Súrasúla, ljóð frá 15. október 2023.

Ef heilagleikinn hendir þig í stríði,

mun heldur ráð að skilja bakatil.

Oft hann annað tér

en æstur maður hyggur, bil.

Bið þeim friðar, bágum heimi,

bara mínum reglum gleymi.

Græt ég hjartna hörku,

nær hefur glatað vörku.

Sá er tapar Seimur kannski ver,

segðu þeim að utar jafnvel bíði.

 

Nær enginn skilur ertu að fara að þegja,

í afli því er myrkrið skárra en ljós.

Ef stöndum saman, staur,

mun starfið birta aðra rós.

Taka þau um Súrusúlu,

senn til himins, inn um búlu.

Bannið tryggir tízku,

táknin fljúga á lýðzku.

Móðir Drottins mannsins nýtir kaur,

mikla Eva kemur, heim mun beygja.

 

Þú mætir fólki á mörgum skrýtnum slóðum,

hvar metin verða jöfnuð, falin þó.

Oft er auðmýkt bezt,

svo yfir falli græðsla, ró.

En Vili hefur hliðar margar,

þú helming metur, nokkrar argar.

Enginn öllu ræður,

þá aftur stillast bræður.

Menn glíma í tjörnum, villt og verst

að vita en geta ei ljáð þeim fat af bjóðum.

 

Hvern guð þú tignar þarftu ekki að þylja,

þagnamálin veita einnig rétt.

Fléttan faðmar þig

og furðumyndir skapar grett.

Svo fjarri er viljinn, Vili talar,

en veidda paddan aftur galar.

Mun nokkur tengja trega

við trölldóm allra vega?

Ef bið ég, kannski bæti mig,

og bölið sem vill auðnu góða mylja...

 

Ef lofið aðeins líknað betur gæti,

það lynghús birtist sem mér auðnu gaf.

Ég þegi fyrir þá

sem þjást af öðrum sannleiksstaf.

Því mundu, maður ei að dæma,

meðan hinir pöddur flæma

burt með bræði og sárum,

og blaðurfengnum tárum.

Trúin gefur þraut og þrá,

en þolið einnig, sem ég vona að bæti...

 

Orðaskýringar:Kaur, muldur.

Seimur: Guð auðsins, kannski Njörður. Vanaguð sennilega.

Varka, Varkárni, eftirtekt, athygli.

Súrasúla: Stöng sem tignuð var sem gyðja til forna, eða sem líkneskja í stað gyðjumynda eða gyðja. Kannski tengd ákveðnum lögmálum. Sagnir frá gleymdri forneskju fjalla um þetta, og fátt er vitað með vissu. Hluti af Biblíuhefð og enn eldri, heiðnum goðsögnum og hefðum. Bann er við því að tigna slíkar súlur í Biblíunni, í Gamla testamentinu, vegna þess að þær tengjast heiðindómi, eða gerðu það þá að minnsta kosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 39
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 819
  • Frá upphafi: 129991

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 621
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband