Það er staðreynd að örfáir einstaklingar eiga 99% af öllum peningum mannkynsins. Ekki hafa allir áttað sig á hvað það þýðir.
Það getur ekki þýtt annað en að þessir einstaklingar sem eiga nær allt eru ofmetnir svo svakalega að þetta séu 99% loftbólupeningar sem þeir hafa ekki unnið fyrir heldur rænt með "löglegum" hætti. Sem sé, verðbólgufé, matadorpeningar og ofurþenslugróði. Sem þýðir að allar aðstæður fyrri efnahagskreppa eru þráfaldlega ýktar núna, en einnig hæfileikinn til að regúlatora, stýra efnahagskerfi heimsins.
Raunhagkerfið er því dverghagkerfi en elítuhagkerfið gnæfir yfir allt og dælir fé í það sem snýr að pólitík, í það sem kemur elítunni vel.
Einnig hlýtur þetta að þýða að allar venjulegar hagfræðikenningar hljóta að vera óvirkar.
Hagvöxtur í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar 2024 þýðir ekki endilega raunverulegur hagvöxtur á þessu ári, heldur sennilega peningainnstreymi frá elítunni sem eiga 99% alls fjármagns sem er til. Jú, Joe Biden styður elítuna og elítan styður Joe Biden. Á sama tíma býr elítan til uppdiktaðar sakir á Donald Trump og fær hann dæmdan sekan um risafjárhæðir, með hjálp spillts embættismannakerfis. Allt liggur þetta svo í augum uppi að öðruvísi getur þetta ekki verið. Aðeins ein staðreynd útskýrir þetta allt, að 1% mannkynsins á 99% allra peninga sem eru til. Það gerir þetta mögulegt og ekki neina samsæriskenningu.
Þetta er nákvæmlega það sama og í barnabókinni "Palli var einn í heiminum". Elítan hefur ýtt öllum ógnum í burtu. Þeir ofurríku hafa rænt svo af alþýðunni að hún skiptir engu máli lengur, þeir ofurríku komast upp með allt, engin lög stjórna þeim, því þeir búa til lögin, eða réttara sagt, láta lögfræðinga á sínum vegum gera það, Evrópusambandið og viðurkenndar stofnanir, því næstum allir stjórnast af peningum.
Þannig er femínisminn tilbúningur og klikkun, borgað úr vasa elítunnar, til að skekkja raunveruleikann og veikla feðraveldið, sem ógnar þeim, þar sem siðferðislögmál fylgja því úr fortíðinni, Biblíunni og Frímúrurum og allskonar leynifélögum og trúarhópum.
Það er aðeins eitt sem ógnar Elítunni. Náttúruhamfarir eða byltingar sem ekki verður ráðið við. Þó er búið að dópa fólk niður og þjóðfélagsverkfræðin nær að bæla börn og unglinga eins og fullorðna.
Það er í raun merkilegt að maður eins og Donald Trump skuli hafa einusinni verið kosinn. Það þýðir að gríðarlegur fjöldi fólks hefur fengið meira en nóg af þessu og veit af þessu fullkomlega.
Miðað við snilld elítunnar er alveg eins líklegt að Joe Biden verði endurkjörinn. Kerfisbundið er búið að vera að útrýma stuðningsfólki Trumps, kristnu fólki af germönskum uppruna. Stöðugt innflæði af mexíkönum og há fæðingartíðni hjá þessum hópum er að fjölga kjósendum demókrata en fækka kjósendum repúblikana.
Þó gerist eitt merkilegt, og það er að svartir, asískir, mexíkóskir og aðrir innflytjendur fá nóg af elítunni og kjósa frekar Donald Trump, því þetta er svo augljóst og mun aldrei enda vel.
Þannig að kosningarnar verða bæði tvísýnar og spennandi, eða kannski. Maður veit það ekki. Elítan er svo snjöll að ráðskast með fólk, lýðstjórnun er þeirra sérfag og klækjabrögð. Þannig að allt eins líklegt er að Joe Biden verði endurkjörinn.
Trump nýtur ekki friðhelgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Gamanvísur, ljóð frá 14. apríl 1983 - æskuverk - dægurlagatexti
- Gróðahyggjan hefur náð til Kína og þar er hún komin á stera. ...
- Eitt glæsilegasta afrek Bjarna Benediktssonar var að leyfa hv...
- Finnst mér Rembrandt leynast víða, ljóð frá 8. febrúar 1988
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 33
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 521
- Frá upphafi: 132471
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 405
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elítan er snjöll Ingólfur, -leifir fólki að kjósa á milli Demókrata og Repúblikana, og persónugerir í tveimur mönnum.
En fólk situr uppi með sömu ríkisstjórnina, rétt eins og við hér á klakanum, -eftir sem áður
Annars, -takk fyrir ágætis pistil eins og svo oft áður.
Magnús Sigurðsson, 11.2.2024 kl. 08:04
Takk fyrir Magnús. Já margt til í því, en samt ekki nákvæmlega sami flokkurinn. Það sem Trump reyndi að gera komst ekki allt til skila því þingið stöðvaði, og sama með Biden, hann varð að bíta í allskonar súr epli að Öldungadeild og slíkt stöðvuðu. Ég held að Bandaríkjamenn séu betur staddir en við með það að talsverðu skiptir hvorn maður kýs. Hér hinsvegar skiptir það næstum engu, því allt eru þetta sömu röflararnir og bullustamparnir, lýðskrumarar sem semja frá sér æru og skoðanir.
Já, við getum ekki verið nákvæmlega sammála, en mér þykir vænt um hrósið frá þér, því pistlarnir þínir eru góðir.
Ingólfur Sigurðsson, 11.2.2024 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.