3.5.2024 | 00:17
Steingrímur J. Sigfússon negldi fyrsta líkkistunaglann í Vinstri græna, með því að fara gegn því að flokkurinn væri á móti Evrópusambandsaðild
Það þarf mikið til fyrir samherja að viðurkenna misbresti Steingríms J., en Bjarni Benediktsson og aðrir Sjálfstæðismenn fá á baukinn við hvert tilefni hjá þeim.
Sú kolgráa svikamysa sem Íslendingar gleyptu ofaní sig á tíma Jóhönnustjórnarinnar varð til þess að heilög Jóhanna varð óvinsæl eftir stjórnina, eða umdeild og talin venjulegt stjórnmálabragðakvendi en ekki ráðvandasta stjórnmálakonan á þingi.
Jóhanna var kölluð heilög Jóhanna, Katrín var vinsælasti stjórnmálamaðurinn, það virðist regla að virtasta stjórnmálafólkið fellur úr heilagleikastól sínum eftir að hafa verið við völd
Það ógeð sem Íslendingar fengu á hreinum vinstristjórnum og vinstrihugsjónum eftir Jóhönnustjórnina varð til þess að stjórnin hans Sigmundar Davíðs sem var kosin og komst til valda var hrein og klár framkvæmdastjórn af hægritegundinni eins og þekktist þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í blóma.
Það er greinilega erfitt fyrir suma stjórnmálaskýrendur að leggja mat á það að kannski hafi Steingrímur J. svikið þjóðina, og bara kannski! Og hann vill ekki leggja mat á það. Nei, greinilegt er að farið er silkihönzkum um samherjana í pólitík.
Sjálfstæðisflokkurinn græðir ekki á því ógeði sem landsmenn hafa á núverandi stjórn, því hefði verið gott fyrir hann að vera í stjórnarandstöðu og leyfa vinstriflokkunum að sjá um að mála sig útí horn að þessu sinni, eins og Jóhönnustjórnin gerði, hverjum sem um var að kenna.
En það má aldrei gleymast að Sigmundur Davíð lenti í svívirðilegu öfundarumsátri á RÚV og Wintrismálið var stormur í vatnsglasi, blásinn upp af öfund og hatri vegna þess að hann sýndi það og sannaði enn sem fyrr að hægrimenn og Framsóknarmenn hjálpa fólkinu í landinu hraðar og betur en vinstrimenn. Samfylkingarfólk hefur ævinlega sagt að Jóhönnustjórnin hafi orðið óvinsæl vegna þess að hún tók við slæmu búi í kreppunni, en er það virkilega svo einfalt? Trúa því allir? Nei.
Sveik Steingrímur J. Sigfússon þjóðina? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 87
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 787
- Frá upphafi: 133333
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 578
- Gestir í dag: 70
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Engvu við þetta að bæta.
Frábær pistill.
Sigurður Kristján Hjaltested, 3.5.2024 kl. 18:46
Takk fyrir innilega Sigurður Kristján, og hvet þig til að skrifa meira, þínir pistlar eru góðir.
Ingólfur Sigurðsson, 3.5.2024 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.