Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019
29.12.2019 | 16:32
Klappstýrur
Það er orðið tímabært að hægrimenn fari að endurheimta RÚV og vonandi Háskólann líka. Kennarar eiga að gæta stjórnmálalegs hlutleysis við fræðastörf og kennslu, en flestir vita að hallinn er til vinstri í flestum tilfellum, enda það lið sem er duglegast að mótmæla nemendur í hinum ýmsu skólum. Háttsettir aðilar innan vinstriflokkanna hafa svo oft gegnt hlutverki klappstýranna í slíkum mótmælum og uppreisnum.
Það verður að vekja Sjálfstæðisflokkinn af því deyfðarmóki sem hann er staddur í, og sem sannar sig best á því að hann lætur það yfir sig ganga að vera í svona samstarfi við VG sem er einna lengst til vinstri. Oft getur það verið skárra að vera í stjórnarandstöðu og leiðrétta stefnumálin sín en að vera við völd og láta undan kröftum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2019 | 16:25
Forræðishyggja og jöfnuður
Ég bjó til orðið jafnaðarfasismi fyrir nokkrum árum og tel það býsna lýsandi. Til dæmis er það lýsandi fyrir ástandið í Svíþjóð, þar sem Svíþjóðardemókrötum hefur verið haldið frá völdum þótt það sé í hæsta máta ólýðræðislegt. Það er ákveðin elíta í flestum löndum núna sem trúir því að svona forræðishyggja geri eitthvað gagn, þótt hið gagnstæða sé raunin. Böl Íslands er hversu margir hafa tekið sér vitleysuna þar sér til fyrirmyndar og hreykja sér af í ræðustól Alþingis. Í RÚV og víðar birtist oftast aðeins önnur hlið málanna. Maður bindur vonir við að það breytist með nýjum útvarpsstjóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 12
- Sl. sólarhring: 133
- Sl. viku: 620
- Frá upphafi: 133091
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 472
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar