Fimmta erindi "Too Late/Foot of Pride" eftir Bob Dylan frá 1983 skoðað.

Kannski er þetta ljóð ofmetið. Að minnsta kosti er það þó meðal aðdáenda Dylans talið í betri kantinum af hans verkum.

Ég reyni að vera vandvirkur við þetta, og fer mér því að engu óðslega, heldur tek eitt erindi fyrir í einu og reyni að gera því góð skil.

"Þau eru með alvarlegt fólk þarna úti, maður, sem getur hringt þinni bjöllu og sýnt þér hvernig þú átt að halda kjafti."

Að hringja bjöllu einhvers var slangur á þeim tíma og þýddi aðallega að vera kynferðislega aðlaðandi, eða reyna við einhvern, eða að þóknast einhverjum, gleðja einhvern. Einnig getur þetta þýtt að slá einhvern eða rota. Sú merking er sennilega yngri.

Það að þetta tvennt er spyrt saman, að vekja áhuga og að halda kjafti þá er það í mjög sérstökum tilgangi, eins og í innvígslu í sértrúarsöfnuð, eða hóp eins og Frímúrararegluna eða Uppljómendurna. Hér er um slíkar andstæður að ræða að slíkt kemur held ég einungis til greina í þessu sambandi, og ég veit að slík leynifélög byggjast á galdri, og ég þekki það mikið til heiðninnar norrænu að ég veit ýmislegt um þetta.

Síðan heldur textinn áfram: "Þau koma ekki í gleðskap eða veizlur, maður, en drepa ungbörn í vöggum sínum og segja:"Aðeins þeir góðu deyja ungir."

Þessi málsháttur þekkist betur á íslenzku í þessari útgáfu:"Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.", og mun fenginn úr forngrískri menningu, í merkingunni að það fólk deyi ungt í anda, eða það er ein túlkun þessa málsháttar að minnsta kosti.

Um barnadráp í helgisiðaskyni er margt hægt að segja, en ég læt það eiga sig að sinni. Þó tel ég alveg nauðsynlegt í þessu sambandi að geta þess að Gyðingum var borið þetta á brýn í Evrópu margsinnis, og voru ofsóttir þessvegna sjálfir, áður en nazistar Þýzkalands komust til valda og urðu einna frægastir fyrir gyðingaofsóknir sínar, en Bob Dylan kemur frá þannig fjölskyldu, og er gyðingaættar, þótt sjaldnast á ævi sinni hafi hann aðhyllzt þá trú opinberlega.

Þó veit ég að heiðnar fornþjóðir voru einnig sakaðar um þetta með réttu og röngu, sem Hebrear voru andvígir og Karþagó er gott og frægt dæmi um það, sem sagnfræðingar telja rétt.

Ekki aðeins Karþagógar voru sakaðir um þetta, heldur ýmsir hópar í Evrópu og víðar. Þetta er löng og mikil saga sem hægt er að kynna sér betur.

En Bob Dylan setur þetta í texta sinn í einhverjum sérstökum tilgangi, og að öllum líkindum til að ófrægja alla sem hann hefur fjallað um á undan í textanum, meðal annars Palestínumenn, og múslima, miðla og glaumgosa.

En hann er að fjalla um einhvern óskilgreindan hóp sem framkvæmir þetta.

Áfram halda hryllilegar lýsingarnar:

"Þau trúa ekki á miskunn, og dómar munu aldrei falla á þau af réttarkerfinu. Þau geta sett andlit þitt á frímerki, sent þig heim í herbúðir, þau geta breytt þér í hvað sem þau vilja!"

Þessar lýsingar eiga aðeins við um "Elítuna" og eru frægar af sprautuandstæðingum og öðrum. Þetta eru pottþétt samsæriskenningar um alvalda elítu sem er svona grimm og hættuleg, og með alltof mikil völd.

Eins og margir hafa lýst, þá er þessi texti Dylans frægur fyrir að fara útí þessar hryllilegu samsæriskenningar, og auðvitað er hann einn frægasti maðurinn til að fjalla um svona samsæriskenningar og það vekur skiljanlega mikla athygli.

Aðrar útgáfur eru svipaðar, en ekki alveg eins. Svona er útgáfa sem kom út 1991 á B0otleg series 1-3 og er ein allra frægasta útgáfa lagsins.

"Þau eru með fallegt fólk þarna úti, maður. Þau geta verið hryllingur gagnvart huga þínum og kennt þér að halda kjafti. Þau hafa orðið "Leyndardómur" skrifað um allt enni sitt. Þau drepa börn í vöggum sínum og segja að aðeins þeir góðu deyi ungir. Þau trúa ekki á miskunn. Aldrei mun dómur falla á þau. Þau geta reist þig upp og keyrt þig niður aðalbrautina, og breytt þér í hvað sem þeim líkar".

Önnur útgáfa af textanum er svona:

"Þau eru með alvarlegt fólk í sýnilega heiminum sem geta hringt þinni bjöllu og kennt þér að þegja. Þau fara ekki til ríkisstjórnanna, en drepa börn í vöggum sínum, og segja að aðeins þeir góðu deyi ungir. Þau trúa ekki á miskunn, og þú munt aldrei sjá dóm falla á þau. Þau geta breytt þér í Djöfulsins dóttur, eða leitt þig beint í slátrunardalinn. Samt muntu halda að þú sért enn sama persónan og þú hefur verið."

Hér er allt fullt af áhugaverðum atriðum, en allt miðar þetta þó að því sama. Þetta geta aðeins verið samsæriskenningar um "Elítuna", sem gegnir mörgum nöfnum. Þær samsæriskenningar eru margvíslegar, og sumar þeirra snúast gegn gyðingum en aðrar ekki.

Ég ætla ekki að taka neina sérstaka persónulega afstöðu til svona samsæriskenninga núna. Mér finnst stundum gaman að skrifa og fjalla um svona kenningar, ef ég er í þannig stuði, en fólk finnur sjálft hjá sér hvötina til að trúa þessu eða ekki, það er eins og það er, gerist og gengur.

Hitt er alveg ljóst og verður ekki véfengt virðist mér, að þetta fimmta erindi fjallar um svona samsæriskenningar. Einnig er það fullkomlega ljóst að Bob Dylan gefur það alls ekki skýrt til kynna hverjum þær beinast að.

Þetta er nú samt eitt af þeim erindum sem ég held mest uppá í ljóðinu. Svona efni vekur hjá manni áhuga á samsæriskenningum þegar maður er ungur. Bob Dylan hefur því kennt manni margt.

Svona erindi réttlætir það að kalla ljóðið allt eða söngtextann snilldarverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 697
  • Frá upphafi: 127240

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 527
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband