16.12.2023 | 00:25
Fávísi lýðurinn sem er kúgaður og elítan sem stjórnar í krafti ofurauðs og fræðikenninga
Að Abraham Lincoln hafi verið marxisti finnst mér stórsnjallt og rétt, hjá snöllum bloggara hér, enda hafi Karl Marx hrósað honum. Að tengja saman marxismann víða um lönd er ný söguskýring sem ætti að skoða betur.
Að viðurkenna að nýfrjálshyggjan sé af sama meiði er einnig áhugavert, og margt í bandarísku þjóðlífi. Að flokka allan fasisma sem marxisma og vinstristefnu opnar nýjar dyr skilnings og túlkunar.
Truman og Roosevelt báru ábyrgð á kjarnorkunni og innleiðingu félagsmarxismans, annar að minnsta kosti, og hinn líka fyrst hann afnam hann ekki.
Lýðstjórnun er glæpsamleg í eðli sínu því hún tekur burt frelsi mannsins til að ráða yfir eigin lífi og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Lýðstjórnun Frankfurt skólans er hluti af menntakerfi okkar, sem er í rústum núna eins og þekkt er orðið. Sumt sem við tökum sem sjálfsagðan hlut er nokkuð sem er forkastanlegt og óþolandi.
Það ætti að leggja áherzlu á það að kenna börnum sjálfstæði, og þannig að fordómalaust séu kynntar fyrir þeim hugmyndir 19. aldarinnar um rómantík og þjóðerniskennd, til móts við kúgun elítunnar í dag í gegnum alþjóðastofnanir og embættisfólk.
Ég vil hvetja fólk til að lesa grein Guðjóns Hreinbergs, ég vitna hér í hann mikið í þessum pistli, enda grein hans mjög góð frá miðvikudeginum, sem heitir:"Sosum ekkert að frétta." Yfirlætislausir titlar geta geymt snilld engu að síður.
Spyrjum okkur að þessu:
Hvers vegna taldi sig enginn vera trans fyrir 100 árum? Hvernig er hægt að fullyrða að fólki og börnum hafi ekki verið innrætt það að telja kyn sitt rangt? Eru marxistar ekki færir um ýmislegt?
Marxistar leika sér að okkur eins og tilraunadýrum í búrum. Það er glæpsamlegt í eðli sínu og miklu frekar en það sem fram fór í seinni heimsstyrjöldinni, einfaldlega vegna þess að við, fórnarlömb vinstriöfganna erum miklu fleiri, og okkur fækkar svo mjög að við erum að deyja út.
Þeir sem leika sér að okkur einsog músum í búrum eru 1000 sinnum verri en vísindamenn Þriðja Ríkisins, sem lögðu þó grunninn að ýmsum framförum í vísindum. Lúmsk drottnun og kúgun er verri en sú sem augljós er og sem auðvelt er að benda á og berjast gegn og sanna, og fordæma með öllum ráðum.
Fólk sem hefur engan áttavita í lífi sínu vegvillist skiljanlega, og sérstaklega ef það er ungt, því ungt fólk og börn er áhrifagjarnara og ómótaðra en þeir sem eldri eru og rosknari.
Kannanir sýna að fólk flýr úr Þjóðkirkjunni. Kaþólikkum fjölgar, og það er hægt að útskýra með innflutningi fólks frá löndum kaþólikka.
Hinsvegar fjölgar einnig þeim sem standa utan trúfélaga. Það eru aumingja Íslendingarnir sem eru ráðvilltir og vegvilltir.
Trú fólks er áttaviti. Trúlaust fólk sem lætur kerfið stjórna sér hefur valið sér þann sem freistaði Jesú og vildi gefa honum heiminn ef hann fylgdi sér.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Eins manns rusl er annarra manna fjársjóðskista
- Gamanvísur, ljóð frá 14. apríl 1983 - æskuverk - dægurlagatexti
- Gróðahyggjan hefur náð til Kína og þar er hún komin á stera. ...
- Eitt glæsilegasta afrek Bjarna Benediktssonar var að leyfa hv...
- Finnst mér Rembrandt leynast víða, ljóð frá 8. febrúar 1988
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 44
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 458
- Frá upphafi: 132515
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 355
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.