22.9.2023 | 00:41
Enginn skilur geðið þitt, ljóð frá 5. apríl 2019.
Ekki er hans staða bætt með bjánum.
borinn af þeirri er getur ekki skilið.
Hlíðin mín er hennar ei,
hefur misst og gleymt, þau öll.
Skildu ekki málið mitt,
mjög þó vildi lofa.
Föllum því með fýsnum röngum, kjánum...
fyrr mun eigi til neitt rofa.
Heyrir ekki hefðar köll,
hún var eitt sinn mey.
Öllu lokið, allt er breytt við þilið,
enginn skilur geðið þitt.
Samvizkubitið, forrit feigðar,
flyzt til og verður nýtt að læra að vísu.
Jafnvel drottning jarðar sig,
játast þeim er eitrar skrokk.
Sérðu þig í þeim og mér?
Þó mun varla reyna.
Áttum fortíð, grimmar, tættar... teygðar
trúin þannig, engu að leyna...
Áttir samt hinn eina rokk,
afsakar nú þig.
Lendir grimmdin loks í slíkri krísu...
ljúfur afi og pabbi fer.
Nútíminn kennir eitt og annað,
ískalda viðmót, læt mér standa á sama.
Hegðun vélræn hentar þeim,
hún var eins en gæðin söm.
Það er af sem áður var,
allir þurfa að læra.
Finnst þér svo að gott sé gjarnan bannað?
Gróðinn hrópar, læging, kæra.
Verður því að vísu gröm,
vill ei þennan heim.
Sinnti mínum skyldum skaðadama.
skemmdi mig og þungann bar.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 60
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 840
- Frá upphafi: 130012
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 637
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.