Gæsahegðun og mannahegðun

Ég fylgdist með gæsahópi þar sem ég var gestkomandi við heimahús í dag. Var það merkilegt að fylgjast með hegðun fuglanna sem minnti mig á mannlega galla og lesti. Húsmóðirin var með tvo poka af gömlu brauði sem hún dreifði á stéttina að húsabaki. Eins og menn vita þekur snjór jörð nú um stundir.

Sumt fannst mér bráðfyndið við hegðun fuglanna. Um það bil 6 gæsir söfnuðust þarna saman að húsarbaki.

Fuglarnir létu ekki sjá sig fyrr en klukkustund eftir að brauðinu var dreift, en eru þeir næstum daglegir gestir þarna þar sem þeir vita að brauðs er von.

Fyrst voru þeir smeykir við að nálgast húsið. Þá var það ein gæsin sem gerðist hugrakkari og vakkaði nær unz hún greip brauðbita í gogginn, en hrökklaðist til baka af ótta við mannfólkið og hjó með goggi svo brauðið fór í smærri bita. Samstundis sáu hinar gæsirnar þetta að ein hafði náð í bita og fóru að elta þessa hugrökku með skrækjum og vængjablaki. Sú hugrakka tók á rás með brauðbita í gogginum með hinar allar á eftir.

Þetta fannst mér það fyndnasta, hvernig þær glefsuðu í fjaðrirnar á henni og tíndu svo upp brauðbitana sem hún missti á flóttanum.

Í stað þess að þora að leita til uppsprettunnar, í brauðið næst húsinu, réðust þær á einu gæsina sem hafði kjark og dug til að finna fyrsta brauðbitann og reyndu að ná honum af henni.

Minnir á hugleysi okkar mannanna og hvernig við ráðumst á þann sem segir sannleikann og skarar framúr oft, þótt sá geri mest gagn og hjálpi mest.

Þegar þessi fyrsti biti var uppétinn af gæsahópnum fóru þær að svipast um betur. Að þessu sinni var sú hugrakka enn fyrst til að finna næsta bita. Munurinn var sá að tvær aðrar voru farnar að verða eins skynsamar og hugrakkar og hún og fóru að snusa á svipuðum slóðum og horfa með gaumgæfni á snævi þakta jörðina.

Þannig að þær átu fylli sína af brauði næsta hálftímann eða svo. Veizluborðið var svo ríkulegt að þær urðu frá að hverfa þegar talsvert var eftir af brauði, enda hafði húsmóðirin þarna dreift úr tveimur pokum af gjafmildi og hjálpsemi sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 706
  • Frá upphafi: 127249

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband