Það má samfagna Framsóknarmönnum að þeir fengu sinn fyrsta borgarstjóra núna nýlega. Óánægjuraddirnar yfir því að hann skyldi gerast hjálparmaður Dags gleymast þó ekki, hann var bókstaflega kallaður svikari, því góð kosning hans og Framsóknar hafi verið ákall um að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist aftur til valda í borginni.
Nú kemur það í ljós hvort stefna hans sé ný eða gömul. Hann talaði um breytingar, en á eftir að sýna þær í verki sem borgarstjóri.
Dagur hefur talað um starf sitt sem köllun, en ég veit um ódýrari leið til að losna við benzínbíla, banna þá alveg. Ég hef aldrei tekið bílpróf og hef aldrei átt bíl, og hef gengið eða tekið strætó. Þjónusta Strætó er samt orðin ömurleg, hærri fargjöld og appið þeirra erfitt, auðveldara var að kaupa miða eða kort í sjoppum. Aldrei hefði átt að hætta með það.
Það sem Dagur borgarstjóri stefndi á var að banna einkabílinn, loka benzínstöðvum og banna jarðefnaeldsneyti, nema hann reyndi að gera það í áföngum.
Ég hef oft lýst því hvernig ég varð ákafur umhverfisverndarsinni í Digranesskóla þegar ég fann þarna tilgang í lífinu í mínum skorti á félagsfærni, þurfti verðugan málstað til að berjast fyrir.
Þannig að ég er sammála áherzlum Dags og Samfylkingarinnar um að metnaðarfullt sé að draga úr losum gróðurhúsalofttegunda.
En hef ég ekki verið að gagnrýna Dag líka eins og margir aðrir? Jú.
Í fyrsta lagi er Reykjavík orðin túristaborg, túristabær.
Í öðru lagi hafði ég fullkomna samúð með kaupmönnum sem fluttu úr Reykjavík og kvörtuðu yfir framkvæmdum hans og endalausum götuviðgerðum, afi minn lenti í því sama 1993 - 1994 og það var mikið fjárhagstap.
Í þriðja lagi var Braggamálið spillingarmál og mörg önnur slík.
Í fjórða lagi beitti meirihlutinn Vigdísi Hauksdóttur andlegt og félagslegt ofbeldi og bolaði henni burtu því hún stóð sig betur en þau öll til samans. Það sama gerðist fyrir Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, hún stóð sig firnavel og ætti erindi sem formaður Sjálfstæðisflokksins, alvöru kvenskörungur, en hún fékk á sig þvílíkan mótbyr, einmitt fyrir að standa sig vel.
Ég spyr mig, hversvegna ættu puntudúkkur og Davosdúkkur að verða formenn Sjálfstæðisflokksins þegar til eru svona alvöru kvenskörungar? Ég missti alla trú á réttlæti meirihlutans þegar þetta gerðist í tvígang, og var hún raunar alveg horfin fyrir, dreggjarnar gufuðu upp með þessu.
Í fimmta lagi er Borgarlínan draumóra/martraðaverkefni sem Bjarni Benediktsson hefur sýnt fram á að gangi ekki upp, nema með miklum fórnarkostnaði sem svarar varla kostnaði, svo margt annað þarf að líða fyrir vikið og sitja á hakanum, að réttast væri að hætta slíkum framkvæmdum fullkomlega.
Í sjötta lagi hefur Dagur komið sér til valda aftur og aftur með klækjum og með því að fá hækjur eins og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur og Einar Þorsteinsson með sér, og sumir segja spillt fyrir þeirra pólitíska ferli þannig.
Fleira mætti telja til og aðrir munu gera það vafalaust.
Þetta allt sýnir að þó maður sé hlynntur grænum áherzlum Dags og finnist jafnvel margt glæsilegt í Reykjavík núna þegar hann er farinn frá, þá má svo sannarlega gagnrýna hann og það sem gert var á tímabilinu.
Dagur kvaddur með þremur stórveislum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 49
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 829
- Frá upphafi: 130001
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 628
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meiriháttar góð greining.....
Jóhann Elíasson, 22.1.2024 kl. 08:02
Takk fyrir Jóhann, mér þykir alltaf vænt um að fá hrós frá þér. Þú ert ekkert að skafa af því ef þér líkar vel við eitthvað, það gleður mig sannarlega að fá slíkt hrós.
Ingólfur Sigurðsson, 24.1.2024 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.