Getur það verið að ég fari útí að skrifa um pólitík þegar ekkert merkilegra er á döfinni í mínu lífi? Nei sannleikurinn er sá að það skiptir ekki máli hvað maður skrifar eða segir, heldur hver maður er. Viti maður sannleikann á maður að þegja um hann í víti af því tagi sem jörðin er, því manni er sízt þakkað fyrir sannleikann, heldur fyrir blekkingar fjöldans.
Ég vil ekkert þurfa að sanna og heldur ekki þurfa að sannfæra neinn, segja neinn sannleika eða stunda neitt trúboð. Maður getur haft einhverjar skoðanir eða verið viss um eitthvað eða talið eitthvað líklegt, en hvað um það, ef maður sannfærir ekki aðra? Er þá ekki óþarfi að tjá sig?
Viti maður sannleikann er maður sannfærður og þarf ekki að tjá hann neinum.
Vitnisburður sem Guð heyrir? Já, það má taka undir það. En maður ber ekki ábyrgð á klikkun umhverfisins.
Geti maður sætt sig við ömurleikann, geti maður orðið samsekur og sammála, er það afrek eða tap?
Vilji maður fara inní ESB, er það úrbót og bæting eða framför?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Veröldin snýr sér að síauknum stuðningi við Palestínumenn og ...
- Ross Edgley er meðal minnisstæðustu manna ársins sem snerta s...
- Það er alltaf talað um sömu vandamálin, en þau versna, eins o...
- Skrímslabangsar? Er nokkuð jákvætt við þá annað en að þeir er...
- Umdeildur yfirmaður sleppur með skrekkinn, Sigríður J., undir...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 196
- Sl. sólarhring: 208
- Sl. viku: 694
- Frá upphafi: 157575
Annað
- Innlit í dag: 125
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 110
- IP-tölur í dag: 110
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.