29.4.2024 | 00:21
Mikilvægi allra dýra, og að jafnvægi haldist, án aðkomu mannkynsins
Það var frétt um það í gær að selum fari fækkandi í heiminum. Það minnir mig á líffræðitímana í Digranesskóla um 1980 þegar ég var tíu ára, og mörg árin þar í kring. Árni Waag kenndi okkur að þeir væru mikilvægar skepnur, en hann var mikill frömuður verndunar plantna og dýraverndar.
Hann talaði mikið um seli og önnur ofsótt dýr. Eitt af því sem var sérkennandi fyrir hann var að hann tók upp málstað dýra og jurta sem voru í útrýmingarhættu, og talaði jafnvel um útdauðar tegundir og kosti þeirra.
Hann lagði ríka áherzlu á það að selir væru mikilvægur hlekkur í lífkeðjunni, en sumir vildu fækka þeim til að þeir bæru ekki hringorma í fiska.
Hann talaði jafnvel um æsku sína í Færeyjum. Ég fór að semja ljóð um náttúruvernd vegna áhrifa frá þessum merkilega manni, söngtexta.
Til eru kennarar sem líta á kennslu sem hvert annað starf. Árni Waag var af þessari sjaldgæfu tegund kennara, því hann var hugsjónamaður í kennslu sinni og sem líffræðingur.
Hann hafði virkilegar áhyggjur af lífkerfinu og vistkerfinu, og taldi að við, unga kynslóðin ættum að taka ábyrgðina á þessu, því þetta væri okkar framtíð.
Vissulega voru nokkrir sem tóku mark á honum, en langflestum fannst sem ekki væri hægt að axla þá ábyrgð, því aðrir hefðu komið okkur í þessa vondu stöðu í umhverfismálum. En einhversstaðar verður maður að byrja, eins og hann kenndi.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 1
- Sl. sólarhring: 120
- Sl. viku: 665
- Frá upphafi: 133472
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 505
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.