Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021
3.1.2021 | 14:09
Covid-19 reiði Drottins eða æðri máttarvalda?
Flestallt hefur nú verið rætt um þessa Covid-19 farsótt og margir telja Kínverja ábyrga. Það undrar mig að lítið heyrist um að þetta sé refsing guðs eða æðri máttarvalda almennt fyrir syndir, því sjaldan hefur mannkynið verið eins sjálfhverft, eigingjarnt og hrokafullt og á okkar dögum. Við þykjumst ekki þurfa guð. Tæknin er okkar guð, eða manneskjan, hin óendanlega og takmarkalausa gæzka og vald mannskepnunnar! Þannig er húmanisminn, brot gegn flestum trúarbrögðum, sem gera ráð fyrir æðri máttarvöldum en vilja mannsins. Það sem helzt líkist slíku tali, reiði guðs, er þegar talað er um loftslagsmálin, og sagt að maðurinn hafi mengað svo jörðina að þetta sé afraksturinn, að upp rótist erfðaefni vegna ágangs á forboðin svæði. Það er þó náttúrutrú og mannhyggja, húmanismi, en ekki kristni, þannig að jafnvel þótt kirkjan hafi misst marga úr sínum röðum virðist innistæðan enn minni í sálum Íslendinga, hvað varðar fjölda þeirra sem virkilega trúa og þekkja þennan boðskap.
Margir segja að gamaldags reiðipredikarar séu leiðinlegir og niðurdrepandi, en það getur verið hollt að heyra slíkan reiðilestur einstaka sinnum, þegar hann nær að benda á það sem betur mætti fara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2021 | 08:03
Varasamir tímar
Engum ætti að koma það á óvart að stærri efnahagskreppa en varð 2008 gæti hlotizt af Covid-19, en kannski tekst að afstýra því.
Í þessari frétt er greint frá nýlegri dýfu í kauphöllum, en svo fer gengið upp, en mikið er spekúlerað hvort hægt verði að afstýra meiriháttar efnahagsörðugleikum á þessu ári. Þetta er að vísu ekki alveg ný frétt, en að vara við afleiðingum kófsins verður ekki úrelt.
Hugsa forráðamenn Evrópusambandsins aldrei um það að með því að beita Rússa efnahagsþvingunum geta þeir sett eigin hagkerfi í hættu líka, vegna þess hversu tengdir markaðirnir eru? Dettur góða fólkinu/ybbunum aldrei í hug að Donald Trump hafi gert eitthvað gagn?
Pólitísk rétthugsun (ranghugsun í raun) er oft látin ráða frekar en skynsemin. Slíkt er jafnaðarfasismi.
Almenningur verður að vera tilbúinn að endurskoða það sem honum hefur verið innrætt af jafnaðarmannamafíunni og Soros, ef afleiðingar kófsins verða til að breyta mörgu í heiminum.
Þetta er að vísu gömul frétt, en mikilvæg, og lærdómurinn sem af henni má draga mikilvægur.
Mikil dýfa í kauphöllum í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2021 | 13:07
Angelina eftir Dylan, túlkun á erindi tvö.
Hér kemur svo túlkun á öðru erindi Angelinu eftir Dylan. Það erindi er erfitt að túlka eins og önnur erindi, margar skýringar eru mögulegar. Hér kemur íslenzk þýðing:
"Blóðið þornandi í gulu hári mínu sem ég fer frá strönd til strandar, veit ég hvað það er sem hefur dregið mig að dyrum þínum, en hvað sem það nú er sem getur hafa látið þig halda að þú hafir séð mig áður, Angelína".
Margar spekúlasjónir hafa vaknað út af þessu gula hári sem þarna er lýst, enda er það vitað að Bob Dylan er ekki ljóshærður heldur dökkhærður, en að vísu bláeygur.
Þannig að allir samþykkja sem ég hef lesið eftir túlkanir, að ljóðmælandinn sé ekki Bob Dylan sjálfur, heldur einhver annar. Hver skyldi það vera? Engill? Guð sjálfur? Púki, Andskotinn, venjulegur maður, riddari, víkingur, guð úr heiðinni trú, til dæmis norrænni trú? Er ljóðmælandinn frá okkar tíma, ókomnum tíma eða löngu liðnum tíma? Löngu liðnum tíma sennilega. Margt bendir til þess og í textanum er ekkert sem sérstaklega bendir til nútímans, nema svarti Benzinn, hverjum síðar er lýst. Nútímatækni er til dæmis ekki lýst í textanum, og meðal annars þess vegna virðist hann mjög forn, fyrir utan örfáar undantekningar, sem varla teljast með, nema sem áhrif frá sýnþeganum, Dylan sjálfum.
Einnig er það eftirtektarvert hversu oft er vitnað í Biblíuna í textanum, og fyrnir það hann, því slíkar tilvitnanir voru mönnum tamari fyrr á öldum, þegar Biblían var allt í öllu í sálarlífi manna um langt skeið, ekki allsstaðar á jörðinni, en býsna víða þó.
Einnig er það eftirtektarvert hvernig Biblíutilvitnanirnar eru notaðar, sem hluti af almennu orðalagi en ekki beinar tilvitnanir með gæsalöppum eða öðrum vísbendingum hvaðan þær koma. Þetta er sem sagt almennt og eðlilegt orðalag fyrir ljóðmælandann. Það kann að benda til að ljóðmælandinn sé gyðinglegrar trúar, sé gyðingur, eða komi úr slíku menningarumhverfi, frumkristinn maður til dæmis, eða úr menningarsvæði Rómverja þegar þeir voru nýlega búnir að taka kristni.
Áður hafði ég í pistlum mínum um þetta efni gert ráð fyrir að ljóðmælandinn væri guð Biblíunnar, en sagði þó að svo "virtist", var ekki of viss.
Tvær aðrar kenningar vil ég koma með sem sennilega, að um sé að ræða heiðna og norræna guðinn Lýti, sem sumir telja Loka, eða þá að um sé að ræða málaliða í rómverska hernum frá Germaníu frá því rétt eftir Krists burð jafnvel, eða þegar kristnin var nýbúin að breiðast út. Þeir voru margir keltneskir, til dæmis og frá öðrum landsvæðum.
Einnig er mögulegt að ljóðmælandinn sé norrænn málaliði í rómverska hernum fyrir Krists burð, og þekking hans á gyðingdómnum komi af samveru með þeim hópum sem aðhylltust einhvern slíkan trúblending.
David Weir gerir ráð fyrir mörgum ljóðmælendum eða skyngjöfum í hverju ljóði. Ég tek mark á honum og tel það rétt. Ef guð Biblíunnar var ljóðmælandinn í fyrsta erindinu er Lýtir það hugsanlega í þessu erindi, og þá er hann ekki Loki, sem er dökkhærður, að margra áliti, og það er mikivægt.
Lýtir tengist sköpun mannkynsins. Kenningar eru uppi um að hann sé Lóðurr, sá sem fram kemur í Sæmundar Eddu og Völuspá. Gaf hann lá og litu goða, frekar en góða. Lýtir gæti tengzt hlutur, sem gæti merkt efnisleg gæði, eða forspá, samkvæmt hlaut-teinn, eða hlut-teinn. Lýtir gæti einnig þýtt ljótur, eða ljós yfirlitum, og þá fallegur og fríður, samkvæmt enn eldri merkingu. Það gæti verið sá guð sem gerir eitthvað ljótt, fallegt, hlutkennt, eða í samræmi við spádóma.
Varla neinum heimildum treysti ég betur en Snorra Eddu og Sæmundar Eddu. Þar er réttur grundvöllur, eins og í Nýalsspekinni, til dæmis.
Höldum áfram með þetta. Lýtir eða Lóðurr sá er gefur litu goða tengist samkvæmt þessu réttu útliti. Því er mjög sennilegt að hann sé ljóðmælandinn í öðru erindi Angelinu, þótt Dylan hafi ekki sjálfur vitað af því er hann reit kvæðið í leiðslu sinni.
Hvernig er þá hægt að rökstyðja að ljóðmælandinn sé frekar Lýtir eða Lóðurr frekar en málaliði í rómverska hernum? Það getur hver og einn gert upp við sig um, en ef við trúum því að ljóðmælandinn hafi guðdómleg eða goðdómleg völd hlýtur hann frekar að vera Lýtir eða Lóðurr en einhver venjulegur málaliði í rómverska hernum, eða annar mennskur maður sem uppi hefur verið á jörðinni á einhverjum tíma, jafnvel þótt viðkomandi hafi fengið völd í gegnum galdra eða eitthvað slíkt, eins og gerist nú og hefur gerzt.
Þá er það þetta með blóðið sem þornar í hárinu. Það getur þýtt margt, og bendir til hernaðar. Frá strönd til strandar merkir frá hnetti til hnattar og á aðeins við um guði, gyðjur og goð almennt, eða menn komna á geimferðastigið og Nýalsstigið, sem þeir eru ekki komnir á hér á jörð.
Svo má trúa þessu bókstaflega, að "frá strönd til strandar" eigi við um sjómann, víking eða annan sæfarenda, hugsanlega fyrri tíma. Varla er hér átt við ferðamann í nútímanum, þótt slíka túlkun sé hægt að fá fram með því að teygja efnið á þann hátt.
"Frá strönd til strandar" er til að sýna fram á að ljóðmælandinn er bæði sigldur og reyndur, og með völd, sé tekið tillit til annarra atriða í textanum sem benda til þess.
"Ég veit hvað hefur dregið mig að dyrum þínum", dyrnar eru hnötturinn, frekar en venjulegar dyr. Boðskapurinn er þyngri en svo að hægt sé að tala um húsdyr í þessu sambandi.
"Whatever makes you think", "hvað það er sem lætur þig halda", er næsta lína á eftir og gæti hún átt við það sem á undan kom eða á eftir. "I know" gæti því átt að vera "I don´t know".
Hann er sennilega að segja að hann viti að það sé þörf hans (Lýtis þörf eða Lóðarrs þörf) fyrir að hjálpa mannkyninu eða Angelinu sem dró hann að hnettinum, dyrum hennar, okkar.
Síðan kemur þessi óborganlega lína, "en hvað sem það nú er sem getur hafa látið þig halda að þú hafir séð mig áður, Angelína".
Klúðursleg lína eins og oft í leiðslukvæðum og spáfræðum, þar sem innblásturinn ræður frekar en setningaskipunin rökfræðilega.
Spurningamerkið vantar í enska frumtextann, en hvort það er af slysni og klaufaskap er ekki gott að vita, eða hvort þetta á að vera fullyrðing frekar en spurning frá höfundarins hendi, Bob Dylans hendi.
Lóðurr eða Lýtir virðist undrandi á því að mannkynið þekki hann aftur, kannist við hann eða telji sig hafa séð hann áður, hann getur því ekki farið huldu höfði eins og hann vill.
Þetta er í samræmi við þá staðreynd að Æsir og Ásynjur hafa ekki þörf fyrir að láta tilbiðja sig. Sumir gætu sagt að þetta sé til marks um að tröll vilji vinna myrkraverk sín í friði.
Allavega, hver sem ljóðmælandinn er vill hann hjálpa Angelínu, mannkyninu. Hann vill ekki endilega þekkjast, og vekur það upp enn fleiri spurningar.
Hver væri ástæðan fyrir mennskan mann að vilja ekki þekkjast, sé hann ljóðmælandinn, frá fyrri öldum eða ekki?
Er þetta venjulegt ástarkvæði sem lýsir ástarþríhyrningi, og er maðurinn í svarta Mercedes Benzinum aðeins ástmaður Angelínu, ekkert yfirnáttúrulegt fyrirbæri?
Eins og ég segi, kvæðið er torskilið, hér er aðeins gerð tilraun til að skýra það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 118
- Sl. sólarhring: 186
- Sl. viku: 802
- Frá upphafi: 129917
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 615
- Gestir í dag: 93
- IP-tölur í dag: 90
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar