Eftirmaður Bjarna? Lilja? Svandís? Guðlaugur Þór?

Eins og margt annað þessa dagana er erfitt að vera viss um hvað Bjarna gengur til að segja af sér sem fjármálaráðherra, úr því ráðherrar gera það sjaldan þótt ástæður séu til þess.

Bjarni er þungavigtarmaður í íslenzkum stjórnmálum. Hann getur ekki farið úr þessari ríkisstjórn án þess að jafnvægið raskist milli flokkanna. Því hlýt ég að styðja að hann taki við öðru embætti í stjórninni - ef henni er enn stætt.

Ole Anton Bieltvedt skrifar í DV grein að þetta geri Bjarni til að setja þrýsting á Svandísi sjávarútvegsráðherra og jafnvel losna við hana. Þannig mætti segja að hann sé að reyna að leiðrétta þau mistök að koma henni til valda, nema meira þarf til, það þarf að ógilda svo margt, og einnig mistök miklu fleiri ráðherra en hennar. Hvalveiðibann hennar og grimmileg fóstureyðingalög gefa þó tilefni til að byrja á endurskoðun þar.

Ef Svandís mun segja af sér og fá samskonar álit frá Umboðsmanni og ef Bjarni tekur við embætti hennar mætti segja að það myndi friða sjálfstæðismenn, en ekki Vinstri græna. Þetta er allt í hnút og erfitt að sjá hvernig á að leysa þetta þegar flokkarnir eru svona ólíkir og áherzlurnar.

Annars er ég á því að Lilja Alfreðsdóttir ætti að valda þessu embætti vel, að vera fjármálaráðherra. Fjármálaráðuneytið gæti einnig hentað Svandísi Svavarsdóttur, því samúð með fátækum er kostur í slíku embætti, og vinstri menn gefa sig út fyrir það að vera þannig, hvernig svo sem reyndin er eða verður. Ekki er vantþörf á því að bæta kjör þeirra verst stöddu í landinu, og því eru allir nema sjálfstæðismenn góðir í það, sérstaklega vinstrimenn þó, og ætti því Vinstri grænn að fá fjármálaráðuneytið næst.

En þegar Katrín forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin standi tryggum fótum finnst mér það ekki sannfærandi. Mig minnir að það hafi verið sagt áður rétt áður en ríkisstjórnir sprungu.

Annars er ekki líklegt að sjálfstæðismenn hafi hannað þessa atburðarás sér í hag. Það er mjög léleg samsæriskenning. Það er erfitt að sjá að þeir græði á þessu, nema kannski við að koma umdeildu fólki frá völdum í ríkisstjórninni úr öðrum flokkum, en það er frekar langsótt að það takist þannig.

Ríkisstjórnin er í miklum vanda. Það er lítið að marka Katrínu forsætisráðherra sem segir að allt sé í himnalagi þegar fleytan er við það að sökkva. Þó er ekki útilokað að ríkisstjórnin þrauki í gegnum þetta, enda Katrín þaulvön í þessu fagi, að halda saman svona ríkisstjórnum, eins og í Jóhönnustjórninni.

Lengi var sagt að Katrín Jakobsdóttir væri langvinsælasti stjórnmálamaður landsins. Það á ekki lengur við, langt frá því. Ekki ósvipað og þegar heilög Jóhanna missti sinn heilagleika eftir að landsmenn fóru að reiðast henni eftir að Jóhönnustjórnin varð mjög óvinsæl.

Það er eiginlega sama hvernig reynt verður að hrókera ráðherrum og gera hrossakaup fram og til baka. Bjarni Benediktsson var límið í ríkisstjórninni og naut mikils trausts í þessu embætti fjármálaráðherra. Þeir ráðherrar sem eftir sitja eru að einhverju leyti rúnir trausti einnig því óvinsæl mál hefur stjórnin reynt að keyra í gegn.

Ef stjórnin ætlar að lifa þetta af þarf kannski meiriháttar hrókeringar, stólaskipti og jafnvel nýtt fólk inní stjórnina. 

Stjórnin var löskuð fyrir eins og kannanir hafa lengi sýnt, og það verður því púsluspil að koma þessu aftur saman og að fólk fari að sýna þeim traust aftur.


mbl.is Uppstokkun á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Einfaldasta skýringin er sú að stólaskipti verði á utanríkis og fjármálum. Þá fær Reykfjörð standa við öll stóru loforðin sem þær dúkkulísurnar hafa gefið flissandi og kyssandi með tóman kassann.

Formaðurinn getur þá dregið til baka úr þinginu bókun 35, sem engu skiptir því þetta lið samþykkir hvort eð er allt á færibandi frá unioninu. Þannig getur flokkurinn haldið andlitinu vegna nafns síns og arfleifðar gagnvart kjósendum í næstu kosningum.

Fleira fær kannski að hanga með á spýtunni, þetta er jú pólitík, en ekki siðferði fyrir fimm aura, frekar en að selja pabba og félögum banka í eigu þjóðarinnar, sem hún var látin endurreisa eftir að hann hafði verið tæmdur innan frá af þeim sjálfum, og þykjast síðan ekki hafa vitað af því á annað ár að við það væri eitthvað að athuga.

Magnús Sigurðsson, 12.10.2023 kl. 06:35

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir Magnús, ágæt skýring og trúleg. 

Já, í svari þínu felst líka þetta, að flokkurinn á marga möguleika, óþarfi að vorkenna þeim mikið, rík eru þau og finna einhver ráð með þetta.

Ég er ekki viss um hvaða skoðun ég hef á sölu ríkiseigna, ef einkaaðilar stjórna betur finnst mér það í lagi og gott, en bixið og braskið eins og þú bendir á... 

Þetta er eiginlega alveg eins og fyrir hrunið, það hékk meira á spýtunni en einhver einföld frjálshyggja, en Samfylkingin var ekkert skárri í því braski, og núna Vinstri grænir og Framsókn líka áreiðanlega.

En er ekki stjórnin bara búin að vera?

Takk fyrir innlitið og ágæta athugasemd.

Ingólfur Sigurðsson, 12.10.2023 kl. 14:45

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Stjórnin var frá upphafi búin að vera, annars hefði hún aldrei komist til valda, -hún þorir ekki frá. Þessi stjórn er, og hefur alltaf verið bastarður.

Magnús Sigurðsson, 12.10.2023 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 68
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 676
  • Frá upphafi: 133147

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband