Ég læri aldrei heima, ljóð frá 23. september 1986.

Ég var að byrja í Menntaskólanum í Kópavogi þegar ég orti þetta. Eins og dagbókarfærsla í söngtextaformi eða ljóðaformi. Sjálfsævisögulegt kvæði eins og sumt eftir mig, en ekki allt þó.

 

Einmana, aðeins poppstjarna,

einhvernveginn að klikkast

úr sorg og sársauka.

Sifjahreinar skvísur nikkast.

Mér leiðist hérna á lúnum skólabekk,

ég læri aldrei heima.

Mér finnst að einhver fært mér kunni hrekk,

og flestu vil ég gleyma.

 

Vinkonur eða vinirnir,

verð að læra og það pínir.

Stundum tómt er torg,

tíkin leyndarmálin sýnir.

 

Unglingsins tæmd er ævin nú,

einhvernveginn þú tryllist.

Tilgang fráleitt finn,

fríðar trauðla, maður villist...

 

Veit ekki nöfnin, villtur er hér

viljinn er líka týndur.

Ekkert nægir enn,

aðeins tómið, þó er brýndur.

 

Biðja nú mig að mæta á svið,

mjög það egóið bætir.

Þori, spila þrátt,

það nú drauma gamla rætir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 156
  • Sl. viku: 706
  • Frá upphafi: 133252

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 507
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband