18.9.2023 | 00:15
Maurar, ljóð frá 3. desember 2018.
Fjandinn á það fólk,
frelsið ekkert, hlýðir vél.
Ýtir takka á einhver fjarri,
ótalmargir fá þá skoðun ranga og sjúka hér.
Gröfumst undir grjótið svo hissa...
greifingjarnir auð sinn missa.
Héldu sig í himnakjarri,
hita upp gamla tólk.
Loksins mínar lausnir tel,
leitt of seint í tengslin, sker.
Þeir er vita þjást
er þrútnir halda á einni bók.
Veit að höllin verður sandur,
víða skelfur undirstaða svikaranna þá.
Ekki skaltu aðvörun gefa,
aðrir þurfa sitt að vefa,
Það er aðeins þeirra randur,
þú munt finna ást.
Mér fannst þetta myrkvað djók,
en maurar guðdómsandann skrá.
Senda drengjum sök,
saklaust fólk er dæmt af þeim.
Þjófar sleppa, morðsins mýgir,
múgur kýs það lið er pínir, umsnýr fólki, þér.
Drottinn sér og dæmir einn þetta,
dáðlaus þjóð má vart slíkt frétta.
Sá er hetjudáðir drýgir
á djöflum hefur tök,
getur frelsað heljar heim,
en harðar raunir þolir, fer.
Orðskýringar: Randur, kk: Rönd, jaðar, brún, þjóðfélagskimi, takmarkaður fjöldi einstaklinga, bergmálshellir.
Mýgir:Kúgari, einræðisherra.
Maurar: Hlýðið, undirgefið fólk.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Ég ber hæfilegt traust til beggja kvennanna en efast líka tal...
- Leikritið heldur áfram, þar til blekkingin fellur til fulls
- Sköpunarsaga Biblíunnar, Genesis kemur frá norrænu fólki sem ...
- Fáein orð í keltnesku, gaulversku. Kennsluþáttur í útdauðu má...
- Jafnaðarfasismanum var komið á með því að neyða fólk til að f...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.2.): 171
- Sl. sólarhring: 171
- Sl. viku: 834
- Frá upphafi: 137034
Annað
- Innlit í dag: 119
- Innlit sl. viku: 638
- Gestir í dag: 111
- IP-tölur í dag: 109
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.