Apple og Macintosh - eða stela úr þeirra ranni eins og einn maður orðaði það sem ég þekki.
Á vissan hátt má segja að Macintosh hafi dáið - en samt ekki árið 1998 þegar byrjað var að skipta út sérkennandi einkennum og aukatækjum Macintosh fyrir sameiginleg aukatæki í Windows (Bill Gates) heiminum, USB lyklaborð og mýs, prentara og annað, og PPC örgjörvinn búinn að leysa 68k örgjörvann af hólmi. Imakkinn sem sló í gegn var ein fyrsta afurðin í þeirri nýju línu. Kannski óhjákvæmilegt til að auka vinsældir þessara tölva, en fórnarkostnaðurinn var mikill.
Það er svo margt frábært við fyrstu makkana frá 1984 til 1995, með 68k örgjörvana. Fyrir það fyrsta er það tölvumúsin sem er eingild en ekki tvígild. Tvígild tölvumús er með tvo smellitakka, annan fyrir val og hinn fyrir aukaval. Það finnst mér óþarfi og er Windows eftirhermueinkenni.
Hægt var að kaupa teiknibretti í staðinn fyrir þessar eingildu tölvumýs, þar sem hægt var að teikna með rafpenna á spjald og útkoman var nákvæmlega eins og með blaði og penna. Adobe Photoshop var upphaflega hannað algjörlega frá grunni í Macintosh tölvum um 1990.
Tónlistarforritin voru annáluð fyrir gæði í þessum fyrstu Macintosh tölvum.
Ritvinnsluforritin fyrstu voru einföld og snjöll, og blómaskeiðið var fram til 1994 þegar PPC örgjörvinn fór að birtast.
Seinni tíma ritvinnsluforrit urðu flókin og hægvirk. Að lokum fór svo að Bill Gates og Microsoft Word drápu næstum alla samkeppni, og í fjölmarga áratugi hefur Office Mac (Microsoft merki) verið næstum allsráðandi í Apple tölvum þegar kemur að ritvinnslu, en ClarisWorks, AppleWorks og loks Pages átti að koma í staðinn, en náði aldrei slíkum vinsældum.
Hvað varð til þess að Microsoft Word varð svona vinsælt ritvinnsluforrit í Macintosh tölvum?
Ef maður ætti að nefna eitt forrit, þá var það Microsoft Word 5.1 fyrir Mac, sem kom á markaðinn árið 1992. Það var hraðvirkt og það var fullkomið, hægt var að bæta við valblöðin og einfalda þau, því forritið var þannig hannað, einstakt.
Þrátt fyrir að Word 6.0 árið 1994 hafi verið erfitt í vinnslu var það um seinan fyrir önnur fyrirtæki, þau höfðu tapað það miklu í samkeppninni að þau höfðu gríðarlega mörg orðið gjaldþrota eða keypt af stærri fyrirtækjum þannig að mjög fá merki voru eftirlifandi þegar Imakkinn birtist 1998.
Það er samt einföldun að segja að Microsoft Word hafi fengið markaðsráðandi stöðu á ritvinnslumarkaðnum fyrir Macintosh tölvur vegna gæðanna einna.
Áhugaverðasta þróunin átti sér stað árin á undan, frá 1985 til 1991, þegar Microsoft Word 5.0 kom á markaðinn og fór að ýta öðrum fyrirtækjum útí kuldann og gjaldþrotin.
Fyrsta útgáfan af Microsoft Word fyrir Macintosh kom árið 1985, það var Word 1.0. Bill Gates sá strax markaðsmöguleikana, og þar sem DOS var leyst af hólmi fyrir Windows um svipað leyti er talað um að samningar hafi náðst á milli Bill Gates og Steve Jobs um forrit fyrir Macintosh í skiptum fyrir framleiðsluleyndarmál sem bætt gætu DOS stýrikerfið og fæddi af sér Windows á árinu 1985.
Ég hef safnað Macintosh tölvum og forritum og þess vegna hef ég einnig áhuga á þessari sögu.
Microsoft Word 1.0 og 1.05 er aðeins hægt að nota í fyrstu svarthvítu Macintosh tölvunum, 128, 512, Plus, Classic og SE. Í raun er það fátt sem skilur þetta forrit frá öðrum ritvinnsluforritinum fyrir Macintosh á þessum tíma og að sumu leyti er það hægvirkara og ómerkilegra, en það verður þó að teljast með fleiri valmöguleika en þau flest.
Strax með Microsoft Word 3.0 fyrir Macintosh árið 1987 tóku vinsældirnar stökk og enn meira stökk árið 1989 þegar útgáfa 4.0 kom og 1991 þegar útgáfa 5.0 kom.
Samt voru miklu betri forrit í boði þá, eins og WriteNow 1.0 og 2.0, sem Steve Jobs átti þátt í að hanna og FullWrite Professional, og mörg fleiri, sem voru hraðvirkari og bendillinn fór strax á réttan stað, eftir Macintosh stöðlum, sem Bill Gates og Microsoft fylgdu ekki, þannig að nauðsynlegt var að ýta á takka á lyklaborðinu til að finna þann stað þar sem síðast var unnið í skjalinu, og það er þannig enn með Microsoft Office.
Stilliáhrif frá Windows notendum tel ég að hafi valdið mestu um sigur Microsoft forritanna á Macintosh stýrikerfunum. Af því að svona margir voru að nota þessi forrit í Windows heiminum (90% árið 1986 og árin á eftir), þá þótti fólki auðveldara að nota Word í Mac, til að skiptast á gögnum með mjúkum disklingum (floppy) við annað fólk.
Þetta er "The Winner Takes It All" syndrómið sem Abba söng um - að sigurvegarinn hirðir meira en honum er ætlað, fer að kúga keppinautana í krafti stærðar sinnar.
Engu að síður hefur Mac umhverfið orðið meira ráðandi á allra síðustu árum, því eitt hefur aldrei breyzt á öllum þessum áratugum að metnaður og gæði hafa verið aðalsmerki hjá Apple fyrirtækinu. Finnst mér að vísu einokunartilburðirnir orðnir svívirðilega miklir í sambandi við að hafa kóðana lokaða og einkaleyfaeinokunin ráðandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2021 | 01:49
Allmiklar líkur á vinstristjórn næst
Ég er ekki alveg laus við það að vera vinstrimaður í mér þrátt fyrir að hafa haft allskonar skoðanir á pólitík í gegnum tíðina og skipt um skoðun þegar mér hefur þótt ástæða til. Þegar ég var unglingur voru popparar eins og Bubbi og Megas að draga mig í vinstriáttina.
Nú líður senn að kosningum og það er spurning hvernig næsta stjórn verður. Annað hvort verður Sjálfstæðisflokkurinn í lykilhlutverki eða hinir flokkarnir reyna að mynda stjórn án hans. Stjórn án Sjálfstæðisflokksins hlýtur að verða sambræðslustjórn ólíkra flokka sem sennilega yrðu ósamstíga, og ef þeir verða mjög margir saman verður flóknara að mynda breiðfylkingu og samkomulag.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem getur kallazt stór, þannig séð. Svo eru aðrir flokkar með ólíkar áherzlur. Aðeins Viðreisn og Samfylking vilja ganga í Evrópusambandið. Ef þeir flokkar mynda kjarna nýrrar stjórnar yrðu aðrir að laga sig að þeirra Evrópusambandsblæti. Þegar sjálfur Jón Baldvin, hugmyndafræðingur EES samstarfsins hér á landi og drifkrafturinn á bak við það líkti Evrópusambandinu við hús sem er að verða að brunarústum, þá er holur hljómur í þeim sem vilja þangað inn.
Unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum er ekki eins og eldri kynslóðirnar. Vissulega skynjar maður að Áslaug Arna og fleiri af nýliðunum hafa frjálshyggjuáherzlur, en það er samt voðalega mikið að teygja sig yfir í vinstrilínuna til að gera alla sátta, eða reyna það. Hvar er prinsippfólkið sem stendur fast á sinni sannfæringu og er jafnvel ögrandi og talið öfgafullt? Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen sem standa fyrir slík gildi komu ekki nógu vel útúr prófkjörinu, þannig að spurningin er hvort engin eftirspurn sé eftir pólitíkusum sem eru ekki lýðskrumarar? Lýðskrumið er nefnilega númer 1, 2 og 3, að gefa eftir til að njóta vinsælda, eða í von um þær.
Stundum líður mér eins og rétt sé að fylgja línu pabba, að trúa því að Evrópusambandið sé bezt fyrir þjóðina. Þetta lið er hvort sem er svo spillt, það er að losa sig við allt sjálfstæði hægt og rólega. Þegar unga fólkið leitar til vinstri en ekki hægri er ekki von á góðu og framtíðin skuggaleg. Þá verður maður að laga sig að þeim aðstæðum, því unga fólkið er vissulega framtíðin. Hin miðstýrða ofurríka elíta á heimsvísu hefur alltaf betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 138
- Sl. viku: 782
- Frá upphafi: 129954
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 591
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar