Kristrún Frostadóttir færir Samfylkinguna nær Sjálfstæðisflokknum í landamæramálum og flóttamannamálum - að evrópskri fyrirmynd jafnaðarmannaflokka nútímans

Samfylkingin er stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunum, með 31% fylgi. Kristrún Frostadóttir var gestur í hlaðvarpinu "Ein pæling" hjá Þórarni Hjartarsyni og þar kom þetta fram sem RÚV sagði frá í seinni kvöldfréttum í gær. Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor útskýrði hversu markvert þetta er.

"Klár og skýr stefnubreyting", sagði hann. "Vill herða tökin á landamærunum", "takmarka frekar fólkið sem kemur", "gera umhverfið strangara, meira í takt við til dæmis það sem gerist í Danmörku", sagði hann ennfremur.

Með þessum orðum má vera að Kristrún innsigli gott samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum þegar næst verður kosið, hvenær sem það nú verður. Einnig er ljóst af þessari stefnubreytingu að Samfylking nútímans er að fiska á sömu miðum eftir kjósendum og Sjálfstæðisflokkurinn, og nú eru öfgavinstrisinnaðir andstæðingar þessarar rökréttu stefnu í landamæramálum hættir að tala um að "fiska í gruggugu vatni" þegar svona er talað, því ljóst er að allur almenningur er nokkurnveginn á þessari skoðun, þótt það sé orðað með misjöfnum hætti.

Þetta eru góð tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að því leyti að þarna er samstarfsflokkur sem ætti að vera nokkuð auðvelt að vinna með. Fátt skilur á milli þegar hér er komið sögu, nema fyrrverandi áhugi á aðild að Evrópusambandinu, sem enn er til staðar, en ofaní skúffu að mestu leyti.

Þetta kemur ekki á óvart, því vaxandi þungi er í almenningi að þessu leytinu til, sérstaklega núna þegar verðbólgan er vandamál og kjörin í lakari kantinum. Þá er vitað að atvinnuleysið bítur og kostnaður af þessu tagi er ekki það sem margir telja gott fyrirbæri, við flóttamenn.

Það eru Vinstri grænir sem verða illa úti eftir þetta stjórnarsamstarf, því nú er ljóst hvert fylgi Sjálfstæðisflokksins fór, til Samfylkingarinnar, sem komin er jafnvel með svipaða afstöðu í landamæramálum. Gleymum því ekki að skiptar skoðanir eru um þetta líka innan Sjálfstæðisflokksins, þannig að samstarfið ætti að ganga vel.

Píratar, Vinstri grænir og Sósíalistaflokkurinn, þetta eru þeir flokkar sem stilla sér upp sem andstæður við borgaraleg gildi af þessu tagi. Viðreisn sveiflast sennilega til eins og Samfylkingin eftir því sem vindar blása og eftir því hverjir eru áhrifamestir þar inni.

Með þessari stefnubreytingu Samfylkingarinnar höfum við Íslendingar færzt 5-10 ár nær norrænu flokkunum í Skandinavíu og er það gott mál, en það neikvæða er að við höfum einnig færzt nær Skandinavíu hvað varðar vandamál í undirheimunum, aukna tíðni á sumum afbrotum, miðað við fréttir, eða tilkynningar á þeim, um hitt má deila.

En skoðanakannanir hafa einnig sýnt að Íslendingar eru opnari fyrir því að ganga í ESB, og það kæmi mér ekki á óvart að það yrði ofaná eftir 10 ár eða svo, því ef það kemur vel við efnahaginn og budduna þá vilja Íslendingar það einatt.

Gömlu kynslóðirnar hafa æ minni áhrif, sem héldu í prinsipp eins og sjálfstæði, eins og afi minn og amma sem bæði eru látin. Reyndar er mamma þannig líka og margir aðrir sem ég þekki á ýmsum aldri.

En pabbi og margir í föðurætt minni eru jafnaðarfólk, og ég hef oft deilt við þau um þetta. Ef ég þekki þau rétt þá sætta þau sig við stefnubreytingu síns forystufólks. Ég var bara á undan samtímanum.

En ég hef oft tjáð mig um það að kannski muni þjóðin fara í ESB að lokum.

Eitt það skemmtilegasta við Samfylkingu nútímans er að óþolandi femínískar áherzlur fortíðarinnar eru ekki í forgrunni, heldur kjör almennings og hagfræði, efnahagur og réttlæti, hvernig svo sem verkin verða, þegar þau loksins komast í ríkisstjórn, sem ég efast ekkert um að gerist næst þegar verður kosið, sennilega með Sjálfstæðisflokknum.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir norrænt og evrópskt samstarf og aukinn skilning á milli landanna og betri samskipti. Evrópusambandið er mjög gott að mörgu leyti. Samt eru gallarnir þar líka gígantískir. Ef danskar áherzlur fá að ráða eykst ánægja mín með Evrópusambandið.

Nú er jafnvel svo komið að innan tveggja meginstoðanna er farið að bera á stefnubreytingu í landamæramálum. Þýzkaland og Frakkland standa á þeim tímamótum að þar eru stórir flokkar sem ýta á þær breytingar.

Ef Evrópusambandið kemst þannig í innra jafnvægi við evrópskar og menningarlegar rætur sínar getur verið að áherzlan á einstaklingsfrelsið aukist einnig og áherzla á minna regluverk.

Þá gæti ESB orðið almennilega fýsilegur kostur fyrir Íslendinga.

En þetta er óvíst.


mbl.is Kristrún: „Það eru verkin sem tala“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sjálfstæðisfylking eða Samflokkur?
Eða kannski einhverjir ratar?
Allt einhverjir fasistar, sýnist mér.

Hver viltu að leiði þig til heljar?

Ásgrímur Hartmannsson, 16.2.2024 kl. 17:49

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Nei, snákurinn sem skiptir um ham, er áfram snákur.

Birgir Loftsson, 16.2.2024 kl. 18:15

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já í ljósi reynslunnar og sögunnar er margt til í því að Samfylkingin sé snákur. Sjáum til, Kristrún hefur þó reynslu úr viðskiptalífinu, þannig að hún er sennilega með raunverulegar áherzlur af þessu tagi. Það kemur í ljós hvernig úr spilast í reynd.

Takk fyrir innleggið báðir, margt til í þessu, en maður vonar að þarna sé sáttasemjari.

Ingólfur Sigurðsson, 16.2.2024 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 195
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 127207

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 507
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband