10.3.2024 | 04:04
Klúðrið hjá RÚV með undankeppni Söngvakeppninnar og valið á laginu
Valið á laginu í Söngvakeppninni að þessu sinni hefur orðið svo pólitískt mál og umdeilt að útvarpsstjóri RÚV hefur ákveðið að rannsókn fari fram á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldinu. Skemmst er frá því að segja að þetta hefur orðið eitt mesta deiluefnið á samfélagsmiðlunum síðan Hera var kosin til að verða fulltrúi okkar lands að þessu sinni.
Eins og kom fram 3. marz síðastliðinn í fréttum krafðist höfundur lagsins Wild West óháðrar rannsóknar á Söngvakeppniskosningunum, Einar Hrafn Stefánsson, og vildi hann einnig að ný atkvæðagreiðsla færi fram.
Þetta hefur verið í fréttum, og Kastljósið fjallaði um þetta í vikunni, og háværar raddir hafa gagnrýnt þetta og talað um að kjósa þurfi aftur. Snemma í síðustu viku var látið líta út fyrir það í Kastljósinu að ekki væri þörf á endurkosningu og að Hera færi út. Núna samkvæmt kvöldfréttunum er það þó ekki lengur ljóst og ýmislegt á huldu um þetta og hvort Hera fari út með lagið eða Bashar eða hvernig þetta verður.
Ég virði einnig Ásdísi Maríu fyrir að neita að fylgja lagi sínu út og viðurkenna að mörgu sé ósvarað. Hún vildi að Bashar færi út en Hera næsta ár, en það var ekki samþykkt hjá RÚV, og hún viðurkenndi þeirra yfirráð yfir laginu og úrslitunum.
En almenningur er ekki sáttur og klofinn í afstöðu til þessa máls og enn eru skiptar skoðanir á samfélagsmiðlunum.
Ég man aldrei eftir svona meiriháttar-mega-klúðri í sambandi við þessa keppni. Páll Vilhjálmsson bloggari hefur verið mjög duglegur við að gagnrýna RÚV fyrir ýmislegt, og hér er komið enn eitt málið sem vekur upp spurningar um vinnubrögð og eitthvað gagnrýnivert þar.
Er ekki bara einfaldast að kjósa aftur eins og höfundur Wild West vildi? Mér virðist sem svo mjótt sé á mununum að þannig kosningar geti farið á hvorn veginn sem er, því greinilegt er að fjölmennir hópar eru hér ósammála og berjast um sigurlagið.
Hvaða hik er á RÚV að koma með aukaþátt þar sem þau berjast aftur um sigurinn? Yfirleitt er mikill áhugi á því hjá RÚV að hafa sem flesta þætti með svona dagskrárefni, jafnvel þótt aðrir tónlistarmenn mættu fá meiri athygli.
En þetta er í fyrsta skipti sem ég man eftir sem útvarpsstjóri RÚV lætur almenning stjórna sér og breyta afstöðu sinni. Fyrr í vikunni kom fram í Kastljósi að Hera ætti að fara út með lagið og að nokkurnveginn óþarft væri að efast um réttmæta niðurstöðu í kosningunum.
Nú koma þau skilaboð að efi er kominn um það hjá RÚV og óljóst hvernig framhaldið verður.
Það er greinilegt að þetta er hápólitískt mál og þrýstingurinn mikill.
Ég verð að segja að ég er farinn að verða mjög efins og blendinn í afstöðu minni, eftir að hafa rökrætt þetta við hinn ágæta bloggara, Jóhann Elíasson, til dæmis.
Lögin eru bæði góð og flytjendurnir báðir frambærilegir og hæfileikamiklir.
Pólitísk rétthugsun ætti ekki að ráða ferðinni.
Hinsvegar finnst mér enn að réttlát skilaboð séu send með því að senda Bashar út. Hvaða keppandi vann með réttu? Er búið að svara því? Var eitthvað óeðlilegt við kosninguna á sigurlaginu eða ekki?
Þetta er margslungið mál.
Réttast væri að kjósa aftur, býst ég við. Hvað vill þjóðin einmitt núna?
Ekki víst með þátttöku Heru Bjarkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 5
- Sl. sólarhring: 118
- Sl. viku: 694
- Frá upphafi: 130156
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 539
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hera vann keppnina, hún fékk flest atkvæði.
Keppnin má ekki vera nýtt sem pallur undir einhverja pólitíska skilaboða herferð svo að RUV þarf að hafa hemil á sér. Þessi erlendi maður hefði í raun ekki átt að fá að keppa, hvað þá að vera íhugaður sem framlag Íslands til söngvakeppninnar.
Hvað ætli verði þá næsta framlag Íslands?
1. Taívanskt þjóðlagatríó? Svona til að senda skýr skilaboð á Kínverja?
2. Úkraínska kósakka dansa og syngja ættjarðarlög? Skýr skilaboð á Rússa?
3. Frumbyggjar frá Amazon með blásturshljóðfæri? Skýr skilaboð til að vekja athygli á skógarhöggi á svæðinu?
4. Eitthvað um loftslagsvá?
Það er af nógu af taka! Ég held að keppnin eigi eftir að verða mikið líflegri með þessum hætti! :-D
Ágúst Kárason, 10.3.2024 kl. 07:22
Ég er sammála þér Ingólfur, að öðru leyti en því að mér finnst að við ættum ekki að eiga nokkur einustu samskipti við Ísraela sem eru í fyrsta lagi ekki Evrópuþjóð og þar að auki fyrirlitlegir níðingar.
Annars er það líka öfugsnúið að við sýnum Rússum, þessari vinaþjóð okkar óvild og andúð, en sleikjum okku ætíð upp við Bandaríkjamenn sem eru þó sannarlega vondu kallarnir - ef kosið væri um svoleiðis, svona á lýðræðislegan máta hér á jarðkúlunni.
Jónatan Karlsson, 10.3.2024 kl. 15:36
Hverjum er ekki sama um þennan ómerkilega tónafótbolta. Frekar að leggja þessa forsmán niður, svo hér þrífist aftur tónlist.
Guðjón E. Hreinberg, 11.3.2024 kl. 02:22
Tek undir með Guðjóni, þessi söngvakeppni er orðin að skrípi sem öllum er sama um og engin nennir að horfa á og gjörsamlega vonlaust að reyna að mynda einhvern pólitískan þrýsting á Ísraela í gegnum einhverja heimskulega sönglaga keppni. Pólitískur þrýstingur á að koma frá Íslenskum stjórnvöldum en þau þegja á meðan börn deyja. Stjórnvöld hafa líka með skammarlegri hegðun ýtt undir drápin í Úkraínu en þar hefðu þau átt að þrýsta á samninga frá byrjun á ófriðnum 2014. Þær hljóma alls ekki illa í dag þær kröfur Rússa í upphafi að "Úkraína verði hlutlaus og Nasistarnir reknir burt".
Ágúst Kárason, 11.3.2024 kl. 11:52
Takk fyrir félagar, það er kannski ágætt að hægt er að vera sammála um að keppnin er orðin útþynnt og ekki lengur Evrópukeppni.
Gott er þó að tónlistarmenn og áheyrendur fá tækifæri til að skemmta sér og öðrum. Að öðru leyti já, mætti leggja niður þessa keppni, og búa til nýjar í staðinn, því friður verður aldrei tryggður svona, það ætti jú frekar að tilheyra Alþingi, en þar hefur margt snúizt við, friðarflokkar einsog VG eru það ekki lengur.
Ingólfur Sigurðsson, 11.3.2024 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.