20.3.2024 | 13:23
Íslenzkur auður og þjóðernið sem er að hverfa
Um 1950 til 1980 var ákveðið stjórnkerfi við lýði á Íslandi. DV athugasemdir frá Skildi Vatnari og Jóhannesi bloggara eru á þá leið að það hafi verið eimreiðarísk einokun á fjármálakerfi eða samherjaísk, pútínsk kallar Skjöldur Vatnar hana.
Sumir halda því fram að uppúr 1980 hafi byrjað tími nýfrjálshyggjunnar og áhrif frá Thatcher og Reagan hafi verið mikil.
Ég vil setja já einhver tímamörk á breytingar sem byrjuðu um 1980 og kannski fram að hruni 2008, en breytingarnar á þessum tíma snúast um alþjóðavæðingu, græðgivæðingu segja sumir, en einnig stóraukinn innflutning á erlendu vinnuafli sem stendur enn yfir.
Maður notar hugtök sem kannski ná ekki yfir veruleikann nema að hluta til.
Íslenzkt samfélag er hvorki alfrjálshyggjusamfélag né alkommúnismasamfélag eða aljafnaðarstefnusamfélag. Sé maður hlynntur ákveðnu stjórnmálaafli hefur maður tilhneigingu til að nota skammaryrði sem kennt er við gagnstæða stefnu.
Ég miða við tímann frá 1950 til 1980 þegar ég minnist Siggu ömmu og Jóns afa á Digranesheiðinni, sem voru hlynnt Sjálfstæðisflokki þess tíma. Það voru haftastjórnmál og samfélagið var lokað fyrir erlendum áhrifum að miklu leyti, Ora fiskibollur oft í matinn, enda sá sem átti Ora í Kópavogi vinur afa og fastur viðskiptavinur.
En það var tími án spillingar í mínum huga því afi vildi enga spillingu heldur heiðarleika. Maður litast af því uppeldi sem maður fékk. Kannski var þjóðfélagið í heild spillt, en í því var fullt af góðu fólki, sem var kirkjurækið og fullt af náungakærleika. Samfélagið var mjög einsleitt en það var ótvíræður kostur í því tilliti.
En þau trúðu á frjálshyggju og frelsi einstaklingsins og sennilega gerðu það margir á þeim tíma enda Sjálfstæðisflokkurinn firnavinsæll.
Fullkomið frelsi er draumsýn og frasi og líka frjálshyggja. Viðskiptahöft og hömlur þess tíma voru viðurkennd af frjálshyggjufólki þess tíma.
Hugsjónin um hina frjálsu atvinnurekendur var þeim hvatning, sem ættu að lifa án skatta og skerðinga og of mikilla reglna ríkisins eða annarra valdstjórnenda.
Við kreppuna 2008 varð siðferðisrof og siðferðisbrestur í íslenzku samfélagi. Við missum af landi brott fullt af góðu og heiðarlegu fólki sem missti trúna á kerfið. Það var farið illa með þetta fólk að ósekju algerlega.
Spillingarmál sem fólk gerir uppreisn gegn hafa verið að grassera lengi, eins og Wintrismálið 2016 og Búsáhaldabyltingin 2008.
Vinstrisinnarnir sem leiða svona byltingar eru skinhelgir hræsnarar sem vilja bara sjá hluta af spillingunni sem grasserarar í heiminum, og ef hægrimenn eru teknir í bólinu eru þeir til í að láta sitt fólk fá völd með byltingu gegn spilltum hægrimönnum, en ekki spilltum vinstrimönnum.
Jóhannes grínisti og bloggari er frá Ólafsvík, sem mun vera hluti af Snæfellsnesi, þaðan sem amma Sigga var líka, nema samkvæmt því sem hann skrifar er hann kommúnisti. Það eru til góðir kommúnistar, en þegar stefna þeirra blandast við alþjóðahyggju nútímans gagnrýni ég hana og nota ýmis misvillandi hugtök um hana, stundum bara kommúnisma, þótt það sé ónákvæmt orðalag í nútímanum. Það á við eitthvað í fortíðinni frekar.
En eitt af því sem vinstrimenn nota stundum til að sannfæra um að þeir séu betri en hægrimenn og með betri siðferðisvitund er að þeir séu ekki jafn miklir rasistar og hægrimenn, sem myndu selja ömmu sína ef þeir græddu á því.
Þetta er einsog með hjálparstarfið erlenda í Afríku og víðar. Ég hygg að það sé hinn eini sanni rasismi, því það stuðlar að útrýmingu kynþáttanna, því rétt einsog velmegun er að útrýma fólki á Vesturlöndum hlýtur hún að gera það sama í Afríku, Mið-Austurlöndum, Asíu og Suður Ameríku með tímanum. Því kalla ég andrasismann hinn eina sanna rasisma, því loksins þegar þjóðir verða forríkar og spilltar rotna þær innanfrá og deyja út. Það er eina leiðin til að útrýma þjóðum sem hefur sýnt sig að virki endanlega.
Það er ekki hægt að miða þetta við sögur úr mannkynssögunni, þegar þjóðum var eytt með hernaði. Þá voru þjóðir miklu fámennari, og herleiddir einstaklingar samlöguðust sigurvegurunum. Afgangurinn dó út og hvarf úr mannkynssögunni. Þannig hernaður er ekki stundaður í nútímanum. Ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi myndi enginn sigra, heldur allir eða næstum allir deyja út. Brjálæðingar sem láta stjórnast af hreinni valdagræðgi elítunnar geta þó blindazt og misst dómgreind, og því er nútíminn í hættu að þurrkast út.
Siðferðisbresturinn sem varð 2008 tengist endanlegu hruni almennings á yfirvöld og raunverulega hægristefnu eins og þessa sem amma og afi trúðu á.
Á sama tíma og hluti almennings gerði sýndarbyltingar 2016 og 2008 tók meginþorri almennings upp siðferði þeirra sem var gerð uppreisn gegn. Samt er skuldasöfnun að aukast hjá íslenzku þjóðinni, svo peningagræðgin raunverulega náði ekki til allra, aðeins sumra.
Ég held því að góðmennskan sé á undanhaldi, þetta kristilega siðferði sem var svo virðingarvert. Siðferði vinstrimanna er meira að neyða fólk til góðmennsku og aumingjahjálpar af því að reglurnar kveða á um það, ekki af því að fólki vilji það af innsta hjartans grunni. Það finnst mér gagnrýnivert. Þesskonar gæðzka á sér nefnilega fyrr takmörk og síðasta söludag.
Vinstrisinnað fólk er haldið sjálfsblekkingum einsog hægrisinnað fólk. Það er aldrei hægt að hjálpa öllum eða koma á fullum jöfnuði. Það sem við sjáum í framtíðinni er væntanlega endanlegur sigur Asíu og Kínverja, og síðan Indverja, Araba og Afríkuþjóðanna, á meðan Evrópa verður fátæktarkista og ofbeldisnýlenda ásamt Bandaríkjunum, og Ísland þar með, eitt aumasta landið.
Við sjáum þetta strax í Svíþjóð. Þangað sækja glæpagengin. Vesturlönd eru að fremja harakiri.
Hægrimenn eru einnig haldnir þeirri sjálfsblekkingu að þeirra ættir verði alltaf ríkar.
Nei, eitt af því sem kreppan frá 2008 kennir er að sviptingar verða meðal ríkra, og hagnaður og ríkidæmi er oft tengt við loftbóluhagkerfi og froðuhagkerfi.
Þar fyrir utan eru útlendar ættir komnar inní íslenzkar auðmagnsættir, og þar á eftir að verða barátta um völd, og útlendu ættirnar oft með sterkari bakhjarla, þar eru meiri náttúruauðlindir og meiri samtakamáttur, miklu meiri mannfjöldi, meiri möguleikar á að ná völdum á heimsvísu en á Íslandi litla, sem er aðeins násker þeirra sem tapa.
Stór hluti af auðsöfnun elítunnar á Íslandi tengist fíkniefnasölu og öðrum glæpum. Það er staðreynd enda kom það fram í skýrslum fyrir nokkrum árum að mesti vöxturinn í fjármagnsgróða á Vesturlöndum væri í glæpum! Það segir allt um helstefnuna sem ríkir á Vesturlöndum!
Að öllu þessu upptöldu er það ljóst að göfugt er ekki það markmið að verða forríkur á Vesturlöndum, og sá auður virðist fenginn með spillingu og sölu á eitri.
Einnig má gera ráð fyrir því að aðrir hákarlar hrifsi bráðina af hákörlum innanlands, eða að það sé einhver hætta á því.
Síðan er enn eitt meginatriði í þessu, og það er spurningin um hvað er íslenzkur auður, þegar stór hluti af þessu er geymt erlendis í fjárhirzlum!
Þegar á allt er litið er Ísland ekki vel statt. Menningin er að deyja út og kynþátturinn, þjóðernið sjálft, allt sem íslenzkt er. Við erum að blandast öðrum þjóðum endanlega og missa öll okkar sérkenni. Auðurinn fer úr landi og gróðinn af nýtingu náttúruauðlindanna.
Eftir því sem stjórnmálamenn gala hærra um sigur og afrek, þeim mun meira er selt úr landi af auðlindum og þeim mun fátækari verður þjóðin, sem hættir loks að vera þjóð.
Mammon, Mammon, Mammon.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 87
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 746
- Frá upphafi: 127289
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 558
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 45
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo þegar íslendingar eru búnir að vera undir hælnum á einhverskonar ,,faraó" í 400 ár leita þeir til Guðs (kannski) en þá segir Guð; Þið lærðuð ekkert af Gamla T. og því getið þið bara átt ykkur !
Loncexter, 20.3.2024 kl. 16:26
Það er hætt við því Loncexter, hvenær svo sem þeir tímar koma sem eru endatímarnir. Sumir segja þá núna, en um það vitum við ekki með vissu. Ja, alla vega er lýðurinn ekki eins upptekinn af eilífðarmálunum eins og áður, og það vekur áhyggjur af framtíð og hamingju þjóðarinnar.
Takk fyrir innleggið.
Ingólfur Sigurðsson, 20.3.2024 kl. 18:47
Íslendingar eru smátt og smátt farnir að hæða og smána Jesú og kenningar hans. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Jesú sagði; Sá sem er ekki með mér, er á móti mér !
Það er ekki gott að feta í fótspor gyðinga, því sagan segir ekki góða hluti um hlutskipti gyðinga eftir að þeir höfnuðu Jesú.
Enn hafa þeir ekki fundið friðsælan stað til að búa á.
Loncexter, 23.3.2024 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.