Almenningur er búinn að fá nóg af óöldinni í Svíþjóð en hefur takmörkuð völd. Hræðsluáróðurinn gegn Svíþjóðardemókrötum nægir að hindra að þeir komist í hreinan meirihluta. Hversu lengi?

Það er merkilegt hvernig stjórnmálamenn í Svíþjóð eru ófærir um að laga ástandið sem þar ríkir, skotbardaga, manndráp, nauðganir, sprengingar... Gústaf Skúlason á Útvarpi Sögu hefur ekki verið að ýkja eins og sumir hafa haldið fram, öðru nær, nú er þessar fréttir frá Svíþjóð komnar í alla aðra fjölmiðla einnig.

Hvenær koma þar öflugri og öfgafyllri slíkir flokkar fram þannig að saga 20. aldarinnar endurtaki sig? Hvenær ætlar fólk að læra sögu 20. aldarinnar? Hægriöfgar sigruðu í Þýzkalandi þegar óttinn við kommúnismann og stjórnleysið varð allsráðandi meðal almennings. Sömu hlutir eru kannski að gerast á okkar dögum víða um heiminn.

Raunveruleikafirring Katrínar og rugludalla sem annarsstaðar eru við völd á Vesturlöndum er algjör. Katrín og slíkir rugludallar fastir í fortíðinni þykjast berjast gegn hatri með banni. Það fyrirbæri er miklu flóknara en að hægt sé að eyða því með boðum og bönnum. Einfeldningar ættu ekki að setja lög fyrir almenning sem ekkert virka, eða sem virka öfugt. Á meðan þykjustu þjóðernisflokkar hafa komizt til valda á Ítalíu (Bræður Ítalíu sem er stjórnað af konu, eins fáránlegt og það er), og í Svíþjóð, (Svíþjóðardemókratar sem verja stjórnina falli) er alvöru stefna ekki til, hörð stefna, eða stefna sem tekur á vandanum.

Vestrænt lýðræði er orðið svo úr sér gengið að þessir flokkar, sem eru hefðbundnir miðjuflokkar eru kallaðir hægri-öfgaflokkar, og samt gera þeir ekkert gagn. Þetta er fyndið, grátbroslegt.

Í vinstrinu virkar þetta hinsvegar, því þar er sama hversu miklir öfgarnir eru, aldrei eru þeir gagnrýndir og alltaf er tekið mark á þeim.

Svíþjóð er gott dæmi um ástandið. Allt á leiðinni til fjandans, kjánar við völd sem ropa útúr sér froðu og loftbólum.

Það er nú ákveðið lögmál sem segir að ef almenningur fær sæmilega mikið af mat uppí kjaftinn og aðrar nauðsynjar, þá gerir hann ekki uppreisn og hlýðir yfirvöldunum. Smátt og smátt eru þó þessi gæði að rýrna. Það er að verða æ erfiðara fyrir fólk að lifa. Miðstéttirnar hrynja niður á lágstéttarsvæðið, leigan hækkar, maturinn hækkar, svigrúmið verður lítið.

Hvað gagnar að virkja meira ef allir peningarnir fara í vasa auðrónanna?

Staðan er þannig að við bíðum bara eftir stórhörmungum, kerfin eru komin á vafasöm stig, hættusvæði, náttúran þolir ekki meiri mengun, fjármálakerfin eru þanin af spillingu. Hvaða kerfin munu bresta fyrst? Náttúran? Fjármálakerfið? Ný farsótt?

Sænsk yfirvöld neita að fullorðnast. Þau taka ekki upp uppeldisaðferðir fortíðarinnar, agann sem gerði börnin vinnusöm, þau taka ekki upp þjóðernishyggjuna sem tilheyrði fortíðinni, sem gerði löndin einsleit og friðsamari í kjölfarið. Eða þá að kirkjan fær ekki sömu völd og áður, sem gaf fólki siðfræði sem það fór eftir.

Almenningur horfir á þjóðfélögin fara í tætlur.

Þetta er umburðarlyndið bandaríska innflutt, bandaríski draumurinn, allir geta meikað það, sama hvaðan þeir koma. Nema jafnaðarmenn stjórna Bandaríkjunum núna. Endurtaktu sömu tilraunina sem mistókst aftur og aftur þangað til hún heppnast, því kenningin fallega segir það. Kenningin segir það, þá hlýtur það að vera rétt, sama hvað veruleikinn segir. Marx sagði það, Stalín sagði það, þá hlýtur það að vera rétt.


mbl.is Svíþjóð ekki hættulegri síðan 1945
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 141
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 749
  • Frá upphafi: 133220

Annað

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband