Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021
2.6.2021 | 15:38
Skammtatölvur framtíðarinnar
Í framtíðinni verða tölvur örsmáar en miklu öflugri en nú. Þá verða skjáirnir aðalmálið, og lyklaborðin, hvar á að koma slíku fyrir?
Fyrstu tölvurnar voru risastórar, eins og eitt herbergi eða eitt hús, með þunglamalegu vélvirki sem stritaði við að leggja saman örfáar tölur, eins og risi sem svitnaði við minnsta verk. Allir smáhlutirnir áttu það til að bila í þessum tölvum og þær voru rándýrar.
Þróun örgjörvans er lygileg, ótrúleg. Þróun transistorsins, þríóðunnar er þar í lykilhlutverki, því hann fór á undan fjölliðunni, sem er móðir örgjörvans. Transistorinn var svo byggður á hálfleiðurum, tvípóla óðunni, díóðunni og slíku.
Fjölliðan og svo örgjörvinn byggja á sífellt flóknari tengingum, það er að segja að aðstreymi er stjórnað utanfrá og vekur sífellt flóknari reikniviðbrögð.
Þannig er það með vísuna sem ég byrjaði að útskýra í síðustu færslu. Sífellt flóknari tengingar orðanna eru lykillinn.
Skammtatölvur byggja á þessum öreiningum, sem tengjast á þann hátt sem við getum ekki ímyndað okkur, nema að hluta til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2021 | 22:44
Örlítil skilningsglæta inní vísu
Vonandi að trúarbrögðin séu mönnum ástæða til sameiningar frekar en sundrungar. Einnig er vonandi að þekkingin sé til bóta.
Skáldið Steinarr er ekki kunnur að mörgu, sem á eftir sig vísu í bókinni miklu eftir Snorra Sturluson, Eddu.
Þessi vísa er þó eftir hann:
"Mens hafa mildrar Synjar
mjúkstalls logið allir,
sjá höfumk veltistoð stilltan
straumtungls, að mér draumar."
Þessi vísa er þó stórmerkileg. Hún segir miklu meira en haldið hefur verið. Hún er margvídda, eins og rétt er að nefna hana.
Ég tel þetta að þessi vísa hafi verið ort um 1000, og mun hún þá vera meira en 1000 ára gömul, og enn skiljum við hana vel. Raunar betur, því hún lýsir spádómum sem eru að komast í fyllingu smám saman.
Opinber skýring á vísunni er svona: "Allir draumar mildrar konunnar hafa logið að mér. Þessi kona hefur sett mig í vanda" (Opinberar skýringar í kennslubókum eru svona annað hvort orðréttar eftir þessari hljóðan eða mjög svo í áttina að þessu).
Þessi skýring er það sem ég myndi kalla fyrsta lag vísunnar.
Annað og þriðja lag vísunnar fjalla um stjörnufræðileg málefni, eða sem sagt uppgötvanir í stjörnufræðinni undanfarin 500 ár eða svo. Vísan segir fyrir um þetta og miklu meira, sem er ekki komið fram enn.
Tökum til dæmis hið stórkostlega orð, straumtungl. Þetta er svo stórkostlega margvíddað orð að því er vart hægt með orðum að lýsa.
Tungl er reikistjarna eins og þeir vita sem þekkja forníslenzku. Sú opinbera skýring á orðinu straumtungl finnst að um sé að ræða kenningu um gull, að straumtunglið sé gull. Sú kenning er þannig útskýrð að orðið merki ekki reikistjörnu heldur sólstjörnu. Nei, orðið merkir mjög greinilega reikistjörnu, en svo ýmislegt annað.
Straumtungl getur einnig þýtt sólhverfi, vetrarbraut og svo vetrarbrautarþyrping. Þá er eitt tungl tekið sem líking fyrir þá gríðarlegu heild milljóna og billjóna sólna á sveimi um himingeiminn sem fylgja ákveðnum brautum og þyrlast áfram með þessum hætti sem lýst er í vísunni, ásamt svo mörgu öðru.
Gyðjan Syn er heilög og hún er þarna í lykilhlutverki. Henni er ætlað að koma fram þeim breytingum sem höfundurinn krefur um. Það er hæpið hvort af slíku verður miðað við þann heim sem við lifum í, en kannski ekki alveg útilokað.
Aðeins á okkar tímum er hægt að taka það trúanlegt það sem kemur fram í vísunni, að það sé gerlegt. Aðeins á okkar tímum er vísindaþekkingin nægileg til að menn geti skilið annað og þriðja lag vísunnar, en þekking framtíðarinnar mun ljúka upp fleiri lögum hennar, ef mannkynið lifir áfram, það er að segja, og lífstefnan sigrar en ekki helstefnan. Mér finnst það raunar mjög ótrúlegt að slík ofurbjartsýni eigi rétt á sér.
Á þeim 1000 árum sem liðið hafa hefur vísindaþekkingin bara alls ekki verið til staðar, þannig að menn hafa þurft að gleypa þetta í trú en ekki þekkingu.
Englarnir hlusta og lesa og því held ég áfram, skilji einhver þeirra eitthvað.
Draumakenning dr. Helga Pjeturss er lykilatriði í skilningi á þessari vísu. "Draumur eins er ávallt vökuvitund annars, yfirleitt íbúa á annarri stjörnu".
En hér er annar og meiri draumskilningur, þótt þessi sé undirstaða skilnings á vísunni vissulega.
Hér merkir draumur annar veruleiki. Þetta sem skammtafræðin kennir að sé mögulegt, undir ákveðnum kringumstæðum.
Orðið að ljúga kemur frá forléogan og leogan, fornensku, og fraleugan, forn indóevrópsku. Þar er frekar merkingin að sverja rangan eið, rægja, svívirða, ganga ekki upp, rætast ekki, og svo blekkja og ljúga, sem hefur haldizt til seinni tíma í gegnum aldirnar, og orðin sjálf breyzt meðal þjóðanna en stofninn haldizt svipaður.
Sem sagt, draumarnir hafa ekki ræzt, eða það sem réttara er, hinn breytti veruleiki hefur ekki orðið.
Nú er það svo að margir óska þessa breytta veruleika þar sem sleppt yrði mistökum fortíðar, það er að segja síðustu rúmlega þúsund ára. Þetta virkar bara sjaldnast þannig. Sérstaklega sannir galdramenn í heiðnum sið vissu þetta. Að öllum líkindum er þessi vísa eftirritun af rúnasteini heilögum. Hún kann að vera talsvert eldri en 1000 ára.
Skammtafræðin kennir að ljóseindir séu bæði þræðir eða bönd og einnig eindir, eftir því hvort eftir þeim er tekið eða ekki. Nornir spunnu örlagaþræði. Greinilega sama fyrirbærið sem fornmenn vissu um.
Steinarr sem hafður er fyrir vísunni segir þetta ekki í ásökunartóni til Synjar, enda slíkt goðlast og hann vitað það bezt sjálfur fyrst hann kunni þá snilld að setja saman vísuna, eða leiða í gegnum sig að öðrum kosti.
Orðið "mens" sem kemur þarna fyrst er lykilorð, eitt af mörgum. Ekki getur þetta verið eignarfall af men, skartgripur, þetta orð er hluti af orðinu draumur, mensdraumar, eða tímabilsdraumar, sem eykur enn á dularmagn orðsins.
Jafnvel orð eins og mildur og mjúkur eru ekki það sem þau sýnast vera heldur eitthvað allt annað.
Mildur tel ég þýða þúsundaukinn. Mil, fyrri hluti orðsins gæti verið skylt alþekktu latnesku orði sem þýðir 1000. DUR er svo hefðbundin norræn ending, því ekki fannst norrænum víkingum það þjált í munni að segja millur.
Skáld eins og Steinarr vissi þetta, að vísan yrði misskilin, hann hefur þekkt merkingafræðilegan fjölbreytileikann í þessu öllu. Þá var einnig til orðið mildur í merkingunni þægilegur eða auðveldur, góðlegur, eða eitthvað slíkt.
Síðan, eftir því sem þekkingunni vindur fram er hægt að leggja í orðin sífellt réttari merkingar unz það verður sem til er stefnt, að gyðjan komi fram og hjálpi, bjargi, reddi málunum. Það kann að taka 5000 ár eða 10 000 ár og mun pottþétt ekki gerast á þessum hnetti.
Til að ákalla gyðjuna og ákallið dygði varð að hafa leyniorð sem magnaði hana fram, að minnsta kosti eitt. Þau eru þarna að sjálfsögðu fleiri, hann kunni til verka.
Þeir sem eru andvígir þessum trúarbrögðum ættu ekki að hafa áhyggjur. Þetta er samvirkur verknaður eða gjörningur, sem fylgir með en þrengir ekki gjörðinni fram. Annað og verra hefur verið framið sem hefur virkað af andstæðum öflum.
Það er hlustað og aðeins gripið inní ef og þegar slíkt er við hæfi. Mennirnir sjálfir sjá um að magnast og leiða það fram yfirleitt og oftast.
Það væri áhugavert ef hægt væri að gefa út bók um þetta efni, en ég býst við að markaðurinn sé of lítill fyrir slíkt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 150
- Sl. viku: 782
- Frá upphafi: 129954
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 591
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar