10.2.2024 | 23:22
Andstæðar fylkingar sem berjast andlegri og félagslegri valdabaráttu. Samúð er vopnið sem notað er.
Palestína á sér marga stuðningsmenn á Íslandi eins og sjá má á þessum mótmælum. Það er ískyggilegt að á þessu landi þurfi að myndast svona andvígar fylkingar, því ég veit að hér á landi er einnig mjög stór hópur sem styður Ísraelsmenn, eins og til dæmis margir höfundar blogggreina hér vitna um.
Þetta er upptaktur að uppþotum á milli ólíkra hópa eins og gerist í útlöndum, þar sem ofbeldi er beitt í mótmælum andstæðra fylkinga. Þar er algengt að rasistar og andrasistar berji hverjir á öðrum, eins og í evrópskum borgum.
Það eru tugir eða hundruðir atvinnumótmælenda sem hafa samúð með fólki af erlendum uppruna, en hversvegna er lélegri orkustefnu ekki mótmælt fyrir framan atvinnuhúsnæði embættismanna sem standa sig afleitlega í störfum sínum?
Hvað er það annað en léleg orkustefna hér á Íslandi að hafa ekki undirbúið það betur sem hefur verið að gerast að undanförnu? Margir góðir menn og fróðir hafa bent á að orkustefnan hefur verið í molum lengi, þörf á viðhaldi og nýjum virkjunum fyrir almenning en ekki stórnotendur, eða öllu heldur áherzlu á heimili í stað stórnotendur orkunnar. Enda er víst framleitt meira en nóg af orku, en hún fer að langmestu leyti í stórnotendur.
Þessu mætti gjarnan mótmæla og það ættu hundruðir einstaklingar að gera fyrir framan atvinnuhúsnæði embættisfólksins og ráðuneytin, þar sem ráðherrar og ráðfrýr vinna við að stjórna þessu.
Í raun er ástæða til að mótmæla fjölmörgu, einsog lélegum kjörum ellilífeyrisþega og annarra undirmálshópa, eða verðbólgu og dýrtíð í landinu, og mörgu öðru.
Þetta eru hinsvegar skipulögð "mannúðarmótmæli" að erlendri fyrirmynd. Woke-liðið erlendis er með erindreka sína hérlendis. Það fer inní skólana og er þar með áróður sinn. Kennarar vinstrisinnaðir taka þátt og fleiri, Píratar, til dæmis.
Stór mótmæli fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Eins manns rusl er annarra manna fjársjóðskista
- Gamanvísur, ljóð frá 14. apríl 1983 - æskuverk - dægurlagatexti
- Gróðahyggjan hefur náð til Kína og þar er hún komin á stera. ...
- Eitt glæsilegasta afrek Bjarna Benediktssonar var að leyfa hv...
- Finnst mér Rembrandt leynast víða, ljóð frá 8. febrúar 1988
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 5
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 419
- Frá upphafi: 132476
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 316
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.