Frægðin fer að nálgast, ljóð frá 8. október 2007.

Úr moldum skríða myrkurlátir synir,

hin mikla trú þig veiddi á hverri jörð.

Hvort valdi líf af villu sem og hinir?

Einn vegur þokast, firrukenning hörð.

Skólalaus og skyldum firrtur,

skil þó enn að sé ég virtur,

Sem og syng í þögn,

sífellt berast gögn.

Kallar á mig hetjan harða þín,

heiminn verð að kanna enn,

Segja þær að geri gagn

nær geta ekki þagnað rangir menn.

Finndu meira magn,

unz máninn rétti skín.

 

Á skjánum röfla skjátur þrútnar, betri,

og skyndilega fyllir ástin mann.

Er lausnin þín í lostafullum vetri?

Æ leigður þræll er verri, ei það kann...

Vinskap þarf í veröld kaldri,

verð ei þekktur enn af galdri,

eina fyndi enn,

ætíð vakna menn...

Einhver stúlka opnar sínar dyr,

æpir:"Þar er breyting hans!"

Aðeins hetjan getur gert

góðverk slík í fjarlægð reglumanns...

Holdið blítt og bert,

bara skildi ei fyr...

 

Þá heyrast raddir: "Frægðin fer að nálgast..."

æ finndu mál og gefðu það svo út!

En draumar gamlir sér í lagi sálgast,

ef sinnir fjöldinn ekki að væta klút...

Ó Fjóla, þú ert fremst í huga

fyrst þú veittir lof þá smuga

honum þókti hörð,

á hatursfullri jörð.

Ástúð þarf, ei frekar hennar fýsn,

fjalla þær um græðgi og kvöl...

Messíasinn meiri ert þú,

mundu að allir þurfa sanna völ...

Ekki aftur trú,

alheimskenning, býsn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 132958

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband