Óttast afleiðingar af ósigri Rússa - og Úkraínumanna. Þverstæður Úkraínustríðsins kannaðar.

Þegar ég var í menntaskóla og barnaskóla (það var þegar kalda stríðið var að enda með fundinum í Höfða) lærði maður að Norðurlöndin væru mestu menningarríkin og friðarlöndin. Norræna velferðarmódelið, eins og Jón Baldvin orðar þetta gjarnan var þar boðað, en þá var Svíþjóð ekki orðin það upplausnarríki sem hún er nú.

Þessi frétt að neðan sem tengd er pistlinum hún fjallar um Úkraínustríðið, og byggð á þýddum ranghugmyndum stríðshaukanna sem eru í báðum herjum. Út frá því er gengið sem vísu að stríð séu eftirsóknarverð. Þó kemur upp þessi merkilega efasemd, um að Vesturveldin hræðist einnig hvað verði ef Rússland tapar.

Hér rekst allt hvert á annars horn ef rökhyggjan er notuð og spurt sig hversvegna stríðið byrjaði og um aðdragandann. Það er svo augljóst að Úkraína er misnotað land, og að misnotkunin byrjaði með vestrænum áhrifum og bandarískum frekar en rússneskum. Fátæk lönd eru alltaf í mestri hættu að verða upplausn og stríðum að bráð, eða erlendum áhrifum, og öfgaþjóðerniskennd í kjölfarið, eins mótsagnakennt og það nú hljómar.

Saga Þýzkalands tengist Prússlandi, og hvernig landamærin hafa sífellt verið færð til og frá. Fyrri og seinni heimsstyrjöldin (eða númer 1 og 2) eru einmitt tengdar þesskonar upplausn á landakortinu.

Babýlon Berlín eru þýzkir þættir sem hafa verið sýndir á RÚV. Þar er fjallað um forsöguna fyrir seinni (eða aðra) heimsstyrjöldina. Kemur þar skýrt í ljós sódómskan, hóruhús, glæpir og eiturlyfjaneyzla, kommúnismi og almenn upplausn í þýzku samfélagi.

Nú er Úkraína ekki nákvæmlega eins og Þýzkaland var um 1930, en engu að síður eru hliðstæðurnar nokkuð sláandi, og sérstaklega þegar kemur að upplausninni, dýrkun á því vestræna hjá mörgum, en einnig sterk þjóðerniskennd og dýrkun á því rússneska hjá mörgum einnig.

Stjórnmálafræðingar og skýrendur hljóta að sjá að þetta er fyrirtakskokteill fyrir suðupott stríða og upplausnar í framtíðinni, eða jafnvel fyrir suðupott ekta fasisma, sem mikið er talað um á Vesturlöndum, en Vesturlönd hafa ekki fengið að kynnast alvöru fasisma í raun um langt skeið, en með Úkraínustríðinu er verið að hætta á að slíkt fyrirbæri komi þar upp í alvöru og breiðist út um veröldina eins og gerðist fyrir miðja 20. öldina, þótt um miðpunktinn megi deila.

Það má segja það sama um Rússland. Þótt Pútín haldi fast um stjórnartaumana er það algengt að þegar (því enginn stjórnar að eilífu) sterkar stjórnir falla getur upplausnin orðið næsta ástand.

Eitt er það sem þættirnir Babýlon Berlín kenna eða ættu að kenna, og það er að tal um fordómaleysi samfélaganna er misvísandi, því slíkt fordómaleysi, eða sódómska, einsog amma Fanney orðaði það, í föðurættinni, er oft fyrirboði fasisma, þegar fólk fær nóg.

Fólk hefur ekki hugsað þetta til enda. Pútín er sífellt líkt við Hitler, en það er skaðsamleg einföldun.

Friður er alltaf bezta lausnin. Grunnurinn að hatrinu á Pútín og Rússlandi er femínisminn, sem er alger meginvilla satanismans í eðli sínu. Ef maður stendur á slíkum röngum grundvelli sjálfur hverfur dómgreindin og réttlæti manns með.

Rétt eins og hatrið á Trump er rekið áfram af ógeðslegum wokeisma, sem er ýkt öfgavinstristefna geðveik og klikkuð.

Þó verð ég enn að gagnrýna Pútín og innrásina í Úkraínu. Þótt skilja megi að í Rússlandi sé áhugi á að verja þjóðabrotin sem eru ofsótt eða voru ofsótt vegna þessa klofnings í Úkraínu, sem byrjaði ekki 2021, heldur var til staðar, eins og forsagan sýnir, þá er greinilegt að stórveldadraumar eru í hans brjósti, að vilja gera Rússlandi að því sem það var fyrir hrun kommúnismans.

En fólk á Vesturlöndum ætti ekki að leggja sína mælistiku á Pútín. Því er svo oft haldið fram að hann haldi áfram og gleypi allan heiminn. Hverskonar ofmat er það á getu Rússa og stríðsvilja þeirra.

Þversagnakennd geðveikin í viðhorfunum til Rússa og Pútín kom sérstaklega vel fram þegar stríðið byrjaði. Sumar fréttir sögðu að Rússar væru að tapa, herinn í rúst, skipulagið ekkert, Pútín deyjandi og þar fram eftir götunum. Á sama tíma komu þó fréttir þar sem gefið var í skyn að Rússar GÆTU gleypt heimsbyggðina, og að Úkraína væri bara fyrsti bitinn.

Hvort er það? Hvort er rétt? Ætla Vesturlandabúar aldrei að láta þessar þverstæður ríma í rugli sínu? Hvort geta Rússar náð heimsyfirráðum eða ekki?

Ég held að sálfræðin segi meira um þessa geðveiki en þvælan sem vellur uppúr rugludöllunum sem kalla sig stríðssérfræðinga NATÓ eða eitthvað annað.

Já, það er óttinn við eitthvað allt annað, það er óttinn við að Vesturlönd hrynja innanfrá vegna þess að femínisminn hefur rústað okkar samfélögum innanfrá.

Þá eru það ekki Rússar sem sigra, gamla Rússagrýlan sem ekki hefur verið uppfærð, heldur satanisminn, sem birtist í femínismanum.

Þetta stríð ætti að kenna fólki á Vesturlöndum að okkar ríkisstjórnir eru ónýtar, handónýtar, og hryðjuverkafólk eru allir femínistar.

Þetta stríð ætti að kenna okkur að vandinn er hjá okkur, einnig hjá Rússum, en þeir eru að reyna að koma á skipulagi sem meira fer eftir Biblíunni, og þeim boðskap sem þar kemur fram.


mbl.is „Bölsýni gerir þig óvirkan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 58
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 722
  • Frá upphafi: 130307

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband