Bann við efa, var nokkuð sem tengt var við trúaröfga, og miðaldir hér áður fyrr, þegar Upplýsingin var búin að blómstra

Það er slæmt þegar einhver menning verður fasísk. Það hugtak merkir ekki það sama fyrir fólki, en það er einföldun á því sem mætti nefna stjórnlyndi, en það er sterkara. Það orð getur lýst því þegar ríkið reynir að stjórna fólki meira en góðu hófi gegnir. Guðjón Hreinberg hefur lýst því yfir að svonefndir hægriöfgar séu vinstristefna í dulargervi, og allur fasismi sé hluti af einhverskonar ríkisafskiptum og vinstriöfgum. Mér finnst það mjög merkileg skýring og rétt að mörgu leyti.

Mér blöskrar þær fyrirætlanir verkamannaflokksins brezka að ætla að stinga fólki í steininn fyrir að hafa skoðanir á hinseginfólki sem ekki eru þessar nýju skoðanir, að allt sé það eðlilegt sem fólk telur sig vera burtséð frá líffræði sem ásköpuð var.

Af sama meiði er að Ríkissjónvarpið gerir það að fréttaefni að Helga Dögg Sverrisdóttir lendir í að til er fólk er ósátt við hana fyrir að tjá sig um þetta, og haldið er fram að skoðanir hennar særi einhverja. Það á bara við um svo margt. Alltaf hljóta að vera til þeir sem hafa andstæðar skoðanir og særast mögulega við það að kynna sér það sem þeim er framandi. Ýmsir fréttamenn RÚV eru það ósvífnir að vera í bullandi pólitík og í sjónvarpi allra landsmanna fá að beita sér og koma á framfæri einhverju sem á að heita hinn eini rétti sannleikur, eða reynt að láta líta þannig út.

Ég veit varla um neina meiriháttar þjóðfélagsbreytingu sem ekki hefur kallað á andmæli, mótmæli og jafnvel gagnbyltingar og átök.

Ég er svosem ekki sáttur við allt hjá hægrimönnum, en heldur ekki vinstrimönnum. Það bara er fráhrindandi þegar svona aðferðir þarf að nota.

Vel mætti kalla J.K Rowling baráttukonu og frelsishetju, á meðan aðrir kalla hana fordómapúka og vonda manneskju.

Það sem vekur upp andstæðinga Rowlings og Helgu og fleiri er að rök þeirra eru skynsamleg, sá hópur kemur fram með þetta sem trúað hefur verið í gegnum aldirnar, að kynin séu tvö.

Ef menn skoða meiriháttar stríð og átök í mannkynssögunni þá kemur í ljós að einatt er barizt um það sem er á jaðrinu, eða svo ég orði þetta öðruvísi, hatrammlegast er oft barizt af þeim sem eiga í vök að verjast.

Hitler vissi að ofurtrú hans á aríska kynstofninn var hugmyndafræði sem var ekki enn orðin viðurkennd allsstaðar. Fasisminn og ofbeldið varð því aðferð sem var notuð í þeirri von að slíkt dygði.

Stalín vissi það sama, að kommúnisminn var að berjast fyrir rétti sínum og sigri í heimsbyggðinni.

Fólkið sem heldur því fram að kynin séu fleiri en tvö vita að sú kenning hljómar ótrúlega. Þessvegna er gripið til þess ráðs að reyna að þagga niður í þeim sem eru ósammála.

Fjöldinn stóri og fjölmenni lætur sér fátt um finnast. Til eru þó þau mál sem eru þannig vaxin að eftir því sem athyglin vex og kastljósið beinist meira að þeim verða fylkingarnar stærri, og jafnvel með þeim málstað sem talinn er vondur af einhverjum, sem ekki endilega hafa rétt fyrir sér.

Um leið og við erum komin með mál þar sem ekki má hafa ákveðna skoðun (sem þó var 100% útbreidd og allir sammála um í gegnum aldirnar) þá má segja að eitthvað undarlegt sé á ferðinni.

Páll Vilhjálmsson og fleiri skrifa um að gyðingahatur sé bundið við vinstrimenn og þeir sameinist um það. Ef það er rétt - sem er umdeilt - þá eru þarna hreyfingar á vinstrivæng stjórnmálanna sem eiga margt skylt við slíkt í fortíðinni.

Burtséð frá túlkunum sem stjórnast af pólitískri afstöðu er það almennt viðurkennt, og maður heyrir það frá sérfræðingum á RÚV, að öfgahyggja til vinstri og hægri er á blússandi siglingu nú um stundir.

Það er sorglegt að mannkynið þurfi alltaf að finna upp ný deilumál, og jafnvel endurvekja þau sem talið var að meiri sátt væri farin að ríkja um. Helstefna er það sem dr. Helgi Pjeturss kallaði það, og rættist hans spá um það að helstefnan verði sífellt meiri og verri, eftir því sem lengra á helstefnubrautina farið er.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 703
  • Frá upphafi: 127330

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 518
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband