Hver skyldar fólk til að fylgja tízkunni eða eltast við tæknina?

Í gær lágu nokkrir risanetfjölmiðlar niðri. Varla undrunarefni því öll tæki bila fyrr eða síðar eins og sagt er. Það kom mér á óvart eftir áhorf á Kastljós í gær að sumt fólk er farið að nota Fésbókina til að eiga samskipti sín á milli innan heimilisins! Heimilisfaðir lýsti því að eftir þögn Fésbókar í klukkutíma vissi hann ekki hvaða verkefnum hann ætti að sinna fyrir eiginkonuna, fara með börnin hvert, og svo framvegis.

Ja, sem betur fer kom fram þarna þetta sem framsýnir menn hafa sagt fyrir löngu, að við erum varan á Fésbókinni, og það kemur sérlega vel í ljós þegar varan er orðin svona vélræn að hún kann ekki að eiga samskipti öðruvísi en með tækninni.

"Z-kynslóðin fær þvottaaðstoð með iPhone - "við erum dauðadæmd!"", er svo DV frétt sem einnig kemur inná það sama, að yngri kynslóðir eru svo háðar tækninni að það er orðið vandamál.

Z-kynslóðin, fólk fætt frá 1997 til 2012, það mun fá alla sína vizku úr Netinu eða þar um bil, símum og slíkum gersemum.

Minnisleysi þessa unga fólks er mikið, og skilningsleysi á til dæmis tákn á þvottavélum. Þá má spyrja sig um námshæfileika, nú þegar nemendur fá lélega útkomu úr PISA, eru í símum og þekkja hvorki eigið tungumál vel né önnur, nema enskuna.

Annar langafi minn lærði allar Íslendingasögurnar utanað, hann hafði þannig sjónminni að hann mundi orðrétt það sem hann las. Þó var hann sjóndapur og varð blindur á gamalsaldri. En það sem hann lærði og las sem ungur maður, það mundi hann alltaf.

Þetta var víst ekki óþekktur hæfileiki í gamla daga.

Amma mín Sigríður fór með setningar úr Biblíunni sem hún lærði í kirkjum eða hjá foreldrum sínum eða öðrum. Hún og afi fóru líka með kvæði og sálma utanað einsog ekkert væri.

Minnið er eins og vöðvi. Ef honum er ekki haldið við, eins og í nútímaþjóðfélagi ofurtækninnar, þá fer honum aftur.

En látum orð spekingsins af Z-kynslóðinni verða lokaorðin, hann var með þetta:"Við erum dauðadæmd!"


mbl.is Facebook liggur niðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Orð að sönnu Ingólfur, -reyndar líka hjá spekingi Z-kynslóðarinnar.

Við erum dauðasæmd við fæðingu, svo er bara að leitast við að halda sönsum allt til enda.

Annars góður pistill að vanda.

Magnús Sigurðsson, 6.3.2024 kl. 15:57

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sæll Magnús, já þetta er nú fyndið innskot og rétt. Sennilega þýðing á "doomed". Ef þýðandi fréttarinnar hefði viljað koma réttri merkingu til skila hefði hún verið:"Við erum verr stödd en fyrri kynslóðir, við erum dauðadæmdari en fyrri kynslóðir... eitthvað svoleiðis"

Gott að benda á þetta, orðin eru ekki frá mér, en þetta er eins rétt þegar um alla er að ræða sem rita, að merking orðanna er ekki bókstafleg heldur hvað á bakvið býr. Þannig eru líka margar setningar hjá mér og öðrum, bókstafleg merking er stundum annaðhvort röng eða ónákvæm.

Það hljómar auðvitað betur að hafa fréttina undir einföldum frasa af þessu tagi. 

Ég er bara sammála honum og þetta er vel athugað, heimur versnandi fer, að mörgu leyti, en ekki að öllu leyti endilega. En í meginatriðum þó, því miður, virðist vera, hvað lífið á jörðinni varðar.

Takk fyrir heimsókn og athugasemd. Ég er enn að pæla í þínum nýjasta pistli og hvort einhverju sé hægt að bæta þar við. Hávamálin eru mér dýrmæt eins og þú veizt, en þau eru margslungin, og stundum vill fólk þegja en segja einhverja vitleysu.

Ingólfur Sigurðsson, 6.3.2024 kl. 18:04

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta með að við séum dauðadæmd við fæðingu var hálfgerður útúrsnúningur hjá mér í þessu sambandi. Mér finnst minnisleysið og skilningsleysið á þvottavélatáknin vera einstaklega góð samlíking hjá þér. Ég er bæði sammála pistlinum og finnst hann vel til fundinn.

Það sem versnandi í heimi fer, -finnst mér, -í þessu sambandi vera hvað unga fólkið tapar miklum tengingum aftur í tímann með því að missa skilninginn á móðurmálinu, -og þar með innsæinu fram í tímann.

Þó svo að það sé mikils virði að vera snjallvæddur í núinu á ensku, þá er rétt að kunna skil á orðum The Grate Poet of Iceland, -Einars Ben.

Stundin deyr og dvínar burt,

sem dropi í straumaniðinn.

Öll vor sæla er annaðhvurt

óséð - eða liðin.

Magnús Sigurðsson, 6.3.2024 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 706
  • Frá upphafi: 127249

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband