Tyranny merkti upphaflega Guðsstjórn, mild stjórn en ekki hörð, réttlát stjórn eftir Guðs lögum, Týs lögum

Fréttirnar eru endurtekning á því sama, svo heimsspekin vekur fremur áhuga minn, hún er eilíf.

"Mann-kynið er dáið og mann-fólkið er við það að deyja", skrifaði Guðjón Hreinberg, einn af fáum heimsspekingum sem við eigum. Heims-spekingur er sá sem lærir og spáir í speki heimsins en heim-spekingur er spekingur til heimabrúks, sem allir eru.

Ekki margir skilja setningu hans. Mann-kynið, það eru geimverur, eða öllu heldur samlagað fólk, yfirtekið, andsett, mann-fólkið er veiðibráð þess, og er komið í algeran minnihluta. Mann-kynið er sterkt og sprelllifandi, líkamlega, ekki andlega.

Þetta með djöflana sem yfirtaka mannkynið, allt er rétt með að kosningarnar eru fullkominn skrípaleikur eins og þjóðfélög okkar. Ég hef aðrar skýringar á ástæðunum fyrir þessu.

Mann-kynið vinnur gegn sér og öðrum. Það er fólkið sem kemur á lagasetningum um ófrjósemiaðgerðir á Íslendingum, kynbreytingar, fóstureyðingar og slíkt. Slíku fólki er ekki sjálfrátt, og skýringin er sú að slíkt sálarleysi er til komið vegna andsetningar, eða samlögunar. Þegar sálin er alveg farin er aðeins eftir skel, sem er líkaminn, sem hlýðir framandi skipunum. Skiptisálir er orð sem var notað yfir þetta fyrir fáeinum áratugum og þá var reynt að telja fólki trú um að þetta væri eitthvað jákvætt og andlegt til að lyfta mannkyninu á hærra stig. Öllu má nú nafn gefa.

Samt vil ég segja að við erum öll "mennsk" upp að vissu marki, hvort sem við erum hluti af mann-kyninu eða mann-fólkinu. Þetta byrjar nefnilega allt fyrir fæðingu, fólk velur sér foreldra áður en það fæðist, og örlög, eða tilheyrir þróunarbrautum sem það er sátt við fyrir fæðingu sína, ef það nennir ekki að dútla við svona djúp mál og lætur berast á bylgjum lífsorkunnar einungis eins og dýrin.

Það er mikill leyndardómur fólginn í skírninni og heiðnum uppruna hennar, hvað hún þýddi meðal heiðingja, og þýðir enn.

Eigingirnin og sjálfhverfan er nokkuð sem er manninum meðfætt. Skírninni er ætlað að hafa hemil á þessum hvötum, en í djöflaríki nútímans er slíkt fyrir bí.

Því má segja að púkarnir sem hafa yfirtekið fólk nútímans límist fastir við barnssálirnar sem eru óvarðar, og dýrslegar, því þjóðir okkar eru aðeins kristnar á yfirborðinu.

Eins og heimsspekingurinn sem ég vitnaði í skilur, þá er trúin á Guð ekki marxískar innleiðingar sem þekktar voru í mannkynssögunni og voru þekktar á nornaofsóknum og eyðileggingu á heiðnum menningarverðmætum eða ofsóknum á fólki eins og kerfið hefur tekið við kirkjunni að sjá um síðan.

Guð er Sannleikurinn. Þetta skrifaði Emanuel Swedenborg um og það á enn við í dag, fullkomlega. Það þýðir að hann úthýsir ekki heiðingjum eða einhverjum sem ekki eru í sama trúarhópi og hann er sagður tilheyra, þeir sem taldir eru trúa á hann rétt.

Skorturinn á kynþáttahyggjunni er erfðasyndin, svo einfalt er nú það. Aðrar útskýringar eru umbreyttar og rangar.

Guðirnir skópu fólk til að sanna sig, til að sýna styrk sinn og hæfni. Til þess að slíkt gangi upp þarf tegundin kynþáttaskyn. Þegar kynþáttaskynið hverfur deyr tegundin út, og skorturinn á kynþáttaskyninu er því erfðasyndin.

Ég get útskýrt þetta á vísindalegri og einfaldari hátt svo fólk skilji þetta betur.

Hvað er kynþáttaskyn? spyrja þá kannski einhverjir?

Jú, það er hæfileikinn til að vilja berjast fyrir sigri þeirrar tegundar sem líkist manni í útliti. Það er skynsamlegast að gera það án stríða, en ekki alltaf hægt.

Sönn heimsspeki gefur mér innblástur og áhuga á að fræða aðra.

Margir kristnir menn eða annarra trúarbragða, fara mjög nálægt sannleikanum. Sérstaklega ef þeir kafa djúpt.

Þeir sem þekkja mig vel vita ekki alltaf hvort ég er eingyðistrúar eða fjölgyðistrúar. Ég hef kafað svo djúpt í heiðna speki að munurinn á þessu tvennu er ekki lengur eins augljós og áður.

Ég hef leitað að hinum eina sanna guði síðan amma dó, þá kom þessi tilvistarangist sem gerir mann að heimsspekingi og sönnum listamanni. Ég veit hvaða guð hún trúði á, en hvort hann er til, það er spurningin.

Hinn mikli verundur er hugtakið sem dr. Helgi Pjeturss notaði um fyrirbærið guð, sem hann virðist þó hafa trúað á, svona á sinn hátt eins og fleiri. Hinn mikli verðundur hef ég stundum skrifað, sá sem verður.

Á einhverjum stað lýsir dr. Helgi Pjeturss guði almáttugum sem alheiminum sjálfum, sem bæði er fullkominn og ófullkominn í senn. Hinn mikli verundur er sá sem er og er fullkominn, en hinn mikli verðundur er alltaf ófullkominn og er alltaf að skapa sig og endurskapa, og aðra með.

Guð Biblíunnar minnir stundum á óþægan krakka sem pirrast ef hann fær ekki sínu framgengt, stundum minnir hann á kærleiksríkan föður, en stundum á skapvont gamalmenni með allt á hornum sér, garðyrkjumann sem þolir ekki þegar borðað er af röngum eplategundum í garðinum hans. Einnig er honum stundum lýst sem harðstjóra, grimmum einræðisherra. Eymdin er slík í heiminum að það virðist ekki passa að hann sé bæði almáttugur og algóður í senn.

Er fólk syndugt eða er það ekki syndugt? Erum við fórnarlömb djöfla eða erum við sjálf vond í grunninn? Ég hef talsvert velt þessu fyrir mér að undanförnu, á þessum tímum Harmageddonar.

Fólk virðist alltaf vera á þessum þröskuldi að geta valið á milli góðs og ills, nema það velur rangt næstum alltaf. Þá má spyrja sig hvort púkarnir veiða okkur til þess eða hvort ástæðan sé önnur.

Ástæðan fyrir því að guðirnir í Valhöll hjálpa okkur ekki lengur er sú að við erum gölluð vara. Mú mun vera fyrsti búlgurinn, síðan Le, síðan Lemúría, næst Atlantis og svo þessi sem við tilheyrum.

Strax í Mú varð syndafallið, sem var annað en segir í Biblíunni. Það fólst í að fólk hafnaði guðunum í Valhöll og fór að dýrka djöfla, eins og föður lyginnar, sem er Loki Laufeyjarson, öðru nafni Jahve, guð Biblíunnar.

Þar með hvarf sú náð sem er kynþáttaskynið og líkamlegur styrkur í kjölfarið, hreysti og heilbrigði, samstilling og kærleikur, en hatur kom í staðinn og allskyns óreiða í geði og líkömum, mannfélagi.

Þetta bendir til þess að allir á jörðinni séu gölluð vara. Þar með er ekki sagt að við séum búin að vera, heldur er verið að prófa okkur sífellt. Eins og í sigti, við erum sáldruð, og úr koma fáein sem fara á skárri staði, restin heldur áfram að þjást, og stundum fara flestir á verri staði.

Það er alveg í samræmi við öfugsnúning þessa mannkyns okkar að orðið tyranny merkir einræði og harðræði, en upphaflega þýddi þetta orð "öld Guðs", en síðan fóru menn að eigna sér gæðin sem Týr gaf og urðu harðstjórar, og Týr sjálfur, guðinn eini sanni, fékk á sig óorð.

Það sem af þessu hlýzt er einfalt. Maðurinn situr eftir í drullupollinum grenjandi en Guð er honum týndur. Þú sigrar ekki Guð með því að ræna hann heiðrinum, heldur lítillækkarðu þig og þína.

Það er nefnilega fullkomlega andstætt Tý að stunda harðræði. Hann er svo góður guð að hann er ekki að þröngva sér að okkur þegar við höfnum honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 716
  • Frá upphafi: 133622

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 557
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband