15.9.2023 | 00:39
Silfur Egils á að vera deiluþáttur og þáttur um menn og málefni sem koma á óvart, ekki svæfandi samtöl
Egill Helgason er sá eini sem ætti að sjá um Silfur Egils. Þegar þessir þættir hófu göngu sína hafði Egill Helgason gaman af því að láta ósammála fólk mæta í settið til sín og rífast. Þannig var það frægt þegar Páll Vilhjálmsson, sá bloggari sem hefur án efa verið einn sá hæfasti hér um áraraðir mætti í Silfur Egils fyrir meira en 10 árum, og athyglin sem sá þáttur fékk má merkja á því að Spaugstofan gerði grín að honum. Það var virðuleikavottur, sýndi að þá voru þetta mjög góðir þættir hjá Agli, þegar hann mátti fá fólk í þáttinn sem kom fram með eitthvað nýtt, fólk sem ögraði, en Páll Vilhjálmsson hefur verið einn af þeim, svo sannarlega, og sérstaklega ögrað vinstrimenningarmafíunni.
Þessi þáttur er alveg dauður og bældur í hel núna. Þetta er framhald af Kastljósi og algjörlega óþarft, peningaaustur til einskis.
Valgeir Örn, Sigríður Hagalín, Bergsteinn og fleiri af þeirra kynslóð hafa ekki þennan brodd sem Egill hafði þegar hann var uppá sitt bezta með þessa þætti. Þau spyrja VENJULEGRA spurninga, reyna ekki að fá fólk til að fara á yztu nöf, reyna ekki að etja saman ólíku fólki sem fer að hnakkrífast. Þannig gerist eitthvað í sjónvarpssal, þannig sjá áhorfendur nýjar og óvæntar hliðar á málum og fólki, þannig þættir fá áhorf, ekki sama þvaðrið sem er búið að æfa.
Annar góður sjónvarpsmaður er Heimir Már Pétursson á Stöð 2. Hann hefur unnið meira gagn í sáttasemjaramálum en ríkissáttasemjari, að því er virðist. Heimir Már og Egill eru sérstakir og með sinn stíl.
Maður hefur það á tilfinningunni að allir séu múlbundnir á RÚV núorðið. Fyrirframákveðnar spurningar og svör, ekkert nema æfð leikrit.
Ef hnignun heldur áfram á sjónvarpsstöðvunum hefur maður meira gagn af því að eyða tímanum í eitthvað annað, og þá segir maður þessu upp. Línuleg dagskrá er á undanhaldi um alla veröld. Fréttirnar eru eiginlega það eina sem ég nenni að horfa á núorðið, og þættir um líðandi stund eins og Silfrið, því jafnvel SCFI þættir hafa orðið wokehryllingnum að bráð og eiginlega allt bandarískt sjónvarpsefni, gjörsamlega óþolandi.
Sú var tíðin að allt það efni sem RÚV sýndi fannst manni áhugavert og gott að einhverju leyti. Þá var Derrick sýndur, Ráðgátur, fræðsluþættir frá BBC, dýralífsþættir, náttúrulífsþættir, gamanþættir, allt í vönduðum þýðingum, og svo gott íslenzkt efni með.
Nú er allt orðið lapþunnt moð, wokeruglið gegnsýrir allt. Það er gengið út frá því sem vísu að allir áhorfendur séu börn í anda sem trúa öllu sem er sagt og haldið fram, áróðrinum.
Oft fer ég yfir bækur á hundavaði. Bækur eru að verða mér dýrmætari en sjónvarp og útvarp, og líka gamlar hljómplötur eða hljómdiskar.
Þegar maður les bækur getur maður velt hverju orði fyrir sér. Maður getur spurt sig hvað sé rétt eða hæft í því sem þarna kemur fram.
Sjónvarpsefni sem er mjög yfirborðskennt og þar sem almennra spurninga er spurt, það hreyfir ekki við manni.
Á Netinu er mýgrútur af áhugaverðu efni á ensku, til dæmis á Youtube. RÚV gæti valið miklu áhugaverðara efni til að sýna, efni sem myndi sýna allskonar viðhorf og kima ólíkra samfélaga og skoðana.
Nei, það er ekki gert. Þess í stað er eins og Evrópusambandið stjórni RÚV, eða sænskir öfgajafnaðarmenn, eða þesskonar rugl-lið sem hefur keyrt sín þjóðfélög í þrot.
Það er ekki lengur komið fram við sjónvarpsáhorfendur eins og viti bornar verur, heldur eins og dýr í búri, eða fanga sem eru lokaðir inni af pólitískum yfirvöldum sem varpa á veggina sömu setningunum endalaust. Það eru aðferðir sem einræðisstjórnir nota til að heilaþvo fólk, þó sérstaklega pólitíska andstæðinga.
Þannig er barnaefnið líka. Á sama tíma verður þjóðin óhamingjusamari. Rannsóknir sýna að unglingsstúlkum líður jafnvel enn verr en strákum í skólum.
Menningin er hrunin. Því fyrr sem málsmetandi fólk áttar sig á því, þeim mun betra.
Því miður er það svo að það virðist ekki hægt að stöðva þessa helstefnuþróun.
Eftir svo sem 30 ár verður enska töluð á Íslandi. Hér verða aðeins fátæktarhverfi og gettó. Þá verður Indland mesta velferðarríki í heimi ásamt Kína, Evrópa verður á botninum ásamt Bandaríkjunum.
Nema fólk spyrni við fótum og geri uppreisnir.
Silfrið á nýjum tíma og án Egils | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 9
- Sl. sólarhring: 158
- Sl. viku: 709
- Frá upphafi: 133255
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 509
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þetta allt hjá þér og. Heimir Már Pétursson var kannski ágætur sem fréttamaður en í dag kemur hann bara fram sem HROKAGIKKUR og EGÓIÐ er alveg stjarnfræðilegt og að mínu mati er hann einn ofmetnasti sjónvarpsmaður landsins og helst er að minnast framkomu hans við Guðmund Franklín Jónsson, þegar Guðmundur var í forsetaframboðinu. Egill Helgason er bara orðinn eins og sprungin blaðra í dag, hann bara nennir þessu ekki lengur, hann er bara eins og sagt er ÁSKRIFANDI AÐ LAUNUNUM SÍNUM. Allt annað tek ég fullkomlega undir.....
Jóhann Elíasson, 15.9.2023 kl. 07:34
Merkilegt að þú skulir nefna þetta með Heimi Má og Guðmund Franklín, já það er rétt og skammarlegt hverskonar neikvæðni sá ágæti maður mætti hjá mörgum fjölmiðlum, bara af því að hann var fastagestur á Útvarpi Sögu. Það var einhvernveginn búið að búa til þá kjaftasögu um hann að hann væri "íslenzkur Trump" sem vildi einræði! Ég held að það hafi haft við engin rök að styðjast, því hann lagði einmitt áherzlu á að kjósendur fengju meira vald og að þannig yrði forsetaembættið virkjað.
Með Egil Helgason, ég held að hann geti enn stýrt góðum þáttum, Kiljan er svosem alveg ágæt. Einstaka sinnum hefur örlað á því þegar hann stjórnaði Silfrinu síðasta vetur að hann reyndi að kafa undir yfirborðið og fá ákveðnari svör.
Ég held að vandinn sé í menningunni á RÚV. Það er búið að leggja einhverjar línur sem hindra að menn hafi þættina einsog þeir vilja. Eftir Hrunið versnaði allt, en sérstaklega þó eftir Wintrismálið. Þá var eins og hægrisjónarmiðum væri endanlega úthýst.
Ég er viss um að þetta kemur að utan, einhverskonar Wokefasismi.
Takk fyrir gott innlegg Jóhann.
Ingólfur Sigurðsson, 15.9.2023 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.