Matarlyst er rétt stafsetning, í langalgengustu merkingunni sem eiginlega allir nota.

Í Kappsmáli síðast fannst mér koma fram villa í stafsetningu. Matarlist með einföldu i-i í stað yfsilons. Síðan sá ég þessa villu í blaðagrein þar sem viðtal var tekið við Kára Stefánsson. Bragi Valdimar ætti ekki að gera svona villu, góður íslenzkumaður. Ekki nema hann hafi verið að vísa í orðið matarlist, í merkingunni listrænn gjörningur með mat. Ég get ekki fundið á gúgglinu að þetta sé nein ný speki eða rétt, að orðið eigi að vera með einföldu i-i í þessari algengustu merkingu sem eiginlega allir nota.

Öll rök hníga til þess að matarlyst sé með yfsiloni. Þetta er löngun til matar, og því sama orð og lust á ensku, sem er losti eða löngun á okkar máli. Hér er því um samgermanskt orð að ræða sem er fullsannað að á að vera með yfsiloni, það er að segja í þessari merkingu, sem löngun til að borða. Þó er það rétt að til er orðið matarlist, en þá er átt við kökuskreytingar eða eitthvað þesslegt, því listrænn verknað er þá verið að vísa í sem tengist mat og matargerð, Hitt er alveg 100% víst að matarlöngun er matarlyst með yfsiloni.

Guðjón Hreinberg hefur verið að stríða okkur með því að rita synd sem sind, en fleiri rök hníga í þá átt. En jafnvel orðsifjafræðileg rök á bakvið orðið sin á ensku hníga að því að um sömu upprunaskýringar séu á ferðinni, gyðjan Syn, sem er gyðja sannleikans og réttlætisins, og að synja því ranga, meðal annars, getur hafa leitt af sér bæði þessi orð, sin og synd, fyrir um 10.000 árum þegar Lóðurr var á jörðinni, sem skapaði okkar mannkyn. Hún hefur þá ekki verið langt undan.

Sin í nútímaensku sem synd, er dregið af sinne, synne eða sunne, jafnvel zen úr miðensku, sem aftur er dregið af synn á fornensku, sem kom úr sunnju, á forvesturgermönsku, sem aftur var dregið af sunjo, á ævagermönsku, sem þýðir sannleikur, afsökun. Hér hafa sömu hljóðin og sami orðstofninn haldið sér um þúsundir ára. Bendir það til þess að gyðjan Syn sé veruleiki og hafi dýrkun á henni leitt af sér þessar nafngiftir.

Ef sin á ensku er dregið af hollenska orðinu zin, eða sin á miðhollensku og fornhollensku, þá er það sama orð og sinni á íslenzku, merking, skilningarvit, setning, skyn, raunveruleikaskynjun, vit eða þrá.

Enskumælandi orðsifjafræðingar hafa tilhneigingu til að hundza 100% allar norrænar rætur orða, þótt mögulegar séu eða líklegri. Þannig eru bara tímanna tákn einsog svo margt annað sem tilheyrir helstefnunni. Á sama hátt hunzaði Ásgeir Blöndal allar slíkar skýringatilraunir, og leitaði að neikvæðum merkingum heiðinna orða og langsóttum útlendum skýringum frekar en norrænum.

En til að útskýra það fyrir þeim lesanda sem hefur ekki kynnt sér þróun orða til hlítar, sem ég hef ekki gert, nema í ákveðnum tilvikum, að Ásgeir Blöndal segir í bók sinni á þá leið að orðið sin á ensku sé eiginlega tvímynd við syn á íslenzku, gyðjuheitið og orðið sem merkir neitun.

Tvímynd þýðir að orð getur hafa þróazt á mismunandi hátt en með sömu merkingunni. Stundum geymist tvímyndin innan sama tungumáls en oft aðeins í öðru, skyldu tungumáli.

Tvímyndir orða þróast af ýmsum ástæðum, oft vegna mállýzkumunar. Þannig má deila um réttmæti yfsilons í orðum eða zeta í orðum. Þó er samræmd stafsetning sem studd er góðum rökum það sem leitast ber eftir, nema mér finnst svo auðvelt að nota zetuna og læra hana að mér finnst meira en sjálfsagt að nota hana, það er ekkert mál, minna en ekkert mál. Það kemur af sjálfu sér, hafi maður tileinkað sér hana. Yfsilonið er eilítið erfiðara, en það sem er erfiðara kallar á meiri lestur góðra bóka og að hafa þannig réttar fyrirmyndir, það er allt og sumt.

Það er skammarlegur aumingjaskapur að hafa afnumið zetuna úr samræmdri stafsetningu árið 1974. Eftir því sem meiri kröfur eru gerðar til barnanna og þau beitt meiri aga eflist og eykst gáfnafar þeirra, því vitið er eins og vöðvarnir, það þarf áreynslu og kröfur.

Ég hef einnig áhuga á stöfum eins og C, W og Q, en svo langt er síðan þeir duttu út úr íslenzkunni að erfiðara er að vera viss um hvar þeir ættu heima. Ecqert mætti rita á þennan hátt samkvæmt forni hefð. Quert ferð þú eða qurt? Whessir í kvöld? Rétt eins og W í ensku þýðir fráblástur mætti nota það fyrir slíkt hljóð, eða hið forna uu hljóð, sem varð ú stundum og sumsstaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Að hafa löngun í mat er vissulega matarlyst

en svo er matarlist sem þýðir listin að búa til góðan mat sem fólk hefur góða lyst á vegna útlits, lyktar og bragðs

Grímur Kjartansson, 31.10.2023 kl. 09:21

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Alveg rétt Grímur. Um leið og menn gera sér grein fyrir þessu er lítil hætta á ruglingi í stafsetningu. Í þessari blaðagrein varð þessi ruglingur, því of mikil matarlyst sem veldur offitu sem Kári fjallaði um var vitlaust stafsett. Bara að vekja athygli á þessu.

Takk fyrir athugasemdina og innlitið.

Ingólfur Sigurðsson, 31.10.2023 kl. 13:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Listin að búa til góðan mat kallast matargerðarlist. Orðið matarlist finnst ekki í orðabók þannig stafsett. Orðið matarlyst er vel þekkt en hefur aðra merkingu: löngun til að borða.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2023 kl. 16:28

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hefurðu fengið leyfi hjá Árnastofnun og Íslenskuprófessornum Jakobssyni fyrir þessum óvottuðu hugmyndum?

Guðjón E. Hreinberg, 31.10.2023 kl. 18:20

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég sótti svo sem ekki um neitt sérstakt leyfi heldur fletti þessu einfaldlega upp á vefsíðunni malid.is sem Árnastofnun heldur úti.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2023 kl. 18:26

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég tek undir þetta sem Guðmundur segir, hef flett þessu líka upp og það er rétt að matarlist er ekki í orðabókum, en ég var að fabúlera þetta til að reyna að útskýra hversvegna maður finnur þetta orð, matarlist, sem öll máltilfinning manns segir að sé rangt. Þá er það á hreinu, þetta er einfaldlega villa, útbreidd villa sem þarf að losna við.

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar, Guðmundur og Guðjón Elías.

Ingólfur Sigurðsson, 1.11.2023 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 666
  • Frá upphafi: 127293

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 488
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband