9.5.2024 | 02:12
Farsæl tíð hjá kirkjunni eða áframhaldandi fækkun?
Samkvæmt þeim upplýsingum sem guðfræðingarnir sem ég þekki komu með þegar biskupskjörið barst í tal þá var sr. Guðrún sú af biskupsefnunum sem var næst kvennaguðfræðinni, femínismanum og nútímanum af þessum þremur og verður því uppáhald sumra en ekki allra eins og búast mátti við.
Sr. Guðmundur Karl var sá eini sem ég þekkti eða kannski öllu heldur kannaðist við. Hann er prýðisnáungi og hefði sennilega staðið sig vel sem biskup.
En ég hef hlustað á hana í fjölmiðlum og mér virðist hún allt öðruvísi persóna en séra Agnes, og jafnvel þannig að hún verði kirkjunni til sóma, ef hún fer milliveginn og móðgar ekki íhaldssömu einstaklingana innan kirkjunnar.
Þó hefur hún greinilega þessar skoðanir og bakgrunn, þannig að það mun væntanlega koma vel í ljós, og kæta marga en græta aðra.
Það er mín skoðun að kirkjan sé komin eins langt frá uppruna sínum og henni er unnt. Miðað við andstæður sem hægt er að túlka og hópa sem byggja á þessum grunni. Það er óþarfi að halda lengra í þá átt sem vinstrimennska nútímans leitar að, og einkennist af upplausn á gildum og hefðum.
En sr. Guðrún gerir rétt í því að vitna í Jesú Krist því hans orð mörg eru nægilega sveigjanleg til túlkunar, séu það réttar tilvitnanir, en sumt sem hann sagði (eða er haft eftir honum réttilega eða ekki) er þó harkalegt og ekki í anda þess umburðarlyndis sem hún talar um. Hann gat reiðst eins og aðrir, samkvæmt Biblíunni.
Ég held að verkefni hennar verði að leiða saman andstæðurnar og sætta fólk. Það er ekki hægt að láta eins og ýmislegt í Gamla testamentinu sé ekki til, það er hluti af Biblíunni og fjölmargir telja það jafnvel mikilvægara en Nýja testamentið.
Sjálfsagt er að halda áfram á umburðarlyndum nótum almennt með kirkjuna fyrst okkar vestræna samfélag er þannig. Það er þó óþarfi og vafasamt að breyta þeirri ímynd sem við eigum af frelsaranum Jesú Kristi, sem gagnkynhneigðum manni (væntanlega) á meðan ekkert annað er vitað með vissu um það efni sem hægt er að sanna með vissu.
Starfið sem séra Agnes vann var án efa óhjákvæmilegt, og fólkið sem vann með henni, miðað við þjóðfélagsbreytingar sem hafa orðið og nauðsynlegt talið að uppfæra kirkjuna, en margir eru þó á því að mörgu hefði mátt sleppa eða gera öðruvísi.
Ég er nú á þeirri skoðun að þótt fólk sé róttækt á ákveðnu tímaskeiði eða aðhyllist öfgafulla hugmyndafræði þurfi það ekki að vera óbreytanlegt til æviloka. Það eru einmitt mjög góðir eiginleikar hjá fólki þegar það getur verið sveigjanlegt og tileinkað sér eitthvað nýtt - eða þá gamalt og sígilt jafnvel, sem er ekki verra.
Það er reyndar almennt sagt að ungt fólk sé almennt róttækara, bæði til hægri og vinstri, en missi svo gjarnan áhuga á öfgunum. Þó eru sumir sem eru róttækir til æviloka.
Hún er mjög nálægt mér í aldri, um það bil ári eldri en ég og lagleg kona. Hún auðvitað tilheyrir þessum byltingatíma sem ég hef upplifað og ekki skrýtið að hún taki þessa afstöðu, meirihluti kvenna í dag á hennar aldri er þannig, á yfirborðinu að minnsta kosti, þótt sú sannfæring risti misdjúpt, og heimilslíf og atvinnuþátttaka sé því misjöfn hjá fólki eða kynjaskipting hlutverka.
Mér finnst að kirkjan eigi að vera það afl í samfélaginu sem minnir á gömlu gildin, því mér finnst að einhver stofnun þurfi að gera það, til mótvægis við þessu fjölmörgu sterku og öflugu samtök sem sinna öllum þeim sem telja sig þurfa að breyta samfélaginu, að samfélagið þurfi að laga sig að þeim, en þau ekki að hefðunum sem voru, samfélaginu sjálfu.
Það er mjög merkilegt að allar tilraunir til að gera kirkjuna hipp og kúl hafa ekki skilað þeim árangri sem til var stefnt. Það er að segja, flóttinn frá kirkjunni heldur áfram, sama hvernig biskupar eða prestar reyna að elta wókið og hvaðeina annað sem talið er nýjasta nýtt í mannréttindamálum. Þó má segja að kærleikur Krists sé í samræmi við slíkt, en sé vel að gætt er margt fleira í Biblíunni að vísu líka sem er öðruvísi, en kennir kannski líka eitthvað mikilvægt.
Kannski eru bara margir sammála því að kirkjan eigi að vera klassísk, gömul og góð, eitthvað til að halla sér upp að sem ekki breytist, nema maður segi sig úr henni alveg.
Sr. Guðrún nýr biskup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 191
- Sl. sólarhring: 193
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 127196
Annað
- Innlit í dag: 118
- Innlit sl. viku: 568
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 106
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Séra Guðrún Karls Helgudóttir segir að kirkjan sé að fóta sig í breyttu landslagi og það taki sinn tíma að finna sinn stað og hlutverk á breyttum tímum. Hún segist vera frjálslynd en ekki íhaldssöm.
Hlutverk kirkjunnar er ætíð hið sama á öllum tímum. Kirkja sem fer frjálslega með Orð Guðs þ. e. a. s. snýr út úr því sem Biblían segir til að þóknast Tíðarandanum, er ekki lengur kirkja Krists.
Guð Almáttugur og Hans Orð breytist ekki. Kirkjan sem Honum tilheyrir er óbreytanleg.
Í Hebreabréfinu 13. kafla stendur: Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. Látið ekki afvegaleiða yður af ýmislegum framandi kenningum. (Hebr. 13:8-9).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 9.5.2024 kl. 07:43
Þakka þér fyrir Guðmundur Örn, gott að þú minnir á þetta sem gleymist oft í nútímanum. En maður vonar að nýr biskup muni þó eitthvað sameina fólk og boða frið, en kannski verður það ekki þannig.
Ingólfur Sigurðsson, 9.5.2024 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.