Átökin sem harðna, en hætta ekki

Hér eru margir hægrimenn sem styðja málstað Ísraelsmanna í þessu stríði. Á sama tíma bloggar Hrannar Baldursson um fordóma eins og hann hefur gert áður. Þeir geta birzt í trúarofstæki og stuðningi við einn málstað ofar öðrum. Ég hef einnig lesið blogg Ómars Geirssonar af athygli um þetta stríð. Þar ritar hann margt af samúð með fórnarlömbum. Þar má lesa að hann hefur fullan skilning á því að fullkomið stríðsæsingafólk ríkir í Hamassamtökunum. Þó er það svo að hugtak hans, hægriöfgamenn, á við um Netanyahu og hans stjórn, og það er almennt viðurkennt í heimspressunni. Hamas hryðjuverkin verða varla kölluð verk hægriöfgamanna, frekar trúarofstækismanna, finnst mér.

Réttustu setningarnar um framferði Palestínumanna eins og Hamasliðanna er að kalla þetta sjálfsmorðsárásir, því við ofurefli er að etja.

Þegar ég horfi á þessar fréttir eða heyri þær þá rifjast alltaf upp þegar múslimar hafa gert hryðjuverkaárásir á Vesturlönd, sjálfsmorðsárásir, í heilögu stríði fyrir Allah, og réttlætingin er fyrir trúna.

Sumir hafa sagt að Palestínumenn geti bara hypjað sig úr Gaza og þurfi ekki þar að vera. En þótt gyðingar hafi til forna búið þarna hafa Palestínumenn ekki síður sögu um langtímabúsetu á svæðinu.

Afstaða stjórnvalda í bæði Þýzkalandi og í Bandaríkjunum er vandræðaleg, þótt ekki sé meira sagt. Afstaða stjórnvalda í Þýzkalandi mótast af 100 ára samvizkubiti, sem virðist ætla að verða eilíft, og afstaða í Bandaríkjunum mótast af auðhyggjunni sem mótast af samsetningu bandarískra auðmanna sem stjórna stjórnmálunum þar, en ítök stuðningsmanna Ísraels eru öllum kunn í Bandaríkjunum.

Þetta er púðurtunna sem gæti kveikt þriðju heimsstyrjöldina ekki síður en Úkraínustríðið. Sjaldan hafa því heimsmálin verið á öðrum eins suðupunkti og núna, ef nokkurntímann.

Vaxandi gyðingahatur í Þýzkalandi og víða getur til dæmis átt uppruna sinn í einhliða stuðningi stjórnvaldanna þar við zíonistastjórn Netanyahus, sem jafnvel er gagnrýnd af heimamönnum þar. Almenningur skynjar hvenær stjórnvöldin eru orðin óréttlát, og meðal almennings myndast þá oft andstæð bylgja, þótt það hafi ekki verið ætlun yfirvaldanna sem þannig stjórna.

Þegar Evrópusambandið bannar stuðning við Palestínu og þýzk stjórnvöld gera hann refsiverðan þá er afleiðingin aukin andúð á Evrópusambandinu, þýzkum og ísraelskum stjórnvöldum jafnvel.

Stjórnvöld sem eru svo heimsk að þau halda að þau hafi fólk 100% í vasanum eru dæmd til að mistakast.

En að ábyrgð Palestínumanna og Hamas. Ómar Geirsson skrifar mikið um það þessa dagana. Hann er svo beittur og rökfastur að maður skiptir sér ekki af.

En mér finnst ljóst að Hamassamtökin eru öfgasamtök. Það er ekki því hægt að tala við slíkt fólk af yfirvegun og rökvísi.

Ekki skil ég hversvegna hægriöfgastjórn Netanyahus komst til valda í Ísrael ef hún nýtur mjög tæplega stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Er þar sama auðræðisspillingin og í Bandaríkjunum, þar sem peningar stjórna hverjir komast til valda?

Við hér á Vesturlöndum eigum erfitt með að setja okkur inní þetta, við þekkjum ekki smáatriðin, við þekkjum ekki líf almennings.

En Hamassamtökin eru ekki án tengsla við almenning á Gaza. Jafnvel þótt þau séu öfgasamtök verða þau fyrir áhrifum frá almenningsálitinu sem er þar.

Ég hef skrifað um það áður að hægriöfgastjórn Netanyahus og harðari áherzlur hennar í yfirtöku á palestínsku landi hafa án efa hrint af stað þessum ógeðslegu árásum á Ísrael frá Hamassamtökunum.

Sumir skrifa um að Hamas vilji útmá Ísrael, en öfgamenn þar vilja vissulega losna við Palestínumenn fullkomlega, þannig að hart mætir hörðu og öfgarnar mætast.

Ómar Geirsson hefur alveg rétt fyrir sér í því að Hamas fórnar börnum og konum, saklausu fólki eins og enginn sé morgundagurinn.

Ég vil forðast að fordæma, jafnvel Hamas, því menn vita það kannski ekki að orðið fordómar er dregið af sögninni að fordæma, að öllum líkindum. Heilög reiði okkar og réttlæting getur þannig snúizt uppí fordóma auðveldlega.

En það verður að vinda ofanaf þessu.

Þegar ég fékk sýnina og fannst að Jahve, guð Biblíunnar talaði til mín í sumar, þá sá ég svona stríðsmyndir. Hann sýndi mér hvernig hann getur kveikt ófriðarbál víða í heiminum til að fá sínu framgengt, til að Biblíunni sé hlýtt, og í því getur falizt þetta sem kallað er miðaldaástand.

Hann sagði mér að ef Rússar sigra ekki auðveldlega mun hann hefja styrjaldir annarsstaðar á jörðinni, eða toga í spotta til þess. Hann sýndi mér jafnvel borgarastyrjöld í Bandaríkjunum, mannskæða jarðskjálfta og eldgos víða, og styrjaldir í Evrópu eins og urðu fyrr á öldum. Það var mjög áhrifaríkt að upplifa þetta.

Þannig að þessi harðnandi átök á þessu svæði komu mér ekki fullkomlega á óvart. Ég veit að hann getur gert þetta og gerir þetta.

Þeir sem telja að maðurinn einn stjórni öllu taka ekki mark á trúarbrögðum. Ef maður gerir ráð fyrir því að guðir og djöflar leiki með mennina eins og taflmenn verður allt skiljanlegra.

Rétt eins og löxum er slátrað af Íslendingum og Norðmönnum ef lús sækir á þá, þannig getur guð Biblíunnar, Jahve, slátrað okkur öllum ef við erum syndug, ekki honum að skapi.


mbl.is Umfangsmikil árás í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Hinum óguðlegu, segir Guð minn, er enginn friður búinn. (Jes. 57:21).

Er Jehóva sá, að illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga, þá iðraðist Jehóva þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni, og honum sárnaði það í hjarta sínu.

Og Jehóva sagði: Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau. (1. Mós. 6:5-7).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 28.10.2023 kl. 16:30

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Skaparinn lofaði Nóa, að mannfólki yrði ekki aftur því sem næst afmáð, en skilja má marga spádóma þannig að mannfólk sem kýs að verða mannverur, verði óhæft að færast upp í spíralnum. Svo loforðið er einnig vísbending um hvaða möguleikar eða hæfnisget dylur sig í undirvitund okkar ef við laugum hana.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 28.10.2023 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 706
  • Frá upphafi: 127249

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband