Bloggfærslur mánaðarins, september 2020

Baphomet og Kristur

Lengi hef ég haft áhuga á heiðnum trúarbrögðum en hef samt ekki sagt mig úr þjóðkirkjunni enn. Að breyta Kristi í kynskipting finnst mér endanlega segja manni að þetta er ekki lengur ríkistrú, að það er engin ríkistrú lengur á Íslandi, eða þessi friðsama trú sem ég ólst upp við hjá ömmu og afa.

 

Ef fólk skoðar sögulegar rætur femínismans þá verður það ljóst að uppruninn er heiðinn, nornatrú og Satanismi. Auður Eir sem stofnaði kvennakirkjuna fjallar um þetta í sumum bókum sínum, en hvers vegna var kirkjan umburðarlynd gegn slíkri ógn þá? Umburðarlyndi gegn syndinni boðaði Kristur ekki.

 

Ein frægasta myndin af kölska er af goðinu Baphomet, sem Musterisriddararnir voru ákærðir fyrir að trúa á, en þar er geithafurinn með fimmhyrndu stjörnuna á enninu, með brjóst og skegg, svarta vængi púkans og mána í bakgrunni.

 

Nútímafræðimenn eru flestir sammála um að nafnið Baphomet sé ummyndun á Múhameð, sem allir þekkja sem spámann útbreiddra trúarbragða. Myndin af Baphomet eða "Hvíldardagsgeitinni" öðru nafni er ein þekktasta myndtúlkunin á Satan, ekki að furða þótt nú sé sagt að þangað sé fyrirmyndin sótt í það hvernig Kristur er nú sýndur á mynd fyrir börnin sem læra um hann.

 

Í sögulegu samhengi er því búið að etja saman andstæðum, og stór hluti fólks neitar því eða veit ekki um það.

 

Kannski er þetta bara hið besta mál, alveg frábært og meiriháttar eins og sumir halda fram. Það má vera að þetta geri alla miklu kærleiksríkari og umburðarlyndari. Ekki er þó skrýtið þótt margir íhugi úrsögn úr kirkjunni.


Engin hörmungafrétt þar

Þetta er ánægjuleg frétt. Svo oft les maður einhverjar hörmungafréttir, en þetta er frétt um konu sem gengur svo vel að ganga með barn að hún veit ekki af því. Sterkur og hraustur líkami þar á ferðinni. Ég man þó eftir mörgum svona fréttum áður, íslenzkum, bæði í sjónvarpi og tímaritum. Þetta er því ekkert einsdæmi. 


mbl.is Vissi ekki að hún gekk með barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trumpisminn og (G)narrisminn.

Merking hugtaka virðist hafa breyzt í pólitík eins og á öðrum sviðum. Sérstaklega þegar um er að ræða þessi stóru hugtök sem margir samsama sig með. Trump Bandaríkjaforseti hefur náð þeim virðingarverða árangri að hugtak er dregið af nafni hans, trumpisminn, og þó heldur séu það pólitískir andstæðingar hans sem noti það en fylgjendur er verðugt að athuga það betur.

 

Mín skoðun er að trumpisminn sé rökrétt framhald af gnarrismanum hér á okkar landi, eða narrismanum eins og hann ætti frekar að kallast. Það að narra fólk hefur oftast verið aðalhæfileiki stjórnmálamanna í öllum flokkum. (G)narrisminn er þá bara nýtt afbrigði.

 

(G)narrisminn og trumpisminn eru andsvör við þeirri staðreynd að hefðbundin stjórnmál og íhaldssöm eru ráðþrota gagnvart vandamálum alþjóðahyggjunnar, glóbalismans. Stór hluti almennings sættir sig ekki við atvinnumissi, lélegra heilbrigðiskerfi og margt annað slæmt til að þóknast vinstriöfgamönnum og miðjuöfgamönnum. Því hafa þjóðernisöfl grætt á þessari reiði almennings.

 

(G)narrisminn gengur út á að gera grín að öllu saman, að láta foringjann hafa ráðgjafa til að aðstoða sig, en að foringinn þurfi ekki að vera sérfræðingur í öllu sjálfur eða hafa sérstaka hæfileika.

 

Frekar en að Trump sé mikill rasisti sjálfur notfærir hann sér hann rasistafylgið með því að daðra hæfilega við ýmis slík sjónarmið. Trumpismaflokkar byggjast þess vegna á frekar hefðbundinni vinsældapólitík, sem tekur að vísu mið af breyttum aðstæðum í samfélaginu, sem rótgrónir flokkar gera síður.

 

Aðaldriffjöðurin eru þó vandamálin og það hvernig margt rekst á annars horn í þessum ríku þjóðfélögum í vestrinu. Píratar fara svipaða leið og narristar, nema þeir eru í hatrammri baráttu gegn öllu þjóðernislegu eins og vinstriflokkarnir og miðjuflokkarnir í landinu, og þeir reyna að gagnrýna spillingu, en loka augunum fyrir spillingu í sínum ranni eða hjá þeim öflum sem þeir eru hrifnir af.

 

Þannig að kannski er trumpisminn bara nútímalegri en flest annað, þrátt fyrir að andstæðingar þeirrar stefnu séu ekki sammála. Trumpisminn snýst þó um að taka á ákveðnum vandamálum sem flestir aðrir veigra sér við að gera.


« Fyrri síða

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 110
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 769
  • Frá upphafi: 107231

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 581
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband