Það sem er nýtt við atburðina síðustu 2 árin er að nýtt tímabil virkni er hafið eins og sérfræðingar segja. Atburðirnir eru fleiri og stærri. Þótt húsin í Grindavík hafi nokkurnveginn staðizt þetta, það er að segja ekki hrunið til grunna eins og gerist erlendis, þá verður að miða við að þetta voru ekki stórir skjálftar í Grindavík miðað við það, ekki uppá 6 eða 7 á Richter, eins og við fréttum um frá útlöndum, og þó geta slíkir skjálftar orðið á Íslandi úr því að það gerðist áður. Við getum verið pottþétt viss um að slíkir risaskjálftar eiga eftir að koma úr því að þetta nýja 200 ára virknitímabil er hafið. Við vitum ekki hvar og við vitum ekki hvenær.
Bláfjallasvæðið er eitt mesta áhyggjuefnið. Þar geta orðið stórir skjálftar þar sem jörðin er þykk, upp á 6.5 eða meira, og það er nálægt Reykjavík þar sem flestir landsmenn eru.
Síðan má alveg búast við stærri eldgosum en þeim sem komið hafa síðustu 2 árin. Undanfarar stórra gosa eru einatt snarpir skjálftar líka.
Þrátt fyrir að húsin séu góð á Íslandi er nálægðin mikil við eldsupptök og skjálftamiðjur og það kann ekki góðri lukku að stýra.
Atburðirnir í Grindavík hafa haft áhrif á mig eins og aðra. Ég fór á tónleika með vini mínum í Grindavík fyrir fáeinum árum með góðri söngkonu, og þegar ég var 11 ára voru barnaafmæli, því fráskilið foreldri átti þar heima, innan ættarinnar.
Það sem er sjokkerandi er hvað þetta breyttist á skömmum tíma úr stað þar sem allt var í vanagangi yfir í hamfarasvæði sem taldist ótryggt. Einnig dáist maður að þjóðinni og samstöðunni á svona tímum, sem er mikilvæg.
1.600 skjálftar og ekki dregur úr virkninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 10
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 730
- Frá upphafi: 130396
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 541
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.