Menningin á í vök að verjast, og innlend fyrirtæki.

Lilja Alfreðsdóttir hefur lofað að gera sitt bezta til að hjálpa fjölmiðlum á Íslandi, og bæta samkeppnisstöðu þeirra sem ekki eru ríkisreknir. Inní því áttu kannski að vera einhverskonar sektargreiðslur erlendra fjölmiðlarisa og fyrirtækja á Alnetinu sem hirða auglýsingatekjur útum allan heim. Þetta mun vera erfitt og þungt í vöfum, og því hefur árangurinn verið takmarkaður.

Fjölmiðlum hefur fækkað á Íslandi. Fréttablaðið var kannski ekki öllum harmadauði, en fleiri dæmi mætti nefna.

Eitt verður að athuga í þessu sem hlýtur að vekja upp spurningar og furðu: Þessi síðastliðnu ár eru ár alþjóðavæðingar og fjölmenningar, en ekki efnahagskreppa eða hruns, fyrir utan Covid-19 faraldurinn sem nýverið reið heimsbyggðinni á slig, og svo eru áhrifin af Úkraínustríðinu og Gazavoðaverkunum margvísleg, vopnaframleiðendur græða á meðan einhverjir tapa, og fjölmargir lífinu, því miður.

Sjálfstæð þjóð hlýtur að gera þá kröfu að innlendir fjölmiðlar lifi góðu lífi, og samkeppnin sé til staðar. Það er eitthvað að ef fjölmiðlar deyja út í stórum stíl og aðeins ríkið verður eftir, einokun og svo erlend samkeppni tröllvaxinna fyrirtækja sem eru útum allan heim.

Stöð 2 hefur barizt fyrir lífi sínu og átt erfitt á mörgum tímaskeiðum. Ýmsir aðrir fjölmiðlar líka. Útvarp Saga hefur rýrnað af fátækt, og er það þó einn bezti fjölmiðillinn á Klakanum.

Öllum Íslendingum ætti að vera það ljóst að við lifum ekki á uppgangstímum, heldur annaðhvort stöðnunartímum menningarinnar eða niðursveiflu hennar. Það er óþolandi að alþjóðahyggjan og fjölmenningin hafa tært og rýrt menningarsamfélög útum allan heim. Facebook hefur einfaldað heiminn, en drepið líka margt niður og gert fólk forheimskara og einfaldara, trúrra málstað rugludalla, meirihlutans sem lætur mata sig, þannig að fólk hefur minna orðið það sjálft og orðið meiri hópsálir, sem ekki var nú þörf á, nema síður væri.

Það er býsna hart ef menntamálaráðherra, hvort sem það er Lilja Alfreðsdóttir eða eftirmenn hennar verða að beita hörkulegum aðferðum eins og Kínverjar til að verja innlenda menningu og innlend fyrirtæki.

Gróðahyggjan virðir sífellt færri takmörk og landamæri. Gegn henni verður að sporna mun ákveðnar. Hluti af þessari þróun er harka í undirheimunum sem vex.

Eða vilja Íslendingar breytast í sljóa sauði sem verða með símana ígrædda í sjálfa sig og þurfa ekkert annað en ígrædda snjallsíma í skrokkum sínum, sem sjá fyrir dópi og öðrum boðefnum, jafnvel gervimat?


mbl.is Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 21
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 509
  • Frá upphafi: 132459

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband