Líf að færast í kosningabaráttuna?

Ég hef ekki myndað mér mikla skoðun um Höllu Hrund sem forseta, en hún er að minnsta kosti ekki þannig fasttengd við vinstrielítuna eins og Jón Gnarr, Katrín eða Baldur. Kannski sýna þessar góðu viðtökur sem hún fær að líf er að færast í kosningabaráttuna, þannig að frambjóðendur hægramegin fái jafn mikið vægi og þeir sem heilla vinstrisinnað fólk. Það fyndist mér eðlilegt að til dæmis Arnar Þór fái svo mikið fylgi að það jafnaðist á við frambjóðendur frá vinstrivængnum, ef við trúum því að hægriöflin séu að minnsta kosti jafn sterk og vinstriöflin á Íslandi.

Það er eitthvað dularfullt við þessar kosningar ef aðeins fólk vinstramegin fær ríflegt fylgi.

Að minnsta kosti þótt maður þekki Höllu Hrund ekki út og inn og hennar innstu hjartans mál, þá hefur hún talað á nótum þjóðrækninnar, eins og langflestir frambjóðendur gera.

Hún kemur vel fyrir og minnir mögulega á Vigdísi forseta að einhverju leyti. Það eru meðmæli.

Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að fá hvorki Jón Gnarr, Katrínu né Baldur sem forseta:

A) MJÖG stór hluti þjóðarinnar er óánægður með Katrínu Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. Er ekki undarlegt að mjög stór hluti fylgismanna hennar í þessu forsetaframboði koma frá Sjálfstæðisflokknum? Vinstri grænir eru í raun bara kjarnafylgið núna, traustasta fólkið. Ef Vinstri grænir eru 5% flokkur núna, þá eru að minnsta kosti 10% gufuð upp og farin á aðra flokka. Það fólk er tæplega að kjósa hana og telur hana hafa svikið málstað Vinstri grænna. Hún mælist með minna persónufylgi en þegar hún byrjaði í þessari ríkisstjórn sem hún hefur yfirgefið. VG er líka grindhoraður flokkur miðað við áður.

B) Það eru ekki allir hlynntir Gleðigöngunni og mannréttindamálum af því tagi, og því getur Baldur tæpast orðið óumdeildur sem forseti landsins, sem forsetinn þyrfti helzt að vera. Áherzlur hans eru líka finnst mér talsvert til vinstri og tengdar öðrum mannréttindamálum, sem ekki eru allra, fyrrverandi stefnumálum sumra í Samfylkingunni, og nokkurra þar enn.

C) Jón Gnarr er kannski Jókerinn af þessum þremur, því hann er óútreiknanlegri. Sem grínisti og leikari hefur hann sýnt á sér margar hliðar, en hann hefur þó lýst andúð á mannanafnanefnd og öðru sem forsetinn ætti að standa vörð um, því það er hluti af íslenzkri menningu. Þar af leiðandi yrði hann tæplega uppáhald allra ef hann yrði kosinn.

Langskemmtilegast yrði það ef 5 eða fleiri frambjóðendur yrðu svo til hnífjafnir, þá yrði þetta spennandi keppni, og ef þeir yrðu ólíkir, ekki bara þrír úr sömu grautarskál.


mbl.is Halla hrærð og vísar í íslensku gildin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hún er fasttengdari en þau hin, við heims-marxismann, ef eitthvað er. Smá grúsk í bakgrunni hennar og það blasir við.

Guðjón E. Hreinberg, 15.4.2024 kl. 18:45

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Jæja, ég vissi það ekki. Ég myndi lesa bloggfærslu af áhuga um það frá þér, takk fyrir.

Ingólfur Sigurðsson, 16.4.2024 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 25
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 697
  • Frá upphafi: 133377

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband