Ís er talinn vera á Mars, styður kenninguna um Marsbúa og líf á Mars, í fyrndinni að minnsta kosti

Á Vísi skrifaði Samúel Karl Ólason 19. janúar síðastliðinn:"Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars".

Einnig kemur fram að verði ísinn bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með allt að 2,7 metra djúpu hafi. Eins og menn vita er vatn undirstaða lífs eins og við þekkjum það. Þetta þýðir á einföldu mannamáli að Mars gæti hýst líf, eða sem líklegra er, hýsti líf í fortíðinni.

Kenningin um ofurhitnun af mannavöldum fær nýtt líf þegar við fylgjumst með plánetunni Mars og fjöllum um hana. Jafnvel á 20. öldinni vissu menn að gróðurhúsaáhrif gífurleg höfðu breytt plánetunni í gegnumgrillaða eyðimörk. Inferno, eða víti, var orðið sem haft var um þessa vesælu plánetu, sem hlaut þessu örlög.

Marsbúar, líf á Mars, allt verður þetta trúlegra í þessu ljósi. Kannski voru þær sögur á rökum byggðar, eða löngu gleymdum mýtum, sem voru sannleikur. Kannski var þarna einu sinni líf. Kannski voru Marsbúarnir bara á undan okkur að slátra sér og plánetu sinni með hamfarahlýnun. Vísindaleg gögn styðja þá tilgátu frekar en annað. Andlega þenkjandi gúrúar, sjáendur og miðlar og aðrir spekingar hafa haldið því fram lengi að á Mars hafi verið líf, og að þaðan hafi jafnvel lífið borizt hingað. "Frá stjörnunum berst lífið", eins og ég söng um 1999 á tónleikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

James Lovelock er að mínu mati eini "vísindamaðurinn" sem sagt hefur eitthvað af viti um "hugsanlegt" líf á Mars.

Guðjón E. Hreinberg, 1.2.2024 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 716
  • Frá upphafi: 131922

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 593
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband