22.3.2024 | 00:36
Last í stađ listar. Last í merkingunni ómenning, til háđungar list. Last í merkingunni vandrćđakveđskapur og vandrćđalist, léleg list.
Í nútímanum er last í stađ listar eins og ég hef skrifađ um áđur. Tónlast í stađ tónlistar. Ritlast í stađ ritlistar, myndlast í stađ myndlistar.
Jónas frá Hriflu hélt myndlistarsýningu međ úrkynjađri list (háđungarsýningin hans).
Sumir tala um fall hans sem stjórnmálamanns eftir ţađ. Ţađ er mikil einföldun, ţví hann átti eftir ađ vera áhrifamađur í íslenzku ţjóđfélagi allt til dauđadags áriđ 1968. Frekar mćtti segja ađ hann hafi orđiđ umdeildari eftir ţetta og hatađri af sumum. Meistari Megas varđ einnig gođsögn í lifanda lífi.
Jónas frá Hriflu var mikilmenni, og einmitt vegna ţess ađ hann lagđi til atlögu viđ snobbara síns tíma, klessumálarana.
Jónasi frá Hriflu var slaufađ af vinstrimannamenntaelítunni á ţeim tíma, en hélt ţó áfram ađ vera elskađur og dáđur af fjölmörgum.
Ţetta var á ţeim tíma ţegar nútímalistin var ekki virt eđa viđurkennd af öllum. Átökin voru hörđ. Abstraktlist, afstćđ, Dada, kúbismi og fleira, ţetta stóđ í mörgum.
Mér finnst Lilja ágćt ađ hjálpa listamönnum.
Ég er listamađur sjálfur - en fć hvorki stuđning frá hćgrimönnum né vinstrimönnum ađ ţví er virđist. Hćgrimenn hafa ekki hundsvit á list og ekki einusinni áhuga. Grilla á kvöldin, grćđa á daginn, er ţađ ekki tilvitnun í Hannes Hólmstein? Passar vel.
Ég hef ţá skođun ađ listamannalaun og annađ sem kemur frá ríkinu sé ágćtt ađ sumu leyti en gagnrýnivert ţó. Ég held ađ beztu listamennirnir séu ekki ríkislistamennirnir, heldur ţeir sem berjast áfram í gegnum mesta sársaukann og mesta mótlćtiđ. Ţannig var ţetta međ Halldór Laxness. Hann var talinn letihaugur og ónytjungur af ţeim sem ţekktu hann ţegar hann var ađ brjótast áfram sem ungur mađur. Ţađ heyrđi ég hjá fólki af hans kynslóđ, eins og ömmum mínum sem ţekktu allskonar kjaftasögur og fróđleik um fólk.
Ţó efast enginn um ađ hann var snillingur. Hann var bara ekki talinn merkilegur pappír af mörgum fyrr en hann fékk Nóbelsverđlaunin, og hćtti ţá ađ mestu ađ skrifa meistaraverkin sín, sem er alveg dćmigert.
Ţađ er eđlilegt ađ ađeins beztu listamennirnir nái í gegn og nái árangri. En í dag eru ţađ ţó oft verstu listamennirnir sem ná í gegn, ţví ömurleikinn er í tízku, ađ syngja í gegnum vókóder, og hljóma gervilega, eđa ađ fylgja erlendum tízkusveiflum sem skila ekki skapandi list heldur fjöldaframleiddri.
Nútíminn er innihaldslaus og frođusnakkaralegur. Ţađ á viđ um listamenn eins og ađra.
Ég vil líta til fortíđarinnar, ţegar auđugir menn héldu uppi listamönnum og ţeir sungu viđ hirđina, á tímum riddaranna og ballöđusöngvaranna, trúbadoranna frönsku, um 1100.
Björgólfur Guđmundsson var ágćtur ţegar hann studdi listir. Ţađ var fínt hér áđur og er enn, og ađ ríkir menn gerđu ţađ.
Viđ fáum varla verri listamenn ţannig. Viđ ţurfum fćrri listamenn og betri.
List á ađ ţjóna ţjóđfélagslegu markmiđi. Ekki kommúnísku samt endilega. List á ađ ţjóna öllum stjórnmálastefnum og fjalla um öll ţjóđfélagsmálefni á opinn hátt. Okkar ţjóđfélag er ţó ekki lengur opiđ og frjálst, og nóg er ađ sjá Vikuna hjá Gísla Marteini á RÚV til ţess. Ţar er ađeins vinstristefnan ríkjandi og fjölmenningin, annađ fćr háđ og spott frá honum.
Aldrei rétti tíminn til ađ hćkka listamannalaun | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Um bloggiđ
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu fćrslur
- Syndafalliđ í Biblíunni - Aldingarđurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástćđa fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakviđ öll stríđ, og er...
- Sjálfstćđismenn ţurfa ađ sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ćttu ađ skammast sín, en ekki hćgrimenn. Mengun e...
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 39
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 698
- Frá upphafi: 127241
Annađ
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 528
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Listamannalaun eru borgarlaun eins og Píratar vildu. Hjálpa fólki ađ hafa tíma til ađ gera ekkert. Ţeir sem helst fá listamannalaun ţurfa ađ vera í klíkunni og helst ţurft ađ standa í ţessu til fjölda ára og skapa sér nafn. Hefur afskaplega lítiđ međ ađ gera ađ hjálpa ungum listamönnum ađ fóta sig
Heldurđu ađ götulistamenn eins og Banksy (sem ég reyndar held ađ sé hópur fólks) fengi listamannalaun?
Rúnar Már Bragason, 22.3.2024 kl. 10:55
Góđur punktur Rúnar. Held ađ ţetta sé mikiđ til rétt. En samt gćti vel veriđ ađ ţetta hjálpi einhverjum listamönnum. En meginreglan er samt eins og ţú segir, lítiđ verđur úr afrekum en mikiđ um upphafningu á engu.
Ingólfur Sigurđsson, 22.3.2024 kl. 12:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.